Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRIL 1984 Knattspyrnan í Evrópu: Juventus á góðri leið til fifiisins ¦ Juventus 1(11111(1, ítalska stjörnuiiðið, er mi á góðri leið nieð að vinna ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu í 21. sinn i sögu félagsins. I.iðið gerði jafntetli við AS Roma, meistarana frá í fyrra, um helgina, og hefur því enn þriggja stiga forskol. 80 þúsund manns fylgdust með uppgjöri lopplið- anna í Róm. Roberto Pruzzo leikmaðurRoma skaui í slá Juventusmarksins, en það dugði ekki til. Jafntefli varð 0-0, og titillirin í seiiingarfjarlægð frá Juventus. Fiorentinaer í þriðjasa.*ti, vann Lazio3-2. Argentínumaðurinn Daniel Passarella skoraði tvö marka Fiorentina og Daninn Míchael l.audrup annað marka Lazio. Udinese vann Torirto 1-0, án brasilíska sníllingsins Zieo. Joc Jordan, fyrrum landsliðsmaður Skotíí, skoraði sigurmark Veron yfir Sampdoria. Jordan, sem var valinn í liðið eftir alllangan tíma utan þess skoraði ( 83. mínútu. Allt lítur út fyrir sigur Feyenoord f hollensku meistarakeppnínni. Feyenoord vann nágranna sína 2-0 með mörkum Peters Houtman. Gamli jaxlinn Johan Cryuff byggöi upp bæðt mörkin. Feyenoord hefur nú tveggja stiga forskot á PSV íiindhoven, sem hélt sínum vonum við með þvf að vinna Groningen 3-1. Fimm leikir eru eftir, og Ajax cr í þriðja sæti. Á Spáni eru þrjú líð sem berjast um titilinn. Real Madrid og Atletico de Bilbao hafa 45 stig, og Barcelona hefur 44. Þrjár umferðir eru eftir. Rcal Madrid vann Sporting Gijon 2-1 um helgina. Uli Stielikc. v-þýski landsliðsmaðurinn skoraði sigur- mark Real. Barcelona vann Salamanca 2-0, og skoraði Diego Maradona annað markiö. Bilbao vann Malaga 2-1. Engin breyting varð í Frakklandi, Monaco vann 1-0 í Strasbourg, og Bordeaux sem vann cinnig er i ööru sæti, einu stigi á eftir Monaco. Auxerre er í þriðja sæti. Þar er mikil spenna, Bordeaux og Auxerra mætast um næstu helgi. - SÖE Skotland: Bikarkeppnin, undanúrslit: Aberdeen-Dundee ........... 2-0 Celtíc-St Mirren............ 2-1 Úrvalsdeildin: Dundee Utd. - St. Johnstone--------3-0 Tveir reknir útaf - í leik Hauka og ÍBK ¦ Keflavfk og Haukar gcröu jafntefli 1-1 í Litlu-Bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardag í Hafnarfirði. Eitthvað fór frammistaða 4. deildarliðsins í taugarnar á Keflvíkingum, því tveir þeirra voru reknir útaf. - TÓP/SÖE I1UNGAR LAGEHR - Víkingar unnu þá í síðasta leiknum - bikarinn afhentur á sunnudag ¦ Fjórða og síðasta umferð úrslitakeppni íslandsmólsins í handknattleik var háð í íþróttahúsinu í Hafnarfirði um helgina. FH vann tvo fyrstu leiki sína í þessarri lotu en tapaði síðasa leiknum fyrir Víkingi, á sunnudagskvöld og er það fyrsta tap FH-inga á íslandsmótinu í vetur. Að síðasta leiknum loknum fengu FH-ingar íslandsbikarinn afhentan við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Víkingar lentu í öðru sæti á mótinu, Valur í þriðja og Stjarnan í fjorða. FH-Víkingur 25-27 ¦ Það var heldur betur heitt í kolunum þegar FH og Víkingur áttust við í síðasta leik íslandsmótsins 1984, í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Víkingar voru stað- ráðnir í því að láta FH-inga ekki sleþpa í gegnum allt íslandsmótið, bæði undan- keppni og úrslitakeppni, án þess að tapa leik. í FH-liðið vantaði tvo lykilmenn þá Kristján Arason og Svein Bragason, báðir eru þeir meiddir. Vrð þessar að- stæður tókst Víkingum að leggja FH að velli og ekki spillti fyrir að dómarar leiksins dæmdu á lokamínútunum mjög vafasama dóma gegn FH. Lokatölurnar 27-25 Víkingum í vil, eftir að staðan í hálfleikvar 13-12 FHívil. FH-ingar voru með yfirhöndina fram- an af, skoruðu meðal annars þrjú fyrstu mörk leiksins, en Víkingar jöfnuðu leik- inn rétt fyrir leikhlé 10-10. FH-ingar voru síðan einu marki yfir í hálfleik 13-12. Víkingar jöfnuðu 14-14, en á næstu mínútum voru FH-ingar fljótari til að skora og héldu forystunni, en Víking- arnir jöfnuðu jafnharðan. Um miðjan hálfleikinn gáfu FH-ingar aðeins eftir og Víkingarnir gengu á lagið og náðu tveggja marka forystu, 20-18. Eftir það tókst FH-ingum ekki að jafna þrátt fyrir góð tækifæri. Helsta hindrun þeirra var markvörður Víkinga Ellert Vigfússon, sem lokaði markinu algjörlega allri umferð, varði meðal annars vítakast frá Hans Guðmundssyni. Þegar staðan var 26-24 Víkingum í vil og tvær mínútur og fimmtíu sekúndur eftir af leiknum mis- fórst annað vítakast hjá FH. Dæmd var lína á Atla Hilmarsson er hann skoraði úr vítinu, og markið dæmt af. Þá ætlaði allt vitlaust að verða í húsinu því dómarinn var sá eini sem séð hafði fót Atla á línunni. Atli mótmælti kröftug- lega með þeim afleiðingum að hann fékk að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum. Leiknum lauk síðan 27-25 og Víkingar fögnuðu sigrinum ákaft, enda óvæntur. Ellert Vigfúson, markvörður Víkinga var langbesti maður liðs síns í þessum leik, varði 14 skot, þar af tvö vítaköst. Kristján Sigmundsson varði einnig vel þann tíma sem hann lék. Varði alls 7- skotþarafeittvíti. SigurðurGunnarsson átti stórleik og hefur ekki leikið betur í langan tíma. Steinar Birgisson var einnig mjög góður. Aðrir leikmenn Víkinga stóðu einnig vel fyrir sínu í þessum leik. Ekki er vafi á því að þessi leikur var sá besti hjá Víkingum í allri úrslitakeppn- inni, enda dugar ekkert minna ef leggja á FH-inga að velli. Hans Guðmundsson átti ágætan leik hjá FH, þó hann væri nokkuð mistækur í lokin. Guðjón Árnason stóð h'ka vel fyrir sínu. Meira hefði mátt koma út úr Atla Hilmarssyni og Þorgils Óttari, þó langt sé frá því að þeir hafi leikið illa. Þeir hafa hins vegar oft gert betur. Vörnin hjá FH var oft illa á verði og vantaði þá oft illilega Kristján Arason, til að berja hana saman. Haraldur Ragn- arsson var góður í FH markinu og varði 11 skot. Þrátt fyrir tap í þessum síðasta leik sínum á íslandsmótinu, hafa FH-ingar unnið stórt afrek sem á lengi eftir að vera í minnum haft. Þeir hafa sannað að þeir eru með besta handknattleikslið íslands 1984 og verðskulda svo sannar- lega íslandsmeistaratitilinn. Mörk Víkinga skoruðu: Sigurður Gunnars- son 9, Steinar Birgisson 7, Hilmar Sigurgísla- son 4, Karl Þráinsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 3 og Hörður Harðarson 1. Mörk FH skoruðu: Hans Guðmundsson 7, Atli Hiimarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Guðjón Árnason 3, Pálmi Jónsson 2, Valgarð Valgarðsson 2, Jón E. Ragnarsson 1 og Guðmundur Magnússon 1. -BL. Stjarnan-Víkingur 21-21 ¦ Víkingar máttu þakka fyrir að ná jafntefli gegn Stjörnunni í þessum leik. Þó var besti leikmaður Stjörnunnar, Gunnar Einarsson,ekki með, er erlendis um þessarmundir. Leikurinn varjafnog í hálfleik var staðan 12-11, Víkingum vil. Á lokamínútu leiksins komust Stjörnumenn yfir en Víkingum tókst að jafna áður en leiktíminn var á enda. Hjá Stjörnunni var Magnús Teitsson mjög góður á línunni og Hermundur Sigmundsson var góður og ógnandi í sókninni. Aðeins lifnaði yfir Eyjólfi Bragasyni undir lok ieiksins og skoraði hann þá sín þrjú mörk í leiknum á örfáum mínútum með góðum skotum. Hjá Víkingum var Steinar Birgisson eini maðurinn sem sýndi sitt rétta andlit, aðrir voru mjög daprir. Sigurður Gunn- arsson var á varamannabekknum mest allan tímann, er kappinn að jafna sig á meiðslum er hann hlaut fyrir skömmu. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Hermundur Sigmundsson 5, Magnús Teitsson 4, Hannes Leifsson 3, Eyjólfur Bragason 3, Skúli Gunn- steinsson 2, Sigurjón Sigurðsson 2 og Gunn- laugur Jónsson 2. Mörk Víkinga skoruðu: Steinar Birgisson 8, Einar Þórarinsson 3, Karl Þráinsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Hilmar Sig- urgíslason 2, Hörður Harðarson 2 og Guð- mundur B. Guðmundsson 1. -BL. Stjarnan-Valur 26-26 ¦ Það er óhætt að segja að leikur Vals og Stjörnunnar hafi verið sveiflukennd- ur. Valsmenn voru eina liðið á vellinum í fyrri hálfleiknum og höfðu um tíma 10 marka forystu. I hálfleik var staðan 16-7. í síðari hálfleiknum vöknuðu Stjörnu- menn heldur betur til lífsins og söxuðu smám saman á muninn. Á síðustu sek- úndu leiksins skoraði Guðmundur Þórð- arson síðan jöfnunarmark Stjörnunnar, 26-26. Það ótrúlega hafði gerst, Vals- menn töpuðu stigi í leik sem mest allan tímann var algjör einstefna af þeirra hálfu. Maðurinn bak við árangur Stjörn- unnar öðrum fremur var Gunnlaugur Jónsson, en hann skoraði hvað eftir annað úr vinstra horninu án þess að Einar Þorvarðarson markvörður Vals- manna fengi rönd við reist. Jakob Sigurðsson var bestur Valsmanna í leiknum, en Þorbjörn Jensson var einnig góður bæði í vörn og sókn. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Gunnlaugur Jónsson 9, Eyjólfur Bragason 5, Magnús Teitsson 5, Hermundur Sigmundsson 3, ¦ Eins og meisturum sæmir hlupu ísl að þeim var afhentur íslandsbikarinn. i handknattleiksliðum landsins. Guðmundur Þórðarson 2, Skúli Gunnsteins- son 1 og Árni 1. -BL. FH-Valur 37-29 ¦ Stórleikur Atla Hilmarssonar var stærsti punkturinn í þessum leik. Hann fór á kostum og skoraði mörg stórglæsi- leg mörk. Einnig voru þeir Hans Guð- mundsson og Pálmi Jónsson góðir í FH-liðinu. Hjá Valsmönnum voru allir á sama plani, sóknarleikurinn hafður i fyrirrúmi, en vörnin gleymdist. Reyndar var það sama uppá teningnum hjá FH-ingum. Allt of mikið skorað gegn þeim miðað við styrkleika liðsins. FH hafði jafnan forystu í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. 1 hálfleik var staðan 19-15, þeim hvítklæddu í vil. Lokatölurnar síðan 37-29. Ótrúlegt markaskor í úrslitakeppni á íslandsmóti og ber vitni um hraðan leik þar sem sóknin og hraðaupphlaup eru aðalatrið- ið, en varnarleikurinn ekki tekinn föstum tökum. Mörk FH skoruðu: Atli Hilmarsson 10, Hans Guðmundsson 7, l'alnii Jónsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Valgarð Val- garðsson 4, Guðmundur Magnússon 3, Guð- jón Áraason 2 og Jón E. Ragnarsson 1. gjöfm sem gefuram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.