Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
ÞRIDJUDAGUR 17. APRIL 1984
íþróttir
Knattspyrnan í Evrópu:
Juventus á góðri
leið til titilsins
■ Juvenlus 'l'orinó, ílalsku stjiirnulióió, cr nú á
{•óðri leiA meA aó vinna ílalska nieistaratililinn í
knattspyrnu í 21. sinn í sögu l'clagsins. l.iAiA gerAi
jafntelli við AS Roma, meistarana frá í fyrra, um
helgina, og liefur því enn þriggja stiga forskol.
Kl) þúsund manns fylgdust mcö uppgjöri toppliö-
anna í Róm. Roberto Pruzzo leikmaður Roma skaut
í slá Juvcntusmarksins, cn þaö dugöi ekki til.
Jafntefli varö 0-0. og titillinn í scilingarfjarlægö frá
Juventus. Fiorentina er í þriöja sæti, vann Lazio 3-2.
Argentínumaöurinn Daniel Passarella skoraði tvö
márka Fiorentina og Daninn Michacl Laudrup
annað marka Lazio. Udincse vann Torino 1-0, án
brasilíska snillingsins Zito. Joc Jordan, fyrrum
landsliösmaður Skotá, skoraði sigurmark Veron yfir
Sampdoria. Jordan, sem var valinn i liðið eftir
alllangan tíma utan þess skoraði í K3. mínútu.
Allt lítur út fyrir sigur Fcyenoord í hollensku
mcistarakeppninni. Feyenoord vann nágranna sína
2- 0 með mörkum Peters Houtman. Gamli jaxlinn
Johan Cryuff byggðt upp bæði mörkin. Feyenoord
hefur nú tveggja stiga forskotá PSV Lindhoven.sem
hélt stnum vonuiti við meö því að vinna Groningcn
3- 1. Fimm leikir cru cftir. og Ajax er í þriðja sæti.
Á Spáni cru þrjú liö scm berjast um titilinn. Real
Madrid og Atletico de Bilbao hafa 45 stig, og
Barcclona hefur 44. Þrjár umferðir eru cftir. Real
Madrid vann Sporting Gijon 2-1 um helgina. Uli
Stielike, v-þýski landsliðsmaðurinn skoraði sigur-
mark Real. Barcelona vann Salamanca 2-0, og
skoraði Dicgo Maradona annað markið. Bilbao
vann Malaga 2-1.
Lngin brcyting varð í Frakklandi, Monaco vann
1-0 í Strasbourg, og Bordeaux sent vann einnig er í
öðru satti, einu stigi á eftir Monaco. Auxcrrc er í
þriðja sxti. Par cr mikil spenna, Bordeaux og
Auxerra mætast um nxstu hclgi.
- SÖE
Skotland:
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Aberdeen-Dundee..............2-0
Ccllic-Sl. Mirren............2-1
Úrvalsdeildin:
Dundee Utd. - St. Johnstonc . . . . 3-ft
Tveir reknir útaf
- í leik Hauka og ÍBK
■ Keflavtk og Haukar gerðu jafntcfli 1-1 í
Litlu-Bikarkeppninni í knattspvrnu á laugardag
í Hafnarfirði. Eitthvað fór frammistaða 4.
deildarliðsins í taugarnar á Keflvíkingum, því
tvyir þeirra voru reknir útaf.
- TÓP/SÖE
FH4NGAR LAfiDIR
— Víkingar unnu þá í síðasta leiknum — bikarinn afhentur á sunnudag
■ Fjórða og síðasta umferð úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik var háð í
íþróttahúsinu í Hafnatfirði um helgina. FH vann tvo fyrstu leiki sína í þessarri lofu
en tapaði síðasa leiknutn fvrir Víkingi, á sunnudagskvöld og er það fyrsta tap FH-inga
á íslandsmótinu í vetur. Að síðasta leiknum loknum fengu FH-ingar Islandsbikarinn
afhcntan við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Víkingar lcntu í öðru sæti á mótinu, Valur
í þriðja og Stjarnan í fjórða.
FH-Víkingur 25-27
■ Það var heldur betur heitt í kolunum
þegar FH og Víkingur áttust við í síðasta
leik íslandsmótsins 1984, í Hafnarfirði á
sunnudagskvöld. Víkingar voru stað-
ráðnir í því að láta FH-inga ekki sleþpa
í gegnum allt íslandsmótið, bæði undan-
keppni og úrslitakeppni, án þess að tapa
leik. I FH-liðið vantaði tvo lykilmenn þá
Kristján Arason og Svein Bragason,
báðir eru þeir meiddir. Við þessar að-
stæður tókst Víkingum að leggja FH að
velli og ekki spillti fyrir að dómarar
lciksins dæmdu á lokamínútunum mjög
vafasama dóma gegn FH. Lokatölurnar
27-25 Víkingum í vil, eftir að staðan í
hálfleik var 13-12 FH í vil.
FH-ingar voru með yfirhöndina fram-
an af, skoruðu meðal annars þrjú fyrstu
mörk leiksins.en Víkingar jöfnuðu leik-
inn rétt fyrir leikhlé 10-10. FH-ingar
voru síðan einu marki yfir í hálfleik
13-12. Víkingar jöfnuðu 14-14, en á
næstu mínútum voru FH-ingar fljótari til
að skora og héldu forystunni, en Víking-
arnir jöfnuðu jafnharðan. Um miðjan
hálfleikinn gáfu FH-ingar aðeins eftir og
Víkingarnir gengu á lagið og náðu
tveggja marka forystu, 20-18. Eftir það
tókst FH-ingum ekki að jafna þrátt fyrir
góð tækifæri. Helsta hindrun þeirra var
markvörður Víkinga Ellert Vigfússon,
sem lokaði markinu algjörlega allri
umferð, varði meðal annars vítakast frá
Hans Guðmundssyni. þegar staðan var
26-24 Víkingum í vil og tvær mínútur og
fimmtíu sekúndur eftir af leiknum mis-
fórst annað vítakast hjá FH. Dæmd var
lína á Atla Hilmarsson er hann skoraði
úr vítinu, og markið dæmt af. Þá ætlaði
allt vitlaust að vcrða í húsinu því
dómarinn var sá eini sem séð hafði fót
Atla á línunni. Atli mótmælti kröftug-
lega með þeim afleiðingum að hann fékk
að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum.
Leiknum lauk síðan 27-25 og Víkingar
fögnuðu sigrinum ákaft, enda óvæntur.
Eliert Vigfúson, markvðrður Víkinga
var langbesti maður liðs síns í þessum
leik, varði 14 skot, þar af tvö vítaköst.
Kristján Sigmundsson varði einnig vel
þann tíma sem hann lék. Varði alls 7-
skot þar af eitt víti. Sigurður Gunnarsson
átti stórleik og hefur ekki leikið betur í
langan tíma. Steinar Birgisson vareinnig
mjög góður. Aðrir leikmenn Víkinga
stóðu einnig vel fyrir sínu í þessum leik.
Ekki er vafi á því að þessi leikur var sá
besti hjá Víkingum í allri úrslitakeppn-
inni, enda dugar ekkert minna ef leggja
á FH-inga að velli.
Hans Guðmundsson átti ágætan leik
hjá FH, þó hann væri nokkuð mistækur
í lokin. Guðjón Árnason stóð líka vel
fyrir sínu. Meira hefði mátt koma út úr
Atla Hilmarssyni og Þorgils Óttari, þó
langt sé frá því að þeir hafi leikið illa.
Þeir hafa hins vegar oft gert betur.
Vörnin hjá FH var oft illa á verði og
vantaði þá oft illilega Kristján Arason,
til að berja hana saman. Haraldur Ragn-
arsson var góður í FH markinu og varði
11 skot.
Þrátt fyrir tap í þessum síðasta leik
sínum á íslandsmótinu, hafa FH-ingar
unnið stórt afrek sem á lengi eftir að vera
í minnum haft. Þeir hafa sannað að
þeir eru með besta handknattleikslið
íslands 1984 og verðskulda svo sannar-
lega íslandsmeistaratitilinn.
Mörk Víkinga skoruAu: SigurAurGunnars-
son 9, Steinar Birgisson 7, Hilmar Sigurgísla-
son 4, Karl Þrúinsson 3, GuAmundur GuA-
mundsson 3 og HörAur HarAarson 1.
Mörk FH skoruAu: Hans GuAmundsson 7,
Atli Hilmarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen
4, GuAjón Arnason 3, Pálmi Jónsson 2,
ValgarA ValgarAsson 2, Jón E. Kagnarsson
1 og GuAmundur Magnússon 1.
-BL.
Stjarnan-Víkingur 21-21
■ Víkingar máttu þakka fyrir að ná
jafntefli gegn Stjörnunni í þessum leik.
Þó var besti leikmaður Stjörnunnar,
Gunnar Einarsson,ekki með, er erlendis
um þessar mundir. Leikurinn var jafn og
í hálfleik var staðan 12-11, Víkinguin í
vil. Á lokamínútu leiksins komust
Stjörnumenn yfir en Víkingum tókst að
jafna áður en leiktíminn var á enda.
Hjá Stjörnunni var Magnús Teitsson
mjög góður á línunni og Hermundur
Sigmundsson var góður og ógnandi í
sókninni. Aðeins lifnaði yfir Eyjólfi
Bragasyni undir lok leiksins og skoraði
hann þá sín þrjú mörk í leiknum á
örfáum mínútum með góðum skotum.
Hjá Víkingum var Steinar Birgisson eini
maðurinn sem sýndi sitt rétta andlit,
aðrir voru mjög daprir. Sigurður Gunn-
arsson var á varamannabekknum mest
allan tímann, er kappinn að jafna sig á
meiðslum er hann hlaut fyrir skömmu.
Mörk Stjörnunnar skoruAu: Hermundur
Sigmundsson 5, Magnús Teitsson 4, Hanncs
Leifsson 3, Eyjólfur Bragason 3, Skúli Gunn-
steinsson 2, Sigurjón SigurAsson 2 og Gunn-
laugur Jónsson 2.
Mörk Víkinga skoruAu: Steinar Birgisson
8, Einar Þórarinsson 3, Karl Þráinsson 3,
GuAmundur GuAmundsson 2, Hilmar Sig-
urgíslason 2, HörAur HarAarson 2 og GuA-
ntundur B. GuAmundsson 1.
-BL.
Stjarnan-Valur 26-26
■ Það er óhætt að segja að leikur Vals
og Stjörnunnar hafi verið sveiflukennd-
ur. Valsmenn voru eina liðið á vellinum
í fyrri hálfleiknum og höfðu um tíma 10
marka forystu. í hálfleikvarstaðan 16-7.
í síðari hálfleiknum vöknuðu Stjörnu-
menn heldur betur til lífsins og söxuðu
smám saman á muninn. Á síðustu sek-
úndu leiksins skoraði Guðmundur Þórð-
arson síðan jöfnunarmark Stjörnunnar,
26-26. Það ótrúlega hafði gerst, Vals-
menn töpuðu stigi í leik sem mest allan
tímann var algjör einstefna af þeirra
hálfu. Maðurinn bak við árangur Stjörn-
unnar öðrum fremur var Gunnlaugur
Jónsson, en hann skoraði hvað eftir
annað úr vinstra horninu án þess að
Einar Þorvarðarson markvörður Vals-
manna fengi rönd við reist. Jakob
Sigurðsson var bestur Valsmanna í
leiknum, en Þorbjörn Jensson vareinnig
góður bæði í vörn og sókn.
Mörk Stjörnunnar skoruöu: Gunnlaugur
Jónsson 9, Eyjólfur Bragason 5, Magnús
Teitsson 5, Hermundur Sigmundsson 3,
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
■ Eins og meisturum sæmir hlupu íslandsmeisfaramir í handknattleik 1984 sigurhring í íþróttahúsinu í Hafnarfirði eftir
að þeim var afhentur íslandsbikarinn. Áhorfendur sem troðfylltu húsið hylltu meistarana, sem hafa í vetur borið af öðrum
handknattleiksliðum landsins. Tímamynd Sverrir.
Guömundur Þórðarson 2, Skúli Gunnstcins-
son 1 og Ámi 1.
-BL.
FH-Valur 37-29
■ Stórleikur Atla Hilmarssonar var
stærsti punkturinn í þessum leik. Hann
fór á kostum og skoraði mörg stórglæsi-
leg mörk. Einnig voru þeir Hans Guð-
mundsson og Pálmi Jónsson góðir í
FH-liðinu. Hjá Valsmönnum voru allir
á sama plani, sóknarleikurinn hafður i
fyrirrúmi, en vörnin gleymdist. Reyndar
var það sama uppá teningnum hjá
FH-ingum. Allt of mikið skorað gegn
þeim miðað við styrkleika liðsins.
FH hafði jafnan forystu í leiknum og
sigurinn var aldrei í hættu. I hálfleik var
staðan 19-15, þeim hvítklæddu í vil.
Lokatölurnar síðan 37-29. Ótrúlegt
markaskor í úrslitakeppni á íslandsmóti
og ber vitni um hraðan leik þar sem
sóknin og hraðaupphlaup eru aðalatrið-
ið, en varnarleikurinn ekki tekinn
föstum tökum.
Mörk FH skoruAu: Atli Hilmarsson 10,
Hans GuAmundsson 7, Pálmi Jónsson 6,
Þorgils Óttar Mathiesen 4, Valgarð Val-
garðsson 4, Guðmundur Magnússon 3, Guð-
jón Arnason 2 og Jón E. Ragnarsson 1.
Mörk Valsskoruðu: Þorbjörn Guðmunds-
son 6, Steindór Gunnarsson 5, Jón Pétur
Jónsson 4, Valdimar Grímsson 3, Júlíus
Jónasson 3, Jakob Sigurðsson 3, Björn
Björnsson 2, Geir Sveinsson 1, Þorbjörn
Jensson 1 og Ólafur H. Jónsson 1.
-BL.
FH-Stjarnan 34-19
Einstefnuleikur allan tímann, þar sem
aldrei var nokkur spurning hvort liðið
mundi sigra. Leikur Stjörnunnar var í
molum þar sem þeirra besti maður,
Gunnar Einarsson, var ekki með. Mun
vera staddur erlendis um þessar mundir.
Sama einstefnan var allan tímann og
FH-ingar juku muninn stöðugt. í hálfleik
var staðan 17-9. FH í vil. Stórskytta
FH-inga, Kristján Arason, varð fyrir
meiðslum á fæti í leiknum og varð að
fara á slysadeild. Pálmi Jónsson lék ekki
með FH í þessum leik og Haraldur
Ragnarsson, markvörður liðsins, var
sömuleiðis fjarverandi. I hans stað kom
Magnús Árnason í markið og varði hann
vel ásamt Sverri Kristinssyni. Af öðrum
FH-ingum léku þeir Guðjón Árnason og
Þorgils Óttar vel. Hjá Stjörnunni var
Sigurjón Sigurðsson besti maður.
Mörk FH skoruAu: Þorgils Óttar Mathie-
sen 8, Kristján Arason 6, Guðjón Arnason
4, Valgarð Valgarðsson 4, Hans Guðmunds-
son 3, Atli Hilmarsson 3, Theodór Sigurðs-
son 3, Guðmundur Magnússon 2 og Guðm-
undur Óskarsson 1.
- GÁG/- BL
Valur-Víkingur 27-23
■ Leikurinn var nokkuð harður og
fyrri hálfleikur var jafn framan af. Undir
lok hálfleiksins náðu Valsmenn þó
tveggja marka forystu. í hálfleik var
staðan 11-9, Valsmönnum í vil. Vals-
menn gáfu sinn hlut ekki í síðari hálf-
leiknum og juku mun sinn lítið eitt.
Lokatölurnar 27-23.
Bestir í Valsliðinu voru þeir Einar
Þorvarðarson, markvörður, og leikmað-
urinn ungi.Jakob Sigurðsson. Hjá Vík-
ingum var hinn ungi nýliði, Siggeir
Magnússon, góður, en þeir Sigurður
Gunnarsson og Hilmar Sigurgíslason
voru einnig liðtækir.
Mörk Valsmanna skoruðu: Jakob Sigurðs-
son 5, Þorbjörn Guðmundsson 5, Geir
Sveinsson 3, Valdimar Gíslason 3, Jón Pétur
Jónsson 3, Þorbjörn Jcnsson 2, Björn
Björnsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Steindór
Gunnarsson 1 og Júlíus Jónasson 1.
-GÁG/BL.
Leikur íslendingaliðanna í V-Þýskalandi:
STÓRSIGUR STUTTGART
Asgeir skoraöi úr vítaspyrnu
Frá Guðmundi Karlssyni íþrúttafrétlamanni
Tímans í V-Þýskalandi:
■ í góðu veðri mættust íslendingaliðin
hér á föstudagskvöld. Talsverður fjöldi
íslendinga leyndist meðal áhorfenda sem
voru 35 þúsund. Fyrirfram var vitað að
Dússeldorf yrði aðeins með hálft lið
vegna fjölda slasaðra, en samf var vonast
eftir spennandi leik. Það varð þó aðeins
i byrjun síðan tók Stuttgart völdin.
Eftir jafnar 30 mín. þar sem vara-
markvörður Stuttgart, Armin Jáger,
þurfti tvisvar að taka á honum stóra
sínum til að halda hreinu, var allt loft úr
Dusseldorf. Á 29. mínútu skoraði Peter
Reichert sitt 10. mark á tímabilinu 1-0.
Eftir þetta mark var sem eitt lið væri á
vellinum. Á 35. mín var Buchwald
felldur af Weikl inni í teig, víti. Ásgeir
Sigurvinsson skoraði úr vítaspyrnunni af
miklu öryggi með einu af sínum föstu
skotum, óverjandi fyrir Kleff markvörð.
Mark Ohlicher á 45. mín var aðeins
rökrétt framhald, hann framlengdi skot
Bernd Förster í netið, 3-0 í hálfleik.
1 seinni hálfleik hélt sama sagan
áfram. Ohlicher skoraði sitt annað mark
á 57. mín. Buchwald nteð skalla á 75.
mín.. og Andreas Muller skoraði 6.
markið með skalla, nýkominn inná fyrir
Dan Corneliusson. Skömmu síðar átti
Pétur Ormslev sendingu fram á völlinn
á Atla Eðvaldsson, Jáger markvörður
hljóp út fyrir teig og ætlaði að skalla í
burtu. en skallaði aftur fyrir sig og datt
boltinn fyrir fætur Atla sem skaut laf-
lausu skoti sem varið var á línu af þeim
eina sem þar stóð.
Sigur Stuttgart var sanngjarn, og
mörkin kærkomin íkeppninni um Þýska-
landsmeistaratitilinn. Ásgeir Sigurvins-
son átti nijög góðan leik þrátt fyrir að
hafa ekki verið eins sterkur og gegn
Bayern. Hann fékk 2 í einkunn í Kicker,
og sagði Horst Köppel aðstoðarlands-
liðsþjálfari, sem fylgdist með leiknum að
það væri að sínu mati óleysanlegt verk-
efni að ætla að taka Sigurvinsson úr
sambandi. „Synd að hann skuli ckki vera
þýskur, við gætum vel notað hann í
I „Steig ekki
!á línuna“
I
I
I
sagði Atli — hlaut að koma að þessu sagði Geir
■ „Ég vil meina að ég hafi ekki
stigið á línuna", sagði Atli Hilmars
” son, um það umdcilda atvik er víta-
| kast hans var dæmt ógilt undir lok
Ileiks FH og Víkings á sunnudag.
„Ef dómgæslan í þessum lcik hefði
Iverið sæmileg þá hefðum við unnið';
sagði Hans Guðmundsson.
„Það vantaði smá neista til að
. vinna leikinn. Við brotnuðum niður
| á tímabili og náðum ekki að rífa
Iokkur upp úr því aftur. Með dóminn
í lokinn þá var hann mikið vafaatriði.
I Ef við hefðum skorað þá heföi það
1 breytt miklu um franthaldið. Við
| erum ákvcðnir í því að vinna bikar-
^ inn líka" sagði FH fyrirliðinn Guð-
mundur Magnússon.
Geir llallsteinssun þjálfari:
„Þaö hlaut að koma að þessu, fyrr
eða síðar. Það var mikil prcssa á
okkur og þegar dauðafærin eru ekki
nýtt þá er ekki að sökum að spyrja.
Síðan er alltaf spursmál hvcrnig menn
taka því að verða fyrir því að tapa
cítir langa sigurgöngu. Varðandi
dómgæsluna, þá ásaka ég ckki dóm-
arana fyrir eitt né neitt. Þeírra hlut-
verk var nijög erfitt, en þeir hefðu
gjarnan mátt taka leikinn fastari
tökum fyrr, þar sem hann var var
nokkuð harður", sagði hinn geð-
þekki þjálfari FH-inga, Gcir Hali-
steinsson. - BI.
Frakklandi."
Því miður er ekki sömu söguna að
segja um þá félaga Pétur og Atla. sem
léku báðir undir getu. Þeir fengu báðir 5
í einkunn í Kicker.
Stuttgart er vel með í keppninni um
meistaratitilinn, er í öðru sæti, einu stigi
á eftir Bayern Munchen.
HSV og Borussia Mönchengladbach sýndu
engan toppleik, þrátt fyrir dramatískar 90
mínútur, á 22. mínútu skoraði Mill fyrir
Gladbach, en ákveðnir meistarar jöfnuðu í
síðari hálfleik. Wuttke skoraði gegn sínum
gömlufélögum. Dieter Schatzschneider skor-
aði svosigurmark meistarannafjörum mínút-
umseinna. FyrstatapGladbach í7leikjum.
Ótrúleg byrjun Núrnberg. neðsta liðsins,
gegn Bayern hleypti spennu í leikinn, Rein-
hard skoraði eftir 3 mínútur, og Lieberwirth
skoraðieftir l()mínútur,2-0. Pflúglerskoraði
á 11. mín., 1-2 og þannig var staðan í
hálfleik. Leynivopn Bayern, Reinhold Mathy
sem sneri blaðinu við gegn Köln á dögunum.
kont inn á í seinni hálfleik, og skoraði fljótt.
Á 4K. mínútu skoraði haun 2-2. og skoraði
síðan aftur á K4. mín. 3-2. Nachtwei setti
síðan punktinn yfir i-ið með marki á loka-
minútunni. 4-2.
Önnur úrslit:
Bielefeld-OfTenbach...............3-1
Urdingen-Braunschweig.............4-0
Dortmund-Mannheim.................4-1
Frankfurt-Köln....................0-2
Leverkusen-Bremcn.................0-0
Kaiserslautern-Bochuni............2-0
_____________________________-GKA/SÖE
Frost bestur
- Englendingar sigursælir á EM
K Daninn Morten Frosl varð Evrópu-
mcistari í badminton um helgina. Frost
vann landa sinn, Jens-Pefer Nierhoff í
úrslitaleik 15-8 og 15-2 í einliðaleik karla
á Evrópumcistarainótinu í badminton í
Preston í Fnglandi. Fvrópumeisfari í
einliðaleik kvenna varö enska stúlkan
Helen Troke sem vann löndu sína Sally
Podgett 11-5 og 11-2 í úrslitum.
Gillian Clarkc og Karen Chapman frá
Englandi urðu Evrópumeistarar í tví-
liðaleik kvenna, sigruðu Gillian Gilksog
Karen Beckman 15-17, 15-12 og 15-2. í
tvíliðaleik karla sigruöu Martin Dew og
Mike Tredgett frá Englandi þá Morten
Frost og Jans Peter Nierhoff frá Dan-
mörku 15-8 og 15-10. í tvíliðaleik sigr-
uðu Dcw og Gilks Thomas Kihlström og
Maria Bengtsson 15-5 og 17-15.Paðvoru
15. gullverölaun Gilks frá upphafi.-SOE
SEXTIUOGSEXNORÐUR
Hlífóorfatnaóur
frá Sjóklœóageróinni:
I>róaður til að mæta kröfum ísienskra
sjómanna við erfiðustu aðstæður.
VINYL GLÓFINN
l>rælsterkir vinyihúðaðir vinnuvettiingar
sérstökum grípfieti sem
Skulagötu 51 Sími 11520
Viljirðu bragðgott kaffi, velur þú I »i;u ja M Isaffi
gjöfin sem gefurarö