Tíminn - 09.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1986, Blaðsíða 1
„Svona reiður get ég ekki sættmigvið \U HUGSANLEGUR FLUTNINGUR Byggðastofnunar norður á Akureyri var tilefni fundar forráðamanna stofnunarinnar og bæjarstjórnarinnar. fyrirnorðan ígær. Fundurinn varsagðurjákvæðuren engin ákveðin niðurstaða fékkst. Gera má ráð fyrir að ákvörðun verði tekin í febrúar er könnun Hagvangs á hagkvæmni flutninganna liggur fyrir. MARGEIR PÉTURSSON er enn í efsta sæti á alþjóðlega skákmótinu í Hastings. í gær tefldi hann við Bandaríkjamanninn Petrovich og lauk þeirri skák með jafntefli. Jóhann Hjartarson tefldi við Júgóslavann Rungavina og lauk viðureign þeirra einnig meðjafntefli. GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON hefur ákveðið að stefna Þjóðviljanum „fyrir róg, lygar og ærumeiðingar" eins og segir í yfirlýsingu frá Guð- mundi. Ástæða þessaerfrétt sem birtist í Þjóðviljanum um meint skattsvik Þýsk-íslenska þar sem aðallega er fjallað um að Guðmundur hafi verið stjórnarformaður og annar framkvæmdastjóri félagsins og einn af stærstu hluthöfum. Guðmundur segir að hann hafi selt sinn hlut í félaginu um áramótin 1978-9 og hafi síðan unnið í nokkra mánuði árið 1983 sem framkvæmda- stjóri félagsins. Þetta hafi Þjóðviljinn vitað en meginmál blaðsins virðist vera að koma höggi á pólitískan and - stæðing. HJA borgarfógetaembættinu fjölgaði lögræðis- sviptingarmálum um tæpan helming á nýliðnu ári. Alls voru 27 einstaklingar sviptir lögræði. Árið 1984 voru þeirfimmtán. BORGARLEG hjónavígsla var ekki vinsæl á árinu 1985. Verulega dró úr þeim vígslum sem borgardómaraembættið í Reykjavík framkvæmdi. Hjá embættinu fengust þær upplýsingar að tvennt kæmi til. í fyrsta lagi færi það mikið eftir því hvað í tísku væri hverju sinni, og einnig var gjaldið hækkað um fimmtíu prósent í fyrra. SOVESK dagblöð hafa að undanförnu birt nokkur lesendabréf þar sem kvartað er yfir litlum upp- lýsingum í fréttum fjölmiðla. Blöð reyni t.d. að halda upplýsingum um náttúruhamfarir og stórslys leynd- um fyrir almenningi sem varla geti talist merki um að þau treysti fólki eins og sovésk blöð státa sig stund- um af. ■ Tæplega 100 félagar í SÍNE tóku þátt ■ mótmælasetu í menntamálaráðuneytinu í gær og lögðu þar fram áskorun til Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra um að hann falli frá fyrirhuguðum áformum sínum um skerðingu námslána. Námsmennirnir lýstu ennfremur furðu sinni á reglugerð ráðherra frá 3. jan. um frystingu námslána gagnvart gengi íslcnsku krónunnar, minnugir orða hans þegar hann gaf fyrirheit um að koma ekki aftan að námsmönnum í miðju námi, og harma þetta frumhlaup hans sein muni koma afar illa við námsmcnn erlendis. Sjá ineira um lánasjóðsmálið í blaðinu. Tiniamynd: Ární Bjarna Framleiðsluráöslögin reynast illa: Framkvæmdin í höndum óvaninga - segir Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri ■ „Það er náttúrlega aldrei hægt að fella dóm fyrr en reynsla er fengin, en ég hef allt- af verið vantrúaður á að nýju Framleiðsluráðslögin muni breyta miklu til bóta. Sérstak- lega með tilliti til þess að fram- kvæmdin er sett í hendur manna sem ekki þekkja til. Það er það sem ég hef gagnrýnt og tel að hafi verið misráðið," sagði Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins í samtali við Tímann í gær. Talsverðrar gagnrýni hefur orðið vart, meðal bændastétt- arinnar, í garð nýju Fram- leiðsluráðslaganna, sem tóku gildi síðastliðiðsumar. Einung- is lítill hluti laganna er kominn til framkvæmda. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að verð- lagsákvörðunum sem nú eru í höndum þriggja eða fjögurra aðila í stað eins áður. Þá er ntikil óvissa sem bændur búa við, þar sem eru samningar um skiptingu á því framleiðslu- magni sem samið var um í haust. Bráðabirgðasamkomu- lag var gert, sem gildir til 28. fe- brúar, en fyrir þann tíma verð- ur nýtt samkomulag að liggja fyrir. Gunnar Guðbjartsson hefur gagnrýnt hvernig verðlagning- arvaldið hefur verið fært til fjögurra aðila. Þá telur hann óviðunandi það óvissuástand sem bændur búa við, þar sem bráðabirgðasamkomulagið er. Verðlagningarvaldið er í höndum Verðlagsnefndar bú- vöru, sem ákveður verðið til bænda. Fimm manna nefnd undir forsæti verðlagsstjóra ákveður heildsöluálagningu. Verðlagsráð ákveður smásölu- álagningu, og í fjórða lagi ■ Undanfarna daga hafa ver- ið þó nokkrar vangaveltur í fjölmiðlum um þreytu í stjórn- arsamstarfinu og hugsanleg stjórnarslit. Hefurþaraðallega verið nefnt til að ágreiningsmál stjórnarflokkanna verði sífellt fleiri og alvarlegri, svo og að kosningar til borgar- og sveitar- stjórna í vor kunni einnig að hafa áhrif á gang mála. Vart hefur orðið við mikinn óróa meðal félaga f Framsókn- arflokknum vegna þess hvaða aðferðir Sverrir Hermannsson ákveður Landbúnaðarráðu- neytið verðjöfnunargjöld sem verða hluti af heildsöluverði. „Þess hefur gætt í ákvarðana- tökum í haust að samstarf er ekki á milli þessara aðila, og þeir þekkja ákaflega mismun- andi til þeirra hluta sem þeir fjalla um. Það hafa komið upp árekstrar og ágreiningur milli þessara aðila, um frantkvæmd- menntamálaráðherra kaus að viðhafa í sambandi við uppgjör á Lánasjóði íslenskra náms- manna. Þar við bætast eldri mál þar sem framsóknarmenn telja sig hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir samstarfsaðilanum t.d. varðandi vaxta- og hús- næðismál. Ógerlegt er að full- yrða hversu almenn og sterk umrædd óánægja er innan flokksins, en mörgum mun finnast nóg komið. Þá hermir heimild Tímans að margir innan Sjálfstæðisflokks- ina á lögunum," sagði Gunnar. Sem dæmi um ágreining nefndi Gunnar, að ákveðið var í haust að fella niður heildsöluskrán- ingu á hrossakjöti og kartöfl- um. „Þessu hefur Framleiðslu- ráð mótmælt harðlega, þarsent ákvörðunin var að okkar dónti ekki nægilega rökstudd." - ES ins geti vel hugsað sér til hrcyf- ings að loknum borgar- og sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem þar eiga hlut að máli telji líklegt að Sjálfstæðisflokk- urinn komi vel út úr kosningun- um í Reykjavík og standi það- an af sterkt í kosningunum til Alþingis. Stór sigur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík á komandi vori sé því forsenda og hugsanlega aflvaki brott- hlaups úr stjórninni. -SS Sjálfstæðismenn bíða kosningasigurs í vor

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.