Tíminn - 09.01.1986, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 9. janúar 1986
Sjóvá:
Býður atvinnu-
rekstrartryggingu
- frá og með áramótum
■ Frá og með áramótunum
býður Sjóvátryggingarfélag ís-
lands upp á Atvinnurekstrar-
tryggingu Sjóvá, sem er alhliða
vátrygging fyrir atvinnurekstur.
AR- tryggingin, en svo nefnist
þessi trygging kemur í stað
margra vátrygginga sem seldar
hafa verið einstakar fram til
þessa en auk þeirra eru innifaldir
ýmsir nýir vátryggingaþættir.
AR- tryggingunni er skipt í
tvennt, grunnvernd og viðbótar-
vernd.
Grunnverndin nær til fimm vá-
tryggingaþátta sem enginn at-
vinnurekstur getur verið án. Pess-
ir þættir eru brunatrygging, inn-
brotsþjófnaðartrygging, vatns-
tjóns trygging, rekstrarstöðvun-
artrygging af völdum bruna inn-
brots eða vatnstjóns og ábyrgð-
artrygging.
Viðbótarvernd AR- trygging-
arinnar skiptist í sjö þætti sem er
sniðin að þörfum hvers fyrirtæk-
is fyrir sig, segir í frétt frá Sjóvá,
en þessir þættir eru slysatrygging
launþega samkvæmt kjarasamn-
ingum, almenn slysatrygging,
ferða-, sjúkra-, ferðaorlofs- og
farangurstrygging, húseigenda-
trygging, glertrygging, kæli- og
frystivörutrygging, vélatrygging
sem tekur m.a. til framleiðslu-
véla og rafeindatækjatrygging
sem tekur til tölva, tölvukerfa
rafeindaknúinna peningakassa,
síma og fjarritakerfa.
Sameiginlega mynda grunn-
og viðbótarvernd AR- trygging-
arinnar eina vátryggingu með
einu vátryggingarskírteini og
með einu iðgjaldi.
■ Jean-Michel Baylet varautanríkisráðherra Frakklands hélt frá íslandi í gær að lokinni stuttri vinnuheimsókn.
Mynd: Sverrir.
Varautanríkisráðherra Frakklands í heimsókn:
Ræddi við ráðamenn
■ Fyrstu heimsókn fransks utan-
ríkisráðherra hingað til lands í 15 ár
lauk í gær. Það var Jean-Michel Bay-
let varautanríkisráðherra sem hélt
héðan að lokinni stuttri vinnuheim-
sókn. Meðan á dvölinni stóð hitti
ráðherrann og fylgdarlið hans ís-
lenska kollega svo og Vigdísi Finn-
bogadóttur forseta.
Á fundi með blaðamönnum
skömmu fyrir brottför sagði Baylet
að engin sérstök ástæða hefði verið
fyrir heimsókninni hingað til lands í
þetta skiptið. Öllu heldur hefði þótt
langt um liðið frá síðustu heimsókn
og fullt tilefni til að bæta og auka
samskipti ríkjanna.
Flann minnti á að ntenningar-
tengsl Frakka og íslendinga stæðu
djúpt og sagði að þau mál hefði sér-
staklega borið á góma í heimsókn til
forseta. Þar hefði nt.a. verið rætt um
komandi 50 ára ártíð Pourquis Pas-
skipbrotsins. Þess atburðar á að
minnast með sýningum í Frakklandi
og herskipakomu hingað til lands.
Varautanríkisráðherrann ferðað-
ist í einkaþotu franska ríkisns. Á
leiðinni frá Reykjavík var höfð við-
koma á Keflavíkurflugvelli. SS
■ Páll P. Pálsson stjómar
hljómsveitinni á tónleikunum á
fímmtudagskvöld en hann er,
löngu landsþekktur sem mikil-
virkur hljómsveitarstjóri.
Sinfóníutónleikar:
Heimamenn
í sviðs-
Ijósinu
■ Heimamenn verða í sviðsljós-
inu á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands fimmtudaginn 9.
janúar. Stjórnandi verður Páll P.
Pálsson, Jóseph Ognibene leikur
einleik á horn og frumflutt verður
verk eftir Joltn A. Speight. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.30 að
venju.
Fyrsta verkið á efnisskránni er
Sinfónía eftir John A. Speight
sem samin er á tímabilinu júní
1983 til júlí 1984. Verkið er í
þremur þáttum og hugmyndin að
því fengin frá altaristöflu. John
fékk styrk frá Ríkisútvarpinu til
að semja verkið. Annað verkið á
efnisskránni er Hornkonsert nr. 1
í Es-dúr eftir Richard Strauss sem
hann samdi 19 ára gamall fyrir
föður sinn. Joseph Ognibene
leikur einleik í verkinu. Síðasta
verkið heitir Furur Rómaborgar
og er eftir Ottoríno Respighi.
Verkið er í fjórum þáttum sem
kenndir eru við furur sem finna
má á ýmsum stöðum á Ítalíu.
Miðar á tónlcikana fást í Bóka-
búðunt Sigfúsar Eymundssonar
og Lárusar Blöndal og fstóni.
Mrún
■ Prátt fyrir stóraukinn sparnað í
landinu á undanförnum árum hefur
eftirspurnin eftir lánum vaxið miklu
meira. Sá munur hefur verið brúaður
með erlendum lántökum, sem tvö-
földuðust að raungildi á aðeins fjór-
um árum, og námu í árslok 1984 orð-
ið nær helming (um 48%) af öllum
útistandandi lánum íslenska lána-
kerfisins, samkvæmt heildaryfirliti
um lánamarkaðinn sem gert er af
Seðlabankanum.
Seðlabankinn hefur gert saman-
tekt á lánamarkaðnum í heild sinni
fyrirárin 1982-1984. Lánamarkaður-
inn samanstendur af innlánsstofnun-
um, fjárfestingalánasjóðum, lífeyr-
issjóðum, tryggingafélögum, lána-
sjóðum ríkisins (m.a. Orkusjóði,
Hafnarbótasjóði, Ríkisábyrgða-
sjóði, atvinnuleysistryggingasjóði og
Lánasjóði námsmanna) og síðan er-
lendum lánum. Kerfið tekur hins veg-
ar ekki til verðbréfamiðlara og sjóða
nema að því leyti sem slíkar kröfur
varða ofangreinda aðila.
Heildarútlán lánakerfisins í árslok
1984 námu um 125,7 milljörðum
króna. Þar af voru 67,3 milljarðar í
eigu íslendinga sjálfra, en 58,4 mill-
jarðar lán frá útlöndum. Frá árslok-
um 1980 til 1984 rúmlega áttfölduð-
ust skuldirnar í krónutölu, sem
þýddi um 66% aukningu að raungildi
-þ.e. umfram verðlagshækkanir.
Á sama tíma náði innlendi sparn-
aðurinn tæplega að sjöfaldast í
krónutölu, en hafði aukist um 42%
að raungildi. Rúma 11 milljarða
vantaði á að innlendi sparnaðurinn
nægði fyrir sama hlutfalli heildarlán-
anna og verið hafði 1980.
Skuldunum skiptir Seðlabankinn í
4 flokka: Ríkissjóð og ríkisstofnanir,
bæjar- og sveitarfélög, atvinnufyrir-
tæki og hemili. Atvinnufyrirtækin
eru lang stærstu skuldararnir með
43% heildarskuldannna (um 54
millj.) í árslok 1984, en þá hafði það
hlutfall lækkað úr um 48% síðan
1980. Á sama tíma hafði hlutfall
heimilanna (einstaklinganna) stór-
hækkað - eða úr 17,6% í tæp 22% af
heildarskuldunum (27,6 milljarða).
Skuldabaggi ríksins var um 29% eða
36,3 milljarðar, sem var nokkur hlut-
fallsleg hækkun frá 1980.
Því lánsfé (67,3 milljörðum) sem
er af innlendum uppruna skiptir
Seðlabankinn í frjálsan sparnað ann-
ars vegar (innlán og seðla, spari-
skírteini og fleira) og kerfisbundinn
hins vegar (lífeyrissjóði og fleiri
sjóði). Frjálsi sparnaðurinn nam
31,8 milljörðum og hafði aðeins auk-
ist um 22% frá 1980. Kerfisbundni
sparnaðurinn hafði hins vegar aukist
um 68% á tímabilinu, eða nokkurn
veginn sama hlutfall og heildar
skuldasúpan og var kominn í 35,6
milljarða 1984.
Það sem Seðlabankinn telur m.a.
athyglisvert við niðurstöðurnar er
m.a. það hve sparnaður hefur aukist
mikið síðustu ár - bæði í innláns-
stofnunum og hinn kerfisbundni, en
hins vegar minnkað í spariskírtein-
'Vtyna '
um ríkissjóðs, eða um einn sjöita að
raungildi frá 1980, þó fyrst og fremst
á árinu 1984.
Að sögn Seðlabankans er staða
peningalegs sparnaðar sem hlutfall
af landsframleiðslu nú um eða yfir
70% eða álíka og upp úr 1970. Lægst
komst það hlutfall hins vegar í tæp
50% á árunum 1979-1980. Verð-
tryggingin hefur síðan varðveitt
spariféð og lífeyrinn og komið þann-
ig í veg fyrir hrun fjármagnsmarkað-
arins, að mati Seðlabankans.
Staöa peningaleqs sparnaðar í árslok
1968 - 1984 = verölagi 1984
M.kr
J Kertisbundinn sparnaöcr
Q Annar frjáls sparnadur
||1 Spariskirteini og happtírættisbréf
Lán lánakerfisins
stöðutölur i árslok
19Q8 -1984 á verðlagi 1984
] Til sveitar og bæjarfélaga
H Til rikis
| Til heimila
H Til atvinnufyrirtækja
• r
■ „Verðtryggingarstefnan (frá 1980) hefur varð-
veitt spariféð og lífeyrinn og komið þannig í veg
fyrir hrun fjármagnsmarkaðarins“, segir Seðla-
bankinn. Myndin sýnir þróun peningalegs spam-
aðar frá 1969-1984, miðað við meðalverðlag ársins
1984 allt tímabilið. Glöggt kemur m.a. í Ijós hvemig
verðbólgan át upp sparifé landsmanna sérstaklega á
árunum 1971-1975 og á hinn bóginn hve það hefur
vaxið ört frá 1980, sérstaklega kerfísbundni sparn-
aðurinn.
■ Skuldirnar (lánin) hafa þó aukist ennþá hraðar
allt frá árinu 1979. Myndin sýnir skiptingu lána til
atvinnufyrirtækja, heimila, ríkisins og bæjarfélaga
á tímabilinu 1969-1984. Miðað er við verðlag á
miðju ári 1984 og sem sjá má eru skuldirnar nær
tvöfalt hærri en sparnaðurinn á hinni myndinni.
Helmingur allra lána
íslendinga er erlendur