Tíminn - 09.01.1986, Síða 4
4 Tíminn
SILFUR! SILFUR!
Nú er það silfrið
sem gildir, segja
tískukóngarnir
■ Nú er tími árshátíða, síðan
þorrablóta og alls kyns gleðskapar.
Þá er ekki úr vegi að fara að athuga
hvað helst er í tísku um þessar
mundir af samkvæmisklæðnaði. í
Bretlandi segja tískufréttir okkur,
að þar sé það silfurliturinn, sem sé
aðalmálið. Silfurlituð efni í kjóla
blússur, pils og annan klæðnað og
silfurskór og sokkar eiga auðvitað
við. En ekki nóg með það, heldur
er silfurliturinn kominn í snyrti-
vörurnar líka, svo nú má búast við
því að tískudaman glitri einsogsilf-
urdugga eða silfurtodda. (Orða-
bókin opnaðist á þessum orðum,
svo það þótti við hæfi að reyna að
klúðra þeim inn í þennan silfur-
tískutexta, en silfurdugga er sæ-
Elindýr af toppuætt - segir í þeirri
merku bók - og silfurtodda
sælindýr af trönuskeljaætt).
L Talað er um silfur-„strípur“ í
hárið, silfuraugnskugga,
húðkrem með silfurlit
og auðvitað silfur-
naglalakk.
■ Sínum augum
lítur hver á silfrið,
segir í málshætti,
- en áreiðanlega
eru allir sammála
um að þessi „silf-
urdama" er hin
glæsilegasta.
Hún er áreiðan-
lega fínust í
salnum!
Smæstu rafmagnsorgel í heimi
■ Þessi tvö litlu orgel, sem sjá má
á myndinni í lófa þess manns sem
bjó þau til, eru þau minnstu scm
vitaðerum. Uppfinningamaðurinn
Hubert Malard vann lcngi að gerð
þeirra, og þetta eru „alvöru-orgel“.
sem hægt er að spila á, - en það
verður að gerast með tannstöngli,
cða öðrum álíka pinna!
Malard komst í heimsmetabók
Guinness þegar hann kynnti fyrra
smá-orgelið sitt, en það er það
stærra á myndinni. Það eru tæpir 6
sm á breidd. Það minna við hliðina
er nú það minnsta í heimi, og það
er nærri helmingi minna.
■ Jólasálmur spilaður með tannstöngli!
Fimmtudagur 9. janúar 1986
!lllllll!l IIIIIIIUI ÚTLÖND II IIIIIIIlllllllUllllWWIIIIllllllllllll! III lllll IIIIIIIIIIIIIIIUII
WASHINGTON — Reagan Bandaríkjaforseti fyrir-
skipaöi nýjar efnahagsþvinganir gegn Líbýumönnum
vegna hugsanlegrar aöildar þeirra aö árásunum á flug-
völlunum í Róm og Vín í seinasta mánuði. Reagan hvatti
bandamenn Bandaríkjanna í V-Evrópu og annars staðartil
að taka þátt í því aö einangra þaö sem hann kallaði úr-
hrakaþjóð sem stjórnaö væri af barbara.
BONN — Samkvæmt opinberum heimildum hefur vestur-
þýska stjórnin ákveðið að taka ekki þátt í refsiaðgerðum
gegn Líbýumönnum. Utanríkisráðuneyti Breta gaf í skyn að
ólíklegt væri að Bretaryrðu við beiöni um slíkar aðgerðirog
Shintaro Abe utanríkisráðherra Japana sagði að Japanar
„skildu ástæðurnar fyrir aðgerðum Bandaríkjastjórnar" en
lét hjá líða að lýsa yfir stuðningi við þær.
TRIPOLI — Líbýustjórn virðist láta sér í léttu rúmi liggja
aðgerðir Bandaríkjamanna og hótanir um frekari aðgerðir.
MOSKVA — Háttsetturembættismaður í sovéska utan-
ríkisráðuneytinu lofaði stuðningi við Líbýumenn í deilu
þeirra við Bandaríkjastjórn og sovéskir fjölmiðlar hafa harð-
lega gagnrýnt hegðun Bandaríkjamanna.
FRANKFURT — Líbýumenn hafa lokað flugvellinum í
T ripoli þar til annað verður ákveðið að sögn talsmanns vest-
ur-þýska flugfélagsins Luftansa.
FEZ, Marokkó — Samtök ríkja múhameðstrúar-
manna, sem 45 ríki eiga aðild að, gáfu út yfirlýsingu um að
samtökin teldu „hótan'ir heimsvaldasinna og síonista" gegn
Líbýu ógnun við öll íslömsk ríki. Meðal þeirra ríkja, sem
eiga aðild að samtökunum, má nefna nána bandamenn
vestrænna ríkja eins og Pakistan, Malaysíu og Tyrkland
sem jafnframt á aðild að NATO.
JÓHANNESARBORG — Stuðningsmenn svörtu
baráttukonunnar, Winnie Mandela, fjölmenntu í réttarsal í
Jóhannesarborg þar sem lögfræðingar hennar véfengdu
réttmæti tilskipunar sem þeir segja að meini henni aðgang
að eina heimilinu sem hún eigi.
GABORONE — stjórn Botswana hefur beðið vestræn
ríki um að koma í veg fyrir að stjórn Suður-Afríku láti verða
úr hótun sinni um hernaðaraðgerðir gegn skæruliðum sem
hún segir að hafi bækistöðvar í Botswana.
Reuter
FRÉTTAYFIRLIT
8. JANÚAR
NEWSINBRIEF
WASHINGTON — President Reagan ordered new
economic sanctions against Libya for its alleged involve-
ment in last month’s Palestinian guerrilla attacks at Rome
and Vienna airports and appealed to U.S. allies in Western
Europe and elsewhere to join in isolating what he called a
pariah nation led by a barbarian.
BONN — The West German Government ruled that it wo-
uld not join the sanctions against Libya, official sources
said. In London, the Foreign office indicated Britain was
unlikely to act on the request for sanctions. And in Tokyo,
Foreign Minister Shintaro Abe said Japan “understands the
circumstances under which the U.S. Government has
come to take the present measures," but he stopped short
of giving prompt support.
TRIPOLI — Libya appeared unmoved by Reagan’s im-
position of sanctions and threat of possible further measur-
es.
MOSCOW - A senior Soviet Foreign Ministry official
pledged support for Libya in its quarrel with the United
States, as the state media kept up a barrage of criticism of
U.S. behaviour.
FRANKFURT - Libya has closed its Tripoli airport
until further notice, a spokesman for the West German airl-
ine Lufthansa said.
FEZ, MorOCCO — The 45-member Islamic Confer-
ence Organization, which includes such staunch pro-west-
ern countries as Pakistan, Malaysia and NATO member
Turkey, issued a declaration saying it considers “the imper-
ialist-Zionist threat” against Libya as a threat to all Islamic
states.
JOHANNESBURG — Supporters of black national-
ist leader Winnie Mandela stood in the aisles of a crowded
Johannesburg courtroom as her lawyers challenged an
order they say bars her from her only home.
GABORONE — Botswana has appealed to Western
nations to help prevent South Africa from carrying out a th-
reat of action against guerrillas Pretoria believes are based
in the country.