Tíminn - 09.01.1986, Page 9
Fimmtudagur 9. janúar 1986
lllillllllllllllllll bækur lllllll!l!ll!llllllllll!ll!llllllllllllllllllllll!
Fyrsta íslandssagan
Arnj’ríinur Jónsson:
Cryniogæa.
Þættir úr sögu íslands.
Safn Sögufélags.
Þýdd rit síðari alda 11111 ísland og ís-
lcndinga. 2. bindi.
Sögufclag Í985.
305 bls.
■ Crymogæa, íslendingasaga Arn-
gríms Jónssonar lærða, kom fyrst út
árið 1609, á latínu, cn hefur ekki
birst á prenti áíslenskri tungufyrr en
nú að Sögufélag gefur liana út í þýð-
ingu dr. Jakobs Benediktssonar. Má
það kallast vonum seinna.
Enginn efi getur leikið á því, Cry-
mogæa er eitt af höfuöritum ís-
lenskra sagnfræðibókmennta, og
gildir þá einu þótt hún uppfylli ekki
þær kröfur, sent nú eru almennt
gerðar til trúverðuglcika fræðirita.
Allt um það er Crvmogæa fyrsta til-
raun íslendings til þess að rita nokk-
uð santfellda sögu þjóðarinnar frá
elstu tíð og fram á sína daga. Mestu
rúini ver Arngrímur þó til að fjalla
um þjóðveldistímann, enda var til-
gangur hans með sögurituninni ekki
síst sá að sýna erlendum mönnum
fram á, að íslendingar væru hlut-
gengir Evrópumenn og að hér á landi
hefði búið siðaö fólk um aldir.
Crymogæa er ákaflega fróðlegt rit
og veitir lesandanunt glögga innsýn í
hugarheim lærðra manna á 17. öld.
Hún stenst vitaskuld ekki þær
kröl'ur, sem nú á dögum eru gerðar
til sagnfræðirita, Arngrímur Jónsson
var húmanisti að sinnar tíðar hætti,
hann varekki gagnrýninn á heimild-
ir, og í riti hanserað finnaýmis Itind-
urvitni, sem engum manni myndi
koma til hugar að setja á blað nú á
dögum. Engu að síður geyntir ritið
einnig ýmsan fróðleik, sent áhuga-
vert gæti verið að kanna nánar, til að
■ Arngrímur Jónsson lærði.
rnynda þótti undirrituðum fróðleg sú
staðhæfing Arngríms að Papar þeir
írskir, sem hér hefðu verið fyrir land-
nám norrænna manna, hcfðu verið
fiskimenn.
Engum getur blandast hugur um
að mikill fengur er að þessari útgáfu á
Crymogæu. Eins og áður sagði hefur
dr. Jakob Benediktsson þýtt ritið úr
latínu, en Helgi Þorláksson sagn-
fræðingur annaðist útgáfuna. Þeir
hafa báðir unnið gott starf, og er all-
ur frágangur ritsins með mestu ágæt-
um. Að lokum vcröur sú von látin í
Ijós, að hér sé aðeins um að ræða
upphaf annars ntcira. Eins og mörg-
um er kunnugt eigum við ísendingar
mikinn fjársjóð rita frá 17. og 18.
öld, sem samin voru á erlendunt
tungum og hafa enn ekki verið útgef-
in á íslensku. Þar ber trúlega hæst
hina ntiklu kirkjusögu Finns biskups
Jónssonar, sent rituð var á latínu.
Það væri vissulega verðugt verkefni
fyrir Sögutelag að stuðla að þýðingu
hennar og útgáfu.
Jón. Þ. Þór.
Ljóð Einars Braga
á ensku
■ Nýlega cr kornin út hjá bókafor-
laginu Advent Books í Southampton
ljóðabókin ..Night eyes and other
poems" eftir Einar Braga. Louis A.
Muinzer háskólakennari í Belfast
hefur séð um útgáfuna, þýtt sunt
ljóðanna og ritað formála um höf-
undinn og Ijóðagerð hans. Aðrir
þýðendur eru Patricia Aylett og Sig-
uröur A Magnússon. I bókinni eru
30 Ijóö.
Aöur hafa komiö út ljóðabækur
eftir Einar Braga á frönsku (Étangs
Clairs. þýðandi Régis Boyer),
sænsku (Pilar af ljus. þýðandi Inge
Knutsson) og norsku (Regn í mai,
þýðandi Knut Ödegárd), en alls hafa
Ijóð huns verið þýdd á 13 tungumál.
Tíminn 9
Klæðaburður karla á öldum áður
■ Komið er út á vegum Ritsafns
Sagnfræðistofnunar bókin Klæða-
burður íslenskra karla á 16., 17. og
18. öld eftir Æsu Sigurðardóttur.
í riti þessu er yfirlit yl'ir klæðaburð
íslenskra karla í þrjár aldir. íslensk
yfirstctt lylgdist með þeim breyting-
um, sem urðu á klæðatísku
evrópskrar hástéttar, og tileinkaði
sér þær í mcginatriðum. Einkunt
voru það embættismenn og synir
þeirra sem fluttu evrópska tísku til
Islands, en lágstéttirnar reyndu eftir
getu að líkja eftir sniði og búnaði
sem hrngað barst.
Þjóðfélagslcga gegndi tískan því
hlutverki að leggja áherslu á þann
mannamun sem samfélagsgerðin
byggðist á. í ritinu eru 20 ntyndir,
þar af nokkrar litmyndir.
1986 verður spennandi ár hjá þeim
sem spila í happdrætti SÍBS.
Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn.
Vinningshlutfallið hefur verið aukið
og aukavinningarnir fleiri og meiri en áður.
Eitt hundrað og tíu milljónir króna
verða í pottinum •
- allt upp í 2 milljónir króna á einn miða.
'I
Þess utan verður dregið um
3 aukavinninga -3 bifre.iðar:
ÍSEPTEMBER
ÍJÚNÍ
ÍFEBRÚAR