Tíminn - 09.01.1986, Blaðsíða 10
lOTíminn
Franska knattspyrnan:
Bastia í basli
Fjárhagserfiðleikar félagsins eru miklir og bestu mennirnir eru farnir
■ Eins og Tíminn hefur áður skýrt
frá á Korsíkufélagið Bastia, sem
leikur í I. deildinni frönsku og
vermir þar botnsætið um þessar
mundir, í miklum fjárhagsörðugleik-
um. Samkvæmt heimildum innan
knattspyrnuheimsins í Frakklandi
hefur félagið ckki getað borgað leik-
mönnum laun síðan í september á
síðasta ári og rambar nú á barmi
gjaldþrots.
Bestu leikmenn félagsins hafa
hver á fætur öðrunt yfirgefið það og
síðasti leikmaðurinn til að taka pok-
ann sinn var fyrrum landsliðsmið-
herjinn Cierard Soler. Hann skrifaði
undir samning við 1. deildarlið Lille í
Undirbúningur fyrir HM í Sviss:
Stórt happdrætti
- HSÍ stendur fyrir fjársöfnun fyrir ferðinni
■ Nú er lokaundirbúningurinn að
hefjst undir A-heimsmeistarakeppn-
ina í handknattleik sem fram fer í
Sviss, 25. febrúar til 8. mars. Þar
koma santan til keppni 16 bcstu
þjóðir heims af 130 þjóöum scnt iðka
handknattleik.
Eins og alþjóð sjálfsagt veit verður
íslenska landsliðið þátttakandi í
keppninni sem lylgst verður mcð um
allan heim.
Handknattleikssambandið býður
nú til kaups happdrættismiða tii
stuönings landsliðinu og veitir ekki
af því ævintýrið er dýrt. Glæsilegir
vinningar eru í boði, 40 ferðavinn-
ingar nteð Samvinnuferðum-Land-
sýn og 15 bílar frá Sveini Egilssyni, 5
Susuki Fox jeppar nteð drifi á öllum
eins og landsliðið okkar og 10 Ford
Escort metsölubílar.
Ferðavinningarnir verða
dregnir úr 10. janúarog7. febrúarog
bílarnir þann 21. febrúar. Miðinn
gildin í hvcrt skipti scm dregið er og
nú er bara að standa saman og styðja
landsliðiö okkar.
Fram lagði Hauka
- í 1. deild kvenna um helgina
■ Við gátum unt í þriðjudagsblað-
inu að aðeins einrt leikur hefði veriö
leikinn í I. deild kvenna í handknatt-
leik. Svo varnúekki. FramogHauk-
ar áttust einnig við um síðustu helgi.
Þeirri viöureign Iyktaði nreð örugg-
unr Fram-sigri 29-9. Guðríður
skoraði 8 mörk fyrir Franr en Ragn-
heiður og Elfa 3 lrvor fyrir Hauka.
Pálmar hittir vel
■ Pálmar Sigurðsson úr Haukum
er nú efstur í keppninni um Con-
verse bikarinn en sú keppni snýst um
hver skori mest af þriggja stiga körf-
um í úrvalsdeildarkeppninni.
Staða efstu manna er annars þessi:
Stig Körfur
3. Hreinn Þorkelsson
(ÍBK) 48 16
4.-5. JónKr. Gíslason (ÍBK) 42 14
4.-5. Valur Ingimundarson (UMFN) 42 14
6. Guöjón Skúlason (lBK) 39 13
gærdag. Tveir aðrir aðalleikmenn
liðsins, pólski landsliðsmarkvörður-
inn Jósef Mlynarczyk og varnarmað-
urinn Felix Lacuesta, höfðu áður
sagt skilið við Bastia.
NBA karfan
■ Boston Celtics töpuðu óvænt
fyrir Detroit Pistons 113-109 í
NBA-körfuknattlfciksdeildinni
bandarísku á þriðjudagskvöldið.
Urslit leikja urðu annars þessi:
Pistons-Celtics........... 113-109
Hawks-Clippers............ 117-103
Knicks-Pacers............. 93- 85
Nets-Bulls................ 110-105
Rockets-Warriors......... 124-115
Bucks-Cavaliers.......... 110-101
Nuggets-Mavericks......... 132-110
Supersonics-Jazz.......... 91- 84
Dómaranámskeið
■ Dómaranefnd HSÍ gengst
fyrir dómaranámskeiði fyrir hér-
aðsdómara í Reykjavík og nálæg-
um sveitarfélögum um næstu
helgi. Námskeiðið hefst á föstu-
daginn kl. 20.00 og stendur fram á
sunnudag. Kcnnslan fer fram í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
húsi ÍSÍ á 2. hæð.
Væntanlegir þátttakendur
skulu hafa náð 17 ára aldri og
þurfa að vera viðstaddir allt nám-
skeiðið. Stutt skrifleg próf verða
viðhöfð á námskeiðinu.
Örvunarleikfimi
■ Dagana 17.-19. janúar verður
haldið námskeið í örvunarleik-
fími fyrir vinnustaði á vegum
Trimmnefndar ÍSÍ og fer það
fram í Gistihúsinu við Bláa lónið,
Svartsengi.
Dagskrá er fjölbreytt allan
tímann, bókleg og verkleg
kennsla skiptast á og dvelja þátt-
takendur ■ Gistihúsinu í tvo sólar-
hringa. Nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu ÍSÍ í síma
83377 á skrifstofutíma.
■ Nú fer að styttast í að íþróttafréttamcnn velji íþróttamann ársins 1985. Út-
nefningin fer fram föstudaginn n.k. á Hótel Loftleiðum. Myndin að ofan er aft-
ur á móti tckin í Miklagarði þar sem farandbikarinn frægi er til sýnis fyrir al-
menning. Þar er einniggetraun í gangi og upplýsingar um þennan merka titil.
Tímamynd: Sverrir.
Handknattleikur 1. deild:
Jafnt hjá Fram og KR
- og þar með er KR nánast komið í 2. deild í handbolta
1. Pálmar Sigurdsson
(Haukar) 102 34
2. Karl Guðlaugsson
(ÍR) 69 23
... Fréttir frá Brasilíu herma
að landsliðsmaðurinn og
aukaspyrnusérfræðingurinn
tíder muni gera samning við
Tottenham eftir að heims-
meistarakeppninni í Mexíkó
lýkur. Brasilísk dagblöð
segja samninginn hljóða uppá
einar 72 milljónir króna en
forráðamenn Tottenham
hafa neitað öllum slíkum sög-
um og segjast ekki kannast
við neinn samning...
... Liverpool á við sama
vanda að stríða. Blöð í Brasil-
íu segja að landsliðsútherjinn
Renato, sem leikur með Nac-
ional do Porto Alegre, sé á
leiðinni til borgarinnar við
ána Mersey fyrir 45 milljónir
króna.
...Frægasta landsliðsþjálfara
þeirra Úruguaybúa í knatt-
spyrnu Luis Cubilla hefur
verið stungið í fangelsi fyrir
að ráðast á dómara. Cubilla
varð öskuillur er dómari
dæmdi vítaspyrnu á lið hans
Nacional í leik gegn erkióvin-
ununt Wanderers og stökk
inná völlinn. Samskiptum
hans við dómarann lauk með
því að Cubilla gaf honum
vænt kjaftshögg. Cybilla var
stungið inn og fær að auki 17
mánaða bann frá því að sitja á
bekknum þegar liö hans leik-
ur...
■ Framararnáöuað jafnaásiðustu
sekúndu gegn KR-ingum í leik liö-
anna í 1. deild í handknattleiknum í
gær. Leikurinn var jafnogspennandi
allan tímann. Lokatölur urðu 22-22
og þar með þurfa Framarar aðeins að
vinna Prótt í síðasta leiknum til að
halda sæti sínu í deildinni á kostnað
KR.
KR hafði frumkvæðið í leiknunt í
gær en Framarar voru ekki langt
undan. Árni ímarki KRsvoogJensí
Fram-ntarkinu vörðu vel. Marka-
hæstu menn voru, hjá KR: Stefán
Arnarson 8, Jóhannes 6. Hjá Fram
gerði Hermann 6 en Dagur, Egill og
Ragnar 4 hver.
■ Guömundur Guðmundsson brýst hér inní teig og nær skoti en Ellert varði að þessu sinni. Guðmundur og félagar hafa nú aðra hönd á íslandsbikarnum. rímamynd: Árni Bjarna
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Víkingar nánast öruggir
íslandsmeistarar 1986
sigruðu Vaismenn 19-16 í uppgjöri efstu liðanna í Laugardalshöll í gær - „Klassaleikur hjá okkur“ sagði Páll
■ „Þetta var klassaleikur af okkar hálfu
og ég er mjög ánægður. Valsmenn spiluðu
nokkurn veginn eins og við bjuggumst við
og sennilega hefur það orðið þeim mestur
fjötur um fót. Nú, leikurinn gegn KR á
sunnudaginn leggst bara vel í mig. Hann
verður þó mjög erfiður þar sem KR-ingar
eru ekki okkar bestu vinir á leikvellinum,“
sagði Páll Björgvinsson Víkingur eftir að
Víkingar höfðu krækt annarri hendinni
rækilega í íslandsmeistarabikarinn í hand-
knattleik í gærkvöldi. Víkingar sigruðu þá
Valsmenn í hörkuspennandi leik með 19
mörkum gegn 16. Þessi lið voru jöfn og efst
fyrir þann leik en nú sitja Víkingar einir á
toppnum og eiga einungis eftir að spila
gegn KR-ingum sem virðast dæmdir til að
falla.
Víkingar voru sterkari í leiknum í gærog
var sigur þeirra sanngjarn. Prír menn báru
nokkuð uppi leik þeirra. Það voru Kristján
Sigmundsson markvörðursem varði alls 14
skot og spilaði vel. Páll Björgvinsson var
líka í miklu banastuði, sériega í fyrri hálf-
leik. Steinar Birgisson áttu síðan sannkall-
aðan stjörnuleik í síðari hálfleik en leið-
rétti þau vel í þeim síðari.
Hjá Val voru leikmenn jafnari. Horna-
mennirnir Valdimar og Jakob spiluðu sér-
lega vel t' fyrri hálfleik en annars var liðið
jafnt. Ellert átti ekki sinn besta leik í mark-
inu og það munaði um minna.
Það var Geir Sveinsson sem náði forystu
fyrir Val í upphafi en Páll jafnaði, 1-1. Síð-
an voru það Víkingar sem voru fyrri til að
skora en Valsmenn náðu þeim jafnan.
Staðan í leikhléi var síðan 9-8 fyrir Vík-
inga.
í seinni hálfleik byrja Valsmenn á því að
jafna en er staðan var 10-10 þá stinga Vík-
ingarnir af með góðum leik og breyta stöð-
unni í 15-19 sér í hag. Þá var sigurinn í
höfn.
íslandsmeistaratitillinn ætti nú að vera
svo gott sem í höfn. KR-ingar hafa ekki
sýnt það í vetur að liðið geti staðið í hárinu
á efstu liðunum og ætti því Vikingssigur að
vera yfirvofandi.
Þessi leikur var leikur varnanna og
markvörslunnar, Valsmenn spiluðu síðan
6-0 vörn en voru fullmikið á bekknum
vegna brottrekstra, þannig voru þeir utan
vallar í heilar 8 mínútur í fyrri hálfleik og
,um það munar töluvert.
Guðmundur Magnusson þjálfari FH eftir
aö lið hans hafði lagt Stjörnuna að velli í
Digranesi í stórskemmtilegum handknatt-
leiksleik með 31 marki gegn 29 og þar með
skrúfað fyrir möguleika Stjörnunnar á ís-
landsmeistaratign. Sigur FH var
sanngjarn. Liðið spilaði vel þegar mest á
reyndi og leikmenn liðsins voru lunknir við
að nýta sér hver mistök Stjörnumanna. Þá
tóku FH-ingar Gylfa Birgisson, aðaldrif-
fjöður Garðbæinga úr umferð í langan
tíma og það hafði sín áhrif. Undirritaður
hefur ákveðið að éta hatt sinn og hanska
uppá það að FH-ingar verða Islandsmeist-
arar innan þriggja ára með þetta lið.
Eins og fyrr segir þá var Páll Björgvins-
son atkvæðamestur Víkinga og gerði hann
7 mörk þar af 2 úr vítum. Steinar gerði 6
mörk en Siggeir Magnússon skoraði 3. Þeir
Guðmundur Albertsson, Hilmar Sigur-
gíslason og Bjarki Sigurðsson gerðu eitt
mark hver. Hjá Val skoraði Valdimar 4,
Jón Pétur 4/2 og Júlíus gerði 3. Þá skoruðu
Jakob og Geir 2 en Þorbjörn Jensson skor-
aði 1 mark.
Nú leikurinn sjálfur var jafn allan
tímann. FH hafði frumkvæðið framan af
eða þar til Jón Erling fékk að sjá rauða
spjaldið fyrir brot. Þá náðu Stjörnumenn
smá forskoti sem breyttist í 15-15 í hléi.
f síðari hálfleik byrjaði Stjarnan vel en þá
var klippt á Gylfa og FH-ingar sigu hægt
framúr. Þegar fimm mínútur voru eftir
höfðu þeir náð þriggja marka forskoti sem
þeir létu ekki af hendi.
Óskar Ármannsson skoraði 9/3 mörk
fyrir FH en Þorgils gerði 7. Hermundur
gerði 11/8 fyrir Stjörnuna en Gylfi 9. Héð-
inn Gilsson skoraði 6 fyrir FH og voru
niörg þeirra í anda Kristjáns Arasonar -
skytta framtíðarinnar.
Þb
Dómarar í leiknum voru Gunnar og
Rögnvald og átti þokkalegan dag.
HB/þb
Borðtennis:
Sveit Evrópu
sigraði Asíu
- í keppni sem fram
fór í Róm
■ Sveit Evrópubúa sigraði í borð-
tenniskcppni við Asíubúa sem hald-
in var i Rómarborg í gær. Asíubúar,
með Kínverja í broddi fylkingar,
hafa hingað til verið nær eingöngu í
sviðsljósinu í þessari íþrótt en sigur
Evrópubúa gæti átt eftir að breyta
nokkru þar um.
A-lið Evrópu var í miklum ham.
Bæði Mikavvel Appelgren frá Sví-
þjóð og Pólverjinn Andrzej
Grubba sigruðu heimsmeistarann Ji-
ang Jialang frá Kína en samtals unnu
Evrópubúarnir 5-1 í A-flokki. Leikið
var í mörgum flokkum en í heildina
sigruðu Evrópubúarnir4-3.
Þjálfari kínvcrska liðsins Shu
Shao Fa, sem stjórnaði Asíuúrvalinu
í þessari keppni, hafði skýringar á
reiðum höndum: „Við vorum að
koma frá annarri heimsálfu í gær og
þreyta situr því enn í núnu !iði,“
sagði Fa og lofaði öðrum urslitum í
Hollandi og Frakklandi, en þar mæt-
ast heimsálfurnar aftur í samskonar
keppni á næstu dögum.
Handknattleikur 1. deild:
„Spilum alltaf
uppá sigur“
- sagði Guðmundur Magnússon eftir sigur FH á Stjömunni 31*29
■ „Við spilum alltaf uppá sigur,“ sagði
Swimming World Magazine velur sundfólk ársins:
Gross og Meagher
- urðu fyrir valinu - Biondi í Bandaríkjunum - Horner í Evrópu
■ Vestur-Þjóðverjinn Michael
Gross, sem þrívegis setti heimsmet á
síðasta ári, og Bandaríkjastúlkan
Mary T. Meagher, sem var nær ósigr-
andi í flugsundi á síðasta ári, voru
valin sundmaður og sundkona ársins
af bandaríska ritinu Swimming
World Magazine.
Þetta er í annað sinn sem þau
Gross og Meagher eru útnefnd sem
sundmenn ársins af þessu fræga
tímariti, en þau eru bæði 21 árs
gömul. Gross var einnig tilnefndur
sundmaður ársins árið 1983 og
Meagher var kjörin árið 1981, þá
aðeins 17 ára gömul.
Meðal afreka V-Þjóðverjans
Gross á síðasta ári má nefna að hann
bætti heimsmet Sovétmannsins Vla-
dimirs Salnikovs í 4C0m skriðsundi
svo og nýtt heimsmet í 200m flugs-
undi.
Meagher sýndi ótrúlega yfirburði í
flugsundi á síðasta ári. Hún átti sex
bestu tímana í 200m flugsundi og tvo
bestu í lOOm flugsundi. Þó henni
tækist ekki að setja heimsmet á árinu
var árangur hennar í 200m flugsundi
geysilega góður, raunar var hún með
heilum fimm sekúndum betri tíma
en næsta manneskja.
Matt Biondi var kjörinn sundmað-
Tottenham áfram
■ Tottenhain komst áfram í
deildarbikarnum enska í gær með
því að sigra Oxford í framlengdum
leik 2-1. Aldridge kom Oxford
yfir en Waddle jafnaði. Síðan
skoraði Clive Allen í franileng-
ingu og Tottenham vann.
ur Bandaríkjanna, en helsta afrek
hans var að fara undir 49 sekúndna
múrinn í lOOm skriði og bæta þar
með fyrrum hcimsmet Rowdy Gain-
es.
Austur-þýska stúlkan Silke Horn-
er var svo útnefnd sundkona Evrópu
■ Michael Gross
en hún var eina konan sem setti
heimsmet á síðasta ári. Horner, sem
er tvítug, synti á nýju heimsmeti í
200m bringusundi, 2:28,33.
■ Mary T. Meagher.
Handknattleikur V-Þýskalandi:
Stórleikur Alfreðs
- en það dugði Essen ekki gegn Grosswaldstadt
og jafntefli varð
Frá Guðmundi karlssyni í V-Þýskalandi:
■ Alfreð Gíslason átti mjöggóðan
leik með Essen í leik toppliðanna í
V-Þýskalandi í gær. Alfreð skoraði
sjö mörk gegn Grosswaldstadt en
það dugði ekki til sigurs í leiknum.
Jafntefli varð og skoruðu leikmenn
Grosswaldstadt jöfnunarmark leiks-
ins þegar einungis finun sekúndur
voru til lciksloka 16-16. Alfreð hafði
áður komið Essen í 16-14 rrieð því að
gcra fjögur mörk í röð. Það dugði þó
ekki er upp var staðið.
Essen er nú í öðru sæti deildarinn-
ar en liðið er aðeins tveimur stigum á
eftir Grosswaldstadt og því getur allt
gerst í deildinni.
BÆNDUR
Graskögglarnir eru góður kostur,
ódýrt og kjarnmikið íslenskt fóður
Vekjum sérstaka athygli á graskögglum
blönduðum innlendum fóðurefnum,
svo sem meltu, fiskimjöli og byggi
Leitið nánari upplýsinga
i / verksmiðiunum oa hiá söluaðilum