Tíminn - 15.01.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7
Miðvikudagur 15. janúar 1986
VETTVANGUR
Íillllllll
lll
llllllllllil
Guðmundur P. Valgeirsson, bóndi Bæ, Trékyllisvík
Hin undarlega þögn
Allt frá því ásl. haustnóttum hefur
farið fram hörð umræða um þau stór-
kostlegu okur-, fjársvika og gjald-
þrotamál, sem uppvíst varð þá um.
Sú umræða hefur farið fram í t'jöl-
miðlum þjóðarinnar, meðal almenn-
ings í flestum blöðum landsins. Sú
umræða hefur vakið óskipta athygli
almennings sem fyllst hefur réttlátri
reiði yfir því misferli um fjármuni al-
mennings og þjóðarinnar í heild,
sem uppvíst varð um. I þeirri um-
ræðu hefur okurlánamálið, svo
nefnda, og Hafskipsmálið setið í al-
geru fyrirrúmi í fjölmiðlum og
manna á meðal.
Þó margt hafi komið ljótt upp í
þessum málum þá held ég að svart-
asti bletturinn í því öllu sé, það sem
snemma upplýstist, að þcir sem voru
fremstir í flokki okurlánastarfsem-
innar höfðu fyrst og fremst séð eit-
urlyfjavcrslurum fyrir fjármagni til
að halda viðskiptum sínum, heima
og erlendis gangandi, svo þar yrði
helst aldrci þurrð á. Það útaf fyrir sig
er svo stór siðferðislegur glæpur. að
fátt eða ekkert kemst þar til sant-
jöfnunar. Allt það böl, sem neyslu
eiturlyfja er samfara, er þeim sem
fyrir því verða þyngra en tárum taki.
Þeir menn senr gera sér slíka iðju að
leik og starfi eiga enga samúð skilið.
Vísvitandi gera þeir sér leik að því, að
eyðileggja líf og heilsu samborgara
sinna allt niöur í unglinga á óvita- og
barnsaldri. Slíka glæpi er ekki hægt
að afsaka eða fyrirgefa og má ekki
liggja í láginni hverjir þar eru að
verki. Þeir menn þurfa að vera auð-
þekktir í mannlegu samfélagi svo
almenningur geti varast þá og fylgst
með athæfi þeirra. Þær refsingar,
sem hingað til hefur verið beitt í
þeim málum er haldlaust kák, en alls
ekki víti til varnaðar. Það sannast
best á því, að sömu menn eru við-
riðnir máj af þessu tagi aftur og aftur
og virðast hafa fullt ferðafrelsi til
slíkra verslunarviðskipta heima og
erlendis. þrátt fyrir afbrot sín.
Af því sem fram kqm í upphafi
Um Hafskipsmálið gegnir
nokkuð öðru máli, þó
stórt fjármálahneyksli
sé. Það er annar angi og
ávöxtur af þeirri frjáls-
hyggjuhugsjón, sem hef-
ur verið haldið hátt á lofti
af mörgum hugsjóna-
mönnum nútímans og
gegnsýrt hefur viðskipta-
líf manna og stofnana í æ
ríkara mæli.
rannsóknar á starfsemi okurlána-
hringsins má tclja víst að hann hafi
gert þessa ólánsmcnn út til áfram-
haldandi innkaupa og viðskipta, svo
göfugt sem það er. Dregur það síst úr
því böli, sem margur hefur orðið aö
þola af viðskiptum sínum við þessa
„framtakssömu"! menn frjáls-
hyggjunnar.
Um Hafskipsmaíið gegnir nokkuð
öðru máli, þó stórt fjármálahneyksli
sé. Það er annar angí og ávöxtur af
þeirri írjálshyggjuhugsjón, sent hef-
ur verið haldið hátt á lofti af mörgum
hugsjónamönnum! nútímans og
gegnsýrt hefur viðskiptalíf manna og
stofnana í æ ríkara mæli. Frelsi
manna og einstaklinga má helst ekki
skerða, að þeirra dómi, jafnvel þó
athæfi þeirra gangi í berhögg við lög
og gamlar siðgæðisreglur, sem í
heiðri voru hafðar. Nýsköpun í at-
vinnuháttum og hugsun hefur veriö
hátt á blaði. Allt skyldi umskapast og
einstaklingsframtakið fá nýtt og auk-
ið athafnafrelsi. - Of margir eru tals-
mcnn þess að virða reglur og lands-
lög að engu, ef svo býður við horfa. -
Frelsi til að fara með fjármuni þjóð-
arinnar að eigin vild og skara eld að
eigin köku er þeirra æðsta boðorð.
Ég gat þess í upphafi þessara orða
minna, að þessi brotamál hefðu ver-
ið fordæmd af almenningi og flestum
blöðum landsins. En til voru undan-
tekningar frá þessu. - Það vakti fljótt
athygli almennings, hve hljóð sum
blöð landsins. voru og þá helst þau
sem gefin cru út í stærstu upplagi og
nrest eru lesin meðal þjóðarinnar,
þegar uppljóstrað var um orkurlána-
hringinn ogstarfsemi hans. Morgun-
blaðið og Dagblaðið, skáru sig úr
með þögn sinni. Að öllum jafnaði
höfðu þau blöð þó ekki látið fram hjá
sér fara slík tíðindi. - Nú var stóra
letrið í fyrirsögnum þeirra ekki dreg-
ið yfir þverar síður um þessi mál. -
Dögum og vikum saman var varla
minnst á þau eöa þá menn. sem þar
komu fljótlega við sögu. Ogef ekki
varð með öllu um málið þagað þá var
það rætt á þann hátt að um svo sem
ekkert óvenjulegt væri að ræða.
Okurlánaviðskipti heföu á öllum
Og nú var þetta ekkert
stórmál að dómi
blaðsins. Önnur og hrika-
legri fjársvika- og
svindlmál, önnur en Haf-
skipsmálið höfðu komið
upp á borðið. Þar var m.a.
tilnefnt Kröflumálið,
Grundartangaverksmiðj-
an, togaraútgerð og sjáv-
arútvegur landsmanna
og síðast en ekki síst
landbúnaðarhneykslið.
tímum viðgengist og meira að segja
ríkisstjórnin og bankar landsins
stunduðu ekki ósvipaða iðju og hér
væri um að ræða með vaxtafrelsi
sínu. Af þessu drógu margir þá
ályktun, að skylt væri skeggiö hök-
unni. - Þetta skaut skökku við iðju
þcssara blaða þegar um önnur mál
var að ræða, svo sem „kaffibauna-
mál“ SIS, sem ekki hafði legið í lág-
inni hjá þessum blöðum heiðarleik-
ans og réttvísinnar. Þó hafði aldrci í
allri þeirri umræðu þeirra verið hægt
að benda á að nokkur þeirra manna,
sem þar komu við sögu, hefði gerst
svo fingralangur að stinga eyrisvirði í
eigin vasa. Heldur hefði þar vcrið
um að ræða nokkurskonar „innan-
hússmál" Sambandsins og undir-
deilda þess. - Ætla ég þó engan veg-
inn að afsaka þá tilfærslu, hvers eðlis
sem hún er, endá skortir öll gögn um
það önnur en þau, sem umrædd blöð
og einstaklingar fjandsamlegir allri
samvinnustarfsemi hala haldið á lofti
og kveðiö upp sína dórna um. Og í
sambandi við Hafskipsmálið óttaðist
M.blaðið það meira en nokkuð
annað, að Sambandinu kynni að tak-
ast að krækja klóm sínum í þann
bita. - Því til hugarhægðar hefur
þeim „voða“ verið afstýrt. - Því and-
ar margur léttara.
Eftir að gjaldþrot Hafskips komst
á dagskrá vakti það ekki síður at-
hygli hvað þögn DV var alger um
það mál. Mátti það undur hcita svo
mjög sem það blað hafði kappkostað
að slá upp öðrum málum, minni
háttar, á síðum sínum, með æsiskrif-
urn sér til framdráttar með meiri sölu
blaðsins. Voru flestir orðnir á einu
máli um að það væri algert bannorð á
þeim bæ.
Þögnin rofín. En loks var þögn
blaðsins rofin. Þann 19. des. sl. fékk
þetta blað heiðarleikans og frétta-
frelsins málið og tók Hafskipsmálið
til umfjöllunar. - Og nú var þetta
ekki neitt stórmál, aðdómi blaðsins.
Önnur og hrikalegri fjársvika- og
svindlmál, en I lafskipsmáliö, höföu
komið upp_jí Eorðið. Þar var m.a.
tihYeíntT Kröflumálið, Grundar-
tangaverksmiðjan, togaraútgerð og
sjávarútvegur landsmanna og síðast
cn ckki síst landbúnaðarhncyksliö. Á
það var lögð sérstök áhersla.
Varð ckki annað skilið af orðum
blaðsins, en að allt væru þetta svo
stórfelld fjársvikamál, að varla tæki
því að nefna Hafskipsmálið í því
sambandi.
Það er kannski óþarft að fara mik-
ið fleiri orðum um þetta. En af við-
brögðum þessara blaða geta menn
séð mat þeitra á þessum málum og
borið það saman við umræðu þeirra
um önnur af sama tagi. Hér verður
ekkert staðhæft unt sakir þeirra
manna, sem að hlutafélaginu Haf-
skip stóðu. Það kemur í annarra
hlut. En þungúr grunur hefur verið
vakinn í því. að þcir menn, sem þar
voru í forustu, fari ríkari útúr því cn
efni standa til ofan á allt annað. Svo
frjálslcga hafa þeir farið mcð þá
fjármuni, sem um hendurþeirra hafa
farið, að það er hrein „krossgáta".
Um þau fjárglæframál, sem DV
dregur fram fyrir Hafskipsmálið,
minnist ég þess ekki að ncinn hafi
veriö drcginn fyrir sakadóm í sam-
bandi vð þau eða sakaðir um persónu-
legt misferli, að því undanskildu
þegar Jón Sólnes var sakaður um
það, á sínum tíma, að hafa lagt fram
of háa símareikninga á Kröflufram-
kvæmdirnar. Kannski er það sam-
bærilcgt? - En auðsætt er, að meint
misferli fyrri eigenda Hafskips hf.
hverfur í skugga þcss hncykslis, sem
atvinnuvcgir landsmanna eru í aug-
um aðstandcnda DV. - Og, el að lík-
um lætur, verður sá samanburður og
hin langa þögn þeirra staðfest með
auknu fylgi flokksbræðra þeirra í
næstu skoöanakönnunum.
Uæ, 8. jaiiúar 1986,
Giiðmundur P. Valgeirsson.
Baldur Ragnarsson:
Stílfræði
Mál og menning, 1985
Höfundur þessarar bókar, Baldur
Ragnarsson, er vel kunnur meðal
skólamanna fyrir nokkrar ágætar
kennslubækur í ýmsum greinum
móðurmáls og bókmennta sem hann
héfur sent frá sér á liðnum árum. Þar
hetur hann víða sýnt það að hann er
óragur við að leggja út á nýjar og
áður ófarnar brautir, og svo er enn
hér. Um íslenska stílfræði hefur lítið
verið skrifað, og sérstök kennslubók
hefur ekki verið til í henni fyrr en nú.
Hér er bætt úr þeirri þörf og brautin
rudd með býsna skilgóðu verki.
Stílfræði Baldurs Ragnarssonar
skiptist í sex kafla. Hún hefst á stutt-
um inngangskafla, en síðan kemur
annar um fáein grundvallaratriði
stíls. Þetta er almenn kynning á
frumatriðum greinarinnar, og kann
ég naumast út á hana að setja. Ef
eitthvað væri þá hefði ég kosið að ör-
lítið meiri áhersla væri þar lögð á það
sem nefnt er hlutlægni og huglægni í
st.íl, þ.e. það hvernig menn geta með
mismunandi orðavali leitast við að
hafa áhrif á skoðanir lesenda og
móta þær. Tek ég þá mið af því sem
nefna mætti þarfir nemenda úti í
þjóðfélaginu, því að við eigin ritstörf
skiptir óhemju miklu máli að kunna
deili á þessu. Einnig er það gagnlegt
til að geta brugðist við þeim fjölda-
mörgu aðilum. t.d. auglýsendum og
stjórnmálamönnum, sem beita slík-
um aðferðum í málflutningi.
Þriðji kaflinn fjallar um stílbrögð.
Hann er sömuleiðis skilgóður og
hentar vel til að koma nemendum í
kynni við þetta efni. Ef ég ætti að
setja út á eitthvaö þá mætti nefna
dæmið um úrdrátt sem þar er tekið
og er ummæli Björns í Mörk við
Kára í 150. kafla Njálu. Sjálfur hefði
ég valið annað dæmi úr sömu bók, úr
30. kafla, þar sem Gunnar segir við
Kolskegg bróður sinn í bardaga
þeirra við þá Vandil og Karl. að
„betri hefur þú öðrum verið í dag en
þér, því að þú hefurgert þá óþyrsta.“
Á hann þar við þá menn er Kol-
skeggur hefur vegið og er úrdráttur.
En þettaerþósmekksatriði. Aftur
varð ég dálítið ósáttur við nöfnin
„viðlíkingar" og „myndhverfingar"
sem þarna eru notuð um tvo aðal-
flokka líkinga. Sjálfur er ég vanari
því að rætt sé um „samlíkingar" og
„myndlíkingar" í þessu sambandi,
og þykja mérþau orð raunarrökrétt-
ari. Orðið „myndhvörf" táknarsam-
kvæmt málvitund minni það hugtak
merkingarfræði þegar merking er
yfirfærð af einu merkingarmiði á
annað í þeim tilgangi að dýpka og
skýra merkinguna. Orðið „mynd-
hverfing" er af því dregið, og virðist
mér geta verið villandi að nota slíkt
málfræðiheiti í bókmenntaumfjöllun
um þær líkingar sem skáld smíða til
að skapa ný og óvænt merkinga-
tengsl. Myndhvörf fyrirfinnast mun
víðar en í skáldskap, t.d. í orðtök-
um, sem mér virðist réttlæta það að
gefa þessu fyrirbæri í skáldlegum stíl
sérstakt heiti.
Fjórði kafli fjallar um setninga-
fræði og stíl. Svo áfram sé haldið
með aðfinnslur þá þótti mér skorta
Baldur Ragnarsson
þar að þess væri getið varðandi orða-
röð að menn breyta henni oft í
áhersluskyni. Grunnorðaröð er af
tegundinni frumlag, umsögn,
andlag, en vilji menn leggja áherslu á
annan af tveim síðari liðunum þá
færa þeir hann oft fram fyrir hinn
fyrsta í þeim tilgangi. Þessa hefði
þurft að geta.
En að öðru leyti vil ég fagna þess-
um kafla sérstaklega í þessari bók,
því að ég held að það fari ekki á
milli mála að þýðing setningafræði
hafi verið vanmetin við íslensku-
kennslu í skólum. Hins vegar hefur
mér sýnst að augu manna væru nú æ
meir að opnast fyrir því að undir-
stöðuþekking í setningafræði er fólki
nánast nauðsynleg til að geta tjáð sig
skipulcga í rituðu máli. Skilningur á
því er greinilega fyrir hendi í þessari
bók Baldurs Ragnarssonar, og er
það vel.
I fimmta kafla er svo fjallað um
stíltegundir, og er einkum dvalið við
þrjár þeirra, Jrjóðlegan stíl eða Is-
lendingasagnastíl, skrúöstíl og kan-
scllístíl. Sú umfjöllun cr gagnlcg, en
þó hefði ég viljað bæta hér við cinni
tegund til viðbótar, þ.e. stofnana-
máli samtímans. Um slíkt er raunar
tekið upp hroðalcgt dæmi nær
bókarlokum, en hér hefði verið full
ástæða til að vara notendur bókar-
innar við þeirri ofnotkun á nafnorð-
um og eignarfalli scm einkcnnir þá
stílómynd.
Sjötti kafli samanstcndur síðan af
nokkrum hagnýtum dæmum um
stíllýsingar. Þar er þcgar fram komn-
um fróðleik beitt til að leiðbeina um
það hvernig skilgreina megi stíl
verks og rökstyðja með haldbærum
.vitnisburðum hver markmið hans
séu.
Þess er enn ógetið að í bókinni úir
og grúir af verkefnum fyrir nemend-
ur til aö vinna og læra af, Þetta stór-
eykur gildi hennar fyrir kennslu. Og
í fáum orðum sagt þá kann ég naum-
ast annað en hrósyrði að segja um
þetta verk Baldurs Ragnarssonar.
Það er kennslubók, samin af reynd-
umkennara.ogvclgerðsemslík. Ég
legg áherslu á að þær athugasemdir,
scm ég hef gert hér, eru nánast allar
um hugsanlegar viðbætur við það
sem segir í bókinni. Það er ekkert í
henni sem ég hefði viljað strika út.
Eysteinn Sigurðsson
Hverjir eru í samninga-
nefnd Trygginga-
stofnunar og lækna?
spyr Aðalheiöur Bjamfreðs-
dóttir formaður Sóknar
„Mér þætti einkar fróðlegt að fá að
vita hvaða menn það eru sem skipað-
ir hafa verið af hálfu Trygginga-
stofnunar ríkisins til að semja við
lækna um gjaldtöku þeirra," segir
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir for-
maður Sóknar í Reykjavík.
„Hingað berst fjöldi fyrirspurna á
degi hverjum hverjir skipa þessa
nefnd og hvaða menn það eru sem í
henni sitja, og það ekki að ástæðu-
lausu.
Á meðan sjúkrabætur til heima-
vinnandi húsmæðra sem ékki eru í
stéttarfélagi eru um 50 krónúrú.dag
og ekkert um helgar,þá sernur þessi
nefnd um greiðslur til sérfræöinga í
læknastétt sem eru á bilinu 150 til 500
þúsund krónur á mánuði.
Það sér hver heiðarlegur maður að
svona lagað á ekki að geta átt sér stað
og nú vil ég einfaldlega fá að vita
hvað þessir herramenn heita.
Þessari fyrirspurn Aðalheiðar er
hér með komið á framfæri viðTrygg-
ingastofnun ríkisins.