Tíminn - 15.01.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 15. janúar 1986
DAGBÓK
Stjóm Landssamtaka Hjartasjúklinga og
læknar Lyflækningadeildar Borgarspítal-
ans við afliendingu tækisins
Landssamtök Hjartasjúklinga:
Gefa Borgarspítala lækningatæki
Nýlega færði stjórn Landssamtaka
Ujartasjúklinga að gjöf til Lyflækninga-
deildar Borgarsþítalans tæki til síritunar
blóðþrýstings. Þcssi tölvustýrði blóð-
þrýstimælir gerir kleift að mæla blóðþrýst-
ing á ákveðnum tímum yl'ir heilan sólar-
hring og gefur þannig miklu fyllri upplýsing-
ar um stjórnun blóðþrýstings en einstakar
mælingar gera. Þannig er unnt að fylgjast
með sveiflum í blóðþrýstingi og kanna
hvort cinkenni sjúklings stafi af blóð-
þrýstingsfalli eða blóðþrýstingshækkun.
Tæki þetta er fyrsta sinnar tegundar á ís-
landi og kemur til með aö nýtast ckki að-
eins sjúklingum Borgarspítalans heldur og
þeim cinstaklingum utan spítalans scm
læknar telja að þarfnist slíkrar rannsókn-
ar.
Félagsvist
Rangœingafélagsins
Rangæingafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist miðvikudaginn 15. janúar að
Hallveigarstöðum kl. 20.30. belta verður
fyrsta spilakvöldið af þriggja kvölda
keppni. Stjórnin
Fundur hjá Landfræðifélaginu
Annar fræöslufundur Landfræðifélags-
ins á þessum vetri verður á morgun,
fimmtud. 16. janúar kl. 20.30 í stot'u 101 í
Lögbergi, húsi lagadeildar. bar mun
Guðrún Gísladóttir landfræðingur halda
fyrirlestur um verkcfni á sviði fjar-
könnunar við landfræðideild Stokkhólms-
háskóla, þar scm Guðrún stundar nám.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki.
Ibúasamtök Vesturbæjar
gefa borginni afmælisgjöf
Ibúasamtök Vesturbæjar hafa i tilefni
af 200 ára afmæli Reykjavtkurborgar í
ágúst nk. ákveðið að gangast fyrir afmæl-
isgjöf til borgarinnar frá íbúum gamla
Vesturbæjarins og velunnurum hans.
Gjöf þessi verður í mynd listaverks, sem
komið verður fyrir á almannafæri í hverf-
inu, t.d. á Landakotstúninu. og verður
þannig væntanlcga til að prýða borgina.
Sérstök fjáröflunarnefnd hefur veriðsettá
fót,
Almennur félagsfundur í Ibúasam-
tökunum verður haldinn í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 15. jan. kl. 20.30, þar
sem fyrrgreind gjöf verður til umræðu, en
auk þess eru á dagskrá fundarins áætlanir
um heilsugæslustöð og miðstöð fyrir aldr-
aða í nýbyggingu á horni Garðastrætis og
Vesturgötu.
Geðhjálp kynnir
nálarstunguaðferð
Á vegum Geðhjálpar flytur Úlfur
Ragnarsson læknir fyrirlestur um Nálar-
sfunguaðferð á morgun, fimmtudaginn
16. janúar. Erindið verður flutt á Geð-
deild Landspítalans í kennslustofu á 3.
hæð kl. 20.30.
Fyrirspurnir, umræður og kaffi verða
eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Stjórn Gcðhjálpar.
Hallgrímskirkja
Starf aldraðra
Opiðhúsverður í safnaðarsal kirkjunn-
ar á morgun, fimmtudag, 16. janúar, og
hefst að venju kl. 14.30. Dagskrá: Upp-
lestur Erla Jónsdóttir, samleikur á flautu
fiðlu og píanó Inga Rut Karlsdóttir, Rósa
Jóhannesdóttir og Friðrik Stefánsson.
Kaffiveitingar.
Ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga
Ársfundur Hafnasambands sveitarfé-
laga, sá 16. í röðinni. verður haldinn í
Hafnarfirði 16. og 17. janúar nk.
Á fundinum vcrður m.a. fjallað um
fjárhagsstöðu hafna og gjaldskrármál.
Ennfremur verður gerð grein fyrir
undirbúningi að reglugerð um hafnamál
og cfnislegri endurskoðun á gjaldskrám
hafna.
Áætlað er, að fulltrúar á fundinum
vcrði á milli 60-70 talsins frá flestum
höfnum landsins.
Frá aðalfundi
Skipstjórafélags Islands
Hinn 28. des. sl. var haldinn aðalfundur
Skipstjórafélags Islands að Borgartúni 18,
en þar var m.a. lýst úrslitum nvafstaðins 1
stjórnarkjörs þar sem Höskuldur Skarp-
héðinsson var endurkjörinn formaður
með yfirgnæfandi þorra atkvæða.
Fram kom að undirbúningi nýs skip-
stjóratals cr langt komið, cn það verður
gefið út í tilefni 50 ára afmælis félagsins á
nýbyrjuðu ári. Þá voru skipstjórarnir Ing-
ólfur Möller. Guðmundur Kjærnested,
Ásgeir Sigurðsson og Kristján Áðalsteins-
son gerðir að heiðursfélögum skipstjórafé-
lagsins.
Einnig var á fundinum gerð samþykkt
um stuðning við Höskuld Skarphéðinsson
skipherra og formann SKF( vegna máls
hans við Landhelgisgæslu Islands.
„Vika hársins11
Vikuna 27. janúar til 2. febrúar n.k.
verður haldin „Vika hársins" og endar
hún með hárgreiðslusýningu á Broadway.
Pennavinir í Englandi
Ensk stúlka fór í íslenska sendiráðið í
London og fékk uppgefið nafn Tímans,
sem hún biður nú að útvega sér pennavin á
íslandi. Hún skrifar í bréfi sínu:
Halló! Vill ekki einhver skrifast á við
enska stúlku? Ég er 19 ára og er í Brad-
ford háskóla að stúdera tungumál, þýsku
og frönsku. Ég hef áhuga á tónlist, - bæði
að hlusta og spila sjálf - lestri bóka, ferða-
lögum, gönguferðum, sundi, badminton -
og að kynnast fólki. Vinsamlegast skrifið
þá til:
Alison Evans,
5, Spring Place,
Bradford,
West Yorkshire,
BD7X RG
Great Britain.
Hinir nýju eigendur hannyrðaverslunar-
innar Hofs, Ingigerður Hjartardóttir og
Jóhanna Helgadóttir í versluninni í Ing-
ólfsstræti.
Tímamynd Ámi Itjarna
Nýireigendurað
versiuninni Hofi
Nýlega urðu eigendaskipti á hannyrða-
versluninni Hofi Ingólfsstræti 1 í
Reykjavík. Núverandi eigendur eru Ingi-
gerður Hjartardóttir, Jóhanna Helgadótt-
ir. Árni Unnsteinsson og Hjalti Einars-
son.
Verslunin hefur á boðstólum alhliða
hannyrðavörur cn mest áhersla verður þó
lögð á garn og prjónavörur og býður versl-
unin m.a. upp á garn frá Jakobsdals,
Marks & Kattens, Emu Pingvollin.
Chanteleine. Esslinger Wolle, Hjerte og
hið þekkta hollenska Scheepjeswol, en að
auki eru fjölmargar aðrar tegundir í boði.
Pá verður mikil áhersla lögð á góða
þjónustu við landsbyggðina með góðri
póstkröfuþjónustu.
Happdrætti Laugarnessóknar
Frestað hefur verið drætti í happdrætti
Laugarnessóknar til 10. mars 1986.
Sóknarnefnd Laugarnessóknar fór af
stað með happdrætti í lok síðasta árs.
Ráðgert var að draga 23. desember 1985,
en vegna ófyrisjáanlegra atvika verður
drætti frestað til 10. mars eins og fyrr
segir.
Velunnurum Laugarneskirkju er bent á
að hægt er að nálgast miða í kirkjunni.
Aöeins eru útgefnir 7500 miðar. Hægt er
að fá senda miða heim í gríó. Haft er þá
samband j sfma kirkjunnar.
Gengisskráning
09. janúar 1986 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar ...42,210 42,330
Sterlingspund ...60,993 61,167
Kanadadollar ...30,096 30,181
Dönsk króna ... 4,6887 4,7020
Norsk króna ... 5,5587 5,5745
■Sensk króna ... 5,5361 5,5518
Finnsktmark ... 7,7635 7,7855
Franskurfranki .. 5^5704 5,5863
Belgískur franki BEC. ... 0,8362 0,8385
Svissneskur franki ..20,1865 20,2439
Hollensk gyllini „15,1780 15,2211
Vestur-þýskt mark „17,0915 17,1401
ítölsklfra .. 0,02506 0,02513
Austurriskur sch .. 2,4309 2,4378
Portúg. escudo .. 0,2663 0,2671
Spánskur peseti .. 0,2738 0,2746
Japanskt yen .. 0,20853 0,20912
írsktpund ..52,807 52,235
SDR (Sérstök
dráttarr „46,1508 46,2827
Belgiskur franki BEL . .. 0,8256 0,8280
Opið hús og símaþjónusta
Opið hús í vetur mánudaga og föstu-
daga kl. 14.00-17.00. Fimmtudagskvöld
kl. 20.00-22.30, laugardaga ogsunnudaga
kl. 14.00-18.00. Símaþjónusta alla mið-
vikudaga kl. 16.00-18.00 í síma 25990.
Símsvari svarar allan sólarhringinn
með upplýsingum um starfsemi félagsins.
SÁÁ
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfeng-
isvandamálið, Síðumúla 3-5, sími 82399
kl. 9.00-17.00 Sáluhjálp í viðlögum 81515
(símsvari). Kynningarfundir í Síðumúla
3-5 fimmtudaga kl. 20.00. Sjúkrast. Vog-
ur 81615/84443.
Kvennaathvarf
Opið er allan sólarhringinn, síminn er
21205. Húsaskjól og aðstoð við konur sem
beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum
eða orðið fyirr nauðgun.
Skrifstofan er að Hallveigarstöðum og
er opin virka daga kl. 10.00-12.00, sími á
skrifstofu er 23720. Pósthólf 1486, 121
Reykjavík. Póstgírónúmer samtakanna
er 44442-1.
Upplýsingarum
ónæmistæringu
Þeir sem vilja fá upplýsingar varðandi
ónæmistæringu (alnæmi) geta hringt í
sima 622280 og fengið milliliðalaust sam-
band við Iækni. Fyrirspyrjendur þurfa
ekki að gefa upp nafn. Viðtalstímar eru
kl. 13.00-14.00 á þriðjudögum og fimmtu-
dögum, en þess á milli er símsvari tengdur
við númerið.
Stórbílaþvottastöð
opnuð að Höfðabakka 1
Nýlega var opnuð stórbílaþvottastöð
að Höfðabakka 1 í Reykjavík, sú fyrsta
sinnar tegundar hér á landi.
Stöðinni er ætlað að þvo sendiferða-
bíla, rútur (áætlunarbíla), vörubíla,
dráttarbíla og vöruflutningabíla með eða
án aftanívagna og getur stöðin þvegið
hvaða bíl sem er, jafnvel dráttarbíla með
40 feta gámum.
Stöðin verður opin virka daga frá kl. 9-
19. á laugardögum frá kl. 9-17 ogásunnu-
dögum frá 14-22. Einnig verður hægt að
panta tíma í síma 688060.
Minningarkort Landssamtaka
hjartasjúklinga
Minningárkórt '* ' "Landssamtaka
hjartasjúklinga fást á eftiröldum stöðum:
Reykjavík: Skrifstofa Landssamtakanna,
Hafnarhúsinu, Bókabúð ísafoldar, versl.
Framtíðin, Reynisbúð, Bókabúð Vestur-
bæjar.
Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir,
Nesbala 7.
Kópavogur: Bókaverslunin Veda.
Hafnarfiörður: Bókabúð Böðvars.
Grindavík: Sigurður Ólafsson, Hvassa-
hrauni 2.
Keflavík: Bókabúð Keflavíkur.
Sandgerði: Pósthúsið.
Sclfoss: Apótekið.
Hvolsvöllur: Stella Ottósdóttir, Norður-
garði 5.
Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarð-
artúni 36.
Grundarfjörður: Halldór Finnsson,
Hrannarstíg 5.
ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, versl.
Gullauga, versl. Leggur og skel.
Vestmannaeyjar: Skóbúð Axels Ó.
Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8.
Blönduós: Helga Á. Ólafsdóttír, Holta-
braut 12.
Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir,
Raftahlíð 14.
Minningarkort Sjálfsbjargar
í Reykjavík
og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík: Reykjavíkur apótek. Austur-
stræti 16, Garðsapótek, Sogavegi 108,
Vesturbæjar apótek, Melhaga 20-22.
Bókabúðin Álfheimum 6. Bókabúð
Fossvogs, Grímsbæ v/Bústaðaveg. Bóka-
búðin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð
Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60. Bóka-
búð Úlfarsfell, Hagamel 67.
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins.
Strandgötu 31.
Kópavogur: Pósthúsið.
Mosfellssveit: Bókabúðin Snerra, Þver-
holti.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Gíróþjónusta.
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaðarfélags
Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu:
Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37,
sími 81742, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi
17, sími 82775, Þjónustuíbúðir aldraðra,
Dalbraut 27, Helena Halldórsdóttir,
Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleif-
arvegi 5, sími 81984, Holtsapótek, Lang-
holtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstíg 27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman-
gengt, kostur á að hringa í Áskirkju, sími
84035 ntilli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og
mun kirkjuvörður annast sendingar minn-
ingarkorta fyrir þá sem þess óska.
Helstu vextir banka og sparisjóða (Allir vextir merktir X eru breyttir frá síðustu skrá og gilda frá og meö dagsetningu þessarar skrár) I. Vextir ákveðnir af Seðlabanka sem gilda fyrir allar innlánsstofnanir: Dagsetning síöustu breytingar: 2/9 1985 Sparisjóðsbækur 22.0 Afurða- og rekstrarlán v/ framleiöslu fyrir innlendan markað 27.5 Afurðalán, tengd SDR 9.5 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravisitölu. allt aö 2,5 ár 4.0 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, minnst 2,5 ár 5.0 Óverðtryggð skuldabréf, útgefin fyrir 11/8 1984 32.0 (þ.a. grunnvextir 9.0) Dagvextir vanskila, ársvextir 45.0 Vanskilavextir (dráttarvextir) á mánuði, fyrir hvern byrjaðan mánuð 3.75 II Aðrir vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum að fengnu samþykki Seðlabanka:
Lands- Útvegs- Búnaðar- Iðnaðar- Verzl- Samvinnu- Alþýðu- Spari- nansptnmn banki banki banki banki banki banki banki sjóðir
Siðustubrevt. 1/12 1/12 1/12 21/11 21/7 11/8 1/10 11/11
Innlánsvextir: Óbundiðsparifé 7-36.0 22.-34.6 36.0 22.-31.0 22-31.6 27.-33.0 3.0"
HlauDareikninqar 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Ávisanareikn. 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 17.0 10.0
UDDsaqnarr.3mán. 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 25.0 25.0
UpDsagnarr.6mán. 29.0 28.0 28.0 31.0 30.0 30.0 28.02’
UDDsaqnarr. 12mán. 31.0 320 32.0
Uqpsagnar. 18man. 39.0 36.03'
Safnreikn. 5. man. 23.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0
Safnreikn.6.mán. 23.0 29.0 26.0 28.0
Innlánsskirleini. 28.0 28.0
Verðtr. reikn.3mán. 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 1.5 1.0
Verðtr. reikn.6mán. 3.5 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
Ýmsirreikningar Sérstakar verðb.ámán 1.83 7.0 1.83 2.0 2.0 2.0 2.0 8-9.0 2.0 1.83
Innlendir gjaldeyrisr. Bandarikiadollar 7.5 7.5 7.5 7.0 7.5 7.5 8.0 8.0
SterlinosDund 11.5 11.0 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5
V-bvskmörk 4.5 4.5 4.5 4.0 5.0 4.5 4.5 4.5
Danskarkrónur 9.0 9.0 8.00 8.0 10.0 9.0 9.5 9.0 ,
Útiánsvextir: Vixlar (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
Viðsk. vixlar (forvextir) 32.5 4) 34.0 4) 4, 4, 4, 34
Hlaupareikninqar 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
Þ.a.qrunnvextir 14.0 14.0 14.0 14.0 14,0 14.0 14.0 14.0
Almennskuldabréf 32.05' 32.05' 32.05' 32.05' 32.0 32.05' 32.0 32.05'
Þ.a.qrunnvextir 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0
Viðskiptaskuldabref 33.5 4) 35.0 4) ...4| ...4' 3531
1) Trompreikn. sparisj. er verðtiyggður og ber 3.0% grunnvexti. 2) Sp. Hafnarfjarðar er með 32.0% vexti. 3) Eingöngu hjá Sp. Hafnarfj. 4) Útvegs-, Iðnaðar-, Verzlunar-, Samvinnu- og Alþýðubanka, Sp. Hafnarlj.. Kópavogs, Reykjavikur, Vélstjóra og i Keflavik eru viðsk.vixlar og skuldabréf keypt m.v. ákveðið kaupgengi. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaláns er 2% á ári og á það einnig við um verðtryggð skuldabréf.