Tíminn - 15.01.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. janúar 1986
BÆKUR
Tíminn 11
Kjarnmikið fræðirit
Vésteinn Ólason:
Bókmenntafræði handa framhalds-
skólum,
Mál og menning, 1985.
Um almenna bókmenntafræði
hefur geysimikið verið ritað í nálæg-
um löndum á síðari árum, bæði bæk-
ur og tímaritsgreinar. Þessi fræði-
grein fjallar um túlkun og skilgrein-
ingu á bókmenntaverkum frá öllum
tímum, út frá hvaða sjónarmiðum
eiga að skoða þær og hvaða aðferð-
um eigi að beita við greiningu þeirra.
Bókmenntafræðin er fræðigrein í
örum vexti, og þar hafa margar
stefnur komið fram og mótast á
undanförnum árum, þar sem
skoðanir manna eru vægast sagt tölu-
vert skiptar um ýmsa hluti.
Dr. Vésteinn Ólason hefur því
haft úr miklu efni að moða við
samantekt þessarar bókar sinnar.
Hún er enda rösklega og vel skrifuð,
og hún ber þess glöggt vitni að höf-
undurinn er orðinn fjölfróður vel um
hræringar í þessum efnum erlendis,
ekki síst á Norðurlöndum.
Hann skiptir bók sinni í sex kafla,
og eru þeir mjög misþungir aflestrar.
Sjálfur segir hann í formáia að fyrstu
þrír kaflarnir geti vonandi orðið að
gagni þegar í upphafi framhalds-
skólanáms, en hinir þrír síðar. Þetta
er að minni hyggju nærri lagi, því að
efni hinna þriggja fyrstu er mjög með
sama sniði og það sem skólanemend-
um hér hefur verið kennt um þessi
efni á umliðnum árum. Þar er fjallað
um málnotkun í bókmenntum af
hverju tagi sem er, þar á meðal um
stíl, myndmál og táknmál, en ekki
vikið nema lítið að bragfræði, og er
helst að þar skorti nokkuð frá því
sem tíðkast hefur að kenna. Síðan er
farið þar yfir flokkun skáldverka í
lýrík, epík og dramatík, og þar gegn-
ir sama máli að í fáum meginatriðum
er horfið af hefðbundnum vegi.
Þó er þarna sitthvað nýstárlegt
þegar eftir er gáð, svo sem það sem
segir um merkingarkjarna og merk-
ingarauka orða og er að mínu viti
gagnlegt við krufningu texta, ekki
síst ljóða. Og allt er efnið þvf marki
brennt að vera vel skrifað, yfirvegað
og af þekkingu. Ef það er borið sam-
an við þær kennslubækur um sama
eða svipað efni, sem hingað til hafa
verið notaðar, þá er meginmunurinn
sá að hér er tekið fastar á efninu,
gengið nær því, og jafnframt eru
gerðar harðari kröfur til nemenda og
notenda bókarinnar um skilning og
lestur. Hef ég þá einkum í huga bæk-
ur eins og „Bragur og ljóðstíll" eftir
Óskar heitinn Halldórsson, og
„Saga, leikrit, Ijóð" og „Eðlisþættir
skáldsögunnar" eftir Njörð P.
Njarðvík. Framsetning hér er öll
kröfuharðari við lesendur en er í hin-
um bókunum.
Þrír síðari kaflarnir eru hins vegar
annars eðlis. Fjórði kafli nefnist
Merking og túlkun. Trúað gæti ég að
ýmsum þætti hann forvitnilegur, en
Vésteinn Ólasun.
þar er boðuð nýleg stefna í bók-
menntafræði sem nefnist strúktúral-
ismi, og hefur dr. Vésteinn raunar
skrifað greinar í anda hans áður. í
þessum kafla eru m.a. tvö verk kruf-
in í þessum stíl, 25. Passíusálmur
Hailgríms Péturssonar og smásagan
Lilja eftir Halldór Laxness. Þarna er
nýjung á ferðinni, sem vafalaust á
eftir að vekja skiptar skoðanir. Má
vafalaust græða ýmislegt á þessum
aðferðum, þótt tæpast sé ástæða til
að gleypa þær hráar sem fagnaðar-
boðskap. Að fleiru er vikið þarna, en
þó ekki nefnt það sem heitir oftúlkun
og felst í því að lesa meira út úr texta
en hann raunverulega leyfir. Sannast
sagna er að mér þótti höfundur vera
kominn býsna nærri oftúlkuninni í
því sem hann segir þarna í lokin um
söguna af Rauðhettu og þjóðfélags-
legar skírskotanir hennar, og má þó
vera að hann hafi nokkuð til síns
máls.
Fimmti kafli fjallarum bókmennt-
ir, menningu og samfélag. Þar er
fjallað um áhrif samfélagsins og að-
stæðna í því á mótun bókmenntanna
hverju sinni, og sömuleiðis áltrif
bókmenntanna á samfélagið. Sá
kafli er um margt skilgóður, en þó
þótti mér að árangursríkara hefði
getað orðið að fara þar lengra en gert
er út í kenningar bókmenntafélags-
fræðinnar um lögmál hins frjálsa
markaðskerfis um framboð og eftir-
spurn, að því er bókmenntir varðar,
og áhrif þess á sköpun þeirra.
Þau fræðierueittaf þvísem komið
hefur markvert út úr umræðu liðinna
ára um nýjungar í bókmenntafræði,
og eru þau meðal annars sprottin
upp úr skoðunum marxískra bók-
menntafræðinga, þótt stunduð sé af
mönnum með margs konar aðrar
skoðanir nú orðið. Ég er sjálfur
þeirrar skoðunar að varðandi ís-
lenskar bókmenntir séu þau einkar
forvitnileg og líkleg til að koma að
gagni við túlkun þeirra. Á það við
um verk frá öllum tfrnum, en þó ekki
síst um íslendingasögur og Ijóðagerð
19. aldar. Aftur á móti þótti mér
heldur loðið það sem segir hér í bók-
inni um heimsmynd höfunda og les-
enda, og hef ég þá trú að þær hug-
myndir geti ekki komið í stað hinna
sem ég nefndi.
I lokakafla eru síðan raktar helstu
kenningar í bókmenntafræði. svo
sem ævisöguaðferð, sálfræðileg og fé-
lagsleg bókmenntarýni, nýrýni og
strúktúralismi eða formgerðar-
stefna. Sá kafli er skilgóður og vel
saminn, sem bókin öll, og hentugt
yfirlit.
Á titilblaði og í formála kemur
fram að þessi bók erætluð til kennslu
í framhaldsskólum, þ.e. mennta- og
fjölbrautaskólum. Eftir þeirri
reynslu og þeim kynnum, sem ég hef
af kennslu á því skólastigi, get ég þó
ekki að því gert að ég er nokkuð
beggja átta um það hvort hún eigi
raunverulcga eftir að koma þar að
því gagni scm að er stefnt.
Ástæðan er þó ekki sú að á bók-
inni séu umtalsverðir vankantar sent
geri hana tornotaða sem kennslu-
bók. Svo er ekki. En aftur á móti er
bókin svo óhemju efnismikil að éger
satt að segja nokkuð vantrúaður á að
hún henti óbreytt nægilega vel fyrir
þann breiða fjölda sem nú orðið
leggur leið sína inn á þetta skólastig.
Bókin er með öðrum orðum svo yfir-
gripsmikil að mér virðist hún henta
betur til sérfræðináms en sem al-
mennt kynningarrit. Þettaergagnleg
ihandbók fyrir íslenskukennara og stú-
denta í bókmenntanámi við háskóla.
Hún getur hentað á ýmsum nám-
skeiðum fjölbrautaskólanna, þar
sem sérstök áhersla er lögð á af-
mörkuð svið bókmennta. Nýstárlegt
í henni er fyrst og fremst það sem
segir um strúktúralismann. En hún
er öll þannig samin að mér virðist
hún eiga meira erindi inn á háskóla-
stig en í framhaldsskólana.
Eysteinn Sigurðsson
Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar:
Jóhanna V. Gísladóttir
hlaut styrk í ár
Laugardaginn 21. desember fór
fram úthlutun námsstyrks úr Minn-
ingarsjóði Þorvalds Finnbogasonar
stúdents.
Að þessu sinni hlaut styrkinn Jó-
hanna V. Gísladóttir, Búlandi 24
Reykjavík, nemandi á 4. ári í raf-
magnsfræði við verkfræðideild Há-
skóla íslands. Mælti verkfræðideild
með því við stjóðsstjórnina að Jó-
hönnu yrði veittur styrkurinn vegna
frábærs árangurs í námi en hún mun
Ijúka verkfræðiprófi t' vor.
Sjóðurinn var stofnaður af for-
eldrum Þorvalds Finnbogasonar,
Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga
Rúti Þorvaldssyni prófessor við
verkfræðideild, á 21 árs afmæli Þor-
valdar sonar þeirra 21. desember
1952. Er tilgangur sjóðsins aðstyrkja
stúdenta til náms við verkfræðideild
Háskólans eða til framháldsnáms i
verkfræði við annan háskóla að
loknu prófi hér heima.
Stjórn minningarsjóðsins skipa nú
Sigmundur Guðbjarnason, rektor
Á myndinni eru frá vinstri foreldrar styrkþegans Gísli Guðmundsson og
Guðríður Erlendsdóttir, forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, styrkþeginn
Jóhanna Vigdís Gísladóttir, síðan kemur háskólarektor dr. Sigmundur Guð-
bjarnason og forseti vcrkfræðidcildar Valdimar K. Jónsson.
H.Í.. Valdimar K. Jónsson forseti Vigdís Finnbogadóttir, en Þorvaldur
verkfræðideildar og forseti Islands heitinnFinnbogason varbróðirhennar.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgaróskareftirtilboðum í kaup á gangstéttar-
hellum fyrir Gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrif-
stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Atvinna óskast
22ja ára gamall maður óskar eftir sveitavinnu, er vanur
sveitastörfum og tamningum.
Upplýsingar í síma 99-8511.
Kennara vantar
Að Iðnskóla Patreksfjarðar.
Upplýsingar í símum 94-1257 og 94-1466.
Þorrablót
Framsóknarfélögin í Kópavogi halda sitt árlega blót 1.
laugardag í Þorra 25. janúar i Félagsheimili Kópavogs.
Nánar auglýst síðar.
Nefndin.
ISLENSKA OPERAN
Aðalfundur
Styrktarfélags íslensku Óperunnar verður haldinn 25.
janúar kl. 14.00 í Gamla bíói.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin
EffCO-1
þurrkan
í bílinn
i bátinn
á vinnustaöifW
á heimíiið
í sumarbústaðtn
i ferðalagíð M
og fl.
Nýtt og ódýrt.
Ef þú hefur einu sinni
reynt Effco-þurrkuna viltu
ekkert annað. Effco-
þurrkan er bæði mjúk og
sterk. í henni sameinast
kostir klúts og tvists, það
eykur notagildi Effco-
þurrkunnar. Effco-þurrk-
an sýgur í sig hvers konar
vætu á svipstundu. Effco-
þurrkan er ómissandi í
bílinn, bátinn, ferðalagið,
á vinnustaðinn og til
heimilisins.
Effco-þurrkan
fæst hjá okkur.
VÉLSLEDAÞJÓNUSTAN
Viðgerðaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruðningstæki
FRAMTÆKNI s/f
Skemmuveg 34 N - 200 Kóp? ogur
Sími 6410 55