Tíminn - 28.01.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1986, Blaðsíða 16
Fimleikadömurnar hér til hliöar fylgdust af kostgæfni með því sem var að gerast á Bikarmeistaramóti íslands í fimleikum sem haldið var í Laugar- dalshöllinni um helgina. Þar sigruðu stúlkurnar úr Björk í A-flokki kvenna en strákarnir úr Ármanni báru sigur úr býtum á A-flokki karla. Þátttakan á mótinu var góð og áhuginn mikill. Bikarmeistaramótið var einn af íþróttaviðburðum helgarinnar en nánari útlist- un á íþróttakeppnum hér heima og erlendis má finna á íþróttasíöum Tímans í dag. Tímamynd-Sverrir. r28. janúar 1986 London: Taka yfir íslandsferðir Sonic World Frá I). Keys, fréttaritaru 'límans í London: Útibú norsku ferðaskrif- stofunnar Fred Olsen í London hefur tekið yfir ferðamanna- prógram það scm Sonic World ferðaskrifstofan hafði komið sér upp milli Bretlands og íslands. Sem kunnugt er varð Sonic World gjaldþrota í fyrra haust ogskuldaði þá íslcnskum aðilum stórfé. í dag. þriðjudag, mun Olsen feröaskrifstofan hefja auglýs- ingaherferð og verða þá ein- stök atriði ferðaáætlunarinnar tilkynnt. Skrifstofan telur að veltan í fcrðamanna- straumnum hingað til lands geti numið um 950 þúsund sterlings- pundum, enda er ætlunin að hafa umfang feröaáætlunarinn- ar svipað og í fyrra. Ferðaskrif- stofan Fred Olsen hefur fengið N. Lander til að sjá um íslands- deildina fyrir sig, en hann vann áður sem framkvæmdastjóri hjá Sonic World. „í aðalatrið- um verður áætlunin í ár sú sama og í fyrra," sagði Lander í samtali við Tímann í gær. „Við sömdum um að taka yfir ís- landspakkann frá Sonic World,“ sagði hann ennfrem- ur, en talið er víst að það hafi kostað Olsen ferðaskrifstofuna þúsundir punda að fá þennan samning. Seinni partinn í dag munu koma út tveir kynningarbækl- ingar um íslandsferðir Olsen Þróunarfélagið: VARAMENNIRNIR ENN ÓÁKVEÐNIR Varamennirnir í stjórn Fró- unarfélags íslands höfðu í gær- kvöldi ekki tekið ákvörðun um þaö hvort þeir tækju sæti í stjórninni í stað þeirra Davíðs Scheving Thorsteinssonar og Málefni LÍN á Alþingi: UMRÆDAA FIMMTUDAG Hcitt verður í kolunum á Alþingi næstu vikur vegna þekktra stórmála scm ágrcin- ingur er um innan og utan ríkisstjórnar. Þegar í þessari viku verður efnt til sérstakra umræðna í sameinuðu þingi. Síðdegis í dag vcrður al- menn stjórnmálaumræða samkvæmt ósk Svavars Gestssonar, en hann sagði á þingfundi í gær að svo margt hefði gerst í þjóðmálum frá því að þing kom síðast saman, að nauðsynlegt væri að efna til slíkra umræðna. Pá verður að frumkvæði Svavars umræða utan dag- skrár unt Lánasjóð íslenskra námsmanna næstkomandi fimmtudag. Sverrir Her- m a n n sson m e n n t a m á I a ráð- herra mun vera fjarstaddur um þessar mundir, en verður viðstaddur umræðuna þcgar þaraðkemur. -ss Hornafjöröur: Hafnarey enn á hafnarbotni Björgunarfélagið á Höfn í Hornafirði gerði um helgina til- raun til að ná Hafnarey SF-36 upp af botni Hornafjarðar- hafnar þar sem hún sökk eftir að togarinn Þórhallur Daníels- son sigldi á hana. Björgunarfé- lagsmenn reyndu að þétta bát- inn með kýrhúðum og freist- uðu þess síðan að dæla úr honum. Þessi tilraun misheppn- aðist þó og Hafnarey liggur því enn þar sem hún sökk. Þegar hafa verið tekin úr bátnum siglingatæki og ann- að smádót, cn til stendur að hirða af henni stýrishúsið, sem ernýlegt. Hvcrveröaendanleg örlög bátsins er enn óljóst en til tals hefur komið að draga hann út á mikið dýpi og sökkva hon- urn þar. Þórhallur Daníelsson hefur legið við bryggju á Höfn cn óskað var eftir tilboðum í við- gerð á skipinu. Alls bárust ellefu tilboð, sem voru opnuö í gær, og er útgerð skipsins nú að skoða þau. BG. Harðar Sigurgestssonar sem sögðu af sér á föstudag. Ákvörðun varamannanna Björns Þórhallssonar varafor- seta ASÍ og Gunnars Ragnars forstjóra slippstöðvarinnar á Akureyri virtist þó í burðar- liðnum og er trúlegt að málin skýrist í dag. Björn sagði í sam- tali við Tímánn að taka þyrfti tillit til margra sjónarmiða í þessu máli og því gæfi hann sér tíma til að hugsa um það. Fari svo að varamcnnirnir taki ekki sæti sín í stjórninni þarf að efna til aðalfundar eða hiuthafa- fundar þar sem ný stjórn yrði kjörin. Davíð Scheving Thor- steinsson, fráfarandi stjórnar- formaður hefur lýst því yfir að hann telji slíkt eðlilegt fram- hald afsagnar sinnar og Harðar Sigurgestssonar og að í nýrri stjórn ættu ekki að eiga sæti neinir af núverandi stjórnar- mönnum. Viðbrögð Þorsteins Pálsson- ar formanns Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli hafa vakið nokkra athygli en hann segir í viðtali við eitt dagblaðanna að „þrýstingur" forsætisráðherra liafi valdið klofningi í stjórn fé- lagsins vegna flokkspólitískra hagsmuna. Tíminn hafði sam- band við Jón Ingvarsson stjórn- armann í Þróunarfélaginu en hann var einn þriggja sem greiddu því atkvæði að Gunn- laugur M. Sigmundsson yrði ráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins. „Nei ég er það nú ckki," sagði Jón Ingvarsson að- spurður um hvort hann væri orðinn framsóknarmaður. „Ég hélt það væri leyfilegt að hafa sjálfstæðar skoðanir á hæfni manna í störf án þess að hafa orðið fyrir einhverjum þrýstingi. Vitaskuld voru mér Ijósar skoðanir forsætisráð- herra, en það eitt að hann hafi skoðun á því hver eigi að vera framkvæmdastjóri félagsins getur ekki útilokað að viðkom- andi maður fái starfið. Ég get ekki fallist á slík rök og ég var ekki beittur neinum þrýstingi, sagði Jón að lokum. BG ferðaskrifstofunnar, en til- gangur þeirra er að auka mark- aðshlutdeild sína í íslandsferð- um Breta. Ekki er vitað enn hvort eða hvaða áhrif yfirtaka Olsen ferðaskrifstofunnar mun hafa á þrotabú Sonic World skrifstofunnar. - BG « ú f / Þessi ungi Norðfirðingur virðist ekki óhress með snjóinn, þó foreldrarnir séu ef til vill á öðru máli. Bæjarstjórn Neskaupstaðar: Mokið meiri snjó Norðfirðingar eru óhressir þessa dagana, vegna þess að þcim þykir lítið vera um snjómokstur, miðað við það sem nágrannar þcirra á Eski- firði og Reyðarfirði njóta. Mokað er tvisvar í viku yfir Oddsskarð, en-opnað til Eski- fjarðar alla virka daga. Bæjarstjórn Neskaupstað- ar hefur sent frá sér samþykkt. þar sem ítrekaðar eru fyrri kröfur bæjarstjórn- arinnar um að sömu reglur gildi um snjómoksturá Norð- fjarðarvegi öllum, á milli Egilsstaða og Neskaupstað- ar. „Núverandi reglur eru með öllu óþolandi, bæði fyrir íbúa þessa stærsta byggðar- lags á Austurlandi og-þá fjöi- mörgu, sem hingað þurfa að sækja,“ segir orðrétt í sam- þykkt bæjarstjórnar. Hjörleifur Ólafsson vega- eftirlitsmaður hjá Vegagerð ríkisins sagði í samtali við Tímann í gær að líta yrði á málið í víðara samhengi. „Það vilja allir meiri snjó- mokstur, og ég geri ráð fyrir því að Norðfirðingar séu þar engir eftirbátar. Reglulegur snjómokstur fer frani á 3400 kílómetrum af okkar 8500 kíló- metra vegakerfi. Tíðni mokstursins er frá því að vera hálfsmánaðarlega og upp í það að vera daglega. Oddsskarö er einn af fjór- um fjallvegum landsins sem sker sig úr, hvað snertir erfið- leika við mokstur. Vinnu- regla sú sem við vinnum eftir er, að við skulum ryðja einu sinni í viku, á meðan fært er vegna veðurs og snjóþyngsla. Moka skal tvisvar í viku á þeim tíma þegar snjólétt er. Ástæðan fyrir því að leiðin til Eskifjarðar er mokuö oftar, er sú að eftir að vegurinn var byggður upp þykir tiltölulega ódýrt að moka veginn, miðað við þá þjónustu sem það veit- ir,“ sagði Hjörleifur. Nýlega hafa lög um snjó- mokstur verið endurskoðuð og var þá ekki gerð breyting á þeim vinnureglum sem Vega- gerðin vinnur eftir. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.