Tíminn - 01.02.1986, Blaðsíða 1
4. tbl. 2. árg. 1986
Hálsmenið hennar Hönnu
Pabbi hennar Hönnu ferðaö-
ist mikið vegna vinnu sinnar.
Hvorki mömmu né Hönnu lík-
aði það vel en í hvert skipti sem
pabbi kom heim aftur færði
hann Hönnu litla gjöf frá land-
inu sem hann hafði heimsótt.
Hann kom með litlar hand-
málaðar trébrúður frá Rúss-
landi. Brúðurnar var hægt að
skrúfa í sundur í miðju og kom
þá önnur brúða í Ijós inn í þeirri
stærri. Þær voru alls 6 og sú
síðasta var lang minnst.
Frá Frakklandi kom hann
með dúkku sem var klædd í
þjóðbúning. Og þegar hann
kom frá Svíþjóð færði hann
Hönnu lítinn málaðan tréhest.
Hann var útskorinn og rauð-
litaður með blóm á baki. Dag
nokkurn sagði pabbi við
mömmu og Hönnu að hann
þurfi að fara alla leið til Kína.
„Hamingjan sæla!“ sagði
Hanna. „Það er svo langt í
burtu!“
„Já,“ sagði pabbi, „Kína er
langt í burtu frá okkur.“
Pabbi náði í landabréfabók
og sýndi Hönnu hvarKínavará
kortinu. „Hvað ætlarðu að gefa
mér frá Kína?“ spurði Hanna.
„Ég veit það nú ekki ennþá, en
það kemur í ljós.“
Pabbi var í burtu í nokkrar
vikur, en að þeim tíma liðnum
fékk mamma símskeyti og í
því stóð að hann kæmi heim
eftir þrjá daga.
En hvað þessir þrír dagar
voru lengi að líða. Loksins
rann upp sú stund að tími var
til kominn að fara út á flugvöll
og sækja pabba. Hanna spurði
pabba ekki um gjöfina út á velli
en þegar heim kom tók pabbi
Hönnu í fangið og kyssti hana á
kinnina. „Þú hefurveriðgóð og
dugleg stúlka á meðan ég var í
burtu og hér eru smá verðlaun
fyrir það!“
Pabbi tók lítinn pakka upp úr
vasa sínum. Þegar Hanna tók
lokið af kassanum var bara
baðmullarhnoðri undir. En þar
undir kom í Ijós eitthvað lítið og
Ijóst. Það var agnar smár fíll
með örsmáum hring á bakinu. í
gegnum þennan hring var
dregin skínandi gullkeðja.
„Hvernig líkar þér gjöfin?“
spurði pabbi. „Mér fannst þú
vera orðin það stór stúlka að þú
hefðir gaman af fallegum
skartgripum. Þessi litli fíll er úr
fílabeini."
„Mér finnst hann dásamlega
fallegur," sagði Hanna.
Hún bar oft fallega gullháls-
menið með fílnum smáa. Og
hann minnti hana alltaf á það
þegar pabbi kom aftur heim frá
Kína.