Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 8
I I I I Barna-Póstur Komið þið sæl og blessuð! Börnin í Borgarnesi sem skrifuðu eftir jólin og spurðu hvort þau mættu senda krossgátur í blaðið og báðu um svar fá að sjálfsögðu jákvætt svar við spurningunni. Auðvitað megið þið senda krossgátur og reyndar alls konar þrautir, sögur og myndir. Takið bara fram blað og blýant og byrjið strax. Vinningshafar fyrir 4. tbl eru: 9. þraut: Krossgátan: Lovísa J. Sigurðardóttir, Lerkilundi 20, 600 Akur- eyri. 10. þraut: Hrærigrautur: Sóiveig Halldórsdóttir, Dunhaga 20,107 Reykjavík. 11. þraut: Er athyglin í lagi? Bergling Ósk Gunnarsdóttir, Stóragerði 15, 860 Hvolsveili. Kæri póstur! Mig langar að biðja um pennavini. Heiðrún Jóhannsdóttir, Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal, 620 Dalvík. Ég er 10 ára og áhugamál mín eru: Wham, serviettur, límmiðar, dýr og fleira. Ég vil skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 9-12 ára. Steina Sigurðardóttir, Klúku, Fljótsdal, sendirþessa gátu: Eg er ei nema skaft og skott. Skrautlega búin stundum. Engri skepnu geri gott. En geng í lið með hundum. Hver er þetta? Besti Barna-Tími! Ég vil byrja á að þakka fyrir frábært blað. Mér finnst bara að það mætti vera stærra. En ég ætla að senda ykkur frábæra Karamellu-uppskrift 1 bolli sýróp 1 tsk. smjör 1 bolli sykur 1 bolli rjómi 1/2-1 bolli saxaðar hnetur eða möndlur esl-A-STUR S,OUMÚLA 1S R6V|<JAVÍ|<. ' Blandið öllu saman í pott og sjóöið í 45 mín. Hrærið stöðugt í. Þegar deigið er farið að þykkna er það prófað með því að láta dropa drjúpa í bolla með köldu vatni. Þegar hægt er að móta deigið er hnetunum hrært sam- an við. Hellið deiginu á smurða plötu í 2 srn þykkt lag. Skerið það í sundur í ferkantaða bita þegar það er hæfi- lega stíft. Vefjið karamellunum inn í sellofan eða vaxborinn pappír þegar þær eru kaldar. Ég vona svo að þetta verði birt, svo margir fái að smakka. Bless, bless, Lilja Hrund, 10 ára, Hafnarfirði. Hae, hæ, póstur! Ég er hér ein á Húsavík og ég sendi þér nokkra brandara: Kalli: - Þjónn, ég held að ég fái mér bara buff í dag. Þjónn:-Já, með ánægju. Kalli: - Nei, með kartöflum! Jón: - Þjónn, ég fékk bara einn bita af kjöti. Þjónn:-Jæja, ég skal þá skera hann í tvennt! Kári: - Þjónn, það er fluga í súpunni. Þjónn: - Já, þú verður að ná henni sjálfur. Ég er ósynd- ur! Kæri Póstur! Ég orti þessa vísu um daginn og vona að þú birtir hana. Barna-Tíminn eræði fyrir okkur bæði. Mig og Magga bróður sem er alltaf svo góður. Sigríður og Maggi, Reykjavík. gi. rne jjujeujjo J!QJ9f Zi (a) (0) suie me o 6o g JB|JB>t (g) 6f nje jjujeöuiujÁnjJd (v) wninvdd y diNsnvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.