Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 1
Jói og Maggi voru að leika sér niður við stórt stöðu- vatn nærri heimili þeirra. „Frændi minn, sem á heima hérna rétt hjá sagði mér að við mættum fá lánaðan bátinn sinn,“ sagði Jói. „Báturinn hlýtur að vera hérna einhvers staðar nærri." Drengirnir fóru að svipast um eftir bátnum. „Gæti þetta ekki verið báturinn?" spurði Maggi. „Mér finnst hann nú ekki traust- ur að sjá,“ svaraði Jói, „en við skulum samt reyna hann.“ Strákarnir stukku um borð. Bát- urinn barst hægt frá landi. Þá byrjaði hann allt í einu að fara í hringi. Annar endinn var að sökkva! Jóa tókst að svamla í land og sækja hjálp. Á leiðinni tók hann eftir öðrum báti nýlegum og traustum, sem var bundinn við festar. Hann leysti bátinn og dró hann út í vatnið. Jói reri eins hratt og hann gat í áttina til Magga. Hann náði til hans um leið og annar hluti bátsins mar- aði í kafi. „Taktu í árina!“ kallaði Jói til Magga. Magga tókst það og hann stökk um borð til Jóa. Þeir náðu að landi heilu og höldnu. Þá var frændi kominn í fjöruna. „Skemmtuð þið ykkur vel?“ spurði hann. „Er þetta þá báturinn þinn?“ spurði Maggi steinhissa. „Við tókum fyrsta gamla, ónýta bátinn og hann sökk. Við héldum að það væri báturinn þinnl" „Gamli báturinn er ekki sjófær. Hann er stórhættuleg- ur,“ sagði frændi. „Mikið er ég feginn að Jói fann loks nýja bát- inn minn og allt fór vel!“ sagði frændi og klappaði drengjunum á kollinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.