Tíminn - 28.02.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. febrúar 1986
Tíminn 3
Sauöárkrókur
Hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða
í næsta mánuði verður tekinn í
notkun hluti af hjúkrunar og elli-
heimili við sjúkrahús Skagfirð-
inga á Sauðárkróki, sem verið
hefur í byggingu nú um nokkur
ár. Hjúkrunardeildin með28 vist-
rúmum er nú að verða fullbúin og
er fyrirhugað að hún taki til starfa
í byrjun ntars. Það er Sauðár-
króksbær og Skagafjarðarsýsla
sem standa að byggingunni.
Þörfin er brýn fyrir slíka stofn-
un og mikil eftirspurn er hjá öldr-
uðu fólki að fá pláss á dvalar-
heimilinu. Og frá einstaklingum
og félögum Itefur komið nokkurt
fc svo að flýta mætti að Inisin risu
sem fyrst. En stofnurlin þarf mik-
'inn húsbúnað og stærsti hluti hans
er sérhönnuð 25 sjúkrarúm sem
samtals kosta kr. 2.020.705,00.
Nú hefur Lionklúbbur Sauðár-
króks tekið að sér aðgangast fyrir
söfnun í því skvni að fjármagna
rúmakaupin.
í samráði við Búnaðarbankann
;í Sauðárkróki er boðið upp þrjá
valkosti.
1. Skuldabréf til eins árs kr. 10-
25-50-100 þúsund.
2. Víxlar tveggja mánaða kr. 5-20
þusund.
5. Bein fjárlramlög.
Klára eyfirskir bænd-
ur kvótann í júlí?
Tekjutap bænda á mjólkursam-
lagssvæði KEA, sem nær yfir Eyja-
fjarðarsýslu og 3 vestustu hrcppana í
S-Þingeyjarsýslu nemur ríflega 23
milljónum króna á þessu ári. 20%
búmarksskerðing á þessu svæði gcrir
það að vcrkum, að margir bændur
verða jafnvel búnir að fylla kvóta
sinn í júlí. Hjá sláturhúsi KEA feng-
ust þær upplýsingar að kúaslátrun
væri þrefalt meiri það sem af er þessu
ári cn á sama tíma í fyrra. og ekkert
lát virtist á. Stóraukið framboð á
kýrkjöti er því fyrirsjáanlegt, auk
þess sem talsverðar birgðir eru til af
ungnautakjöti.
Guðmundur Steindórsson ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi Eyja-
fjarðar sagði, að bændur væru að
meta stöðuna. Það er crfitt að gera
sparnaðarráðstafanir varðandi
rekstur fyrir yfirstandandi ár. þar
sem verðlagsárið er ríflega hálfnað.
Búmarksskerðinguna. eða öllu heldur
reglugerðina varðandi hana hefði
þurft að liggja fyrir strax í sumar. svo
bændur hefðu getað hagað heyskap
og skepnuásetningi eftir henni. Fyrir
komandi verðlagsár verða hins vegar
eitthvað skýrari línur þ.a. bændur
geta metið stöðuna og hagað seglum
cftir vindi. Það liggur þó Ijóst fyrir,
að miðað við þessa búmarksskcrð-
ingu. og ef hún verður aukin enn
frekar sem allt virðist stefna í. þá ber
samlagssvæðið ekki alla þá fram-
leiðendur sem nú cru fyrir hendi.
Viðbrögð bænda við þessari bú-
marksskerðingu verða sjálfsagt ein-
staklingsbundin. Einhverjir munu
eflaust skipta alfarið yfir í aðrar bú-
greinar, og einstaka bóndi hyggst al-
veg bregða búi.
Það má náttúrlega benda á að fyrir
nokkrum árum hvöttu mjólkursam-
lögin og vfirvöld í landinu mjög til
aukinnar mjólkurframleiðslu. Hins
vegar hefur neysla á mjólk og rnjólk-
urvörum dregist . stórlega saman
undanfarin ár, í kjölfar minnkandi
niðurgreiðslna. Auðvitað hefði þurft
að gera ráðstafanir fyrr, en það cr
alltaf hægt að vcra vitur eftirá, og
crfitt að kenna cinum eða neinum al-
gerlega um, sagði Guðmundur
Steindórsson.
Brúttóveltutap Mjólkursamlags
KEA vegna skerðingarinnar er á bil-
inu 30-35 milljónir króna, og af því
runnu 70% eða 23.5 milljónir króna
til bænda.
Þórarinn Sveinsson mjólkurbús-
stjóri sagði í samtali við Tímann að
sér hcfði alltaf fundist vera byrjað á
öfugunt enda í þeim efnum. Þ.e.a.s.
að í stað þess að greiða niður full-
unna vöru. ætti frekar að rcyna að
draga úr framleiðslukostnaðinum.
Sem dæmi mætti nefna að sam-
kcppnisiðnaður við innlenda drykkj-
arvörur greiðir mun lægri tolla og
aðflutningsgjöld en mjólkursamlög-
in afsamskonar vélum. Túnáburður,
búvélar og aðrar rekstrarvörur sent
bændur nota við framleiðslu sína eru
einnig óheyrilcga dýrar. Þetta veltir
auðvitað ntiklu á bak við tjöldin, en
hækkar jafnframt framlciðslukostn-
aðinn og um leið mjólkurverðið. Það
hefur aldrei verið reynt til þrautar
hvað gerðist ef framleiðslukostnaður
yrði lækkaður, t.d. með tollalækkun-
um og lægri aðflutningsgjöldum."
Hins vegar hefur þetta vcrið reynt í
öðrum EBE ríkjunt þar sem of-
framboð er á landbúnaðarafurðum,
og gefist vel.
„Þegar nienn eru að tala um að
gefa frjálsan innflutning á niður-
grciddunt landbúnaðarafurðum ann-
arra þjóða, held ég að þeir ættu að
hyggja aðeins að vöruskiptajöfnuði,
og því hvort þeir vilja fremur efla
eigin atvinnuvegi eða annarra,"
sagði Þórarinn Sveinsson.
Áhrif frjálsu álagningarinnar koma í Ijós:
B0NDINN 2.187 KR.0G
KAUPMAÐURINN 1.123 KR
- fyrir hvert
14 kílóa lamb
VIÐ
BYGGJUMÁ
REYNSLUNNI
BYGGINGAVORUR
SUOURLANDSBRAUT 32 S. 82033
Verð til bænda fyrir hvcrn I4 kílóa
lambsskrokk hefur lækkað um 370
krónur (úr 2.557 í2.187 kr.) fráárinu
1982 til 1985 reiknað á föstu vcrðlagi
í sept. sl. Hlutur kjötkaupmannanna
fyrir að selja sama skrokk (smá-
söluálagningin) hefur á sama tíma
hækkað úr 512 kr. í 1.123. eða um
611 krónur, samkvæmt tölunt sem
birtar voru á Alþingi í vikunni. unt
verðþróun á kjöti þessi ár. Keniur
þar glöggt í Ijós að smásöluálagningá
kjöti hefur hækkað stórlega síðan
verðlagning þess var gefin frjáls vor-
ið 1984. þvcrt á það sem þá var Itald-
ið fram.
Hlutur kaupmannsins ntun þó í
raun oft mun hærri en hércr reiknað
með. þarsem þessi viðmiðun byggist
á að lærin (um 5 kg ) séu seld heik
hryggurinn (2 kg ) sömulciðis og allt
hitt á súpukjötsverði. Neytendur
vita að framhryggur er jafnvel seldur
á hærra verði en læri og lærissneiðar
og kótelettur á hærra verði en hcil
læri og hryggir.
Allar verðviðmiðanir hér að lram-
an eru framreiknaðar samkvæmt
vísitölu framfærslukostnaðar frá
1982 til verðlags í september 1985.
Vcrðlækkun til bænda skýrist m.a. af
því að þeir hafa á þessu límabili orð-
ið að sæta kjararýrnun eins og aðrir
launþega.r í landinu, m.a. afgreiðslu-
fólk í kjötbúðum. Stórhækkuð
smásöluálagning í raunkrónum get-
ur því varla skrifast á hækkaðan
launakostnað verslananna.
Hámarksálagning er cnn við lýði á
kjöti seldu í heilum og hálfum
skrokkum. Smásöluálagning á þeint
hefur aðeins hækkað um 9% á sama
tíma og frjálsa smásöluálagningin
hefur hækkað frá 37% og upp í 58%
eins og sjá má á meðfylgjandi töflu.
Þannig hefur hámarksálagning á
heilum 14 kg skrokk aðeins hækkað
úr 254 í 277 kr. á meðan frjálsa
álagningin hefur hækkað úr 512 í
1.123 kr. sefn fyrr scgir.
- HEI
SMIÐIR-
HÚSBYGGJENDUR
Breytingar á verði 1. fl. dilkakjöts á föstu verðlagi, sept. 1985
Gr.v.t. bænda Heild- söluv. 'A og 'h skr. (álagn.) Súpu- kjöt (álagn.) Hrygg- ir (álagn.) Heil læri (álagn.)
Sept. 82 182,67 157,71 175,77 (18,12) 160,83 ( 3,43) 227,40 ( 69,75) 227,40 ( 69,75)
Sept. 83 155,59 168,57 185,85 (17,30) 171,87 ( 3,28) 235,25 ( 66,66) 235,25 ( 66,66)
Sept. 84 154,84 181,85 199,07 (17,22) 191,34 ( 9,50) 257,41 ( 75,57) 287,51 (105,67)
Sept. 85 156,21 197,70 217,50 (19,80) 221,35 (23,65) 310,43 (112,73) 344,12 (146,42)
Br.kr. -t- 26,46 39,99 + 41,73 + (1,68) + 60,52 + (20,22) + 83,03 + (42,98) + 116,72 + (76,67)
Br.% 4 14% 25% + 24% + 9% +38% + 589% + 37% + 62 + 51% + 110%
Sinásöluálagning á hvert kíló aflæri hefnr liækkað úrtæpum 70 kr. upp í rúinar 146 kr. eins og hériná sjá íaftasta dálkn-
um og er þar með orðin nær jafn há og það sem hóndinn fær fyrir kílóið, sbr. fremsta dálkinn. Ilækkun á heildsöluverði
(25%) þrátt fyrir verðlækkun til bænda, er aðallega vegna lækkunar niðurgreiðslna um nær 60 kr. á kíló. Kjötkaupnicnn
hafa ekki látið sér nægja að fá hlutfallslcga hækkun smásöluálagningar vegna þeirrar hækkunar, heldur liækkað sína
;álagningu allt upp í 110%. Er t.d. athyglisvert að sjá , að um og yfir lielmingiir þeirrar hækkunar sem orðið liefur á
hryggjum (42,98 af 83,03 kr.) og læruni (76,67 al' 115,72 kr.) er vegna hækkunarásniásöluálagningu. Allar tölurcru hér
á föstu verðlagi eins og það var í sept. 1985, og hækkanir því allar í raunkrónum.