Tíminn - 28.02.1986, Síða 6

Tíminn - 28.02.1986, Síða 6
6 Tíminn Tíminri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Augiýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um heigar. Áskrift 450.- Vextir og verðbólga í kjölfar kjarasamninga sem nú hafa tekist eru gefin fyrirheit um að vextir verði lækkaðir nú þegar. Frá mán- aðamótum verður mjög mikil vaxtalækkun og má til dæmis nefna að vextir á almennum skuldabréfalánum lækka úr 32% í 20% og víxilvextir úr 30% í 19%. Er hér órækur vitnisburður um að stjórnvöld hafa trú á að verð- bólgan muni hjaðna mjög hratt í samræmi við það sem spáð hefur verið. Full ástæða er til að fagna þessari miklu vaxtalækkun, enda hefur verið undan fáu meira kvartað undanfarið en fjármagnskostnaði bæði hjá atvinnuvegum og einstakl- ingum, ekki síst í hópi húsbyggjenda. Hvert prósentu- stig til minnkunar greiðslubyrði hlýtur því að vera afar kærkomið. Pá liggur fyrir yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að vext- ir fari enn lækkandi á næstu mánuðum með hliðsjón af lækkandi verðbólgu. í þessu sambandi má benda á að mörg fyrirtæki hafa þegar gert áætlanir um verðlag framleiðslu og þjónustu sem byggist á miklu hærri verðbólguspám en útlit er fyrir að gangi eftir á næstu mánuðum. Hlýtur því að mega vænta þess að slíkar ákvarðanir verði teknar til endur- skoðunar og lækkunar miðað við minni verðbólgu og fjármagnskostnað. Menn hafa lengi deilt um tengslin milli vaxta og verð- bólgu og hvort sé orsök og hvort afleiðing í því efni. Æ fleiri hafa þó verið að hallast á þá skoðun að ekki sé unnt eða réttlætanlegt að halda vöxtum undir verðbólgustigi eins og iðulega hefur tíðkast hér á landi. í því sambandi er ýmislegt sem líta þarf til. í fyrsta lagi eru neikvæðir raunvextir til þess fallnir að ýta undir óarðbæra fjárfestingu og viöhalda óarðbærum rekstri. Á því höfum við ekki efni nú um stundir. í öðru lagi verða sparifjáreigendur að sæta því að fé þeirra brennur upp í bönkum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að sparifjáreigendur eru upp til hópa ekki stóreignamenn heldur almenningur sem vill geta notið þess öryggis að'eiga tiltæka fjármuni þegar þeirra er sér- stök þörf. Ekki er með nokkrum rétti hægt að ætlast til þess að það fólk greiði niður fjárfestingar hinna sem lán- anna njóta. Finnst sumum sem í pólitískri uniræðu og framkvæmd hafi um of verið blínt á hagsmuni lántak- enda en gleymst á hverra kostnað lán hafa verið veitt. í þriðja lagi verður að horfast í augu við þá staðreynd að íslendingar eru ekki lengur herrar sjálfra sín að öllu leyti um ákvörðun vaxta. Erlendar skuldir eru nú um 60 milljarðar króna og hafa vaxið verulega á síðustu árum eftir að raunvextir tóku að hækka í viðskiptalöndum okkar. Þessi fjárhæð svarar til 15 mánaða útflutnings- tekna þjóðarinnar. Raunvextir meðal vestrænna þjóða eru háir og auk þeirra háu vaxta sem við þurfum að greiða erlendum fjármagnseigendum fylgir því ærinn' kostnaður að taka lánin. Hafa ber það í huga að sé þetta erlenda lánsfé endurlánað innanlands á lægri vöxtum verður einhver að greióa mismuninn. Sá einhver er auðvitað almenningur - skattþegnar þessa lands. Föstudagur 28. febrúar 1986 ORÐ í TÍMATÖLUÐ Hvað hét hundur karls...? Tímamótasamningarnir hafa nú verið undirritaðir eftir langar vöku- nætur samningamanna þar sem flest var með öðrum brag en áður þekktist í kjarabaráttunni. Skrifstofumannslegir samninga- menn í jakkafötum með bindi eyddu nú stórum liluta þess tíma sem samningar voru lausir fyrir framan tölvuskjái og reiknuðu allt mögulegt og ómögulegt út frá mis- munandi forsendum. I>að er af sem áður var og úlpuklættir verkamenn marseruðu um stræti og torg og kröfðust mannsæmandi launa fyrir átta stunda vinnudag. Enn sem áður er krafan samt hin sama, þó aðferðirnar séu mikið breyttar. An verkfalla og á elleftu stundu náðist síðan tvíhhða samkomulag aðila sem þarf að vera þríhliða því ríkisstjórnin og ríkissjóður leika í rauninni aðalhlutverkið í hinni nýju kjaramálastefnu í landinu. Ljóst er að samningur aðila vinnumarkaðarins mun hafa í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð þó nokkuð hafi vcrið á reiki hversu mikill hann verði. Útreikningur hagfræðinga samningsaðila gerðu ráð fyrir 1250 milljónum á þessu ári eða 1460 milljónum miðað við heilt ár. Útreikningar ríkisstjórnarinnar sýna hins vegar að kostnaður ríkis- sjóðs verður 400-500 milljónum meiri. Hér skakkar talsverðu og stafar mismunurinn fyrst og fremst af því að ríkisstjórnin tekur inn í dæmið áhrif af niðurgreið.slu búvöruverðs og lækkunar á bensínkostnaði, en það varekki inni í reikningum aðila vinnumarkaðarins. Þær tillögur sem komið hafa fram um það hvernig á að fjár- magna þennan kostnað eru fyrst og fremst að lífeyrissjóðirnir kaupi ríkisskuldabréf og með þeim hætti fást 625 milljón krónur upp í kostnað. En eftirstendurspurning- in um það hvernig eigi að fjár- magna restina, sem er rúmur mill- jarður. Um þetta atriði hefur ekki komið formleg tillaga frá aðilum vinnumarkaðarins önnur en sú að fjáröflunin muni ekki koma niður á launafólki og ekki á atvinnurekstr- inum heldur. Erfitt getur reynst að finna leið sem gcrir hvorugt. Niðurskurður á ríkisútgjöldum cr beinasta leiðin til.að mæta auknu tekjutapi ríkissjóðs og hugmyndir voru uppi í herbúðum sanrningsað- ila að skcra niður vegaframkvæmd- ir í þessu skyni. Ekki var sú tillaga þó í þeim pakka sem lagður var fyr- ir stjórnina á endanum og ekki heldur hugmyndir um að auka eignaskatt og launaskatt á bank- ana. Allar eru þessar tillögur til að auka tekjur ríkissjóðs hápólitískar svo ekki sé meira sagt og því sjálf- sagt að láta pólitíkusana glíma við þær. í svari ríkisstjórnarinnar sem gefið var í gær virðist sem höggvið hafi verið á hnútinn, í bili að minnsta kosti, því þar segir að mæta eigi hallanum með innlend- um lántökum og „lækkun útgjalda og nokkurri hækkun tekna ríkis- sjóðs,“ eins og segir í bréfinu. Ná- kvæmlega hvernig þessi lækkun út- gjalda (niðurskurður) eða hækkun tekna (skattar?) á að nást er hins vegar ekki á hreinu og sjálfsagt á cftir að útkljá það milli stjórnar- flokkanna í einstökum atriðum. Mergurinn málsins er vitanlega sá, að þó samningar hafi tekist á þessum nótum og þó það geti leitt til 7-8% verðbólgu á árinu, sem cr gott útaf fyrir sig, er dæmið ekki þar með búið. Þrátt fyrir yfirlýsing- ar um að enginn erlend lán verði tekin og að kaupmáttur aukist á ár- inu er ljóst að tollalækkanir bæta ekki viðskiptahalla né detta fjár- fúlgur til ríkissjóðs af himnum ofan frekar en réttar hugmyndir eins og Mao benti á hér á árum áður. Þrátt fyrir að hér sé um jákvæða þróun að ræða í kjaramálum verður ein- hvers staðar að taka peningana sem á vantar og borga þá aftur. Því er ekki úr vegi að taka undir með Jó- hannesi úr Kötlum þegar hann sagði: „Gömul útslitin gáta þó úr gleðinni dró. Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó?“ - BG . III x/Itt na BREITT 'III: IIL 'iiiaffli )H Er bíll lúxus eða nauðsyn? Meðal atriða sem eru í kjara- saniningi þeim sem nú er í burðar- liðninn niilli aöila vinnumarkaðar- ins og ríkisvaldsins er mikil lækkun á aðllutningsgjöldum á bilum og hjólböröum. Til þessa hafa bíl- eigendur verið eins og gjöful mjólkurkýr fyrir ríkiskassann. Gjaldtakan af þeim hefur verið gíf- urleg, enda einatt verið gripið til þcss að liækka innilutningsgjöld á bílum þegar þörf var á kjarabótum fyrir rikið. Svipað er aö segja um bensínskatta. Bíllinn er fyrir löngu orðinn al- menningseign og nauðsynlegt sam- göngutæki fyrir hverja fjölskyldu. Hann er hvorki liixus eða sérrétt- indi. Vcgalengdir milli heimila og vinnustaða eru iniklar, byggð þenst út og þcir sem ekki hafa eigin bíl til umráða einangrast. Rúmlega helmingur ibúa lands- ins býr á höfuðborgarsvæöinu ogsé litiö á það í lieild eru strætisvagna- ferðir alls ófullnægjandi og það er mcð ólíkindum tafsamt og dýrt að komast á inilli staða. Eins og launakjörum og verðlagi á bilum er nú háttað er bílaskattur- inn óbærilegur öllum þorra fólks. Verði farið eftir tillögum um lækkun gjalda af ódýrari bilúm inun óhætt að reikna það sem veru- lega kjarabót fyrir fjölda launþegu. Ileyrst hefur aö þetta sé óréttlátt gagnvart þeim sem eiga nýlega bíla og hafa grcitt af þeim himinhá að- flutningsgjöld og að verð þeirra lækki mjög i endursölu. Þetta cr tæplega rétt, því þótt endursölu- verðið lækki fá seljendurnir miklu ódýrari, nýja bfla og ætti hlutfallið á verði niilii nýrra og notaðra bíla að haldast svipað og áður. Vcgna hius háa verðs á biluin reyna menn að halda dýrmætunum gangfærum miklu lengur en liæfa er. Viðgerðarkostnaður fer fram úr öllu hófi á útkcyrðum bílum. Endursöluverð á margra ára göml- um druslum er óbóflcga hátt og hefur inargur kaupandinn farið illa út út svoleiðis hrossakaupum. Bíla vcröur að afskrifa hratt. Ódýrari tegundir eru ekki fram- leiddar með það fyrir augum að endast áratugum sainan eða vera ekiö mörg hundruð þúsund km. Endurnýjunarþörfin er því mikil. Þegar liilar fara að cldast og slitna verða þeir umferðarörygg- ingu hættulegir. Að sönnu eru það fyrst ogfremst hilstjórarnir sem eru sjálfuni sér og öðruni hættulegir en ekki hætir úr skák þegar öryggis- tæki bílanna eru orðin slitin og lúin. I.ækkun tolla á hjólbörðum er sjátfsögð og hefði mátt koma fyrr. Slitin dekk og léleg hafa sennilega valdið fleiri umferðarslysum og óhöppum en menn varir. Þegar bílverðið lækkar ættu kaskótryggingar einnig að geta lækkað verulega og þar með flciri hílcigendur hafa efni á þeim en nú er. Ekki er víst að bílum fjölgi veru- lcga þótt verðið Ixkki. IVIarkaður- inn er að mestu leyti mettaður, en búast má við að endurnýjunin verði meiri en áður og örari. Fleiri gamlir bílar verða teknir út af skrá og gamlir og hættulegir ryð- kláfar munu hverfa úr umferðinni. Ef eigendur stóru og dýru bíl- anna og allra sportjeppanna sjá of- sjónum yfír því að láglaunafólkið eigi líka ntögulcika á að cignast lít- inn og ódýran bíl veröur bara að hala þaö.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.