Tíminn - 28.02.1986, Síða 7

Tíminn - 28.02.1986, Síða 7
Föstudagur 28. febrúar 1986 « , ', - ,“r *■» Tíminn 7 VETTVANGUR Jón Kristjánsson, alþingismaöur: Landbúnaðarmálin Þeir erfiðleikar sem verið hafa uppi í landbúnaðinum vegna of- framleiðslu mjólkur hafa leitt til mikillar umræðu í þjóðfélaginu um landbúnaðarmál. Bændur hafa boðað til funda um reglugerð um svæðaskiptingu í framleiðslu, en eðlilega kemur sá samdráttur sem óhjákvæmilegur er illa við marga. Nú rísa upp margir spámenn sem telja sig geta bjargað málum bænda, og þeir hinir sömu menn láta svo sem engin fortíð sé í þessum efnum. Því er vert að rifja upp nokkrar meginlínur þessara mála. Útflutningsbætur Lengi vel var vandanum í fram- leiðslu landbúnaðarvara mætt með greiðslu útflutningsuppbóta sem skv . lögum nam 10% af verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar. í góðum árurn dugði þessi réttur ekki og gera verð sérstakar ráðstaf- anir, þ.á m. útsölur landbúnaðar- vara sem höfðu truflandi áhrif á jafnvægið á markaðnum. Það hefur lengi verið skilningur á því meðal bænda að ekki tjói að framleiða óseljanlega vöru og ástandið er þannig hvað mjólkina varðar að verð á erlendum mörkuðum á mjólkurafurðum er mjög lágt. Hins vegar hefur kostað mikla baráttu að koma á virkri stjórnun í þessum efnum þótt tveir landbúnaðarráðherrar Framsókn- arflokksins, Halldór E. Sigurðsson og Steingrímur Hermannsson, hafi gert ákveðnar tilraunir í þessa átt á sinni tíð. í tíð Pálma Jónssonar voru sett bráðabirgðalög um fóður- bætisskatt og rýmkaðar þær bú- marksreglur sem settar voru í tíð Steingríms Hermannssonar, en fóðurbætisskatturinn hefur ekki reynst nógu virkt stjórntæki í mjólkurframleiðslu. Það hefur svo kornið í hlut Jóns Helgasonar að taka þráðinn upp á ný og koma á virkri stjórn. Lög um framleiðsluráð Allan þennan tíma voru hörkudeilur um útflutningsupp- bætur, þannig að ljóst var orðið á s.l. ári að ekki væri lengur þjóðar- vilji um óbreytta skipan þeirra mála. Því voru sett á s.l. vori lög um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, þar sem eitt meginatriðið var að hverfa frá útflutningsuppbótum í áföngum og nýta það fé sem þannig sparaðist ríkissjóði í atvinnugrein- inni sjálfri, til breytinga á búhátt- um. Um þessa skipan tókst sam- komulag, og upphæð sú sem lögin gera ráð fyrir var reidd af hendi við afgreiðslu fjárlaga í haust án hefð- bundinna átaka við undirbúning fjárlagagerðar um skerðingu hennar. Lögin um framleiðsluráð fjöll- uðu um marga fleiri þætti landbún- aðarmálanna og í þeim voru m.a. ákvæði um staðgreiðslu búvara, samninga við ríkisvaldið um ákveðið magn sem fullt verð er greitt fyrir og heimild til þess að skipta framleiðslunni • eftir svæðum. Setning reglugerðarinnar um svæðaskiptingu nú er bein af- leiðing af þessari lagasetningu og á ábyrgð þeirra aðila sem samþykktu lögin. Það er ekki stórmannlegt fyrir stjórnmálamenn að reyna að skjóta sér undan þeirri ábyrgð þeg- ar erfiðleikar steðja að. Regiugerð þessi er vissulega ekki gallalaus, enda er hér um verulega breytingu að ræða l'rá því sem áður var. Erfiðleikar og agnúar hafa komið upp hjá einstökum frant- leiðendum og á einstökum svæðum. Nú er unnið að lausn þeirra mála hjá einstökum búnað- arsamböndum og í tengslum við það magn sem óráðstafað er sem er um 1 milljón lítra. Hlutur stjórnarandstöðu Þessi mál eru mjög erfið og við- kvæm og ekki er traustvekjandi framganga stjórnarandstöðunnar sem nú þykist hafa ráð undir rifi liverju til þess að bjarga bændum. Lítið hefur farið fyrir þeim ráðum á undanförnum árum. Alþýðubandalagsmenn halda því fram að aukinn kaupmáttur og niðurgreiðslur muni leysa þennan vanda. Það er því miður óraunhæf bjartsýni. Lægra verð búvara mundi vissulega koma til góða í einhverri aukinni sölu, en það er óviss stærð, og sá vandi sem við er að glíma í mjólkurframleiðslunni er miklu meiri en hægt er að mæta með aukinni innanlandsneyslu, sem þegar er æði mikil þrátt fyrir allt. Þess er sannarlega að vænta að skilningur aukist á því að þörf sé niðurgreiðslna á landbúnaðaraf- urðum. Við framsóknarmenn höf- um viljað halda vissu niður- greiðslustigi, en stuðningur við þá stefnu hefur oft verið lítill og á brattann að sækja. Kannske verður nú breyting á. Það mundi gjörbreyta samnings- stöðu bænda ef það tækist að halda landbúnaðarframleiðslunni sem næst markaðsþörfum innanlands, og nýta alla möguleika sem bjóðast til nýrra búgreina og atvinnuupp- byggingar í sveitum. Þessi breyting er mjög sársaukafull, en dragist að gera beytingar í þessa átt verður umrótið enn meira. Það hefur komið í hlut Fram- sóknarflokksins sem fyrr að hafa forustu um breytingar í þessari at- vinnugrein. eins og í sjávarútvegin- um. Landbúnaðarráðherann og bóndinn Jón Helgason hefur haft þarna forustu um óvinsælar - en óhjákvæmilegar - aðgerðir. Ýmis önnur stjórnmálaöfl, einkum Al- þýðubandalagið og einstaka þing- menn Sjálfstæðisflokksins, hafa séð tækifæri til þess að reyna að auka á óánægju manna og skjóta sér undan ábyrgð. Það er ekki stór- mannleg afstaða. Það er rétt að gera sér skýra grein fyrir því að kvótakerfið í landbún- aði og sjávarútvegi miðarað því að hægt sé að stunda þessar atvinnu- greinar um allt land áfram eins og verið hefur, og einstök landsvæði verði ekki útundan og byggð haldist. Raskist jafnvægið í þessum efnum er voðinn vís fyrir byggðirn- ar í landinu, því að þessar atvinnu- greinar í þéttbýli hafa stutt hvor aðra í gcng um tíðina. Jón Kristjánsson. að þá hafa menn tíma til að laga framleiðslu sína að ákvæðunt hinna nýju laga. Verði menn hins vegar að hella niður mjólkinni, verður raunin sú, að næsta lítil mjólk kem- ur á markað í júlí og ágúst, því fjöldinn af bændum verður búinn með sinn kvóta á slætti, sumir jafn- vel þegar með sumarkomu. Það er augljóst að þeir bændur, sem þannig er ástatt fyrir verða ekki meðal innleggjenda í sept. n.k. Ég held, að menn ættu að reyna að gera sér grein fyrir hvaða hluti bændastéttarinnar hlyti þau örlög, sem ég minntist hér á. Ég vil fullyrða að þar er ekki um að ræða gróin bú, né heldurþau sem kölluð eru lítil. Ég held að þeir sent eru, eða hafa verið að byggja upp á sfð- ustu árum, séu illa í stakk búnir til að mæta þessum vanda nú. í kjölfar reglugerðarinnar. hafa verið umtalsverð fundahöld víða um iand. Og bændur mótmælt harðlega, á þeim forsendum, sem hér hafa komið fram. Enda of scint að draga úr fram- leiðslu á mjólk, sem þegar hefur verið tekin til vinnslu. Það hefurþó viljað brenna við, að bændur í hverju héraði telji sig hafa orðið verr úti en kollegar þeirra í öðrum landshlutum. Á það hvort svo sé, skal ekki lagður dómur hér. Því okkur er annað brýnna en láta siga okkur saman, eins og staðan er nú. Menn verða að gera sér Ijóst, að möguleikar á aðlögunartíma fást ekki, ætli menn að nota púðrið til að níða skóinn hver niður af öðrum. Okkar nauðsyn er, að gera stjórnvöldum ljóst, að komi ekki til stuðningur nú, verður skapaður stærri vandi en sá sem á að leysa. Ég vil að það komi fram að nýju lögin,eða reglugerðin, sem tekið hefur gildi er ekki orsök vandans. Ef svo væri, ntyndi vandinn auð- leystur. Heldur er vandinn til staðar, þrátt fyrir lög og reglugerð, uppsafnaður vandi sem rekja má til stjórnar á efnahagsmálum hér á landi um áratuga skeið. Til dæmis kostaði 1 dollari kr. 16,32 árið sem viðreisn hóf göngu sína en í dag kr. 41,40. Þó hefur hann fallið gífur- lega ef miðað er við gull, en okkar króna verið halaskorin um tvö núll. Þess vegna er vandinn í fram- leiðslu og sölu.á búvörum. Þann vanda verða stjórnvöid að hjálpa til við að leysa. A Þorruþræl Páll Sigurjónsson Galtalæk. Páll Sigurjónsson, Galtalæk: HIN STÓRA STUND Nú hljóta einhverjir að taka gleði sína. Það er nefnilega staðreynd að í kjölfar laganna um sölu, dreifingu og framleiðslu á búvörum kemur upp sú staða að draga verður sam- an í hefðbundnum landbúnaði, einkum þó kúabúskap. En sam- kvæmt markaðri stefnu skal fram- leiðslan fara minnkandi þar til því marki er náð að hún verði sem næst innanlandsneyslu. í lok janúar var bændum send reglugerð og tilkynn- ing um full-virðis-mark. Þ.e. hvað þeir mættu framleiða mikla mjólk á tímabilinu 1/9 1985 - 31/8 1986. Naumast gat hjá því farið að þessi ákvörðun, tekin að loknum 5 mán- uðum af verðlagsárinu kæmi illa við marga bændur. Ekki síst fyrir það, að þó menn vissu að um heild- arsamdrátt yrði að ræða, töldu menn að svonefnd kvótakaup framleiðnisjóðs, gæfu nokkuð rýmri stöðu en ella hefði orðið. Einnig það að haust- og vetrar- mjólk hefur verið greidd mun hærra verði en sumarframleiðslan. Því hafa menn lagt aukið kapp á að ná upp framleiðslu á þeim tíma sem verðið var hærra. Það er líka stað- reynd að kýr, sem bera að hausti mjólka mun meira yfir árið, en þær 11 '™~ Því okkur er annaö brýnna en láta siga okkur saman, eins og staðan er nú. Menn veröa að gera sér ijóst að möguleikar á að- lögunartíma fást ekki, ætli menn að nota tím- ann til að níða skóinn hverniðuraf öðrum. sem bera að vori. Þá koma heygæði sunnan og vestanlands, eftir liðið sumar vel til skila í famleiðsluaukn- ingu. Og eftir slæm ár undanfarið er það fullvíst að framleiðslugetan var mun meiri en menn gerðu sér grein fyrir á haustdögum. Bændur verða að leggja grunn- inn að framleiðslu sinni löngu áður en mjólkurbíllinn rennir í hlað, til að sækja löggina, sem leggja á inn þann ogþann daginn. Þess vegna er ógjörningur að stýra svo fram- Ieiðslunni að ekki komi til óvæntir toppar, eða lægðir. Ef menn skyldu fara eftir til- kynningu Framleiðsluráðs, eins og hún kemur mönnum fyrir sjónir, er um tvennt að ræða. í fyrsta lagi að fækka svo kúnum að menn nái að halda framleiðslu sinni innan full- virðismarks. í öðru lagi að hella niðurumframframleiðslunni. Hvor leiðin sem valin verður hlýtur að valda stórfelldum vanda. Ef menn taka þriðja kostinn, að senda mjólkina eftir að fullvirðis- marki er náð, verður að óbreyttu að greiða a.m.k. 4 kr. með hverjum innlögðum lítra. Ég held að fáir bændur séu svo vel fjáðir, að hafa ráð á þeim lúxus. 1 febrúar sl. var t.d. búið að leggja inn í M.B.F. rúm 46% af í leyfilegri framleiðslu þessa verðlagsárs. Ef kúm verður nú fækkað til samræmis við þetta, getur ekki hjá því farið að veruleg vöntun verði á mjólkurvörum þeg- ar á næsta vetri. Hins vegar er það svo, að fái bændur stuðning, til að komast út úr þessum vanda, verður, ef fullvirðismark næsta verðlagsárs liggur fyrir í tíma, nokkuð auðvelt að laga sig að( breyttum aðstæðum. Vegna þess

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.