Tíminn - 28.02.1986, Síða 8

Tíminn - 28.02.1986, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 28. febrúar 1986 VETTVANGUR llllll! llllllllll! ■II Ásgeir Bjarnason á Búnaðarþingi: Fjármálaráðherrar hafa brotið lög á bændum lJegíir ég líl til baku til þess tíma, sem lagaheimildir l'engust til að skipuleggja og draga úr búvöru- framleiðslu, þá finnst mér ekki allt hafa tekist sem skyldi. Skipu- lagningin fór vcl af stað og fjöldinn allur af bændum gcrði sitt besta í því að aðlaga framleiðslu sína breyttum aðstæðum. En ýmislegt hefur orðið þcss valdundi að bændastéttin stendur nú frammi fyrir óvenjulcga vandasömum mál- um sem ekki verður komist hjá að leysa. Þar er ekki viö neinn einn að sakast og ullra síst núverandi land- búnaðarráðherra, því að hann tók við uppsöfnuöum vandamálum, sem lagasetningin 1979 dugði ekki til að leysa. Um lcið og draga skyldi úr fram- leiðslu hefðbundinna búgrcina, átti jafnframt að byggja upp nýjar bú- grcinar, sem áttu að koma í staðinn. Alþingi hél fjármagni í þessa uppbyggingu með breytingu á jarð- ræktarlögum en viö þaö hefur ekki verið staðið. Fjármálaráðherrarnir sem stjórna fjármagni þjóðarinnar hal'a á þessu tímabili brotið lög á bænduni, þeir hafa alnumið mót- framlag ríkis til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, framlag ríkis til Bjargráðasjóðs ogaldrei staöiðskil á öllu því fjármagni sem Fram- lciðnisjóður átti að fá til að cflu nýj- ar búgreinar. Síðan kórónuðu þeir þetta verk við fjárlagaafgreiðslu í vetur meö því að afnema framlag ríkis vcgna foríallaþjónustu í land- búnaði. Þegar litiö er á þennan þátt málsins, þá er ekki að undra þótt uppbygging á nýjum búgreinum hafi miðað hægar en efni stóðu til í upphafi. Þeir eru færri en ella, sem hafa breytt um í búskap, vegna þcss að lánastoínanir þær sem áttu að þjóna þessum brcytingum höfðu hvorki nægjanlegt né ódýrt fjár- magn til staðar. Mér finnst þaö vera skylda ríkis- ins að taka þátt í að leysa vandamál bændastcttarinnar með því að skila vangoldnum ríkis-framlögum. Þrátt fyrir fjárhagsleg vandamál hefur verið unnið markvisst að framgangi þessara mála. Nýju framleiðslulögin eru við það miðuð að þau styrki í auknum mæli nýbú- greinar og efli lciðbeiningar og ráð- gjöf í sambandi við búháttabreyt- ingar. Vonandi tckst að koma nýj- um stoöum undir landbúnaðinn. Þótt í bili veröi að takmarka hefð- bundnar búgreinar, þá þýðir það ekki að svo verði um alla framtíð. Við framleiðum talsvert af dýr- mætum landbúnaðarvörum. Hag- stofa íslands telur verömæti þcirra vera rúmir sex milljarðar króna verðlagsárið ■ 1984-85. Mestur hlutinn fer til innanlandsneysiu og sparar því mikinn gjaldeyri. IJt fluttar vörur frá landbúnaði námu rúmlega tveimur miiljörðum króna. Þar af eru útfluttar búvörur á kr. 527,6 milljónir og iðnaðarvör- ur fyrir rúmlcga einn og hálfan milljarð króna. Mesta aukningin varð í útflutt- um refa- og minkaskinnum. Unn- um ullarvörum og dún. BÚVARA UTFLUTNINGUR 1985 Kr. í þús. 1. Mjólkurafurðir. ostar, kascin . . . . 98.431,- 2. Kindakjöt og innmatur . 158.986,- 3.UII . 59.730,- 4. Gærur og húöir . 31.834,- 5. Hross, lifandi . II.131,- h. Lax . 17.620,- 7. Dúnn . 3.3.788,- 8. Refa- ogminkaskinn . 71.504,- 9. Ýmislegt frá landbúnaði . 44.582,- 527.606,- IÐNAÐARVÖRUR FRÁ LANDBÚNAÐI 1. Loðsútuð skinn og húðir . 320.506,- 2. Vörur úr loðskinnum . 47.257,- 3. Vörur úr ull-lopi og band . 168.935,- 4. Ullarteppi . 38.383,- 5. Prjónavörur úr ull . 892.113,- 6. Efni ofin úr ull . 36.572,- 7. Þang-ogþaramjöl . 28.973,- 1.532.739,- Landbúnaðarafurðir kr. . Iðnaðarvörur frá ' . 527.606 - landbúnaði 1.532.739,- Allskr. 2.060.345,- Á þessu scst að landbúnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þjóð sem berst í bökkum gjaldeyr- islega og fjarhagslega. Það kemur sér að sjálfsögðu illa að geta ekki selt meira úr landi. En á meðan að ástandið í heiminum ereins og Nils Valla forscti Bændasamtaka Norðurlanda lýsti því á sl. sumri. Þá er þess ckki að vænta á næstunni að útflutningur geti orðið mikill. SEINNI HLUTI Hann sagði: „Það er hörmulegt og ómennskt ástand að í auðugum iðnaðarlöndum skuli menn þurfa að draga saman matvælafram- leiðslu, meðan milljónir manná í þróunarríkjum þjást af næringar- skorti og börn deyja úr hungri. Það er alveg óskiljanlegt að ekki skuli takast að finna leið út úr þessum hrikalega vanda. Þó við framleið- um matvöru megum við ekki láta það hindra okkur í að segja skoðun okkar á því ófremdarástandi sem er í miðlun matvæla í heiminum." Offramleiðsla matvæla annars vcgar og hungursneyðin hins vegar eru stórt vandamál í heiminum. Viðskiptahættir þjóða á milli eru of skammt á veg komnir til að leysa vandamál sem þessi og frjáls sam- keppni leysir ekki allan vanda. Vaxtarmöguleikar í landbúnaði eru miklir á ýmsum sviðum. Á það má bcnda að loðdýraræktin gengur vel og nam verðmæti hennar 152 milljónum króna á s.l. ári. Fiskeldi eykst líka með hverju ári og nýting hlunninda batnarstór- um með ári hverju. Talið er að nytjuð hlunnindi séu a.nr.k. 300 millj. króna virði. Ferðamannaþjónusta á vegum bænda fer vaxandi með ári hverju. Þeim bændum fjölgar sem vilja stunda þjónustu þessa. Tilvalið cr fyrir þá bændur, sem eiga veiði- hlunnindi, að stunda ferða- mannaþjónustu. Sama máli gegnir um þá, sem ætla að lifa af skógrækt. í góðæri vex hér korn og var því sáð í 450 ha. sl. sumar og rcyndist upp- skeran vera með besta móti og komst hún á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð upp í 3 lestir af ha. Grasfræ- rækt var líka meiri en áður og nam hún rúmum 4 lestum. Gras- kögglaframlciðslan dróst aftur á móti saman enda ekki allar verk- smiðjur starfræktar. Bændaskólarnir og Búvísinda- dcildin á Hvanneyri miðar kennslu sína nú meir en áður var við nýbú- greinar, enda er mikil þörf á því þar sem það vantar menn með þekk- ingu í loðdýraeldi, fiskirækt og hlunnindum. Það er nauðsynlegt fyrir alla sem ætla sér að stunda bú- skap að fara á bændaskóla. Bú- skapur er það fjölþættur að útilok- að er að starfa við hann án undir- stöðuþekkingar í landbúnaði. Garðyrkjuskóli rtkisins er braut- ryðjandi í gróðurhúsarækt og al- mennri garðyrkju. Hveraorkuna má vafalaust nota miklu meira cn nú er við ræktun jurta til manneldis og til niargs annars. Það hefur mikið verið rætt um fé- lagskerfi landbúnaðarins á sl. ári og mörg sérhagsmunafélög stofnuð til að vinna að framgangi vissra mála. Allt er þetta gott og blessað, ef menn tapa ekki hcildaryfirsýn yfir málin. Staða landbúnaðarins er þannig í dag að okkur bændum mun ekki veita af að standa saman um málefni okkar og styrkja á þann hátt það félagskerfi sem við höfum okkur til framdráttar. Þeir eru nógu margir utan stéttarinnar, sem rcyna að kljúfa félagasamtökin í smáeiningar, þar sem hver potar fyrir sig svo smám saman tapast sá kraftur sem heildin héfur í hendi sér. Þaðeruekkiþeirþröskuldartil í félagskerfi landbúnaðarins sem standa í vcgi fyrir nauðsynlegum breytingum. Ég minni á það að Búnaðarfélag Islands er víðtækt og hafði í upphafi alla þræði atvinnu- vegarins í hendi sér, bæði til lands og sjávar. En með sérhæfingu at- vinnuveganna hefur orðið á þessu brcyting. Félagskerfið er byggt neðan frá af bændastéttinni og það er það víðtækt að þar rúmast öll þau verkefni, sem landbúnaði til- heyra. (Mér t'innst það alltaf vera að sannast betur og betur, að ýmsir þættir landbúnaðar, sem áður heyrðu undir Búnaðarfélagið en eru nú sérstæðir hafa ekki heldur náð því marki að verða nú stoð og stytta íslcnskum landbúnaði sem til var ætlast og þyrfti að vera). Við skulum minnast þess, að „samein- aðir stöndum vér cn sundraðir föll- um vér." Góðir þingfulltrúar. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar þessa þings. Þar ber hæst brcytingar á þeirri grundvall- arlöggjöf sem íslenskur landbún- aður hefur byggst á til þessa. Jarð- ræktarlög og búfjárræktarlög. Þau hafa verið í endurskoðun og reynt er að aðlaga þau breyttum aðstæð- um í landbúnaði. Þá iiggur fyrir þessu þingi að ræða og gera ályktun um fyrirkomulag rannsókna og til- rauna í landbúnaði. Frumvarp um starfsréttindi í landbúnaöi ereitt af málum þingsins, en það er nauð- synlegra nú en áður að þeir sem landbúnað stunda hafi þekkingu á landbúnaði og þá ekki síst þeim nýju búgreinum sem við þurfum að efla meir en verið hefur. Mörg önn- ur mál liggja fyrir þinginu m.a. framhald á umræðum um félags- kerfi landbúnaðarins, en þau mál hafa verið í milliþinganefnd og voru aðalmál á fundi formanna búnaðarsambanda og fleiri hér í Bændahöll í gær. „Margs þarf búið með.“ Það þekkja allir. Ef vel á að vera þá vantar stórauknar leiðbeiningar í landbúnaði, ekki síst á meðan að miklar breytingar eiga sér stað, eins og nú er fyrirhugað. Þótt tölv- an komi að góðum notum þá vantar búfróða mcnn með hagfræði þekk- ingu til að leiðbeina bændum. Við skulum vona að vel rætist úr með vandamál landbúnaðarins og gera okkar besta til að svo megi verða. Góðir gestir. Ég þakka ykkur komuna. Það er mér og okkur öllum sem heyrum til Búnaðarþingi og Búnaðarfélagi ís- lands fagnaðarefni hve margir heiðra Búnaðarþing með komu sinni. Það sýnir að þeir eru margir sem eiga sterkar rætur í sveitum landsins. Ég þakka sérstaklega forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur fyrir komuna og þann heiður og þá velvild sem forsetinn hefur jafn- an sýnt Búnaðarþingi og bænda- stéttinni. Innilegar þakkir. Að endingu þakka ég meðstjórn- endum mínum, búnaðarmála- stjóra, ráðunautum og öðru starfs- fólki Búnaðarfélags Islands gott samstarf og vel unnin störf. 68. Búnaðarþing er sett. llllllilllllllllll LESENDUR SKRIFA .illll lllllllllllllllllllHlllllll „Hver veit hvað Vilmundur getur?“ Þegar ég les bækur Vilmundar landlæknis rifjast upp ýmsar minningar og ummæli frá bernsku og æskuárum í sambandi við hann. því að orð fór af honum. Vilmundur Jónsson varð héraðs- læknir á ísafirði haustið 1917 að loknu nokkru framhaldsnámi í Nor- egi. Strax fór af honum frægðarorð sem frábærum skurðlækni og þóttust mcnn vera heppnir með lækni. „Það grefur ekki í skurðunum hans Vil- mundar," heyrði ég sagt í sambandi við sjúkrasögu að sunnan. Því var lagt að honum þegar hann fór utan í framhaldsnám að áliðnu sumri 1918 að sleppa ekki héraðinu en koma aft- ur til Isafjarðar. Tók hann því vel ef bærinn kæmi upp nýju sjúkrahúsi og munu hafa fallið góð orð um það. En meðan hann var ytra mun hann hafa fengið þær fréttir að dráttur yrði á l'ramkvæmdum. Það lætur hann þó fyrir engu standa en skrifar Guð- brandi Magnússyni frænda sínum: „Þegar ég er kominn vestur. bý ég fyrst til nýja bæjarstjórn og síðan nýjan spítala." Þetta gerði hann og af því er mikil saga. Sumir minningaþættir Vilmundar tengjast þcirri baráttu auk nokkurra greina sem voru framlag í viðureign- inni. Ég var aldrei á stjórnmálafundi þar sem Vilmundur Jónsson flutti ræðu. En margt heyrði ég af því sagt. Því trúi ég því að naumast eða alls ekki hafi fundist jafnoki hans að ná áhrifum á fjöldafundi. Og vel þykist ég skilja í hverja gildru Sigurjón Jónsson var leiddur á framboðsfund- unt þegar Vilmundur hafði talað langt á aðra klukkustund og hann átti að tala jafn lengi. Vilmundurvar bæði skemmtilegur og rökfastur og gat verið hárbeittur. Mönnum þótti gaman að hlusta á hann. Stjórnmálabaráttan á ísafirði var með fádæmum liörð og hafði svo ver- ið allt frá dögum Skúla Thoroddsen. Góðir læknar hafa löngum unnið sér vinsældir og verið sterkir frambjóð- endur. Framboð Vilmundar í bæjar- stjórn hefur eflaust átt góðan þátt í sigri Alþýðutlokksins. Andstæðing- ar sögðu að Vilmundur gæfi fólki læknishjálp til að fá atkvæði. 1 því sambandi minnist ég orða Halldórs Jónssonar í Tungu en hann var ör- uggur Sjálfstæðismaður: „Ekki þarf hann að gefa okkur í Firðinum þess vegna." „Þeir ætla sér að lifa á nýjum bryggjum og nýjum spítölum," sagði einn um ráðamenn Isafjarðarbæjar 1925. En sá meirihluti vissi að meira þurfti til, enda þótt hafskipabryggja og sjúkrahús væru lífsnauðsyn. Sam- vinnufélag ísfirðinga var stofnað og varð glæsilegt fyrirtæki undir stjórn Finns Jónssonar. Það er engin ástæða til aðgera lítið úr mönnum eins og Haraldi Guð- mundssyni og Finni Jónssyni. En sá sem alþýðan treysti og trúði á öðrum fremur var Vilmundur læknir. Guð- mundur Jónsson, sem póstur var árum saman milli ísafjarðar og Hrafnseyrar, gisti stundum á Kirkju- bóli. Einhverntíma þegar flestum sýndist uggvænlegar blikur á lofti og skuggalegar horfur kom í ljós örugg bjartsýni hans í sambandi við bæjarmál ísfirðinga. Víst voru erfið- leikar framundan en þó var cngu að kvíða. Öruggur sagði hann: „Hver veit hvað Vilmundur getur?" Ég hef aldrei orðið vitni að slíkri Vihmmdur Jónsson, landlæknir. trú á forustumann. En alltaf fannst mér að Guðmundur póstur mælti þar fyrir margra munn. Það kennir margra grasa í safni Vilmundar. Útgáfunnar hefur verið myndarlega getið hér í blaðinu og um það ætla ég mér ekki að bæta þó ég telji rétt að minningar áhoríanda úr nokkurri fjarlægð komi fram. Vilmundur var ekki lengi á þingi en hann átti verulegan hlut í heil- brigðislöggjöfinni á fjórða tug aldar- innar en þar voru merkileg nýmæli. Hæst finnst mér að beri í þingsögu hans að hann gekk af ölfrumvarpinu 1932 dauðu. Ræða hans um áhrif öldrykkju á aðra áfengisneyslu er birt í safninu eins og sjálfsagt var. Það var Alþingi mikill sómi að það lét sanfærast af rökum hans, en auð- vitað hefði það ekki orðið nema vegna þess að málið var skörulega flutt og rökin óhrekjandi. En í fram- haldi af þessari ræðu er það að við höfum verið laus við áfengan bjór á frjálsum markaöi síðan - meira en hálfa öld. Það er vert að muna, - og þakka. H.Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.