Tíminn - 22.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriöjudagur 22. apríl 1986 „Sjaldan lýgur almannarómur": Yf ir 20% iðnaðarmanna viðurkennir skattsvik Um fjóröungur byggingariðnaðarins í „neðanjarðarhagkerfinu". Meira en fimmti hver (21%) starfsmaður í iðnaði og byggingar- starfsemi viðurkenndi bein skattsvik - þ.e. að hafa síðustu 12 mánuði þegið laun sem viðkomandi hafði ekki og hugðist ekki gcfa upp til skatts, að því er fram kom í skatt- svikakönnun þeirri sem Hagvangur framkvæmdi fyrir „skattsvikanefnd- ina“. Hlutfall þeirra er viðurkenndu slík bein skattsvik var um tvöfalt hærra í þessum atvinnugreinum en þeim sem næstar komu, þ.e. meðal nemenda og verslunar- og þjónustu- fólks. Heimavinnandi fólk, sjómenn og bændur voru á svipuðu róli með 7-8% skattsvikara eða aðeins þriðj- ungshlutfall byggingarmanna. I opinberri þjónustu voru svo nánast tómir englar, aðeins 3,8% skattsvik viðurkennd hvort sem það nú er af skorti á tækifærum eða heiðarlcika. Út frá svörum í könnuninni reikn- aðist „skattsvikanefndinni" til að íslendingar hafi keypt vörur og þjón- ustu fyrir rúmar 900 milljónir sem hvergi komu fram á nótum eða neinum skýrslum frá vori 1984 til sama tíma 1985. Nær helmingur þessara nótulausu viðskipta er talinn vera í byggingargreinum eða 440 millj. og 110 millj. í bílaþjónustu- greinum á móti 350 í öllum öðrum greinum. Hafi þessi nótulausu viðskipti í byggingargreinunum einungis átt við um launagrciðslur reiknast skýrslu- höfundum til að yfir fjórðungur allra launagreiðslna í byggingargreinum komist ekki á skattaskýrslur. Spanni þessi viðskipti hins vegar bæði laun og efni er þarna um 6. hluta af rekstrartekjum byggingargreinanna að ræða á framangreindu tímabili. Launahlutfallið sem vantar að telja fram yrði sömuleiðis um 13% í bifreiðagreinum og um 16% íöðrum þjónustugreinum. „Af ofangreindu verður að draga þá ályktun að nótulaus viðskipti séu verulegt vandamál innan ákveðinna atvinnugreina," segir m.a. í skýrsl- Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Rósa Helgasdóttir Laufás4 53758 Garðabær Rósa Helgadóttir Laufás4 53758 Keflavik Guöríöur Waage Austurbraut 1 92-2883 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390 Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir Suöurgötu 18 92-7455 Garður Móna Erla Simonardóttir Eyjaholti 11 92-7256 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Mosfellssveit JónínaÁrmannsdóttir Arnartanga 57 666481 Akranes Aðalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Jenný Halldórsdóttir Kjartansgötu 25 93-7305 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu24 93-8410 Grundarfjörður Jóhanna Gustafsdóttir Fagurhólstúni 15 93-8669 Olafsvik GuönýH.Árnadóítir Gunnarsbraut 93-6131 Hellissandur Viglundur Höskuldsson Snæfellsási 15 93-6737 Rif Ester Friöþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 ísafjöröur Ester Hallgrimsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvik Kristrún Beneditkstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavik Heiöar Guöbrandsson Neöri-Grund 94-4954 Flateyri Guörún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir Sætúni2 94-6170 Patreksfjörður LaufeyJónsdóttir Bjarkargötu8 94-1191 Tálknafjörður Orri Snæbjörsson Innstu-Tungu 94-2594 Bildudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Guöbjörg Stefándóttir Bröttugötu 4 95-3149 Hvammstangi Baldur Jenssen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut20 95-4581 Skagaströnd Brynjar Pétursson Hólabraut 16 95-4709 Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfiröingabr. 25 95-5200 Hofsós Steinar Már Björnsson Kirkjugötu21 95-6389 Siglufjörður FriðfinnaSímonardóttir Aöalgötu 21 96-71208 Akureyri HalldórÁsgeirsson Hjaröarlundi 4 96-22594 Grenivik ÓmarÞór Júliusson Túngötu 16 96-33142 Dalvik Brynjar Friöleifsson Ásvegi9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö8 96-62308 Húsavík Hafliöi Jósteinsson Garöarsbraut 53 96-41765 Reykjahlíð Þuríöur Snæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173 Kópasker Þóra Hjördis Pétursdóttir Duggugeröi 9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Jóhanna Aöalsteinsdóttir 97-3251 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson Oddagötu4 97-2360 Borgarfj.eystri Hallgrimur Vigfússon Vinaminni 97-2936 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Jónas Bjarnason Strandgötu 73 97-6262 Neskaupstaður Hlíf Kjartansdóttir Miðstræti25 97-7229 Fáskruðsfjörður Jóhanna Eiríksdóttir Hliöargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Breiðdalsvík Jóhanna Guömundsdóttir Selnesi36 97-5688 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garöi 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiöarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn HafdisHaröardóttir Oddabraut3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheiöur Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Lúðvík Rúnar Sigurðsson Stjörnusteinum 99-3261 Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir Geitasandi 3 99-5904 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík Guörún Árnadóttir Mánabraut 14 99-7233 Vestmannaeyjar ÁsdisGisladóttir Bústaöabraut7 98-2419 bá má geta þess að af þeim sem spurðir voru um tekjur sem ekki hefðu verið gefnar upp til skatts svaraði um þriðjungur lífeyrisþega þeirri spurningu játandi. Skýrslu- höfundar höfðu hins vegar fyrirvara á um að þær tölur væru marktækar þar sem svo fáir lífeyrisþegar hefðu lent í úrtakinu. Á hinn bóginn er einnig bent á að tekjur lífeyrisþega hafa ekki einungis áhrif á skatt- greiðslur þeirra heldur geta þær orðið til þess að lækka greiðslur frá Tryggingastofnun. Það sama á við um námsmennina hvað varðar Lána- sjóð námsmanna. Freistingar líf- eyrisþega og námsmanna til að draga undan geta því verið margfaldar á við launþega. - HEI Fatlaðir mótmæla Stjórn Fatlaðra ungmenna á íslandi hefur sent ríkisstjórninni áskorun þar sem harðlega er mótmælt þeirri miklu kjaraskcrð- ingu sem átt hefur sér stað í kjölfar tollalækkana á bifrciðum. í áskoruninni segir að bifreið sé fötluðum lífsnauðsyn, að hún geri þeim mögulegt að lifa sjálf- stæðu lífi, stunda atvinnu og vera virkir þátttakendur í íslensku þjóðlífi. Því skorar F.U.Í. á ríkis- stjórnina að bæta fötluðum kjara- skerðinguna. Greinargcrð fylgir nefndri áskorun og þar fullyrt að skerð- ingin nemi á annað hundrað þús- und krónum af meðaldýrri bif- reið. Þessi skerðing er skýrð þannig að ef fatlaðir ætli nú að endurnýja eldri bifrciðar þá fái þeir um 30% minna í sinn hlut en áður, ef miðað er við fyrri mis- mun vegna niðurfellingar að- flutningsgjalda. Húsfyllir á Framsóknarvist Mjög fjölmenn Framsóknarvist var haldin sl. sunnudag að Hótel Hofi á vegum Framsóknarfélags Reykjavíkur. Var spilað á öllum borðum og komust ekki fleiri að í salnum, og ríkti góð stemmning á vistinni. Stefnt er að því að halda aðra Framsóknarvist í vor og þá í stærra húsnæði. Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og 2. maður á lista flokksins í væntanlegum borgarstjórnarkosningum flutti ávarp og gerði borgarmál að umtalsefni. Meðfylgjandi mynd er frá Framsóknarvistinni. Tímamynd ge Verktakar bjóða þjóðarátak í vegamálum: Dræmar undirtektir fjármálaráðherrans Þjóðhagsstofnun er að meta tillöguna Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, hefur frestað ákvörðun um tillögur Verktakasambands íslands um vegagerð, þar til Þjóðhagsstofn- un hefur metið áhrif þeirra á ríkis- sjóð og þjóðhagslega þýðingu. Að sögn Pálma Kristinssonar fram- kvæmdastjóra Verktakasambands- ins, áttu verktakar fund með Þor- steini í gær, þar sem þeir kynntu honum sjónarmið sín og þá útreikn- inga sem tillögurnar byggja á. Pálmi sagði að í upphafi fundar hafi undir- tektir Þorsteins verið mjög dræmar, en þeir hafi þó farið af fundi hans vongóðir um betri undirtektir. Það var Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra sem sendi tillögurnar til umsagnar Þjóðhagsstofnunareftir að þær höfðu verið kynntar honum í síðustu viku. Niðurstöðu er ekki að vænta frá stofnuninni fyrr en í fyrsta lagi í dag, en málið kemur trúlega til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. í stuttu máli felst hugmynd verk- taka í því að aukið verði verulega fjármagn til nýframkvæmda árin 1986, 1987 og 1988, miðað við það sem nú er áætlað, en síðan verði dregið úr framkvæmdum árin 1989, 1990 og 1991. Tilgangurinn með tillögu verktak- anna er að jafna sveiflur í verklegum framkvæmdum á þessu sex ára tíma- bili. Fyrstu þrjú árin er samkvæmt áætlunum gert ráð fyrir samdrætti í vegaframkvæmdum og í virkjunar- framkvæmdum, en aftur aukningu á báðum sviðum seinni þrjú árin. Með því að flýta framkvæmdum í vega- gerð jafnaðist þetta út á milli þessara tveggja þriggja ára tímabila og verktökum yrði forðað frá gjald- þroti. En verktökunum telst svo til að þetta muni ekki eingöngu koma sér vel fyrir þá, heldur rnuni það spara þjóðarbúinu hundruð milljóna á þessu 6 ára tímabili. Hröðun framkvæmda í vegagerð myndi sam- kvæmt þessari tillögu ekki breyta þeim heildarframkvæmdum sem áætlaðar eru, heldur væri eingöngu um tilfærslur milli ára að ræða. Ef tekið er mið af fjárveitingu Alþingis til vegagerðar í ár, en hún nemur 902 milljónum króna, og reiknað mcð því að hún haldist óbreytt næstu tvö árin, gerir tillagan ráð fyrir um 2.400 milljón króna aukningu á framkvæmdafé á þessu tímabili. Þessa viðbótarfjármagns yrði síðan aflað að hluta til á innlend- um lánsfjármarkaði og að hluta með hækkun bensíngjalds, ef olíuverð heldur áfram að lækka. Lánsfjár- magnsins yrði þá aflað með sölu skuldabréfa og verktakar myndu sjálfir taka á sig áhættu af sölu þeirra. Loks er gert ráð fyrir því að innlausn skuldabréfanna, þ.e. endurgreiðsla á lánsfjármagninu, fari fram á árunum 1989-1991, og verði heildarframlög hvers árs (af- borganir lána, fjármagnskostnaður og framlög til vegaframkvæmda við- komandi árs) í samræmi við ntark- mið langtímaáætlunarinnar fyrir vegagerð. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.