Tíminn - 22.04.1986, Qupperneq 8

Tíminn - 22.04.1986, Qupperneq 8
Þriðjudagur 22. apríl 1986 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí. Fjármálaráðuneytið 18. apríl 1986. Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennarahá- skólans: Kennsla 5 ára barna Skólaárið 1986 til 1987 verður 5 ára börnum hverfisins boðin skólavist eins og verið hefur undanfarin ár. Innritun þarf að vera lokið 1. maí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Lokað Vegna jarðarfarar Einars Ágústssonar verður Samvinnubanki íslands hf. lokaður í dag 22. apríl kl. 13-15. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofa Framsóknarflokksins verður lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudag, vegna útfarar Einars Ágústssonar fyrrverandi utanríkisráðherra. Framsóknarflokkurinn t Bróðir minn og mágur Kristinn Kristjánsson Bergstaðastræti 11 A, áður til heimilis að Brúarósi, Kópavogi lést að kvöldi 16. apríl s.l. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir Eyjólfur Kristjánsson Guðrún Emilsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Skúli Magnússon kennari Meistaravölium 13 andaðist á Landspitalanum 15. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 25. apríl kl. 15.00. Þorbjörg Pálsdóttir MagnúsSkúlason Skúli Skúlason Margrét Skúladóttir Halldór Ármannsson PállSkúlason Auður Birgisdóttir Þórgunnur Skúladóttir Hörður Halldórsson og barnabörn. 8 Tíminn lllllll FRÍMERKI !lll!lillllllll!lllll]llll!!!liiiÍllllfllllll ..... 7 .. ' 2. 2A. 2B. Frímerkjasafnarinn XXV Uppsetning safna Meðan viðsöfnum frímerkjunum, t.d. landssöfnum, þá getum við sett þau ýmist í innstungubækur, cða í safnbækur með áprentuðum reitum fyrir hvert frímerki. Þessar safnbæk- ur eru fyrir öll aðalnúmcr frá hverju landi, cn svo er mjög mismunandi hve mörg afbrigði, eða prentgalla frímerkjanna, þær taka með.Þegar rætt er um afbrigði cr þar innifalið allt scm til frávika má telja, t.d. í tökkun. pappírsgcrð, skemmdir á prentpiötum o.s.frv. Þessar bækur notum við þannig sem vinnubækur til aðsetja í frímerkin oggeyma þau. Strax og safnarinn er kominn aðeins lengra í söfnun sinni, farinn að safna frímerkjum á póstsending- um, í pörum eða í fjórblokkum, eru þessar safnbækur orönar of litlar. Þá kemur að stóru spurningunni. Hvernig á að setja safnið upp. Það eru að vísu til ótal reglur um hvernig eigi að, gera það, en ég verð að segja eins og mér finnst í þessu efni. Hver einstakur safnari á að setja síðurnar upp, eins og honum finnst fallegast. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi safnari ætlar ekki að senda viðkomandi safn á neinar samkeppnissýningar. Ef frímerkja- söfnunin fær ekki að vera tóm- stundagaman einstaklingsins og framkvæmd eins og honum finnst skemmtilegast þá hefir hún misst marks. Því hefir allt það sem sagt hefir verið hér að framan, og sagt verður hér á eftir, aðeins leiðbcin- ingargildi fyrir þá, sem telja að það geti í einhverju bætt það sem þeir þegar hafa og vita. Eins og íþróttamaðurinn verður að fara eftir þeim reglum sem settar eru í keppni verður og frímerkja- safnarinn að fara eftir þeim reglum sem settar eru fyrir þátttöku á frí- merkjasýningum, ætli hann að sýna í samkeppnideilum þeirra. Því verð- ur hver og einn að kynna sér náið hvernig gera á, þegar til slíks kemur. En það er aðeins lítið brot frímerkja- safnara, sem tekur þátt í slíku, svo höfum ekki áhyggjur af því. Hinn stóri meirihluti safnar vegna eigin ánægju og sýnir það aðeins vinum sínum og klúbbfélögum. Tvær ábendingar vil ég þó gera hér fyrir menn að velta fyrir sér. Við skulum kalla þær 1 og 2, eins og merking myndanna sýnir. Tökum þá fyrst fyrir myndirnar I og 1A. Þar sjáum við yfirfyllta síðu (1). Þarna er um eitt frímerki að ræða. Efst til hægri er eitt eintak merkisins. Að ofan í miðju er lárétt par. Fyrir neðan hvort tveggja er svo röð þriggja rnerkja. Að ofan til vinstri lóðrétt par og neðst á síðunni umslag með frímerkinu á, t.d. fyrsta dags bréf, eða venjuleg póstsent bréf með merkinu einu á. Beinu línurnar tákna svo útskýringar. Það fer ekki á milli rnála, að þessi síða er oflilað- in, en einnig svolítið ruglingsleg í uppsetningu að margra mati. Lítum svo á 1A. Þarna hefir aðeins verið fækkað um eitt eintak og lítilsháttar tilfærsla gerð á staðsetningu hinna. Bændur Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hafa ákveðið að greiða bænd- um verðlaun fyrir slátrun ungkálfa, sem lagðir eru inn hjá sláturleyfishöfum, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. júlí 1986. Greiddar verða kr. 2000,- fyrir hvern kálf léttari en 30 kg. Framleiðslusjóður landbúnaðarins Framleiðsluráð landbúnaðarins. T ■ ■ I 1 ■ ■ 1 I I T 1 M býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Vlð sögum i steinsteypu fyrír dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæöi í vegg og gólt. Ennfremur kjarnaborum viö fyrir lögnum i veggl og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykhafinn þá tökum viö það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þlnn fljótt og vel, hvar sem þu ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi H F Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • ^TEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN TT'T'I.T~l~r 1 I i I » i I I En mörgum kann að finnast útlit þessarar uppsetningar smekklegra. Vil ég samt biðja lesendur að aðgæta að ég legg ekki neinn persónulegan dóm á hvort sé betra. Tökum næst myndirnar 2, 2A og 2B. Þarna eru sýndir þrír möguleikar á uppsetningu sama efnis á síður. Efnið er mjög svipað að magni og formgerð, skýringar á tveim til þrem stöðum á síðunni og eintakafjöldinn 6-5 á hvorri síðu. Hér verður hver og einu að velja, hvað honum finnst fallegast. Sann- leikurinn er sá, að með tímanum velur hver og einn sér sinn stíl í uppsetningu, hvort sem hann hefir nú lært hann af öðrum, sem honum finnst hafa unnið upp falleg söfn, eða hann hefir fundið sinn stíl sjálfur. Hér skulu að lokum taldar upp nokkrar bækur um þessi efni, sem gott getur verið að læra af: Montering av Motivsamlingen, eða Um uppsetningu eins og hún heitir í íslenskri þýðingu. Útgefandi Klúbbur Skandinavíusafnara, í sam- vinnu við Landssamband íslenskra frímerkjasafnara, Reykjavík, 1985. A Guide for Competitors, Airma- ils in Exhibition, Francis J. Field Ltd., Englandi 1967. Besta bókin sem ég þekki um þessi efni er svo: How to prepare Stamp Exhibits, eftir C. E. Foster. Þetta er 211 blaðsíðna verk og myndskreytt. Gefið út af The New Mexico Philatelic Association. Ein- tak mitt er fjórða prentun frá árinu 1977. Vafalaust hafa margar prent- anir komið síðan, því að fyrstu sjö árin komu þessar fjórar. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.