Tíminn - 22.04.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.04.1986, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. apríl 1986 Tíminn 13 lega. Var Ágúst sonur hans aðstoð- armaður hjá Guðbrandi Magnússyni (síðarforstj. Á.T.V.R.) fyrsta kaup- félagsstjóranum. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum 1919-1921 og er ráðinn kaupfélagsstjóri 1928, þegar Guðbrandur Magnússon flyt- ur til Reykjavíkur. Kom í hiut Ágústar að flytja aðsetur kaupfé- lagsins úr Landeyjum að Hvolsvelli árið 1933, en útibú hafði verið sett þar upp 1930. Ekki er ofsagt, að Einar Ágústs- son hafi verið alinn upp á miklu samvinnuheimili enda varsamvinnu- hugsjónin honum rík í hjarta. Hann elst upp á söguslóðum Njálu, fékk oft að líta sól á sumarvegi og silfur- bláan Eyjafallatind. Umgjörð æsku- stöðvanna var stórkostleg, fjallasýn óvíða fegurri. í austri gnæfði Eyja- fallajökull, í norðri Tindfjöllin með blásvörtum feldi og við norður rísa Heklutindar háir. Stórkostlegt landslag sem Jónas Hallgrímsson lýsir svo skáldlega vel í kvæöinu Gunnarshólmi. Námsbraut Einars var langskóla- nám eins og það var kallað þá. Hann útskrifaðist sem stúdent úr Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1941. Leggur stund á lögfræðinám í Há- skólanum og verður Cand. juris 1947 og héraðsdómslögmaður 1952. Að loknu háskólanámi gerist Ein- ar starfsmaður Fjárhagsráðs og jafn- framt skrifstofustjóri Sölunefndar varnarliðseigna. Hann gegnir starfi fulltrúa í fjármálaráðuneytinu 1954- 57, en ræðst þá til Sambands ísl. samvinnufélaga og veröur fulltrúi forstjóra og sparisjóðsstjóri Sam- vinnusparisjóðsins 1957-63, jafn- framt því að veita forstöðu Lífeyris- sjóði Sambandsins til ársins 1960. Árið 1962, á 60 ára afmæli Sam- bandsins, samþykkti alþingi lög um Santvinnubanka Islands og árið 1963 tekur Samvinnubankinn til starfa með yfirtöku Samvinnusparisjóðs- ins. Einar Ágústsson er ráðinn fyrsti bankastjóri Samvinnubankans. Því starfi gegnir hann til ársins 1971. í tíð Einars sem bankastjóra varð ör vöxtur í starfsemi bankans, en ein- mitt á þessum árum óx bankanum fiskur um hrygg. Árið 1962 verða veruleg straum- hvörf í lífi Einars, en þá byrjar virk þátttaka hans í stjórnmálum með kjöri í borgarstjórn Reykjavíkur. Vann Einar mikinn sigur fyrir Fram- sóknarflokkinn í þessum kosning- um. Glæsimennska Einars í sjón og I reynd, stór vinahópur, aðlaðandi I framkoma og þessi persónuleiki sem laðaði að sér fólk voru eiginleikar sem juku fylgi hans. Mönnum þótti gott að geta átt Einar að vini. Frami Einars á braut stjórnmál- anna var mikill og glæsilegur. í alþingiskosningunum 1963 er Einar í framboði fyrir Framsóknarflokkinn I í Reykjavík og vann þar sinn annan kosningasigur. Hann er svo þing- maður Reykvíkinga óslitið til ársins 1978, að hann tekur sér hvíld frá stjórnmálunum. Hann er skipaður sendiherra í Danmörku frá 1. janúar 1980 og er hann jafnframt sendiherra íslands á Ítalíu, í ísracl og Tyrk- landi. Á sviði stjórnmálanna gegndi Ein- ar margvíslegum trúnaðarstörfum. Ber þá fyrst að nefna^ að hann varð utanríkisráðherra í stjórn Ólafs Jó- hannessonar 1971 og aftur í stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978. í ráðherratíð hans áttu íslendingar tvisvar í landhelgisdeilum við Breta. Einar Ágústsson átti virkan hlut í því að leiða þau deilumál til lykta á farsælan hátt fyrirokkur íslendinga. Hann var borgarráðsmaður í Reykjavtk 1963-64. í Hafnarstjórn 1962-71. í stjórn Landsvirkjunar 1971-80. Formaður utanríkismála- nefndar Alþingis 1978-79. Formaður öryggismálanefndar 1978-79. Fyrir Framsóknarflokkinn gegndi Einar mörgum trúnaðarstörfum. Hann sat í miðstjórn flokksins frá 1960 og varaformaður hans frá 1967- 1980. Var formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur 1958-1961. í fram- kvæmdastjórn flokksins frá því í febrúar 1968 til 1980. Einar Ágústsson var mörgum góð- um mannkostum búinn. Áður hefur verið minnst á vinsældir hans sem öfluðu honunt fylgis á sviði stjórn- málanna. Fyrir utan kjörfylgið átti hannvini í öllum flokkum. Pólitískar skoðanir hans komu ekki í veg fyrir það. Og þrátt fyrir Ijúfmennsku og hlýtt viðmót var Einar ákveðinn og hélt fast við sínar skoðanir á hverju sem gekk. Einar var ljóðelskur, hafði gott minni, las mikið og var vel að sér í sögu lands og þjóðar. Hann naut trausts og virðingar í störfum sínum á sviði stjórnmálanna og hann var virðulegur og vel metinn lulltrúi þjóðar sinnar sem sendi- herra. Einar Ágústsson var hamingju- maður í einkalífi. Grundvöllur gæf- unnar var Þórunn sem hann gekk að eiga 7. október 1948. Foreldrar Þór- unnar voru Sigurður Þorsteinsson hafnargjaldkeri í Reykjavík og kona hans Kristjana Einarsdóttir. Þórunn studdi Einar dyggilega í störfum og stjórnmálabaráttunni. Hún bjó og býr yfir sérstökum persónutöfrum, og er hvers manns hugljúfi. Mér fannst alltaf mikið jafnræði með þeim hjónum enda ríkti á milli þeirra gagnkvæmt traust og virðing og sterkir strengir bundu þau saman í farsælu hjónabandi. Þau Einar og Þórunn eignuðust fjögur börn. Helgu, f. 21. 7. 1949, gift Daníel Sigurðssyni. Þau eiga tvö börn, Einar Þór og Hildigunni, bú- sett í Reykjavík. Ernu f. 5. 1. 1954, gift Jens Ingólfssyni. Þau eiga eina dóttur, Þóru. Þau eru búsett í San Diego, Californíu. Þóru f. 17. 12. 1958, en hún lést í bifreiðaslysi 10. janúar 1970 og Sigurð f. 19. 9. 1960 sem er við nám í hagfræði í Kaup- mannahöfn. Það var mikið áfall fyrir Þórunni og Einar, þegar þau misstu Þóru. Hún var óvenjulega yndisleg stúlka og við hana bundnar bjartar framtíð- arvonir. Sjálfur slasaðist Einar hættulega í bifreiðaslysinu og ekki var séð fyrir. hvernig honum reiddi af. Við hjónin höfum oft minnst þessara dimmu daga og jafnframt dáðst að hugrekki og þreki Þórunn- ar. Þegar Þóra var jarðsett var Einar mikið sjúkur á spítala. En það var eins og Þórunn fengi æðri styrk og eins og hetja bar hún sára sorg sína og veitti Einari og börnunum styrk á þessum ntyrku janúardögum. Einar fékk aftur heilsu en þó mun slysið hafa skilið eftir andleg og líkamleg sár. þótt tíminn hafi smám saman lagt þar yfir sínar hulins hendur. Það var mikil reynsla, sem þau Einar og Þórunn gengu í gegnum á þessum tíma. En lífið varð að halda áfram og það má telja það merkileg örlög, að fyrsta barnabarnið, Einar Þór, skyldi í heiminn borinn níu dögum eftir að Þóra lést. Þannig er það að Ijósið og myrkrið skiptast á. Andstæðurnar eru grundvöllur lífsins. Ekkert líf án dauðaogenginn dauði án lífs. Við lát Einars Ágústssonar verður mér og konu minni hugsað til fyrri ára, er við saman áttum svo margar góðar stundir nteð þeim Einari og Þórunni. Þau voru í flokki vinahóps- ins, sem hélt mikið saman eftir að Einar hóf störf hjá samvinnuhreyf- ingunni. Þetta var fólk á besta aldri í blóma lífsins, tengt sterkum vináttubönd- um, auk þess sem störfin fyrir sam- vinnuhreyfinguna tengdu menn saman. Ég er sannfærður um, að samstaða þessa hóps, en í honum voru forystumenn úr Sambandinu og samstarfsfyrirtækjum þess, átti drjúgan þátt í farsælli þróun innan samvinnuhreyfingarinnar á þessum árum. En árin líða og tíniinn brýtur skörð í vinahópinn, og cftir verða minningarnar. Þær lifa áfram meðan aldur endist sent dýrmæt eign. og enginn getur tekið þær frá okkur. Góðar minningar vcrnia sálina, ekki síst þegar aldur færist yfir. Þær eiga sinn þátt í því að menn verði sáttir við lífið og tilveruna. Og nú hefur á ný komið stórt skarð í vinahópinn og söknuður og tregi fyllir hugann. En þannig er gangur lífsins - menn koma og fara og enginn megnar að stöðva tímans rás. Menn fagna þeim sem koma og syrgja þá sem fara. Nú er það Einar Ágústsson, sem farinn er frá okkur. Of sncmma gekk hann á við feðra sinna, en á þó að baki litríka ævi og merkilegt starf fyrir land og þjóð. Ég óska Einari heilla á þeirri vegferð, sem hann nú hefur lagt upp í. Ég þakka honum störfin fyrir samvinnuhreyfinguna og ég þakka honum samstarf og vináttu í gegnum Hjónin Þórunn Sigurðardóttir og F.inar Ágústsson á heimili sínu í Reykjavík. árin. Guð blcssi minningu hans. Við Margrét vottum Þórunni, og börnunum ogöðrum aðstandendum innilcga samúð. Við vitum hve ást- vinamissirinn cr sár. Mcgi Guð gcfa ykkur styrk til að bera sorg og söknuð. Megi hann cinnig gefa ykk- ur gæfu á vcgi framtíðar. Erlendur Einarsson. Einar Ágústsson varð skammlífari en flesta mun hafa grunað. En ckki vcröur við þaö ráðið að mcnn geta fallið fyrir dauöanum á hvaða aldri sem er. Enginn veit sitt endadægur. Því varðar nokkru hvernig menn lifa. Einar Ágústsson lifði mjög starf- sama ævi. Það lá í eðli hans. Hann var bráðþroska unglingur og miklum gáfum gæddur, prýðilegur náms- maður og lauk skólanámi sínu með sóma. Hann var lögfræðingur að mennt og lagði mikla alúð við há- skólanám sitt sem honum var auð- vclt vcgna hæfileika sinna til náms og þeirrar heilbrigðu skynsemi og reglusemi sem einkcnndi allt hans ráð. Svo hæfileikamikill og skynsam- ur sem Einar var að upplagi gat ekki hjá þvf farið að hann væri öruggur starfsmaður að hvaða verki sem hann gekk, þegar viö bættist að hann var manna fúsastur til vinnu og afar samviskusamur. Það fyrsta sem ég heyrði af Einari var af munni manns, sem viðhafði þau ummæli að Einar Agústsson væri „klár“ maður. I þeim dómi fólst mikið hrós. Kynni mín af Einari, sem varað hafa í 30 ár, staðfesta þann dóm að hann var starfsniaður með ágætum. Hann leysti öll verk vel af hendi. Að loknu lagaprófi 1947, þá hálf- þrítugur, starfaði Einar að málum, þar sem lagaþekking hans nýttist vel, m.a. scm fulltrúi í fjármálaráðu- neytinu, þar sem liann fór með vandasöm trúnaðarstörf og leysti þau jafnan svo af hendi að ekki varð á bctra kosið. Síðar gerðist hann forstjóri Samvinnusparisjóðsins í Reykjavík og bankastjóri Sam- vinnubankans og gegndi þeim störf- um árum saman ásamt setu í borgar- stjórn Reykjavíkur og á Alþingi. Þurlti meira en mcðalmann að starfsorku og hæfileikum til þess að anna svo margbreyttum störfum. En allt lék þetta í höndunt hans, slíkur afkastamaður var hann. Fumlaust gekk hann að verki, án mælgi og fyrirgangs, og lét verkin tala. En það fylgdi líka þessum mikla starfs- manni, sem ekki er öruggt einkenni á dugnaðarmönnum, að hann var ævinlega prúðbúinn, ekki aðeins „snyrtilegur", eins og það er orðað, heldur beinlínis „fínn“ og hefði getað farið beint úr verkurn í hvaða veislu sem var. Ofan á þetta bættist síðan sú góða návist sem hann bar með sér og kom innan að og gerði hann hverjum manni vinsælli meðal samstarfsmanna. Ég hef varla kynnst manni þar sem dagfar og hæfileikar, mannspartar allir, voru í slíku jafn- vægi sem hjá Einari Ágústssyni. Nú mætti segja að svo öfgalaus persóna sem hér er lýst sé aðeins til í helgum sögum, en finnist ekki á þeim vcttvangi þjóðlífsins þar scm Einar haslaði sér völl: á viðskipta- sviði og í stjórnmálum. þar scm göslarháttur er oft metinn til skör- ungsskapar. Ekki minnist ég þess að Einari væri annt um aö á hann legðist eitthvert skörungsskaparorð. Aftur á móti fékk íslenska þjóðin að njóta hæfileika hans, þegar mikið lá við. Það kom í hans hlut flestum öðrum fremur að bera ábyrgð á einhverju vandasamasta milliríkja- máli, sem Islcndingar hafa átt í. Þetta mál - landhelgismálið - var langmikilvægasta viðfangsefni ríkis- stjórnar og Alþingis á árunum 1971- 1978, þann tíma sent Einar Ágústs- son var utanríkisráðherra. Tök Ein- ars á því máli eru óumdcilanlcg. Hlutur hans í forystusveit um með- ferð landhelgismálsins á árunum 1971-1978 erómetanlegur. Fyrir það mun nafn hans lifa í íslandssögunni. Halda mætti að væri og ævircynsla Einars Ágústssonar hafi verið slétt og fclld. Svo var þó ekki. Hann þoldi andstrcymi t' lífinu og varð fyrir mótlæti, sent „úthverfari" og sjálfs- elskufyllri pcrsónum en liann var hefði þött við hæfi að fjölyrða um og láta á sér sjá og krefjast fyrir vork- unnscmi af heiminum. Móður sína missti liann á viðkvæmasta barns- aldri. Iiann lenti í alvarlegu bílslysi þar sent ung dóttir hans lét lífiö og hann stórslasaðist sjálfur. Hann varð fyrir frcttaofsóknum mcðan hann var ráðherra af því tagi. scm varðaði æru hans og orðstír sem manns og stjórnmálamanns. Hann mátti auk þcss þoht ófarir í síðustu alþingis- kosningunum sem hann tók þátt í (1978), þegar fylgi Framsóknar- flokksins hrapaði um helming í kjör- dæmi lians, Reykjavík. Þar birtust „þakkirnar" til hans og llokks hans fyrir forystuna í landhclgismálinu. Það væri ckki grciði við minningu Einars Ágústssonar, cf reynt væri að gcra lítið úr því andstreymi sem lífiö færði honum og lagðist á hann sent harmur eftir ástvini eða farg á heið- urskennd hans, ellcgar sú raun að iverða fyrir skyndilegum kosningaó- sigri eftir langan og sigursælan stjórnmálaferil. Ég veit að allt lagð- ist þetta þungt á Einar og þó umfram allt fréttaofsóknirnar, sem gengu mjög nærri honum. Um það hef ég hans eigin orð, sögð í einkasamtali milli okkar. Þau orð líða mér aldrei úr minni né hvernig þau voru sögð. Nánari æviatriði Einars Ágústs- sonar verða rakin af öðrum scm hans minnast í blöðum um þessar mundir. Ég hef eingöngu reynt að bregða upp svipmynd af Einari sem dugandi starfsmanni, farsælum stjórnmálamanni og „manni", eins og ég þekkti hann. Einar Ágústsson var umfram allt „maður“, gædd- ur hlýjum tilfinningum og ágætum gáfunt. Hann var í hvívetna heið- virður maður, og þannig verður hans minnst. Við hjónin sendum Þórunni og fjölskyldunni allri hugheila samúð- arkveðju. Ingvar Gíslason Eínar Ágústsson er látinn og veg- ferð hans er á enda alltof snemma. Einar var Sunnlendingur fæddur í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum, sonur Ágústs kaupfélagsstjóra Ein- arssonar og Helgu konu hans Jónas- dóttur. Einar nam lögfræði og að Utanríkisráðherra í opinbcrri heimsókn í Moskvu. Á myndinni er hann á tali við Kosigyn forsætisráðherra og Gromyko utanríkisráðherra. Maðurinn við hlið F.inars er túlkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.