Tíminn - 08.06.1986, Side 4

Tíminn - 08.06.1986, Side 4
Sunnudagur 8. júní 1986 4 Tíminn Frá sautján ára aldri hefur Tryggvi Jónsson unnið við að þróa íslenskan lagmetisiðnað og hefur í 34 ár verið forstjóri einnar fullkomnustu verksmiðju landsins á því sviði. TRYGGVI JÓNSSON: „Slæmt a& geta ekki nýtt ágætan tækjakost með fullum afköstum." (Tímamynd Pétur) „Það er lán að geta fengið hráefnið úr ómenguðum sjóu Bráðum eru liðin 130 ár frá því að breskur framkvæmda- maður setti á stofn fyrstu niðursuðuverksmiðjuna á íslandi. Hann hét Ritsche og hóf að sjóða niður la\ og ýsu upn« í Borgarnesi 1858 og tlutti vöru sína úr landi. Þetta var >á tiltölulega ný aðferð við geymslu á matvælum, því niðursuðan var upp fundin á dögum Napoleons mikla 1810, þegar þurfti að sjá til þess að Rússlandsher hans hefði óskemmdan mat að seðja sig á í þeim örlagaríka leiðangri. Það er svo ekki fyrr en árið 1908 að aftur er tekið til við að sjóða niður matvæli á íslandi, og það var vestur á ísafirði þar sem Pétur M. Bjarnason hóf fiskbolluframleiðslu, er var við lýði í þrjú ár. Þá verksmiðju keypti svo Sláturfélag Suðurlands og tlutti til Reykjavíkur og reisti senn verksmiðju til niðursuðu á kjötvörum og niðurlagningar á gaffalbitum fyrir innlendan markað. Árið 1936 var aftur sett upp- niðursuðuverksmiðja á ísafirði og nú til vinnslu á rækju og árið 1938 lét Sölusamband íslcnskra fiskframleiðenda reisa niðursuðuverksmiðju í Rcykjavík. Einn er sá maður sem öðrum núlifandi mönnum fremur hefur tekið þátt í að þróa þessa mikil- vægu grein matvælaiðnaðar og hann stendur enn þar við stjórn- völinn sem nýjungar og framfar- ir í greininni eiga sér stað, en hann er Tryggvi Jónsson, for- stjóri niðursuðuverksmiðjunnar ORA við Vesturvör 12 í Kópa- vogi. Við báðum Tryggva að segja okkur frá ferli sínum og rekstri verksmiðjunnar, sem hann sjálfur kom á stofn og hefur séð verða að reisulegu nýtísku fyrirtæki. „Já, þetta er orðinn langur ferill hjá mér,“ segir Tryggvi Jónsson,“ því ég hef verið í þessu frá því er ég var aðeins 17 eða 18 ára. Ég er fæddur í Strandasýslu en fluttist barn til Akureyrar. Þar saltaði fóstur- faðir minn, Jón Kristjánsson, síld á sumrum sem Svíar keyptu af honum og ég fékk skjótt áhuga á að halda þessu áfram og þróa þetta frekar. Því varð það úr að ég fór til Svíþjóðar árið 1932 og komst að hjá því fyrir- tæki sem var stærsti aðili í Sví- þjóð í niðurlagningu síldar, en það var „Bröderne Ameln,“ sem höfðu stöðvar norðan við( Gautaborg, þar sem nú heitir Kungsholm. Ég lærði þarna þeirra tækni við framleiðsluna og síðar í verksmiðju út á eyju þarna skammt frá sem heitir Smögen og varð þetta tveggja ára námstími hjá mér. Þaðan lá leiðin svo 1936 til Danmerkur, þar sem við fóstur- faðir minn, Jón Kristjánsson og Jón Helgason, stórkaupmaður, settum niðursuðuverksmiðju á stofn er starfaði í allmörg ár. Verksmiðjan hét „Vinko“ og við hana starfaði ég fram undir stríð, þegar við fósturfaðir minn seldum Jóni Helgasyni okkar hlut og héldum alfarnir heim, rétt fyrir hernámið. Jón Helga- son rak verksmiðjuna fram yfir stríð og var heppinn, því hann seldi vörur sínar aldrei beint til hernámsliðsins, heldur til heild- sala, sem seldu hana áfram. Þannig slapþ hann við óþægindi, þegar þeir sem skipt höfðu við Þjóðverja voru teknir í karphús- ið. Niðursuðuverksmiðja SIF hafði byrjað rekstur niðursuðu- verksmiðju 1938 og réðst ég tiú til þeirra, til þess að kenna niðurlagningu á gaffalbitum og öðru. Það var Þorvaldur í Síld og fisk, sem þarna sá þá um niðursuðu á fiski og fleiru. Ég hafði áður unnið með Þorvaldi, því ivið vorum við sem settum upp niðursuðuverksmiðju á rækju á ísafirði 1936 og áður var minnst á. Niðursuðuverksmiðja SÍF var til húsa við Borgartún, þar sem ÁTVR er núna og var verk- smiðjan niðri, en lager og skrif- stofur á efri hæðinni. Þarna var starfað til ársins 1952, en þá var verksmiðjan seld nokkrum ein- staklingum. Ég hafði alltaf litið á þetta sem einskonar tilraunaverk- smiðju og langaði til að komast lengra í þessu og það varð til þess að ég stofnaði ásamt Arn- ljóti heitnum Guðmundssyni lögfræðingi, fyrirtækið Kjöt og rengi 1951, en síðan niðursuðu- verksmiðjuna Ora árið á eftir. Þá var með okkur Magnús J. Brynjólfsson. Þarna byrjuðum við í 250 fermetra húsnæði í Kópavogi og framleiðslan var í byrjun eink- um margvíslegar vörur úr hval- kjöti. Þetta var fryst hvalkjöt, súrsað rengi og fleira og auk þess hvalkjötspylsur, niðursoðn- ar og frystar, áleggspylsur, hval- kjötfars og blóðmör. 1953 jókst fjölbreytnin nokkuð og við fór- um að framleiða gúllas úr hval- kjöti og kjötbúðinga úr hvalkjöti og svo Vínarpylsur. niðursoðið grænmeti, grænar baunir, fisk- bollur og fiskbúðinga. Neytendur tóku þessum vör- um sem við framleiddum úr hvalkjöti ákaflega vel, því það bar við á þessum árum að skort- ur var á lambakjöti og þá var þetta gripið fegins hendi, enda þori ég að fullyrða að þetta voru góðar vörur. Við höfðum um þetta leyti hjá okkur ungan Þjóðverja sem var mikill ágætis maður og mjög hugmyndaríkur að finna upp góðar uppskriftir. Já, eins og ég sagði fórum við að framleiða fiskbollurnar og fisk- búðinginn þarna 1953, en við notuðum norska uppskrift við framleiðsluna, sem hefur breyst mjög lítið í áranna rás. Já, það er rétt hjá þér. Fisk- bollurnar og fiskbúðingurinn ásamt fleiri vörum okkar voru sjálfsagt með fyrstu „hraðréttun- um,“ sem völ var á hérlendis. En þó hefur orðið geysileg breyting til framfara í þessu tilliti hjá okkur, enda eru vöru- tegundirnar nú 40-50 talsins og dósastærðir um hundrað. Við höfum nú til dæmis bætt við réttum í svonefndum „easy opening“ pakkningum, - „ýsu sælkerans," hamborgurum og pylsum, sem fengið hafa ágætis viðtökur, enda þarf ekki annað en hita þetta undir sjóðandi vatnsbunu og líka erum við komnir með tilbúnar súpur, krabbasúpu og humarsúpu. Krabbasúpan er unnin úr ís- lenskum kröbbum sem veiðast hér við landið og humarsúpan úr humarklóm, sem fyrr var til siðs að henda í hafið. Við höfum malað þetta og gert úr því svo- nefnda kjarna sem eru frystir og tekið af eftir þörfum og þarna fæst nýting á ágætu hráefni, sem fyrr var ekki til staðar. Súpurnar höfum við flutt út í tilrauna- skyni, nokkur þúsund dósir. Þær hafa líkað vel og við gerum okkur talsverðar vonir um að vinna þeim markað. Það er gam- an að geta þess að það var Agnar Kofoed Hansen heitinn, sem átti hugmyndina að þessu. Hann kom til okkar með færan franskan kokk fyrir einum fimmtán árum og við gerðum tilraun, sem tókst vel. Eigi að síður varð ekki framhald á þessu þá. Ég gat þess að við byrjuðum hér í aðeins 250 fermetra hús- næði, en bættum við 200 fer- metrum þegar niðursuða hófst og brátt nýjum 200 fermetrum. Nú er húsnæði ORA um 5000 fermetrar. Vélakostur er hér ákaflega góður og fullkominn, helst hafa katlarnir sem við sjóð- um dósirnar í verið að úreldast, en í júlí í sumar verða þeir endurnýjaðir og verða það tæki sem við teljum hin fullkomnustu sem völ er á. Það er verst að við höfum ekki getað aukið söluna meira en raun er á til þess að geta notað góðan vélakost og fram- leiðslugetu meir. íslenski mark- aðurinn er ekki svo stór og útflutningsmarkaðir milliríkja- mál. Við höfum til dæmis ekki viljað ráðast inn á þann markað sem verksmiðjurnar á Akureyri og á Siglufirði hafa haft við sölu á gaffalbitum til útlanda, því þarna er atvinnuástand ótryggt og okkur hefur ekki þótt það sanngjarnt. Helst höfum við flutt út Þingvallamurtu, sem er úrvalsvara og líkaði vel á ýmsum lúxushótelum t.d. í Bandaríkj- unum, en hið óstöðuga verðlag hér á landi hefur verið slíkum viðskiptum mikill Þrándur í Götu. Vonandi eiga verðlagsmálin hér á iandi eftir að ná meiri stöðugleika og þá stendur ekki á okkur að framleiða meira og stefna að útflutningi. Við erum hér með rannsóknastofu þar sem nákvæmt eftirlit er haft með allri framleiðslunni, sem gerist æ fjöl- breyttari, sýni eru nákvæmlega vigtuð og sýrumæld o.s.frv. und- ir umsjón menntaðs matvæla- fræðings. Ég trúi ekki öðru en að við íslendingar sem erum meðal fárra þjóða sem eru svo lánsam- ar að geta fengið hráefnið úr ómenguðum sjó eigum stóra möguleika fyrir okkur á þessum vettvangi. Sá tími er skammt undan að það verður metið til mikilla verðmæta og það verð- um við að nota okkur.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.