Tíminn - 08.06.1986, Síða 10
10 Tíminn
Ástin lók ekki við stjörnuna. Hún stökk ofan af þaksvölum plötufyrirtœkisins Sun og liggur hér örend í
strætinu.
Táningarnir dóu
fyrir átrúnaðargoðið
Nú hafa 33 ungmenni fylgt söngkonunni Yukiko Okada í dauðann
Hún var átrúnaðargoð japönsku
skólaæskunnar. Hún hét Yukiko
Okada, 18 ára, og aðdáendur hennar
nefndu hana hina japönsku „Ma-
donnu“ eftir stöllu hennar í Banda-
ríkjunum. f hvert skipti sem þessi
gullfallega söngkona hélt konsert
þyrptust að þúsundir táninga sem
slepptu sér gjörsamlega af hrifningu.
Plöturnar hennar voru daglega í
útvarpinu og hún átti mörg lög efst
á vinsældalistunum. Hún þénaði
margar milljónir á hverju ári og
hafði öðlast það sem öll japönsk
ungmenni dreymir um: Eigið hús í
einu besta íbúðahverfi Tokyó, dýran
fatnað úr silki og satíni, bíla og
rándýra skartgripi. Hún hafði öðlast
all, - nema ástina.
Hún hafði orðið ástfangin af ung-
um leikara, sem þó forsmáði ást
hennar. Fyrir vikið hrjáðu hana
geðsveiflur, þannig að hún var ýmist
ofsakát eða lá við sturlun af þung-
lyndi, samkvæmt því sem umboðs-
maður hennar, Noburo Mizoguchi
segir: „Oft lokaði hún sig inni í
Sunnudagur 8. júní 1986
herbergi sínu og grét. Foreldra
hennar, vini og aðdáendur grunaði
síst að svo væri ástatt um hana. En
það var þetta sem um síðir rak hana
til að fremja sjálfsmorð hinn 8. apríl
sl. Hún fleygði sér niður af þaksvöl-
um hljómplötufyrirtækisins Sun og
var það um 20 metra fall. Umboðs-
maðurinn varð áhorfandi að atvik-
inu, en hann var á leið inn í húsið,
þegar hann sá einhverja svarta flygsu
falla niður með veggnum. Það var
Yukiko. Hún lést samstundis.
Sjálfsmorð hennar fyllti aðdáendur
hennar alls staðar í Japan skelfingu.
Múgæði greip um sig á meðal ung-
linganna og innan fárra daga höfðu
33 ungmenni fylgt henni sjálfviljug í
dauðann. Þrettán ára gömul stúlka í
Nagoya stökk niður af þaki á ellefu
hæða húsi, fram hjá gluggum for-
eldra sinna. Eirv 16 ára stökk út um
glugga á fimmtu hæð á hóteli og 14
ára stúlka niður af íbúðarháhýsi í
Tokyó. Flestir voru hinir ungu sjálfs-
morðingjar stúlkur, sem skildu eftir
skilaboð á borð við þetta: „Fyrst
Yukiko vildi ekki lifa lengur, hví
skyldi ég þá vilja það?“
Tólf ára gömul stúlka í hópi
látinna hafði án afláts horft á fréttina
um dauða Yukiko af videobandi,
áður en hún fargaði sér.
En hverju veldur að ungt fólk
tekur upp á öðru eins?
Japanir hafa oft valdið Evrópu-
mönnum furðu með því að deyja
sjálfviljugir fyrir alla handa háleit
markmið. Nefna má hina gömlu
hefð Samurajanna að rista sig á kvið
með sverði, en fá svo einhvern
góðan vin til þess að stytta dauða-
stríðið og höggva af þeim höfuðið.
Þetta fyrirbæri „Harakiri" þýðir
blátt áfram „Kviðrista".
Dæmi er líka að finna á síðari
tímum og er þá átt við þá flugmenn
sem flugu vélum sínum hlöðnum
sprengiefni beint á herskip Banda-
ríkjamanna. Þessir flugmenn sem
nefndust „Kamikaze" gerðu þetta
fyrir föðurland sitt.
Enn þann dag í dag er þess krafist
af Japönum að þeir gefi sig til
fullnustu. Ekki er um að ræða skipu-
lagðar sjálfsmorðssveitir, heldur rík-
ir í skólum glerharður agi sem ekki
Þau fylgdu Yukiko í dauðann. Að
ofan er hin 14 ára Kayoko Kaw-
ana, sem stökk niður af ellefu
hæða húsi, en fyrir neðan er hin
13 ára Kazuko Miyaki, sem stökk
ofan af þaki og fram hjá glugga
foreldra sinna.
gefur kost á neinu persónulegu
frelsi.
Barnaskóli er í sex ár, þá þriggja
ára gagnfræðaskóli, þriggja ára
menntaskóli og loks fjögurra ára
háskóli. Þessa braut fara um 40%
ungra Japana og er þetta ekki ólíkt
því sem er í V-Evrópu, nema hvað
skólinn sjálfur er með allt öðru sniði.
Takasi Ueda, sem starfar við jap-
önsku menningarmálastofnunina í
Köln segir: „Ekki er hægt að gera sér
í hugarlund þá pressu sem börn eru
þegar frá fyrsta ári látin lifa undir í
Japan. Þau eru í skólanum frá því
klukkan átta að morgni til þrjú á
daginn og ekki nóg með það: Á
kvöldin sækja flest þeirra auka-
tíma.“
Flestir atvinnurekendur líta nefni-
lega fyrst og fremst á eiginfrumkvæð-
ið og metnaðinn.
Takasi Ueda segir enn: „Ungling-
arnir eiga næstum engan frítíma,
því þjóðfélagið lítur aðeins á afköst.
Sá sem vill komast áfram verður að
láta sér þetta lynda. En jafnframt
velja unglingarnir sér það fólk að
fyrirmyndum sem getur notið frelsis.
Einkum eru það dægurlagasöngvar-
ar sem syngja um ást og frelsi til
sjálfstjáningar.
Yukiko Okada, „Madonna" Jap-
ana söng um ástina, - en líka um
lífsleiðann. Aðdáendum hennar var
ókunnugt um að það var eigin þján-
ing sem hún söng um...
Hún var átrúnaðargoð japanskrar skólaæsku.
Tíminn 11
Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað
SS pylsur á síðasta ári.
SLATURFELAG
O
=l
s
cn
>
SUÐURLANDS
Ariö 1985 boröuöu Islendingar hvorki meira né minna en
17 milljónir og eitt hundraö þúsund (17.100.000) SS pylsur.
Þaö gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbarn sem náö hefur
,,kiötaldri“. Betri meðmæli eru vandfundin.
FYRSTA STARFSÁR HEWLETT- PACKARD Á ÍSIANDI
LOFAR CÓÐU UM FRAMTÍÐINA
VIÐTOKURNAR SANNA
AÐ VIÐ ÁTTUM ERINDI TIL ÍSLANDS
Hewlett-Packard er alþjóðlegt fyrir-
tæki sem nýtur virðingar og trausts
fyrir vandaða framleiðslu og víðtæka
þjónustu. Fyrirtækið hóf starfsemi á
Islandi 8. maí 1985 og hefur síðan átt
góðu láni að fagna. Fjöldi fyrirtækja og
stofnana hafa kosið tölvukerfi, búnað
og mælitæki frá Hewlett-Packard.
Það er ánægjulegt fyrir Hewlett-
Packard að eiga drjúgan þátt í upp-
byggingu og mótun atvinnulífs, heil-
brigðisþjónustu og menntunar á
íslandi. Hér eigum við heima.
FYRIRTÆKI SEM Á FRAMTÍÐINA
FYRIR SÉR
Hewlett-Packard á íslandi er ungt
fyrirtæki sem byggir á alþjóðlegri
reynslu og þekkingu. Starfsfólkið legg-
ur siq fram við að veita lipra, persónu-
lega og góða þjónustu. Það hefur trú
á vörum Hewlett-Packard og er full-
visst um að fyrirtækið eigi bjarta fram-
tíð fyrir höndum.
Hewlett-Packard er fyrir fólk.
rhpi HEWLETT
PACKARD
HEWLETT-PACKARD Á (SLANDI.
CÓÐ TENGSL VIÐ ÍSLENSKT ÞJÓÐUF
Hewlett-Packard er traustur bakhjarl
íslenskrar tækniþróunar. Samstarfið
við hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki
á borð við Þróun, Örtölvutækni,
Pennann, TOK, VKS, Tölvutæki á Akur-
eyri og Samfrost í Vestmannaeyjum
skilar íslensku atvinnulífi fram á
veginn. Meðal viðskiptavina fyrirtækis-
ins eru VSÍ, ASÍ, Samband almennra
lífeyrissjóða, Borgarspítalinn,
Skyggnir, Pharmaco, Vatnsvirkinn,
Norðurstjarnan, Hafrannsóknarstofnun
og islandslax, svo fáeinirséu nefndir.
Þannig erum við í góðum tengslum
við alla þætti íslensks þjóðlífs.
HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK.
SÍMI 91-671000.
ÍSUENSKT HUCVTT OC ALÞJÓÐLEC REYNSLA
P&Ó/SÍA TRYCGJA CÓÐAN ÁRANCUR