Tíminn - 08.06.1986, Side 12
12 Tíminn Sunnudagur 8. júní 1986
Loftvarnabyssum er komið fyrir umhverfis kjarnavinnustöðvar Pakistana í Kahuta og Pinstech, því Zia ul-Haq óttast sprengjuárásir Indverja.
PAKISTANIR
ÞRÆÐA
SKUGGA-
STIGU
KJARNA-
YOPNANNA
„Bomban“
gæti verið tilbúin
á næsta ári
Enginn gat betur séð en aö
hann væri hversdagslegur,
enskur kaupsýslumaður.
Þetta var Ian Shaw frá
London, forstjóri í litlu
fyrirtæki sem heitir Lizrose
Ltd. Honum skaut upp í
Bonn, þar sem hann ræddi
við rekstrarstjóra
flutningafyrirtækisins
Global International, um
flutning á stáli. Stál þetta var
framleitt af Arbed í
Völklingen og var í
geymslum hj á kaupmönnum
í Kiel.
Margir vestrænir kaupsýslu-
menn hafa staðið að því að
útvega hátæknibúnað til
smíði kjarnasprengju og er
einn þeirra Hollendingurinn
Henk Slebos.
Samt var hér um óvenjulega
verslunarferð að ræða, þennan
júlídag 1985. Ian Shaw er nefni-
leg af pakistönskum ættum og
heitir í verunni Inam Ullah
Shah. Þótt Lizrose versli raunar
með stál og teppi, þá er það um
leið milligönguaðili fyrir kjarna-
vopnaáform Pakistana. Arbed-
stálið er líka „heitur“ varningur
því þetta er gífurlega hart stál,
sem bannað er að flytja út. Þær
tvær stengur sem um var að
ræða og vógu 880 kíló áttu að
fara til Pakistan fram hjá tolli,
en ekki til London. í Pakistan
skyldi stofnunin „Technical
Equipment" veita þeim viðtöku,
en þetta er felunafn á sprengju-
smíðastarfsemi Pakistana.
Eftir að Indverjar, erkiféndur
Pakistana, sprengdu tilrauna-
sprengju neðanjarðar 18. maí
1974, hófst stjórnin í Islamabad
þegar handa um sprengjusmíði.
Hvorki Indverjar né Pakistanar
hafa til þessa undirritað samning