Tíminn - 08.06.1986, Qupperneq 15

Tíminn - 08.06.1986, Qupperneq 15
Tíminn 15 Laugardagur 7. maí 1986 in-listatíminn-listatíminn-lista 70. „Daniel Henry Kahnweil- er“, haustið 1910, Rubin, bls. 142. markað sér sumarið áður. Skyggndist hann eftir megin- þáttum landslags, sem hann hugðist mála, og dró það upp í einföldum flötum. Hvort sem það varðar nokkru, hafa honum verið gerð upp þessi sjónarmið: Fjær og nær sjá menn hluti, sem þeir þekkja af eigin raun. { huga þeirra eru húsveggur og fjalls- hlíð eins áþreifanleg og eld- spýtnastokkur í hendi þeirra. Því hafa málarar ekki sinnt. Þeir hafa smækkað hluti að lögmál- um fjarvíddar eftir því sem ofar dregur á myndfleti, uns þeir verða að díl á sjóndeildarhring. Neðst, eða fremst, beita þeir sterkum litum, ofar veikum lit- brigðum þeirra eða veikum lit- um og efst bláma í fjarlægðar- stað. Fá þeir þannig fram tálsýn rúms, en óhlutkennda sýn. (Sjá Penrose, Picasso, bls. 142). Af þessum landslagsmyndum hans munu kunnastar „Verksmiðja í Horta“ (Mynd 66) og „Vatnsból“ (Mynd 67). All- nokkrar mannamyndir málaði hann líka, og sat Fernande fyrir fleiri en einni þeirra, á meðal þeirra „Konu og perum“, (Mynd 68) Til Parísar sneru þau aftur í september. í París fluttu þau úr „Þvotta- prammanum" skömmu eftir heimkomu sína. Seldi Picasso nú myndir sínar svo greiðlega, að hann taldi sig hafa á því ráð. Fengu þau á leigu íbúð í 11 Boulevard de Clichy og bjuggu hana húsgögnum. Tóku þau á móti gestum á sunnudögum og gekk þá um beina hjá þeim svartklædd stúlka með hvíta svuntu. Endurguldu þau þannig heimboð kunningja sinna á undanförnum árum. Höfðu þau að staðaldri heim- sótt Stein-systkinin á laugardög- um, og stundum verið boðin til Matisse og konu hans. Þá hafði Picasso alloft setið hin rómuðu kvöldverðarboð Vollards í kjall- aranum undir málverkasölu hans. Fýsti nú ýmsa til að hitta hann, sakir þess orðs er hann hafði getið sér, aðra málara, safnara og listunnendur. Talaði Picasso nú allvel frönsku, þótt enn væri honum ekki létt um mál, þegar umræður urðu flóknar. Á „Þvottapramman- um“ hafði hann farið að tala frönsku við landa sína sem aðra (nema Manolo Hugué). 60. „Landslagmeðbrú“, 1909, Rubin, bls. 129. 71. „Wilhelm Uhde“, vorið 1910, Rubin, bls. 139. Myndir þær, sem Picasso hafði málað í Horta de San Juan sumarið 1909, voru næsta svip- líkar þeim, sem Braque hafði sumarið áður nrálað í L’Estaq- ue, þótt fetað hefði hann eigin leið. Samgangur þeirra á milli varð enn meiri en tvo undan- farna vetur, þótt þeim hefði þá þegar verið mjög umhugað um hvor annars hag. Þannig hafði Picasso runnið ti! rifja, að Braq- ue var einbúi og Derain raunar líka. Til að bæta úr því tóku þeir Max Jacob að líta í kringum sig, en þótt í gamni væri fremur en alvöru, fór svo, að „Picasso kynnti ... Barque stúlku í (Mont- martre-)hverfi, sem bauð af sér góðan þokka, og varð hún eigin- kona hans og lífsförunautur. Sagt er líka, að Derain hafi átt hjónaband sitt Picasso að þakka, og það var hann, sem kynnti Apollinaire hinni óstýrilátu en gáfuðu listagyðju sinni, Marie Laurencin." (Penrose, Picasso, bls. 148). I hinum nýja stíl þeirra Braq- ue, kúbismanum, tók Picasso að mála andlitsmyndir. Eina þá fyrstu málaði hann af Barque, þótt hún fengi ekki svip tveggja meistara. Veturinn 1909-1910 málaði hann andlitsmyndir af tveinrur málverkasölum sínum og góðkunningjum, Ambroise Vollard og Wilhelm Uhde, og þóttu þær nýstárlegar. (Myndir 68 og 69). Frá myndinni af Uhde hefur ævisagnaritari Picasso, Roland Penrose, sagt á þessa leið: „Svo lík var hún honum, að 25 árum síðar bar ég kennsl á hann á fjölsetnu kaffihúsi, þótt aldrei áður hefði ég hann augum litið.“ (Penrose, Picasso, bls 154). Reykjavík 27. maí 1980 Haraldur Jóhannsson 61. „Þrjár konur“ 1908-1909, Rubin, bls. 115. 62. „Ávextir í vasa“, 1909, Barr, bls. 65. 63. „Kona með blævæng", vorið 1909, Rubin, bls. 127. 67. „Vatnsból“, sumarið 1909, Rubin, bls. 131. 66. „Verksmiðja í Horta", sumarið 1909, Rubin. bls. 130.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.