Tíminn - 08.06.1986, Page 17

Tíminn - 08.06.1986, Page 17
Sunnudagur 8. júní 1986 Tíminn 17 þyki einfaldlega of ungur fyrir hlutverkið,“ segir hann. Meiri möguleika ætti þá John James frá Denver. Hann er þrítugur og sonur plötusnúðs í New York og þýskrar kvikmyndaklippinga- konu. Hann þykir flest það prýða sem James Bond þarfnast. Einkum er hann kvennagull með fádæmum: „Ég veit ekki hvers vegna þær þyrpast svona um mig,“ segir hann. „En auðvitað hef ég ekki á móti því.“ En hinn dökkhærði John Jam- es á sér keppinaut. Sá þykir hafa til að bera hörku Steve McQu- een og töfra Clark Gable. Mel Gibson nefnist maðurinn. Hann býr í Ástralíu og er þrítugur að aldri og hefur getið sér frægð sem söguhetjan í „Mad Max“ myndunum. Ameríska tímaritið „People" kaus hann kyntöfrafyllsta karl- mann síðasta árs. En kannske verður einmitt þessi frægð hans til þess að hræða framleiðand- ann frá honum. Pað eru and- stæður í milli hins óttalega refsi- engils sem Mad Max er og hins fágaða og kæna njósnara Bond. JOHN JAMES. Vinsæll hjá kvenþjóöinni. SEAN CONNERY. „Allir geta leikið þetta,“ segir hann. MACCORKINDALE. Hann lék moröingja í myndinni „Dauðinn á Nil,“ sem gerð var eftir sögu Agötu Christ- ie. JASON CONNERY, sonur gaml^ Bond. Er hann of ungur? LEWIS COLLINS, hetja úr sjónvarpsþáttaröðinni „The Profis." PIERCE BROSNAN. Kona hans lék í Bond-kvikmynd- inni „Deadly Mission." MEL GIBSON, - stjarnan úr BRYAN BROWN. Kona „Mad Max.“ hans, Rachel Ward lék í „Þyrnifuglunum." Pví er hér kannske komið hið mikla tækifæri fyrir tvo lítt þekkta leikara. Annar er Pierce Brosnan, 32ja ára, en hinn er Simon McCorkindale, 34 ára. Báðir hafa þeir kynnst sjón- varpsleik, þótt ekki hafi þeir getið sér frægð á þeim vett- vangi. Sama má segja um Bryan Brown, 38 ára. Prátt fyrir það að hann hefur leikið í all mörgum myndum er hann einkum frægur af afrekunr konu sinnar, Rachel Ward, sem lék íÞyrnifuglunum. Svo er sá möguleiki eftir að Broccoli velji Englending í hlut- verkið. Þá kæmi í stað þeirra Sean Connery og Moore, Liver- pool-leikarinn Lewis Collins, 39 ára, sem væri vel hæfur til að berja á óvinum Hennar liátign- ar, - auðvitað án þess að fá sprungna vör, - en í því hefur hann reynslu eftir leik í sjón- varpsseríunni „The Profis“. En meðan Broccoli athugar málið lætur gamla Bond- kempan, Sean Connery, sér fátt um finnast: „Hvcr sem getur gengið og talað og sofið hjá kvenmanni, ræður við þetta hlutverk,“ segir hann. Oghannættiaðvitaþað. GULUBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: Uruguaymenn stefna hátt - Knattspyrnusérfræðingar telja Suður-Ameríkumeistarana til alls líklega í Mexíkó - Enzo Francescoli er þeirra helsta stjarna Nú er heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hafin af krafti í Mexíkó og óvenjuleg úrslit þeg- ar farin að líta dagsins ljós. Erfitt er að spá um hvaða lið muni koma til með að heyja úrslitaviðureignina sjálfa á Azt- ecaleikvanginum í Mexíkóborg þann 29. júni næstkomandi. Stórveldi knattspyrnunnar,' lið á borð við Brasilíu, Ítalíu og Vestur-Þýskaland þykja líkleg til þess ásamt einum sex til átta öðrum knattspyrnuliðum sem sýnt hafa klærnar í alþjóðlegum keppnum og virðast vera í góðu formi. Eitt þessara liða er Uruguay sem nú er Suður-Ameríkumeist- ari í knattspyrnu og hefur bæði yfir góðum leikmönnum að ráða og snjöllum þjálfara. Árangur Uruguaymanna í upphitunarleikjum fyrir keppn- ina var nokkuð góður tölulega séð og ennþá betri hvað varðar leikstíl og breytingu á honum. í sigurleik gegn Pólverjum sýndi liðið t.d. afar líkamlega sterkan leik í fyrri hálfleik en skipti svo algjörlega um aðferð í síðari hálfleik þar sem aðaláherslan var lögð á tækni. Omar Borras landsliðsþjálfari Uruguay segist vera ánægður með leikstílsbreytingar liðsins. Lið Uruguay. Efri röð f.v. Rodrigues, Guiterrez, Santin, Bossio, Diogo, Pereyra. Neðri röð f.v. Ramos, Barrios, Francescoli, Batista, Cabrera. „I lokakeppninni þurfum við að beita tveimur ólíkum leikað- ferðum, knattspyrnuleikni gegn þjóðum frá Evrópu en styrk gegn öðrum þjóðum Suður-Am- eríku,“ sagði hinn reyndi Borras við fréttamenn nú fyrir skömmu. Raunar hafa Uruguaymenn, sem tvívegis hafa orðið heims- meistarar, ekki ávallt byggt upp á fallegum leik og eru þekktari fyrir stranga mannvöldun og harðar „tæklingar". Slíkan leik munu þeir sem fylgjast með keppninni sjálfsagt fá að sjá frá Uruguaymönnum. Hinsvegar ber því ekki að neita að Uruguaymenn hafa nú í liði sínu afburðaleikmenn sem gætu átt eftir að gera stóra hluti í keppninni í Mexíkó. Enzo Francescoli, kallaður „Prinsinn" af aðdáendum arg- entíska liðsins River Plate sem hann leikur með, er fremstur í flokki margra ágætra knatt- spyrnumanna Uruguayliðsins. Raunar er Francescoli meira en ágætur knattspyrnumaður. Flestir knattspyrnuskýrendur í Suður-Ameríku setja hann í sama flokk og Argentínumann- inn Diego Maradona, Frakkann Michel Platini og Brasilíumann- inn Zico. Slík er virðingin sem borin er fyrir þessum 24 ára gamla framherja sem kunnugir segja hafa upp á eigin spýtur fært River Plate argentíska meistaratitilinn á síðasta ári. Víst þykir að Francescoli muni njóta góðrar aðstoðar fé- laga síns í framlínunni Jorge Da Enzo Francescoli gæti átt eftir að hreppa margan varnarmann- inn í Mexíkó. Silva sem leikur með spánska liðinu Atletico Madrid. Hann var markahæsti leikmaðurinn á Spáni árið 1984 og þykir fljótur að hugsa og framkvæma í víta- teig andstæðinganna. Borras þjálfari hefur einnig valið menn í hóp sinn sem geta leikið hinn hefðbundna fótbolta þeirra Uruguaymanna af snilld. Þar eru fremstir miðjumennirnir Miguel Bossio sem leikur með Penarol og sá reyndi Ruben Paz sem leikur með brasilíska liðinu Porto Alegre. Þeir tveir eru báðir góðir í að vinna boltann og leika honum auk þess sem þeir valda vel á miðjunni. Uruguaymenn hafa hingað til ekki verið vanir að fá mörg mörk á sig. Þeir halda boltanum vel og breyta svo skyndilega um hraða er nálgast vítateig and- stæðinganna. Slík leikaðferð gæti borið árangur í Mexíkó og það er því ekki skrýtið að knatt- spyrnuskýrendur telji Uruguay- menn með eitt sigurstrangleg- asta lið keppninnar. Uruguay á þó við ramman reip að draga í undanriðli úrslit- anna þar sem liðið mætir V- Þjóðverjum, Dönum og Skotum. Islenskir knattspyrnu- aðdáendur geta líklega dæmt styrkleika liðsins af þessum leikjum. Spurningin er að sjálf- sögðu: Eru Uruguaymenn líkleg- ir til að vinna heimsmeistaratitil- inn þriðja skiptið í röð?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.