Tíminn - 11.06.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn ÍÞRÓTTIR Miövikudagur 11. júní 1986 Örn Bjarnason, besti maður Blikanna, bjargar hér skoti Péturs Ormslev á síðustu stundu. Boltinn komst á línuna en Örn dró hann til baka Tímamvnd Péiur Íslandsmótíð í knattspyrnu, 1. deild: Guðmundur með gott mark - Fallegt mark frá Guðmundi Torfasyni á 40. mínútu dugði Frömurum til sigurs gegn Breiðabliki í gærkvöldi Guðinundur Torl'ason Framari er á skotskónum og með markahöfuð uin þessar mundir. Llm síðustu lielgi skoraði hann með skalla gcgn Val og í gærkvöldi notaöi hann hægri fótinn í að senda knöttinn í markiö. Þetta gerði hann af yfirvegun á 40. míniitu fyrri hálfleiks el'tir að hafa fcngiö glæsilega sendingu frá Pétri Ormslev sem staðsettur var langt út á vinstri kanti. Mótherjarnir? Jú, baráttuglaðir Breiðabliksmenn scm þó náðu sjald- an að byggja upp viturlegar sóknir. Aflciðingin var sú að heimaliðið náði ekki að skora, hlutur sem Blikar hafa ckki verið iðnir við á þessu íslandsmóti. Sigurinn var sanngjarn hjá Fröm- urum. Þcir áttu fleiri færi og aðcins mjög góð markvarsla hjá Erni Bjarnasyni í markinu hjá Blikum kom í veg fyrir að Framarar settu inn fleiri mörk. Fyrri hálflcikurinn var líflegur. Guðmundur Torfason átti tvær góð- ar marktilráunir um miðjan hálflcik- inn en ekki fór boltinn inn í þau skiptin. Fremstu framherjar Fram- ara, þcir Arnljótur Davíðsson og Guðmundur Steinsson voru hinsveg- arekki mikið í færum en héldu báðir boltanum vcl þar til aðstoð barst. Reyndar átti Arnljótur að skora á 44. mínútu er hann komst cinn inn fyrir cn skot hans geigaði algjörlcga. Seinni hálfleikurinn var þóf- kenndari. Tvö dauðafæri litu þó dagsins Ijós. Pétur Ormslcv lét Örn vcrja frá sér á 75. mínútu og tveimur mínútum síðar fór Jón Pórir illa mcð mjög gott tækifæri sem Jóhann Grét- arsson lagði upp. Varnir beggja liða voru góðar. Viöar Porkclsson hjá Fram var góð- ur og hinum megin stjórnaði Bcne- dikt Guðmundsson sínum mönnum af röggsemi. Ingvaldur Gústafsson Bliki cr duglcgurog lcikinn bakvörð- ur og það er einnig Þórður Marels- son Framari þó hann hafi reyndar oftast leikið betur en í gærkvöldi. Örn Bjarnason fær þó mesta hrósið góð markvarsla hjá honum allan leiktímann. Ekki vantaði rennsli- tæklingarnar hjá báðum aðilum en sumar hverjar voru ansi ótímabærar t.d. hjá Gunnari Gylfasyni Blika scm eyddi þar dýrmætum krafti í miðjúkeyrslunni. Dómari var Pór- oddur Hjaltalín. Hagnaðarregluna virti hann lítils en dæmdi að öðru leyti vel. Mjólkurbikarinn: Víkingar sluppu með skrekkinn - Unnu Stjörnuna 2-1 Nokkrir leikir voru í Mjólkur- bikarnum í knattspyrnu í gær- kvöldi. Víkingar spiluðu á gervi- grasinu gegn Stjörnunni frá Garðabæ og tryggðu sér sigur á lokamínútunum er Atli Einars- son skoraði glæsilcgt mark með þrumuskoti í þaknetið. Áður höfðu Stjörnumenn náð forystu með marki Birkis Sveinssonar í fyrri hálfleik er hann skoraði mcð skoti af 20 metra færi. Þannig var staðan í hálfleik. Víkingar voru grimmir í seinni hálfleik og Jón Bjarni Guðmundsson jafnaði áður cn Atli skoraði sigurmarkið cins og fyrr segir. Á undan leik Stjörnumanna og Víkinga spiluðu Skotfélagið og Víkverji og var það hörkuleikur sem Víkverjar unnu 2-0 mcð mörkum Tómasar Sölvasonar og Viðars Hilmarssonar. Fylkir úr Árbænum fór létt með HV á sínum hcimavelli. Þar var 9-0 sigur upp á teningnum. Óskar Theódórsson var á skot- skónum, skoraði 4 mörk. Orri Hlöðversson og Gunnar Orrason skoruðu tvö mörk hver og Haf- steinn Eggertsson skoraði eitt mark. Hafnarfirðinum 3-0. Þórir Gísla- son skoraði strax á 1. mínútu og Jóhann Pálmason og Gunnar Guðmundsson skoruðu hin tvö. Jóhann þessi er efnilegur leikmaður, var fyrirliði 3. flokks á síðasta keppnistímabili. í gærkvöldi var einnig leikið í 4. deildinni. Fyrir austan áttust við Huginn á Seyðisfirði og Hrafnkell og sigraði Hrafnkell mcð marki Sveins Ara Guðjóns- sonar. Þá gerðu Höfðstrendingar og Svarfdælir jafntefli 1-1. Úlfarnir gjaldþrota? Nú er nokkuð Ijóst að enska knattspyrnuliðið VVolverhamp- ton Wanderers eða Ulfarnir eins og liðið er betur þekkt hér á landi verður gert upp á næstu vikum. Liðið skuldar glás af peningum og ef þeir verða ekki greiddir innan skamms þá verður félagið lýst gjaldþrota. Ekkcrt bólar á því að einhver eða einhverjir taki að sér að borga skuldir félagsins. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Sjö mörk á Akureyri - er Þórsarar unnu nýliða Eyjamanna 4-3- Bjarni meiddist-Jónas með tvö HM í knattspyrnu: Argentína og Italía - Liðin urðu í efstu sætum A-riðils eftir sigra í gær Argentínumenn sigruðu A-riðil á HM í Mexíkó cn ítalir urðu í öðru sæti. Þessi úrslit lágu fyrir í gær er Argentínumenn unnu Búlgara 2-0 og ítalir unnu S-Kóreu 3-2. Það tók Argentínumenn aðcins þrjár niínútur að skora hjá Búlgur- unum. Jorgc Valdano var þar að verki með þriðja mark sitt á HM. Staðan í hálfleik var 1-0 cn í síðari hálfleik bætti Burruchaga við marki með skalla eftir nákvæma sendingu Maradona. Maradona lék vel aftar- lega í fyrri hálflcik og dreifði spili Argentínumanna sem ávallt voru sterkari aðilinn í leiknum. Italir biðu aðcins í 18 mínútur cftir fyrsta marki sínu. Þá skoraði Alt- obelli af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1 -0. Fljótlega cftir hlé bar ein skyndi- sókn Kóreumanna árangur og Soon- Ho skoraði með þrumuskoti 1-1. Það tók ítali um tíu mínutur að jafna sig á þcssu rnarki cn síðan skoraði Altobclli aftur nú sitt fjórða mark á HM. Á lokamínútum lciksins skor- aði Altobelli þriðja markið, sitt fimmta á HM, cn Jung-Moo lagaði stöðuna rétt fyrir lokablístur dómar- ans. Leikurinn var harður og fengu gulu spjöld dómarans að njóta sín. Argentínumenn mæta nú væntan- lega þriðja liði í E-riðli sem gæti orðið Uruguay en ítalir mæta örugg- lega Frökkum í 16-liða úrslitunum. Frá Gylfa Krisljánssyni á Akureyri: „Þetta hlýtur að koma hjá okkur. Ég er ánægður meö fyrri hálfleikinn nema að við áttum að skora fleiri mörk eins og við yfirspiluðum Eyja- mennina. I síðari hállleik bökkuðum viö of mikið en það var rangt eins og lcikurinn hafði þróast" sagði Halldór Áskelsson besti lcikmaður Þórs í viðureigninni við Eyjamenn á Akur- cyri í gærkvöldi. Þórsarar unnu leik- inn 4-3 og var það sanngjarn sigur. Það voru santt Eyjamenn sem skoruðu fyrsta markið og var Ómar Jóhannsson þar að verki eftir scnd- ingu frá Jóhanni Georgssyni. Þetta var strax á 2. mínútu lciksins. Eftir þetta mark þá sóttu Þórsarar látlaust og áttu skalla í stöng. létu vcrja á línu og eitt og annað færið fór illa. Bjarni Sveinbjörnsson komst í gegn á 40. mínótu en var felldur og borinn útaf meiddur á hné. Sömu meiðsl og héldu honum frá keppni síðastliðið sumar. Slæmt ef það gerist aftur Hlynur Birgisson kom inná fyrir Bjarnaogjafnaði leikinn strax. Hall- dór lék þá innuð markteig og gaf út á Hlyn sem skoraði örugglega. Fljót- lega á eftir var Siguróli felldur inní teig og Þórsarar fengu víti sem Jónas Róbertsson skoraði úr. Þannig var staðan 2-1 í hlé og Þórsarar mun betri. í síðari hálfleik drógu Þórsarar sig nokkuð aftur og við það komust Eyjamenn aftur inní leikinn. Þeir þurftu þó að horfa á Nóa Björnsson skora gullfallegt mark með hjól- hestaspyrnu, sláin inn eftir horn- spyrnu, 3-1. Ingi Sigurðsson, sem komið hafði inná sem varamaður í lið Eyjamanna, tók sig svo til og lék upp völlinn og skoraði með góðu skoti 2-3 og nú voru Eyjamenn komnir inní lcikinn aftur. Það var þó ekki lengi því Jónas Róbertsson innsiglaði öruggan og sanngjarnan sigur Þórsara eftir góðan undirbún- ing Halldórs Áskelssonar. Á 77 mínútu náðu Eyjamenn reyndar að nrinnka muninn er Jóhann Georgs- son var felldur inní teig og hann skoraði sjálfur úr vítinu sem dæmt var. Halldór ásamt Jónasi og Sigbirni voru bestir Þórsara en Ingi Sigurðs- son vakti athygli í Eyjaliðinu sem annars var jafnt. Fjögur íslandsmet - hjá Ragnheiöi Runólfsdóttur í Kanada Ragnheiður Runólfsdóttir keppti á stóru sundmóti í Kanada um helgina en hún er þar við nám og æfingar. Ragnheiði gekk mjög vel og setti alls fjögur íslandsmet og vann til einna gullverðlauna. Ragn- heiður byrjaði á að setja met í lOOm bringusundi á tímanum 1:16,07 og bætti eldra met Guðrúnar Femu sem var 1:16,24. Þásetti Ragnheiðurmet í 200m fjórsundi á tímanum 2:26,40 en hún átti sjálf eldra metið sem var 2:28,39. Þá komst Ragnheiður í úrslitasundið í 200m bringusundi og vann þar til gullverðlauna auk þess að setja met bæði í undanrásunum, 2:43,45, og í úrslitasundinu 2:42,90. Keppt var í 50m laug. Ragnheiður nálgast nú óðfluga lámörkin fyrir HM í Madrid síðar í sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.