Tíminn - 11.06.1986, Blaðsíða 16
FRAM OG ÞÓR færöu sig ofar í töflunni í
1. deild í gær meö sigrum á nýliðunum í
deildinni, Breiöablik og ÍBV. Fram vann
Blikana 1-0 en Þór vann Eyjamenn 4-3 í
hörkuleik á Akureyri.
ARGENTÍNA OG ÍTALÍA tryggðu sig
áfram í 16-liða úrslitin á HM með sigri á
Búlgaríu og S-Kóreu í gær.
Einar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri:
aðrar fisktegundir einsog t.d. kola,“
sagði Einar þegar Tíminn talaði við
hann í gær, „og því er samanburður-
inn e.t.v. nokkuð erfiður. Engu að
síður er ég sannfærður um að þessar
tölur, Béu nokkuð nærri lagi fyrir
þorsk. En það er rétt að undirstrika
að hér er ég að tala unt útgerðina og
verðið má vera eitthvað lægra án
þess að sjómenn tapi á þessu. þar
sem við höfum tvö verð, brúttóverð
og skiptaverð." Einar sagðist telja
að oftast væri verðið ofan við þessi
ntörk þó erfitt væri að dænia um
þetta fyrir þorskinn sérstaklega þar
sem blandað væri í gámana."
- BG
- til aö ná endum saman
Gámafiskútflutningur hefur marg-
faldast á undanförnum árum eins og
landslýður ætti nú að vera orðinn sér
rækilega meðvitaður um. Réttlæt-
ingin fyrir því að flytja fisk óunninn
úr landi hefur jafnan verið sú að
umtalsvert hærra verð fáist fyrir
fiskinn erlendis, en hér heima - sem
vissulega er rétt - og því sé það
hagsmunamál fyrir bæði sjómenn og
útgerðina að geta selt fiskinn þangað
sem mest verð fæst fyrir liann. Þegar
borin eru saman vcrð hér heima og
erlendis hefur stundum verið til-
hneiging til að notast annars vegar
við verðlagsráðsverð sem er t.d.
27,20 kr. á 5 kg. af þorski eftir
síðustu fiskverðsákvörðun og svo
hins vcgar verð á uppboðsmörkuð-
unt erlendis, sem oft á tíðum er
helmingi hærra og stundum meira en
það.
í grein sem Einar K. Guðfinnsson
útgerðarstjóri í Bolungarvík skrifaði í
blaðið „Bæjarins besta“, vckur hann
athygli á því að ýrnis kostnaður
varðandi gámafiskútflutning sé van-
metinn í umræðunni um þetta mál.
í greininni segir Einar að tilhneiging
sé til að gleyma ýmsum útgjaldalið-
um í öllu talinu um gámana, sem
þurfi að greiða áður en peningarnir
eru komnir í hendur útgerðarmanna
og sjómanna. í því sambandi nefnir
hann há flutningagjöld. ís, einangr-
un, rýrnun fisksins, umboðslaun
bæði hér heima og erlendis, banka-
kostnað, og ýmsan erlendan
kostnað. Síðan segir Einar: „Ef
grannt er skoðað er því til dæntis
dagljóst, að um hreint útgerðarlegt
tap er að ræða ef þorskkílóið fer niður
fyrir 50 kr.“
„Ég hef að vísu ekki tölur fyrir
Mál Hermanns Björgvinssonar tekiö fyrir
hjá Sakadómi Kópavogs:
20 milljónir í
ólöglega vexti
Málflutningur í máli Hcrmanns
Björgvinssonar hófst í gærmorgun í
sakadómi Kópavogs. Þá las Ólöf
Pétursdóttir upp ákæru á Hermann
fyrir okur á 35 einstaklingum og er
hann ákærður fyrir að hafa tekið
rúmar20 milljónir kr. í vexti umfram
það sem leyfilegt er.
Þetta mál nær yfir árin I984 og
1985 þegar Hermann hafði aðstöðu
í Hafnarstræti 20 og lánaði fjölda
manns peninga gegn háum vöxtum.
Leyfilegir ársvcxtir á þessum tíma
voru 18%-34% en Hermann tók frá
61% og allt upp í 272,7% ársvexti.
Þessir 35 einstaklingar eiga mis-
mikla ólöglega vexti inni hjá Her-
manni. Sigurður Kárason, eigandi
Hótel Borgar, á þar langmest cða
rúmlega 16 milljónir kr. Aðrir eiga
munminna allt niður í 3 þús. kr.
Viðurlög við okri eru sektir frá
fjórfaldri upphæð ofreiknaöra vaxta
og allt upp í tuttugu og fimmfalda þá
upphæð, auk þess sem skylt er að
endurgreiða skuldunautum Itina
ólöglegu vexti og skaðabætur. Ef
Hermann verður fundinn sekur um
okur má hann búast við að greiða frá
tæpum 83 milljónum kr. og upp í
tæpar 519 milljónir króna í sektir
og auk þess að endurgreiða skuldur-
um sínum og greiða þcim skaðabæt-
ur.
Okurmálið teygir anga sína víða
og þess verður langt aö bíða að öll
kurl þess komist til grafar. Enn
hefur ekki öllum þeim sem lögðu
peninga í veltuna hjá Herntanni
verið birtar ákærur fyrir að okra á
honum.
Þá hafa um 20 mál verið rekin
fyrir bæjarþingi Kópavogs þar sem
þeir menn er áttu ávísanir frá Her-
manni er hann lokaði ávísanareikn-
ingi sínum um áramótin hafa reynt
að innheimta þá peninga. Þau mál
liggja flest Ijós fyrir og hafa flestir
þessara manna fengið skuldir Her-
manns viðurkenndar, en þó komu
nokkrir þessa manna með ávísanir
sínar rúmlega tveimur mánuðum frá
útgáfudegi til banka og töpuðu því
peningunum. - gse
Davíð Oddsson borgarstjóri landar fyrsta laxi sumarsins úr Elliðaánum í
gærmorgun. Tímamynd Sverrir
Titringur í ríkisstjórninni eftir stöðuveitingu:
Stjórnin ekki að springa
Björgvin skipaður vegna mikillar reynslu af sjávarútvegsmálum
„Ég hef ekkert slíkt heyrt
nefnt,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, þegar
Tíminn innti hann eftir því hvort
nokkuð væri hæft í fréttum um að
stjórnarsamstarfið væri að riðlast.
Steingrímur bætti því við að fréttir
þess efnis væru orðnar það tíðar að
hann væri hættur að fylgjast með
þeim.
Nú síðast komust þær á kreik
eftir að Halldór Ásgrímsson, sjáv,
arútvegsráðherra, hafði skipað
Björgvin Vilmundarson, banka-
stjóra Landsbankans, formann
fiskveiðasjóðs í stað Davíðs Ólafs-
sonar, seðlabankastjóra. Sjálf-
stæðsmenn í ríkisstjórninni vildu
að Geir Hallgrímsson, tilvonandi
eftirmaður Davíðs í Seðlabankan-
um, yrði skipaður í þessa stöðu.
Um þessa stöðuveitingu sagði
Steingrímur að Halldór hefði skip-
að Björgvin vegna áralangrar
reynslu hans af erfiðleikum í sjáv-
arútvegi og þrátt fyrir að Geir væri
góðra gjalda verður þá skorti hann
þessa dýrmætu reynslu. ~gse
Alþjóöa
hvalveiðiráðið:
„Skutlarnir"
á loft í dag
„Það hefur ekkert breyst varð-
andi okkar mál og þau eru í
mikilli óvissu," sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við Tímann í gær, þegar
hann var spurður um hvort tekist
hafi að fá orðalagi tillögu Banda-
ríkjamanna breytt þannig að Is-
lendingar geti við hana unað.
Eins og fram hefur komið, þá
hyggjast Bandaríkjamenn flytja
tillögu á fundi Alþjóða hvalveiði-
ráðsins sem nú stendur yfir í
Malmö í Svíþjóð, þar sem lagt er
til að verslun með afurðir hvala,
sem veiddir eru í vísindaskyni,
verði fordæmdar.
Tillaga þessi mun kóma á
dagskrá í dag, miðvikudag, og þá
fæst úr því skorið hvort Hval-
veiðiráðið lýsi yfir þeim vilja
sínurn að ekki verði verslað með
hvalaafurðir íslendinga, sem
veiddar verða í sumar, en hug-
myndin er að fjármagna íslenska
rannsóknarverkefnið með sölu
afurðanna. - BG
Borgarstjórinn veiöir
í Elliöaánum:
Fékk lax í
fyrsta kasti
- veiddi tvo á tuttugu
mínútum
Umkringdur fréttamönnum og
forvitnum borgarbúunt landaði
Davíð Oddsson borgarstjóri fyrsta
laxinum úr Elliðaánum í gærmorgun
átta mínútur yfir sjö. Talsverð úr-
koma var og andaði köldu. Veður-
guðirnir náðu ekki til borgarstjór-
ans, sem klæddur nýjum vöðlum af
bestu gerð renndi í fossinn klukkan
7.05. Talsverð eftirvænting ríkti,
þegar Davíð kastaði þremur þrædd-
um ormum í hylinn við Fossinn.
Davíð kom sér vel fyrir og hélt
stönginni út í loftið. Nokkrum sek-
úndum eftir að öngullinn hvarf í
hvítfryssuna varð vart við léttan titr-
ing á stangarendanum. Davíð kom
sér betur fyrir. Titringurinn jókst,
og höggið kom. Davíð dró aðeins
inn og fiskur var á.
Sex punda lax liáði stutta en
snarpa baráttu við borgarstjórann,
sem hafði betur. Annar lax tók strax
í næsta kasti. Sá bar ekki virðingu
fyrir veiðimanninum þó að borgar-
stjóri væri. Fiskurinn hentist í loft-
köstum unt hylinn, og ekki laust við
að Davíð væri hálf óviðbúinn svo
harðri atlögu. Veiðintaðurinn var
kannski heldur bráður á sér að landa
fiskinum fyrir fréttamenn og varð að
súpa seyðið af því. I glæsilcgum boga
stökk fiskurinn upp, og var þar með
laus.
Sá þriðji var á skömmu síðar.
Frekar sntár lax, og baráttan stutt
eftir því. Fjögurra punda lax. Tveir
laxar kontu á land fyrstu tuttugu
mínúturnar af veiðitímanum í
Elliðaánum.
Þegar Davíð hætti að veiða á
hádegi hafði hann fengið 3 laxa.
misst tvo, þar af einn sem sjónar-
vottum sýndist stór.
- ES