Tíminn - 16.07.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 16. júlí 1986 HEILBRIGÐISMAL Heilbrigðisþjónustan þarf að vera persónuleg og ábyrgð starfsfólks vel skilgreind - rætt viö Stefán Þórarinsson, r= héraðslækni um heilbrigðisþjón- ustu í dreifbýli og þéttbýli Á fundi sem samtökin um jafn- rétti milli landshluta héldu á Egils- stöðum í vor, flutti Stefán Þórar- insson héraðslæknir á Egilsstöðum erindi um skipulag heilbrigðisþjón- ustunnar. Erindið vakti mikla at- hygli og umræður, vegna þess að hann dcildi hart á skipulag lieil- brigðisþjónustunnar og uppbygg- ingu hennar Stefán varð fúslega við því að svara nokkrum spurningum Tím- ans um þessi mál. Við byrjum á því að biðja Stvfán að lýsa í fáum dráttuni skipulagi og uppbyggingu heilbrigðisþjónust- unnar. Heilbrigðisþjónustunni má skipta í fjóra þætti, eða fjögur stig. í fyrsta lagi er almenn heilbrigðis- þjónusta þar sem tengjast heimil- islækningar og heilsuverndarstarf. í öðru lagi sérfræðiþjónusta á stofu, í þriðja lagi göngudeildar- þjónusta sérfræðinga og í fjórða lagi sjúkrahúsaþjónusta. Á fundi þeini seni ég vitnaði til í upphafí deildir þú liart á fram- kvæmd heilbrigðisþjónustu. Hvað liefur farið úrskciðis? Sé horft á hvern þessara þátta fyrir sig, þá tcl ég að veikasti hlekkurinn hér sé fyrsta stigið, og á það sérstaklcga við á höfuðborg- arsvæðinu. Af þessu leiðir að verið er að leysa á sérhæfðari og dýrari stigum vandamál sem hægt er að lcysa betur og etv. á ódýrari hátt í frumþjónustunni. Stór hluti af vandamálum sem koma upp á borð heilbrigðisþjónustunnar eru þess eölis að þekking og kraftar sér- hæfðu þjónustunnar henta illa við lausn þeirra. Hvað áttu við með þessu? Þjálfun heilbrigðisstétta fer að mestu leyti fram á sjúkrahúsum og miðast við þau vandamál sem þar er við að glíma. Hitt er vanrækt að kcnna það sem mætir heilbrigðis- stéttunum utan veggja muster- anna. í og með vegna þess að þeir sem kenna hafa litla hugmynd um hvað það er, þýðingu þess fyrir fólk, eða hvernig eigi að nálgast lausn vandamálanna þar. Því er til dæmis gripið of oft til lyfjagjafar við vandamálum sem ekki eru töflutæk. Það sem er góður siður í musterinu getur verið kórvilla utan þess. Þá er heilsuverndarstarf og forvarnastarf vanrækt í námi heil- brigðisstétta. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessu ástandi? Ef horft er á landið í heild þá er það Ijóst að það átak sem gert var í framhaldi af nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu 1974 um bætta frumheilbrigðisþjónustu hefur að verulegu leyti farið fram hjá höf- uðborgarsvæðinu og það skipulag sem þeir búa við í dag þar er í megindráttum það sama og var dæmt ófullnægjandi fyrir 15-20 árum og leiddi til hinna nýju laga. Hverja telur þú höfuökosti þessa nýja skipulags? Með því að fjárfest var í hcilsu- gæslustöðvum og starfsliði fjölgað skapaðist aðstaða á þeim vettvangi til þess að sinna betur einföldustu og algengustu læknisverkum og Tryggingarstofnunarmnar og sveitarstjórnarmanna á höfuðborg- arsvæðinu á þýðingu og þörfum heilsugæslunnar. Nú hefur vcrið fullyrt að mestir kraftar og fjármunirhafí farið í að byggja upp heilsugæsluna í drcif- býli og að höfuðborgin liafí setið á hakanum á meðan. Hvað vilt þú segja uin þetta? Þessi fullyrðing sem kalla mætti þjóðsöguna um dýru heilsugæslu- stöðvarnar úti á landi er alröng. Ef menn hugsa aftur til áranna um 1970 var skortur á heilbrigðisþjón- ustu stórfellt vandamál í dreifbýli og olli byggðaröskun. Sú uppbygg- ing sem átt hefur sér stað hefur komið að góðum notum til þess að afstýra þcim vanda. Fé sem varið er til byggingar heilbrigðisstofnana er smámunir hjá því sem rekstur- inn kostar á hverju ári. Reksturs- kostnaður sjúkrahúsa er 60-70% launakostnaður og talið er að 3ja til 5 ára rekstur kosti álíka mikið og stofnkostnaðurinn nam. Á 10 ára tímabili 1974-1984 urðu til um 1400 ný störf hjá ríkinu við heilbrigðisþjónustu á landsbyggð- inni. Á sama tíma jókst fjöldi starfsmanna á höfuðborgarsvæð- inu um liðlega 2500 störf, eða næstum tvær stöður fyrir hverja eina á landsbyggðinni. Á sama tíma var mikil fjölgun manna sem störfuðu sjálfstætt fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðin u. Mergurinn málsins er sá að þess- ir starfskraftar hafa ekki nýst til að bæta frumþjónustuna. Afleiðingin af þessu ranga skipulagi er m.a. aukinn kostnaður. Það sést t.d í lyfjakostnaði, en útgjöld Trygging- arstofnunar ríkisins 1984 voru í Reykjavík 2770 kr. á íbúa vegna lyfja meðan kostnaður vegna ann- arra landsmanna var að meðaltali 1970 kr. á íbúa eða um 800 kr. mismunur á hvern íbúa á ári. Sömu sögu er að segja hvað varðar útgjöld Tryggingarstofnun- arinnar vegna læknisþjónustu. Árið 1984 voru þau um 1100 kr. á íbúa í Reykjavík meðan þau voru í kaupstöðum um 680 kr. og í dreifbýli um 520 kr. á íbúa á ári, til viðbótar kemur hluti sjúklings sem er meiri í Reykjavík vegna algeng- ari samskipta við sérfræðinga. Af hverju telur þú aö þessi misniunur stafí? Það kemur fram í könnun land- læknis veturinn 1984-85 að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þ.e. í Reykja- vík og á Reykjanesi lcita oftar til læknis en íbúar á Norðurlandi vestra, Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi gera að meðaltali. Þarna er um 40% munur á. Þessi aukna ásókn í heilbrigðis- þjónustu getur stafað af þrennu. Lakara heilsufari, vanræktri heil- brigðisþjónustu í dreiflrýli, eða því að heilbrigðisþjónustan á höfuð- borgarsvæðinu leysir ekki verkefni sín á nógu virkan hátt. Þessar staðreyndir eru ekki ein- göngu mál höfuðborgarbúanna. Utanspítalaþjónustan í Reykjavík er að stórum hluta greidd af Trygg- ingarstofnuninni. Á sama tíma borga sveitarfélög út á landi hlut- fallslega meira til sinna heilsu- gæslustöðva heldur en Reykjavík- urborg sem í staðinn lætur Trygg- ingarstofnunina þ.e. alla lands- menn borga brúsann. Fyrir utan kostnaðarmuninn hef ég áhyggjur af því að heilsu- verndarstarfi hefur verið lítill gaumur gefinn þó e.t.v. séu augu manna að opnast nú. Skipulag heilbrigðisþjónustu á höfuðborgar- svæðinu hentar illa þegar beita á einstaklingsbundnum hcilsuvern- daraðgerðum, og nær ekki til þeirra hópa sem að jafnaði verða útundan. Nú kostar heilbrigðisþjónustan mikið fé.Hvað er til ráða til þess að bæta kerfíð án þess að kostnaður aukist úr hófi, eða greiðslur þess sem nota það verði teknar upp í auknum mæli? Það liggja fyrir rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis austan hafs og vestan þar sem sýnt hefur verið fram á að fjárfesting í frumheilbrigðisþjónustu og upp- bygging heilsugæslustöðva er hag- kvæm og hefur leitt til minni eftir- spurnar eftir dýrari sjúkrahúsþjón- ustu. Ráðin við þeim heilbrigð- isvandamálum sem í dag taka stærstan toll meðal vestrænna þjóða eru fólgin í forvarnarstarfi og heilsuvernd, en ekki í viðgerð- um á því sem þegar hefur bilað. Árangur næst ekki nema kröftum og fjármagni verði beint til þessara verkefna. Það gerist ekki með því að fjársvelta sérhæfðu þjónustuna því hennar þurfum við með nú og framvegis. Þá er mikil þörf á því að skil- greina betur ábyrgð og starfssvið stofnana og starfsstétta í þjónust- unni við fólkið og á fjármunum sem til hennar er veitt. JK heilsuverndin batnaði með þessu kerfi. Lögin tóku hins vegar á ófullnægjandi hátt á skipulagi þess- ara mála á höfuðborgarsvæðinu. Það er og höfuðeinkenni þessa kerfis og einn af mestu kostum þess að starfsmenn heilbrigðis- þjónustunnar í dreifbýli bera pers- ónulega ábyrgð á heilsuverndinni og öllum heilbrigðismálum stórum sem smáum hjá fólki á landfræði- lega afmörkuðu svæði. Fólkið veit hvert það á að leita og þjónustan er löguð eftir þörfum þess. Heil- Stefán Þórarinsson, yfirlæknir brigðisstarfsmenn verða að lcysa vandamálin sem upp koma sjálfir eða með hjálp hinnar sérhæfðu þjónustu. Þetta er lykilatriði og leiðir til þess að vissir hópar verða síður útundan s.s. aldraðir og þeir sem haldnir eru langvinnum geð- sjúkdómum. Hvaða ástæður eru fyrir því að seinna hcfur gengið að koma þessu kerfí á í höfuðborginni? Þær eru mjög margar. Menn hafa ekki skilið í hverju styrkur heilsugæslunnar og heilbrigðis- þjónustunnar á landsbyggðinni er fólginn. Fullyrt er að þetta kerfi henti ekki í höfuðborginni eða í Heilsugæsiustöðin á Egilsstöðum þéttbýli. Það er í og með vegna þess að lögin taka ekki á fullnægj- andi hátt á skipulagsvanda þessara mála á höfuðborgarsvæðinu. Al- menningur hefur ekki krafist þeirr- ar lágmarksþjónustu sem er talin sjálfsögð annars staðar á landinu, og þar að auki er það hagsmunamál margra að viðhalda núverandi kerfi. Einnig má geta þess að menntun heilbrigðisstétta miðast við það kerfi sem ríkir á höf- uðborgarsvæðinu og það þykir fag- lega eftirsóknarverðara að vcra framarlega í sérgrein heldur en starfa í frumþjónustunni. Síðast en ekki síst hefur vegið þungt skiln- ingsleysi fjárveitingavaldsins,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.