Tíminn - 06.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 586495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Grunnvatnið á Reykja- nesi er ein heild Það vakti mikla athygli hérlendis þegar það spurðist að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefði auglýst í bandarískum blöðum eftir þarlendum aðilum til að framkvæma rannsóknir á neysluvatni fyrir sig, án þess að tilkynna þá ráðagerð nokkuð fyrir íslenskum stjórn- völdum. Fyrir tilviljun rakst íslenskur námsmaður á auglýsingu þessa og lét íslenska aðila vita hvað stæði til. Það varð til þess að Orkustofnun og Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen buðu í verkið og nú mun þegar hafa borist það svar að Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen fái ekki verkið. Þessi málsmeðferð Bandaríkjamanna er ein og sér fyrir neðan allar hellur. Þar að auki virðast þeir ekki átta sig á ýmsum staðreyndum varðandi neysluvatn á Reykjanesi sem gera það ókleift að nokkur niðurstaða fáist þótt athugað sé eitt vatnsból af mörgum sem þar eru. Reykjanesið er mjög sprungið svæði og opið. Sjór er undir öllum skaganum en ofan á sjónum flýtur lag af fersku grunnvatni. Þetta grunnvatnslag er talið tiltölu- lega þunnt en þó breytilegt eftir því hvar það er. Gæta verður þess að rjúfa ekki þetta lag því við það verður allt svæðið mengað. Það er því ekki hægt og með öllu óforsvaranlegt að hrært sé í því á ákveðnum stað. Á Reykjanesinu eru margar fiskiræktarstöðvar sem þurfa mikið magn af ferskvatni. Þær einar sér óska eftir að fá meira vatn en svæðið hefur upp á að bjóða. Þá tekur Hitaveita Suðurnesja allt sitt vatn á þessu svæði. Vatnsból varnarliðsins er á miðju svæðinu og ekki hægt að skilja það eitt frá. Miklar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á vatni á Reykjanesskaganum. Orkustofnun og Verkfræðiskrif- stofa Sigurðar Thoroddsen hafa undanfarin 10 ár kortlagt þar alla strauma, verið með síritandi mæla til að fylgjast með niðurdælingu og mælt þykkt grunnvatns- ins. Orkustofnun er með ákveðnar hugmyndir um nýtingu vatnsins þannig að það spillist ekki, og hefur farið fram á sérstaka fjárveitingu til að vinna að því. Suðurnesja- menn hafa áttað sig á nauðsyn þessa og vilja vinna að málinu í heild. Óskað hefur verið eftir því við Varnarmálanefndina að hún taki þátt í þessum rannsóknum og því kemur það eins og skrattinn úr sauðaleggnuni að varnarliðið sé að leita eftir tilboðum frá bandarískum aðilum til að rannsaka þeirra vatnsból sérstaklega. Þannig skal það ítrekað að grunnvatnið á Reykjanesi er ein heild sem ekki má raska á einum ákveðnum stað án þess að það spilli öllu svæðinu. Ætli Bandaríkjamenn að framkvæma athuganir af einhverju viti verða þeir að bora ótal holur um allan skagann og framkvæma þar mælingar sem þeir hafa engar heimildir fyrir. Bandaríkjamenn verða að átta sig á því að þeir lifa hér á landsins gæðum og geta ekki ráðskast með auðlindir þess án samráðs við íslendinga. íslendingar hafa leyft þeim að vera hér og þar með verða þeir að sætta sig við að íslendingar stjórni framkvæmdum af því tagi sem hér um ræðir. Laugardagur 6. september 1986 lllllllllllllllllllllll MENN OG MÁLEFNI Haraldur Ólafsson: Skemmdarverk eða andóf? Fáránleiki valdsins Þegar góði dátinn Svejk hafði um hríð verið í fangelsum keisar- ans og rannsóknardómarinn hafði yfirheyrt hann nokkrum sinnum var hann ekki alveg viss hvort heldur hann var sakaður um land- ráð eða fyrir að hafa skotið Ferdín- and erkihertoga í Sarajevo. Að vísu var hann handtekinn fyrir að hafa lýst þeirri skoðun sinni, að morðið á Ferdínand mundi leiða til styrjaldar, en gestgjafinn í Bikarn- um þar sem Svejk fékk sér ölkrús á kvöldin, varð hins vegar uppvís að þeim landráðum að segja, að flugurnar hefðu skitið á myndina af Frans Jósef keisara. Fáránleiki valdsins og stríðsins er ef til vill það sem gerir söguna af Sejk ódauðlega. Saga hans er saga um raunveruleika, ekki fárán- legar hugdettur sniðugs grínista. Veruleikinn er svo margfalt fárán- legri en hugarfóstrin. Sagan af góða dátanum Svejk kom mér í hug þegar ég frétti fyrir nokkrum dögum að komið væri að því að kveða upp dóm í máli útvarpsfólksins, sem mótmælti valdníðslu og brotum á rétti sínum fyrir hartnær tveimur árum. Ein- hvern veginn hafði ekki hvarflað að mér, að nokkurn tíma félli dómur í því máli fremur en málum Svejks. Lögmæt viðbrögð Þegar svo sú fregn barst að málflutningi væri lokið og dóms að vænta virtist mér sem hér væri á ferðinni undarlegt mál. Málsatvik eru einföld. Heildarsamtök laun- þega boða verkfall á ákveðnum degi. Ekkert liggur fyrir um að óhjákvæmilega komi til verkfalls. Fjármálaráðherra ákveður að ekki skuli greitt kaup fyrir þann mánuð, sem boðað er að verkfallið skuli hefjast í. Starfsfólk fjölmargra stofnana mótælir þessu, og vafi leikur á lögmæti þessarar aðgerðar ráðherrans. Meðal þeirra sem mót- mæla erstarfsfólk Ríkisútvarpsins, og það leggur niður vinnu til að undirstrika óánægju sína með það, sem því sýnist lögbrot og vald- níðsla ráðamanna. Starfsfólkið býðst til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu og þeirri öryggisgæslu sem útvarpið hefur frá upphafi starfsemi sinnar talið sér skylt að annast. Þau íhaldsöfl, sem sýndu sitt rétta and- lit í vinnudeilunni haustið 1984, streittust á móti og var engu líkara en allt kapp væri lagt á að halda útvarpinu lokuðu. Samtímis gekkst flokkur fjármálaráðherra og menntamálaráðhera, þeirra tveggja ráðherra, sem tengdust mest máli útvarpsfólksins, fyrir því að hefja útsendingar frétta og fréttaskýringa, þvert ofan í skýr lagaákvæði, sem bönnuðu slíkt. Og til að kóróna allt var svo send út ákæra á útvarpsfólkið, og sú verður að vera,“ sagði Svejk. Aga skyldi beitt gagnvart þeim, sem dirfðust að verja hendur sínar. Atlögunni var hrundið Sem betur fer féll dómur á þann veg, að forðað var stórslysi. Út- varpsfólkið var sýknað af öllum ákærum, eins og þjóðin hafði löngu áður sýknað það af hinum fárán- legu sakargiftum. Atlögunni var hrundið. En við getum verið viss um, að sterk öfl í þjóðfélagi okkar munu halda á- fram að vinna að því að finna ráð gegn launafólki landsins og sam- tökum þess. Þess vegna verðum við að átta okkur vel á því sem er að gerast og bregðast við með því að sameina félagshyggjufólk, hvar í flokki sem það stendur til þess að verja það sem áunnist hefir og bæta jjjóðfélagið og standa vörð um rétt okkar og hagsmuni. Fróðleg könnun Á fjörlegu þingi Sambands ungra framsóknarmanna sem hald- ið var að Hrafnagili í Eyjafirði um síðustu helgi var margt fróðlegt sagt. Vissulega væri ástæða til að ' kryfja til mergjar margt af því, sem þar fór fram. Það verður þó ekki gert að sinni. Tvennt vil ég þó benda á, sem einkum vakti athygli mína. í fyrsta lagi er ástæða til að fagna því framtaki SUF að fela Félagsvísindastofnun háskólans, að gera könnun á ýmsum þáttum er snerta íslensk stjórnmál, og þá einkum stöðu Framsóknarflokks- ins. Slíkar kannanir eru flokkum nauðsynlegar og geta komið að miklu gagni ef rétt er á haldið. Merkilegasta niðurstaða könnun- arinnar er tvímælalaust sú, að fram kemur, að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur öflugri byggðastefnu. Og í Reykjavík er mikill stuðningur við átak í byggða- málum. Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Reykjavík Iýsti á fundi sínum í fyrra ákveðnum stuðningi við byggðastefnu og hvatti til ein- ingar allra landsmanna í þeim málum. Frábær ræða Annað atriði vil ég nefna. Við upphaf þingsins hélt Ingvar Gísla- son, þingmaður, athyglisverða ræðu. { fáum meitluðum orðum lýsti hann stefnu og hlutverki Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. Hann minnti á verk- efni framtíðarinnar og hvernig flokkurinn ætti að búa sig undir að mæta nýjum viðhorfum og verk- efnum sem leysa ætti á grundvelli skynsamlegrar stefnu miðflokks en ekki eftir kokkabókum marxisma eða kapitalisma. Ræða Ingvars var hápunktur hins athafnasama og fjöruga þíngs. ákæra var ekki byggð á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ekki var hún heldur byggð á vinnulöggjöfinni. Nei, ákæran hljóðaði upp á brot sam- kvæmt 176. gr. hegningarlaga. Um hvað fjallar þessi 176. grein? Greinin kom inn í íslensk lög veturinn 1940, á stríðstímum, og segir fyrir um refsingu fyrir að vinna skemmdarverk á útvarpi og síma, meðal annars. Sem sagt: Útvarpsfólk, sem var að verja rétt sinn í launabaráttu var sett á bekk með skemmdarverkamönnum! Breitschneider í austurrísku leyni- lögreglunni hefði ekki gert það betur. Skemmdarverkamenn? Þegar nú búið var að afgreiða útvarpsfólkið sem skemmdar- verkamenn, eitthvað á svipuðu stigi og bretónsku frelsishreyfing- , una (meðlimir hennar sprengja gjarnan útvarpsmöstur á Bretagne- skaga), þá hélt frelsið innreið sína. Þjóðfélagið var í hættu. Hópur skemmdarverkamanna ógnaði ör- yggi ríkisins. Nauðsyn braut lög. I skjóli neyðarréttarins hóf hver sem vildi að bjarga lýðveldinu. Æðstu menn Sjálfstæðisflokksins vörpuðu öndinni léttara. Þeiráttu þærsveit- ir að bakhjarli sem hægt var að grípa til þegar hætta vofði yfir. Þótt ekki væri með öllu hægt að þagga niður í skemmdarverkalið- inu þá var öryggi í því fólgið að hafa menn með hreinar hugsanir talandi til þjóðarinnar. En verkfallinu lauk og sakir voru jafnaðar, - nema ein. Það var ekki hægt að fyrirgefa launafólkinu' á Ríkisútvarpinu að það hefði snúist til varnar rétti sínum. Þær sakir yrðu ekki gefnar upp. Nýr pólitískur veruleiki Ég sagði það haustið 1984 og segi það enn, að atburðirnir í tengslum við verkfall BSRB í októ- ber hlutu að opna augu manna fyrir nýjum veruleika í íslenskum stjórnmálum. Síðan þá hafa komið í ljós svo margs konar veikleikar í íslensku efnahags- og þjóðfélags- kerfi, að langan tíma mun taka að færa það í lag. Menn fundu að sterk öfl voru tilbúin að leggja mikið að sér við að ná tökum á fjölmiðlum í landinu vegna þess, að fólki verður stjórnað á öruggast- an hátt með þeirri innrætingu, sem það tekur ekki eftir. Peningavaldið sýndi að það vildi aga lýðinn. „Agi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.