Tíminn - 06.09.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. september 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Vélin sem raent var á nugvellinum í Karachi í Pakistan í gær var frá bandaríska flugfélaginu Pan Am af gerðinni Boeins 747. Myndin sýnir samskonar flugvél á Keflavíkurtlugvelli. Flugrán í Pakistan: Sérsveitir yfirbuga flugvélarræningjana Miöjarðarhafiö: Bandarískt flugmóðurskip lætur úr höfn Bandaríska flugmóðurskipið Forrestal fór í gær frá Napolí á Ítalíu en bandarískir sjóliðsforingjar vildu ekki segja hvert skipið væri að fara. Foringjarnir vildu einungis staðfesta að skipið væri farið frá Ítalíu, en Forrestal tók þátt í sameiginlegum heræfingum með Egyptum í Mið- jarðarhafinu undan landhelgi Líbýu í síðustu viku. Reuterfréttastofan hafði það þó eftir embættismönnum í Washington í gær að brottför skipsins væri tengd flugráninu' í Pakistan í gærmorgun. Embættismennirnir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um hvert flug- móðurskipið færi, eða hvað það ætti að gera. Sérsveitir pakistanska hersins réðust inn í bandaríska farþegaþotu á Karachiflugvelli í Pakistan um kl. 5 í gær og yfirbuguðu fjóra menn sem höfðu tekið hana herskildi snemma í gærmorgun. I skothríðinni munu 15 af þeim tæplega 400 farþegum sem í vélinni voru hafa látist, og tugir manna særst. Að sögn vitna, réðust sérsveitirnar inn í flugvélina eftir að ræningjarnir höfðu haflð ómarkvissa skothríð inni í vélinni. Einn ræningjanna var drepinn, annar særður en hinir tveir voru teknir lifandi. Þegar skothríð ræningjanna hófst hrundu farþegar upp hurðum og settu í gang öryggisrennu og tókst mörgum þeirra að flýja úr vélinni á þann hátt. Handsprengjur sem ræningjarnir köstuðu sprungu ekki. Pað var um kl. sex í gærmorgun að staðartíma að fjórir þungvopnað- ir menn hertóku farþegaþotu frá bandaríska flugfélaginu Pan Ameri- can, á flugvellinum í Karachi í Pakistan. Mennirnir, sem voru vopnaðir sjálfvirkum byssum af sov- éskri gerð og handsprengjum, komu inn í flugvélina dulbúnir sem örygg- isverðir um svipað leyti og farþeg- arnir. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 747. hafði millilent í Karachi á leið sinni frá Bombay til Frankfurt í Pýskalandi. Einn maður hefur látist af völdum skotsára. sem hann hlaut þegar ræningjarnir tóku flug- vélina, en tveir flugvallarstarfsmenn og farþegi annarrar vélar særðust einnig í þeirri skothríð. Skothríðin varaði hins vegar flugmenn vélarinn- ar við því, að ekki var allt með felldu. Flugmennirnir brugðu skjótt við og flúðu niður kaðalstiga úr flugmannaklefanum og komust burt heilu og höldnu. Mikið lið lögreglu ogsjúkra- og slökkviliðsmanna um- kringdi vélina á skammri stundu. Fjórmenningarnir, sem rændu vélinni töluðu arabísku og er talið að þeir séu af líbýskum eða palestínsk- um uppruna. Ræningjarnir kröfðust þess af pakistönskum stjórnvöldum, að fá flugáhöfn í vélina sem færi með þá til Kýpur þar sem leystir yrðu úr haldi fangar sem í haldi eru í fangelsi í Larancha. Farþegar í þotunni voru flestir Indverjar, en einnig rúmlega 40 Bandaríkjamenn, einir 15 Bretar og 2 Svíar. Ræningjarnir sögðust myndu byrja að drepa farþega kl. 2 í gærdag ef kröfum þeirra yrði ekki fullnægt, en fresturinn rann út án þess að nokkur ummerki sæjust um aftökur. Ræningjarnir framlengdu síðan frestinn um 4 klst. og kom því árás sérsveitanna um 50 mínútum áður en fresturinn rann út. Mestan hluta dagsins sátu ræningj- arnir á verði í flugvélinni, einn í flugmannaklefanum, á meðan hinir gættu dyranna. í samningaviðræðum sínum við pakistönsk stjórnvöld höfðu ræningjarnir íhugað þann möguleika að sleppa öllum farþeg- unum ef flugmennirnir kæmu aftur, en skiptu síðan um skoðun og sögðu að einungis konum og börnum yrði sleppt ef flugmenn kæmu og flygju mcð þá til Kýpur. Stjórnvöld á Kýpur, íran og Lí- banon höfðu öll tilkynnt að vélinni yrði ekki leyft að lenda í þessum löndum. Tvenn samtök múslima hafa sagst hafa skipulagt ránið, önnur samtök- in eru lítt þekkt og kalla sig „Líbýsku byltingardeildirnar" en tilkynning frá þeim kom til fréttastofu á Kýpur. Hin samtökin kalla sig „Jundallah" eða „Hcrmenn guðs“ og sendu þau dagblaði í Beirút vélritaða tilkynn- ingu. Bæði samtökin sögðust hafa valið vélina vegna þess að um borð í henni væru bandarískir leyniþjón- ustumenn. Sjá einnig erlendar fréttir ábls. 10-11. Flugrán í Pakistan: Tvenn samtök lýsa ábyrgð á hendur sér Fjórir fangar á Kýpur: Hverja vildu flugvéla> ræningjarnir lausa? Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum á Kýpur eru einungis fjórir menn þar í haldi sem koma til greina sem þeir fangar, sem flugvélaræningjar bandarísku Boeing farþegaþotunnar vildu fá lausa, en þeir eru: Ian Michael Davison, 25 ára breskur trésmiður, sem dæmdur var ásamt tveim öðrum í lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa drepið tvo menn og eina konu frá ísrael um borð í snekkjunni „First“, í Larnaca Marina í september 1985. Davison sagði árið 1985 að hann væri meðlimur í sérsveit í PLO, sem kallast „Sveit 17.“ Þegar hann var fangelsaður í desember sl. sagði hann aðspurður um hvort hann byggist við að verða frelsað- ur: „Við verðum bara að sjá til.“ Khaled Addel E1 Khatib, 28 ára námsmaður frá Sýrlandi, en hann er í lífstíðarfangelsi fyrir sömu sakir og Davison. Khatib sagðist við réttarhöldin í desember vera palestínskur skæruliði frá Beirút og fyrrum lífvörður leiðtogans Abu Hassans, sem dó þegar bíla- sprengja sprakk árið 1979. Abdel Hakim Saado Al-Khalifa, 29 ára bílstjóri frá Jórdaníu. Hann er einnig í lífstíðarfangelsi fyrir sömu sakir og Davison og Khatib. Amin Suleyman Zarour, 25 ára Líbani, er fjórði fanginn sem til greina kemur að flugræningjarnir hafi viljað lausan. Hann er í gæslu- varðhaldi og bíður réttarhalda, sem eiga að fara fram 22. septem- ber og hann er ákærður fyrir að hafa ólögmæt vopn og sprengiefni í hafurtaski sínu. Hingað til óþekkt samtök, „Líbýsku byltingardeildirnar" hringdu á alþjóðlega fréttastofu í Nicosia á Kýpur og kváðust bera ábyrgð á flugráninu í Pakistan. í upphringingunni sagði orðrétt: „Líbýsku byltingardeildirnar til- kynna hér með, að þær eru ábyrgar fyrir að ræna bandarísku flugvélinni sem nú er á flugvellinum í Karachi, vegna þess að um borð í vélinni eru bandarískir leyniþjónustumenn sem hermenn okkar munu dæma og taka af lífi.“ Nokkru eftir að þessi orðsending kom fram á Kýpur var vélritaðri orðsendingu á arabísku komið á ritstjórnarskrifstofur óháðs blaðs í Beirút. Yfirlýsingin byrjaði á versi úr Kóraninum og titillinn á henni var „Yfirlýsing númer 1“. Orðrétt segir í orðsendingunni: „Jundallah sam- tökin (hermenn guðs) lýsa á hendur sér ábyrgð á árás á nokkra yfirmenn úr bandaríska hernum, og leyniþjón- ustumenn frá CIA ásamt leyniþjón- ustumönnum úr ísraelsku leyniþjón- ustunni Mossad, sem eru um borð í bandarísku farþegaþotunni á flug- vellinum í Karachi í Pakistan. Þessir menn eru hluti af samsæri gegn stríðandi þjóðum, og hyggjast myrða, stunda hryðjuverkastarfsemi og blóðsúthellingar, á laun og fyrir almanna sjónum. í hroka sínum og fjandskap við múhameðstrúarmenn og frelsisunnandi þjóðir, sem leita eftir sjálfstæði.“ Þá segir ennfremur í orðsending- unni að „Martyr Zulfikar Ali Butto" herdeild samtakanna hafi tekist vel upp um morguninn og allt hafi gengið samkvæmt áætlun. Ennfremur kemur fram að árásinni sé ekki beint gegn bandarísku þjóðinni heldur hryðjuverkastjórn Reagans sem þráfaldlega vanvirði öll mannleg gildi. Líbýa neitar tengslum við flugránið í Pakistan - telur CIA eiga hlut að máli Líbýumenn hafa harðlega neitað því að þeir hafi staðið á bak við flugvélaránið í Pakistan í gær, og segja að verið væri að búa til ástæðu fyrir Bandaríkin að ráðast á sig. Athyglin beindist strax að Líbýu þegar samtök sem kalla sig „Líbýsku byltingardeildirnar" sögðust bera ábyrgð á ráninu. Jana, opinbera fréttastofan í Lí- býu sagði í gær að þeir hefðu hvergi komið nærri og undruðust að þessar leiðir væru notaðar til að flækja Líbýu í málið. Málatilbúningur af þessu tagi gæti einungis hafa komið frá ötlum sem fjandsamleg væru Líbýu, eins ogt.d. bandarísku leyniþjónust- unni CIA, „til þess að skapa innan- tóma ástæðu fyrir því að gera árás á Líbýu og réttlæta slíka árás“, eins og fréttastofan komst að orði. Gaddafí Líbýuforseti er nú á þingi óháðra ríkja í Harare í Zimbabwe og hefur hann einnig neitað tengslum við flugránið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.