Tíminn - 02.10.1986, Blaðsíða 1
SFJALDHAGI
allar upplýsingar
á einum stao
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
ISTUTTU MALI...
FORSÆTISRÁÐHERRA
hefur frestaö ferö sinni til Svíþjóðar
sem hefjast átti 7. október vegna
leiðtogafundarins í Reykjavík síöar í
vikunni. Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra Svíþjóðar hefur orðið við þeirri
beiðni Steingríms Hermannssonar að
opinberri heimsókn verði frestað um
óákveðinn tíma.
BISKUP hefur sent prestum
landsins tilmæli um að þeir biðji fyrir
því í kirkjubæn við guðsþjónustur á
sunnudaginn að viðræður leiðtoga
stórveldanna leiði til friðar í heiminum.
Ennfremur hefur biskup ákveðið að
kalla saman Kirkjuþing 11. nóvember
og verður það haldið i Bústaðakirkju.
NEYTENDASAMTÖKIN
og Félag íslenskra iðnrekenda hafa
orðið sammála um að gera hlutlausa
úttekt á innihaldsmerkingum á innlend-
um og erlendum matvælum og efna-
vörum. M.a. verður kannað hvort hér
séu á boðstólum matvæli og efni sem
uppfylla ekki kröfur heilbrigðisyfirvalda
um innihald og ítarleg úttekt gerð á
innihaldsmerkingum vara og faglegur
samanburður gerður á gæðum vara
sem neytendum er boðið upp á.
ARNARFLUG hefur ráðið
Kristin Sigtryagsson framkvæmda-
stjóra frá og með 1. janúar n.k. en fram
ao þeim tíma gegnir \
Agnar Friðriksson
áfram starfinu. Krist-
innerlöggilturendur-
skoðandi frá 1970 en
hafði frá árinu 1963
starfað hjá Endur-
skoðendum N.
Manscher og hefur
frá 1970 verið með-
eigandi og fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
HLAÐVARPINN hefur hafiö
sölu á 2. flokki happdrættis sem kallað
er Lukkupottur Hlaövarpans. I pottin-
um eru 1000 miðar og kostar hver miði
1000 krónur. Vinningurinn er síðan
bifreið á krónur 450 þúsund.
SVALA THORLACIUS
var kosin maður mánaðarins á Rás 2
i gær og af því tilefni verður hún í
viðtali hjá Rás 2 fyrir hádegi. Þetta er
í fyrsta sinn sem kona er valin maður
mánaðarins á Rás 2. Hingað til hafa
það verið stjórnmálamenn eða íþrótta-
hetjur, hvorutveggja karlkyns, sem
valdir hafa verið, en Svala hefur verið
mikið í sviðsljósinu að undanförnu
sem lögfræðingur foreldra í Reykjavík,
vegna nauðgunar sonar þeirra.
GEORG ADAMS tenórsaxó-
fónleikari og Don Pullen píanóleikari
koma hingað til lands, í boði Jassvakn-
ingar, með kvartett sinn. Þeir leika á
tónleikum í Gamla biói þann 16.
október. Aðrir meðlimir kvartettsins
eru Dannie Richmond og Lonnie Plax-
ico. Kvartettinn hefur áður komið til
íslands. Það var árið 1979 en þá léku
þeirfélagar í Austurbæjarbíói.
TILFÆRSLUR í utanríkisþjónust-
unni hafa verið ákveðnar. Einar Ben-
ediktsson tekur við embætti sendi-
herra í Brussel þann fyrsta nóvember.
Þá mun Ólafur Egilsson, skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins, taka við em-
bætti sendiherra í London þann fyrsta
nóvember.
KRUMMI
...ætli það vilji ekki
einhverjir nú flensa
í Daniloff...
■HHHMHMHnraHMMMMHBHHBHi
Ný spá Seölabankans:
Hitnar við rauða strikið
- Verðbólgan 2-2,5% meiri en áöur var spáð
„Rauða strikið" á enn eftir að
gefa sig þann 1. des. nk. og valda
þá einhverri launahækkun umfram
kjarasamninga, að því er fram
kemur í forsendum nýrrar spár
Seðlabankans um þróun helstu
verðlagsvísitalnanna þriggja. í
spánni reiknar Seðlabankinn með
að vísitölurnar hækki um eða rúm-
lega 2% meira frá ársbyrjun til
ársloka en gert var ráð fyrir í spá
þeirri sem gerð var eftir kjarasamn-
ingana í febrúar sl.
Þannig er nú reiknað með að
framfærsluvísitalan muni hækka
um 9,9% í stað 8% (jan-jan.),
byggingarvísitalan um 14,3% ístað
11,9% og lánskjaravísitalan um
13,2% í stað 10,9% í spánni í vor.
Ástæður þessa eru einkum sagð-
ar tvær. f fyrsta lagi sé nú gert ráð
fyrir að kauptaxtar hækki um 25%
í stað 20,5% í fyrri spá. Munurinn
sé annars vegar vegna sérstakra
hækkana vegna rauðu strikanna og
hins vegar vegna sérkjarasamning-
anna að undanförnu. í öðru lagi
hafi gengissig orðið meira en reikn-
að var með. Þannig hafi verð
erlendra gjaldmiðla hækkað um
rúm 3% að meðaltali frá maílokum
til miðs september. Á móti korni
meiri lækkun innflutningsverðs í
erlendri mynt, en reiknað var með
í spánni í vor.
Helstu forsendur þessarar nýju
spár - auk kjarasamninga og
rauðra strika - eru að gengið verði
óbreytt til áramóta og að einhver
umframhækkun verði á launum 1.
desember vegna rauða striksins,
sem fyrr greinir.
- HEI
Boltinn
í„röngu“
marki!
Juventus sigraði Val með 4
mörkum gegn engu í síðari leik
liðanna í Evrópukeppni meist-
araliða á Laugardalsvelli í
gærkvöld. Sigur Juventus var
óþarflega stór miðað við gang
leiksins en það voru leikmenn
Juventus sem nýttu sín færi, Vals-
menn ekki. Á mynd Péturs sést
þriðja mark Juventus sem
Laudrup skoraði í fyrri hálfleik.
Hann snýr baki að markinu, hef-
ur þegar hlaupið af stað til að
fagna. Iimamv n(t-rt‘(iir
Líkur benda nú til að bandaríski
blaðamaðurinn Nicholas Daniloff,
sem var í haldi í Sovétríkjunum
ákærður fyrir njósnir, muni koma
til Reykjavíkur til þess að fylgjast
með fundi þeirra Gorbatsjovs og
Reagans. Þegar Daniloff mætti til
starfa á ný á ritstjórn tímaritsins
síns „US News and World Report"
í gær, var honum fagnað sem hetju
af starfsbræðrum sínum. Við það
tækifæri sagði Daniloff, að hann
vildi gera það að sínu fyrsta verk-
efni að fara til Reykjavíkur og
fylgjast með leiðtogafundinum fyr-
ir tímaritið. Tíminn hafði samband
við ritstjórn tímaritsins í Washing-
ton í gær og sagði fulltrúi Davids
Gergens fréttaritstjóra, að stefnt
væri að því að senda Daniloff til
íslands. „Við vonum að Nick geti
farið, en við erunt enn að vinna í
því að útvega nauðsynleg leyfi fyrir
hann og það er ekki í okkar valdi
að ganga frá þeirn. Hins vegar má
reikna með að við vitum um þetta
í vikulokin," sagði fulltrúinn.
Tíminn reyndi árangurslaust að ná
tali af Daniloff í gærkvöld. en hann
gerði aðeins stuttan stans á rit-
stjórn tímaritsins áður en hann fór
í móttöku í Hvíta húsinu.
Fréttamaður Tímans í London
fékk hins vegar þau svör í Lund-
únaskrifstofu „US News“ að sá
maður sem væri í aðstöðu til að
vita um þetta þar, segði að Daniloff
myndi fara til íslands.
Almennt telja fréttaskýrendur
að Reagan Bandaríkjaforseti og
Gorbatsjov leiðtogi sovéska
kommúnistaflokksins hafi valið ís-
land sem fundarstað a.m.k. að
hluta til vegna þess, að talið er
ólíklegt að hér muni koma til
and-sovéskra mótmæla sem gætu
komið Gorbatsjov t' óþægilega að-
stöðu, en slíkt gæti hafa komið upp
t.d. í London eða Bandaríkjunum.
Hins vegar er Ijóst að ef Daniloff
kemur til Reykjavíkur gæti það
skapað mjög óþægilega stöðu fyrir
Gorbatsjov, sem hefur lýst því yfir
að Daniloff-málið hafi verið notað
af bandarískum stjórnvöldum til
þess eins að spilla fyrir samskiptum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Gorbatsjov sagði m.a. í lok síðasta
mánaðar að „Bandaríkin tækju
málstað njósnara sem gripinn hafi
Blaðamaðurínn umdeildi Nicholas DanilofT.
verið glóðvolgur við njósnastarf-
semi.“
Þá getur nærvera Daniloffs ekki
síður valdið Reagan Bandaríkja-
forscta vandræðum, því miklu tnáli
getur skipt hvernig Reagan brcgst
við ef blaðamaðurinn Daniloff ger-
ir tilraun til að taka viðtal við
Reagan eða einfaldlega að spyrja
hann nokkurra spurninga. í við-
kvæmum viðræöum leiðtoganna
gæti of „hlýlegt" viðmót Rcagans
gagnvart Daniloff augljóslega kælt
viðmót Gorbatsjovs í þcssum við-
ræðum. Því má ljóst vcra að Dani-
loff málið er ckki úr sögunni,
heldur hcfur það nú tekið nýja
stefnu. _ BG/D. Keys
Verður óvæntur gestur viöstaddur toppfundinn í Reykjavík?
Daniloff kemur
sem blaðamaður
- fái hann tilskilin leyfi. -Vonum aö hann geti farið, segir US News and World Report