Tíminn - 02.10.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 02.10.1986, Qupperneq 2
2 Tíminnl Fimmtudagur 2. október 1986 Álagning apóteka á lyf nær tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð: Gefur apótekurum hér um 136 millj. umframtekjur Um 3,5 milljónir á hvert apótek að meðaltali Smásöluálagning apóteka á lyf er um 59% hærri hér á landi en í Svíþjóð og um 59% hærri en í Noregi, sem veldur því að útsölu- verð lyfja (án söiuskatts) er 15-31% hærra hér á landi en í þessum tveim Skandinavíulöndum, miðað við að innkaupsverð lyfjanna sé það sama. Af um 964 milljóna króna lyfjasölu íslenskra apóteka í fyrra hafa apótekin fengið um 312 milljóna króna smásöluálagningu í sinn hlut, í staðinn fyrir um 176 milljónir ef álagningin væri hér sú sama og í Svíþjóð, þar sem ríkið rekur lyfja- smásöluna. Munurinn, um 136 mill- jónir króna, sem allur er greiddur af sjúkrasamlögunum, samsvaraði um 3,5 millj. króna á hvert hinna 39 íslensku apóteka að meðaltali á síðasta ári. Framangreindar upplýsingar um skiptingu lyfjaverðsins koma fram í nýlegri norrænni lyfjaskýrslu, (Nor- disk Lákemedels-statistik). Afskipt- ingu lyfjaverðsins má sjá, að á lyf sem kostar 100 kr. í innkaupsverði (verksmiðjuverði) fá íslenskir apó- tekarar að leggja rúmlega 80 kr. smásöíuálagningu (68% ofan ái heildsöluverð) á móti 73 kr. í Danmörku, tæplega 51 kr. í Noregi og aðeins tæplega 45 kr. í Svíþjóð (42% á heildsöluverð). Par sem hluti sjúklinga í kostnaði þeirra lyfja sem apótekin selja er hér aðeins rúmlega 17% að meðaltali, er ' það sjúkrasamlögin/ríkissjóður sem að lang mestu leyti borgar hinn háa lyfjakostnað á íslandi. Á hinum Norðurlöndunum fjór- um er sá hluti sem sjúklingarnir borga beint frá 28% í Svíþjóð og upp í um og rúmlega helming í Noregi og Danmörku. Útkoman verður sú, að hlutur hins opinbera í lyfjakostnaðinum (sem seld eru í apó- tekunum) er um helmingi hærri hér á landi en í hinum löndunum. Vegna Iyfs sem kostar 1000 kr. frá lyfjaverk- smiðju þarf íslenska ríkið/sjúkra- samlagið að greiða 2050 kr., en það ; opinbera í Svíþjóð 1110 kr., í Dan- mörku 1060 kr. og í Noregi um 990 kr. að meðaltali, eða rétt um helm- ingi minni sem fyrr segir. í riti Tryggingastofnunar kemur fram að lyfjakostnaður sem sjúkra- samlögin greiddu í fyrra var tæplega 800 millj. króna (46,5% hækkun frá 1984). Ef hlutur hins opinbera í lyfjakostnaðinum væri svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum hefði þessi upphæð ekki verið nema um 400 millj. króna. En það samsvarar um 6 þús. kr. á hverja vísitölufjöl- skyldu að meðaltali, sem ríkið verð- ur að fjármagna með einhverskonar skattlagningu. Tekið skal fram að hér hefur aðeins verið fjallað um þann hluta lyfjasölunnar/kostnaðarins sem af- greidd er frá apótekunum, en ekki sjúkrahúsunum. Samtals hefur lyfjakostnaðurinn verið um 1.100 milljónir kr. Cif verð allra innfluttra lyfja á síðasta ári nam um 465 millj. króna, samkvæmt verslunarskýrsl- um Hagstofunnar. Mismunurinn, um 635 millj. kr. hefur bæst við sem álagning og skattar. -HEI Þetta línurit sýnir hve mismunandi há upphæð bætist ofan á verð lyfja sem kosta 100 kr. í innkaupsverði (verksmiðjuverði ef það er framleitt í landinu) áður en þau eru seld út úr apótekum á fjórum Norðurlandanna: íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, eða allt frá 54 kr. í Svíþjóð upp í 148 kr. að meðaltali á íslandi. Fyrst kemur heildsöluálagning, þá smásöluálagning, þá smásöiuálagning apótekanna og loks söluskattur. Svörtu súlurnar sýna hins vegar hve stóran/Iítinn hluta sjúklingarnir greiða beint að meðaltali. Þó upphæðin sé t.d. sú sama í Svíþjóð og á Islandi dugar hún aðeins fyrir um 17% af verðinu hér en um 28% í Svíþjóð. Sá hluti lyfjaverðsins sem greiddur er af hinu opinbera er um tvöfalt hærri hér á landi en á hinum löndunum þrem. 21. einvígisskák fór í biö í gærkveldi: Karpov með ðrlítið betra Anatoly Karpov hefur eilítið betri stöðu í 21. skákinni í einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn sem fór í bið í gær. Kasparov, heims meistari, sem á nú mjög í vök að verjast í einvíginu tefldi varfæmis- lega í upphafi tafls, sneiddi hjá Grúnfeldsvörninni og tefldi þess í stað drottningarindverska vörn eina eftirlætisbyrjun Karpovs trausta og örugga. Karpov er auð- vitað öllum hútum kunnugur þarna og Kasparov vissulega líka, því skák þeirra tók snemma sömu stefnu og fjölmargar skákir í fyrsta einvíginu 1984/45 og þá Karpov ávallt með svart með einni undan- tekningu. í þeirri skák var Kaspar- ov hætt kominn. Fyrstu 15 leikirnir voru þeir sömu og í 6. skák þessa einvígis, sem Karpov vann eftir ævintýralegar flækjur. Kasparov missti þar af vinningi í 27. leik og síðan tókst Karpov að vinna harla jafnteflislegt hróksendatafl hvar báðir keppendur höfðu þrjú peð og kóng. Kasparov endurbætti tafl- mennsku Karpovs í 15. leik og virtist ná að jafna taflið auðveld- lega. En Karpov stólaði greinilega á betri peðastöðu og með sérlega sterkum 26. leik sínum komst hann yfir í heldur betra endatafl sem hefur lítið breyst. Það kann að vera að úrslit einvígisins ráðist á þessari skák. Karpov er meistari í að kreista út vinning úr stöðum sem þessum en það er heldur ekki við neinn aukvisa að etja að þessu sinni. Skákin fer hér á eftir: 21. einvígisskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 (Grúnfelds-vörnin er lögð til hliðar eftir ófarirnar í 17. og 19. skák og skyldi engan undra. Þar með hefur Karpov endanlega ýtt til hliðar aðal leynivopni heimsmeistarans svo ljóst má vera að sálfræðistaðan er honum greinilega í hag.) 3. Rf3b6 (Flestir hefðu átt von á að Kaspar- ov myndi stefna taflinu yfir í drottningarbragð með 3.-d5 en eft- ir hina erfiðu 7. skák áræðir Kasp- arov það ekki heldur velur drott- ningarindverska* vörn sem hann beitir sjaldan.) 4. g3 (Ymis skarparí afbrigði, eins og 4. a3 og 4. Rc3 höfða ekki til Karpovs 1 I ■ ■ # 11 III 4 ■ i ■1 i 4. 1 i i i 1 1 & IHI A 1 11 1111 B 1 H A 11 lu IB A IHI IB w IBI H að þessu sinni.) (Þá er komin upp sama staða og í 4. .. Ba6 6. einvígisskák þeirra félaga frá 5. b3 Bb4t fyrsta einvíginu haustið 1984, gott 6. Bd2 Be7 ef það eru ekki næstum því ná- 7. Bg2 0-0 kvæmlega tvö ár síðan. Karpov 8. 0-0 d5 stjómaði svörtum mönnum lék 15. 9. Re5 c6 - Rb6, en fékk vonda stöðu og 10. Bc3 Rfd7 vann! Kasparov þykir ástæða til að 11. Rxd7 Rxd7 endurbæta taflmennsku Karpovs.) 12. Rd2 Hc8 15. .. bxc4!? 13. e4 dxc4 16. Dc2 Dc7 14. bxc4 b5 17. Rfl e5 15. Hel (Svartur virðist fá öflug mótfæri eftir þennan leik en það kemur í ljós að heilsteypta peðastaða hvíts vegur þyngra.) 18. Re3 exd4 19. Bxd4 Bc5 20. Bxc5 Rxc5 21. Rxc4 Hfd8 22. Hadl Hxdl 23. Hxdl Hd8 (Af taflmennsku Kasparov má ráða að hann er fyllilega sáttur við jafntefli.) 24. Hxd8t Dxd8 25. h4! Dd4 (Til greina kom 25.-Dd3 en hvítur virðist halda frumkvæðinu einnig með 26. Db2. í fljótu bragði virðist svartur standa ágætlega að vígi vegna virkrar stöðu manna sinna sem eiga að bæta upp peðaveikleik- ann á c6. En Karpov hefur séð þetta fyrir, um það ber 26. leikur hans, vitni. Hann tryggir sér nú örlítið betra endatafl með næsta leik sínum.) 26. Db2 (Vegna máthótunarinnar á b8 er þessi leikur mögulegur.) 26. .. Dxb2 27. Rxb2 f6 (En ekki 27. - Rd3 28. Bfl! Rxb2 29. Bxa6 c5 30. Bfl c4 31. Ke2 c3 32. Bd3 ásamt - Bc2, Ke3 - d4 o.s.frv.) 28. f3 Kf7 29. Bfl Bb5- 30. K£2 Ke6 31. Bc4t Kd6 32. Ke3 Rd7 33. f4 Rb6 34. Bg8 (Nú er ljóst að Kasparov berst fyrir lífi sínu.) 34. - h6 35. Rd3 Rd7 36. Kd4 c5t 37. Kc3 Bc6 38. Rf2 Rb6 39. Bb3 Ra8 40. Kd3 Rb6 41. Bc2 III ■I A UIH ■1 ■| m hHH || 1111 & Hl 0| llllli IHI A & mm í£J 111 - Hér fór skákin í bið. Karpov á einhverja vinningsmöguleika og mun án efa tefla þetta endatafl til þrautar. En að mínu viti á Kaspar- ov að halda jafntefli þó það geti reynst ýmsum erfiðleikum undir- orpið. Sannarlega erfið biðstaða og á henni kann heimsmeistara- titillinn að velta. Biðskákin verður. tefld áfram á morgun kl. 13 að íslenskum tíma. Þangað til er staðan jöfn, 10:10.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.