Tíminn - 02.10.1986, Page 8

Tíminn - 02.10.1986, Page 8
8 Tíminn lllllllllllllllHllllllllill TÆKNI OG FRAMFARIR Hlynur Jörundsson: Lífefnaiðnaður Lífefnaiðnaður hefur nú tekið til við að uppfylla þær vonir er menn bundu við hann í byrjun. Dr. Ron Cape, einn af stofnendum CETUS hefur sagt að lífefnaiðnaðurinn sé sá iðnaður sem komi til með að verða virkastur á næstu 25 árum. Og hann heldur því fram að það séu sjálf- stæðu aðilarnir sem komi til með að hafa mest áhrif. Máli sínu til stuðn- ings bendir hann á að 9 af hverjum 10 uppgötvunum á þessu sivði komi fr'á sjáifstæðum framleiðendum. Dr. Cape ætti að vera í stöðu til þess að vita um hvað hann ræðir, fyrirtæki það sem hann veitir forstöðu ber nafnið CETUS og hefur í huga mark- aðsetningu tveggja krabbameins- lyfja í kringum 1988. Efnin, human beta interferon og interleukin-2, eru bæði boðefni sem sctja af stað varn- arkerfi líkamans við innrás vírusa og krabbmeinsfruma. Interlaukin-2 sest á viðtaka T-dráparafruma (til- heyra hvítu blóðkornunum) og hvetja þá til að fjölga sér, interferon ber ekki ósvipuð fyrirmæli til fruma líkamans um að setja sig í varnar- stöðu. Þrátt fyrir mikla sérvirkni efnanna eru þau framleidd með svipuðum aðferðum og önnur prót- ein (eggjahvítuefni). Fyrirtækið ætlar einnig að þróa og selja immun- otoxins, en það eru monoclonal antibodies (einrækta mótefni, þ.e.a.s. efni framlcidd úr frumrækt sem eru ræktuð úr cini frumu, frumuræktin samanstendur af frum- um sem eru allar eins) tengdir sterk- um frumudrepandi efnum. Immun- otoxins lofa mjög góðu því með þeim má drepa frumur á mjög sér- virkan hátt, t.d. er vonin sú að finna immunotoxin sem sctjast aðeins á krabbameinsfrumur. Vandantálið er það að krabbamein er samheiti yfir ntargar gerðir sjúkdóma sem hegða sér á svipaðan hátt. CETUS, sem cr metið á meir en 14.000.000.000 var stofnað árið 1971 af tveim vísindamönnum og 3 sam- stafsmönnum þeirra. Fjármagnið var sparifé þeirra og fyrirtækið náði fjárhagslegri fótfestu með tveimur einkafjármögnunum ogeinum rann- sóknarsamningi. Velgengni CETUS má rekja til samstarf vísinda og viðskiptamanna og þeirri staðreynd að sveigjanleiki fyrirtækisins hefur verið mikill. Slíkt reynist fyrirtækj- um í þessari iðngrein lífsnauðsynlegt enda neyddist fyrirtækið til að snúa sér frá meginrannsóknarsviðum sín- um í kringum 1981. Hlutabréf CET- US sem höfðu verið boðin út á almennum markaði 1981 féllu við það úr $ 23 í $ 8. En CETUS hafði þá þegar hafið rannsókn á alfa og beta Interferon, árið 1980 sam- kvæmt samningi við Shell Oil, og þrátt fyrir að keppinautarnir BIOG- EN og GENETECH yrðu á undan við einræktun þessara efna þá hefur CETUS tekist að framleiða beta interferon í sérstæðu formi og þann- ig tryggt sér efnið í því formi Af þeim 200 fyrirtækjum á þessu sviði lífefnaiðnaðar munu einungis örfá koma til með að lifa af sam- keppnina, að mati Bob Fildes forseta CETUS, en hann telur einnig að lítill vafi sé á því að önnur og ný fyrirtæki komi til með að ná þar velli. Markaðurinn sé enn óþekkt stærð enda megi sjá það á aldri og stærð þriggja stærstu fyrirtækjanna á þessu sviði. CETUS erstofnað 1971 og metið á 145,7 milljónir $, Genet- ech er stofnað 1976 og metið á 127,1 milljónir, Biogen er þriðji stærsti aðilinn á þessu sviði og er fyrirtækið metið á 117,7 milljónir $. f>að er ekki einungis vegna þess hversu arðvænlegt getur verið að fjárfesta í lífefnaiðnaði sem áhættu- lánaveitendur hafa slegist um að koma sínu fé þar fyrir, heldur einnig vegna þess að bæði er samkeppnin orðin margfalt harðari á rafeindaiðn- aðarskáranum og vegna þess að þróun í líftækniiðnaði er ótrúlega ör. Pað hefur óneitanlega einnig verið mikill plús fyrir þessa grein að markaður fyrir framleiðslu líftækni- iðnaðar virðist frekar fara vaxandi en minnkandi og samkeppnin er ekki jafn hörð þegar út í framleiðslu er komið, vegna hins mikla fjöl- breytilcika sem þctta svið gefur. Sé t.d. litið á iðnaðarhvata og þróun þeirra og markað sést að til að ná góðum árangri á því sviði þarf sérþekking vísindamanna að fara saman með sérþekkingu viðskipta- manna. Enda er það svo að áhættu- lánaveitendur fara mikið eftir sam- setningu starfsliðs nýsköpunarfyrir- tækja við mat á áhættu, enda fljótséð að þó að framleiðslan ráðist af vísindamönnunum þá er víst að markaðsetning og önnur starfsemi hvílir að mestu leyti á viðskiptaþekk- ingu og reynslu stjórnendanna af markaðssetningu og viðskiptaheim- inum. Lífefnaiðnaður flokkast í mörg svið en þau sem mest ber á eru læknisfræðileg lífefni, iðnaðarlífefni og hráefnislífefni, en þess má geta Mótefni eru líkt og Y-laga hlutirn- ir á myndinni. Þeir sctjast á innrásar- aðilana, í þessu tilfclli tvær bakter- íutegundir og bæði drepa þær beint og auðvelda varnarfrumum líkam- ans að þekkja bakteríurnar og vinna á þeim. Monoclonal antibodys (ein- ræktar mótefni) er sérstök rækt ákveðins einstaklings af B-limphoc- ytagerð (gefa frá sér mótefni í líkam- anum og eru einn meginburðarás ónæmiskerfisins) og þannig óeðlileg magnrækt af ákveðnu mótefni sem þekkir og sest á ákveðna bakteríu eða veiru. Þannig má gefa mótefni tengd auðséðum efnum og sjá hvort um sýkingu eða sjúkdómsvald er að ræða. að lífefni eru hluti af dags daglegu lífi og það má finna nokkur slík á! hverju heimili t.d. í þvottaefnum og geri. Sé tekin sem dæmi ein þessara greina líftækni þá er hentugust fram- leiðsla á iðnaðarhvötum. Víngerð er væntanlcga ein af eldri starfsgreinum mannkyns en hún byggir mjög á líftækni iðnaðarhvata, líftækni í því formi sem það er stundað nú í dag er þó margfalt flóknari í framkvæmd þó að rekstrarfræðilega sé hún líkt og öll önnur framleiðsla háð þörf fyrir að rannsaka framleiðsluaðferð- ir, gera markaðskannanir, ná í fjár- mögnun starfseminnar, framleiða efnið, hafa gæðaeftirlit, markaðs- setja efnið og koma út með hagnaði. Iðnaðarhvatar 80% hvata í iðnaði eru hydrolytisk (rjúfa með vatnsrofi), og eru 60% þeirra proteolytisk (rjúfa prótem) og eru notaðir í leður-, mjólkurvöru- og hreinsiefnaiðnaði. 40% eru car- bohydrasar og lipasar. Restin eru sérhæfðari hvatar. Þeir hvatar sem cru í almennri notkun falla flestir undir eftirfarandi flokka hvata: amylasar catalasar cellulasar beta-glucanasar glucosa oxidasar oxidasar hemicellulasar lacatsar lipasar glucosa isomerasar pectinasar proteasar rennet Meginhluti þessara hvata er fram- leiddur með aðstoð örvera vegna hærri kostnaðar við vinnslu úr plönt- um og dýraríkinu. Efnið sjálft getur þó verið einangrað úr jurta og dýra- ríkinu þó svo að það sé framleitt með örverum. Þetta er framkvæmt á þann hátt að erfðarefni er flutt yfir í örverurnar úr upprunalegum frumum. Val á hvata til framleiðslu Val á hvata til framleiðslu skiptir miklu máli enda er ekki nóg að framleiða hvata sem selst á meir en framleiðsluverði. Hvatinn þarf að uppfylla mjög stíf skilyrði og kröfur sem gerðar eru til hans og ákveðnar kröfur eru um þá vitneskju sem um hann þarf að vera til. Sértækniþörfin er eitt skilyrðanna Nútíma hvataframleiðsla og hvata- notkun er sambland af sérfræði- þekkingu vísindamanna, notkun há- tæknibúnaðs smíðuðum af sér- fræðingum á öðrum sviðum og aggressivum rekstri fjármögnunar- aðilanna, sem yfirleitt koma úr „al- mennum“ viðskiptum. Gamla færi- bandavinnan á sér litla hliðstæðu í þessum háþróuðu framleiösluferl- um, sem lúta þó flestum almennum lögmálum um rekstur. en hvatar eru misjafnlega sértækir og gera ekki alltaf upp á milli líkra efna. Ef markmiðið er hvati sem slítur einungis sundur ákveðið efna- tengi þá verður að gæta þess að hann slíti einungis það efnatengi og ekki önnur keimlík. Þetta gerir þá kröfu að hann sé mjög sértækur á efnatengi og greini á milli mjög líkra efna- tengja. Annað atriði er sýrustigið sem efnaferillinn vinnur við. Hvatinn getur verið stöðugri við annað sýru- stig en efnahvötunin gengur hraðast við og þarf því yfirleitt að stilla þetta saman samhliða því að taka tillit til áhrifa sýrustigs á hvarf og myndiefni. Hið sama á við hitastig það sem efnaferillinn á að vinna við. í flestum tilfellum þarf svo að vera hægt að stöðva eða eyðileggja hvat- ann svo hægt sé að hreinsa efnið sem hvatinn býr tii. Notandi hvatans þarf oftast að geta gengið út frá því sem vísu að hvatinn sé ekki lengur til staðar eða einungis í óvirku formi. Verkjar og hindrar eru svo efni sem hafa áhrif á starfsemi og starfshraða hvatans og eru notuð við Til þess að interferon vinni rétt þarf próteinkeðjan að tengjast rétt inn- byrðis. Beta intcrferon keðjan teng- ist saman með brennisteinstengjum amónsírum í sætum 17,31 og 141. Hún getur tengt rangt nr. 17 og nr. 31, eða illa saman þó svo að 141 og 31 myndi breinnistein-tengi og er það vegna þrengsla brennisteininni- haldandi amónsýru 17 og kúlulaga amínósýrunnar. Til að tryggja rétta tengingu þá notaði Cetus sér erfðaverkfræði og fyrirbyggði teng- ingu 17 og 31 eða 17 og 141 með því að skipta út brennisteinamínósýru í sæti 17 og setja brennisteinfrí í staðinn. Fimmtudagur 2. október 1986 stjórnun á framleiðsluhraða og fram- leiðslugetu hvatans. Greiningar- hæfni er svo sá eiginleiki hvatans sem segir um hversu auðvelt sé að greina hvort hvatinn sé virkur eða ekki. Svo eru óteljandi regluroglög um aðgengileika, öryggi í notkun, áhrif á umhverfi o.s.frv. Erfðaverkfræði og „kynbætur" eru atriði sem tengjast mjög fram- leiðslu hvata enda erfitt að uppfylla öll þau skilyrði og kröfur sem gerðar eru til lífefna. nema þá með mann- legum betrumbótum á upprunalega efninu. Framleiðslan Framleiðsla hvata er mikið háð samsetningu umhverfis, sýrustigi og hitastigi í framleiðsluvökva. Heim- ildum ber saman um það eitt að á þessu sviði sé skortur á heimildum. Oftast fer framleiðslan fram með „gerjun" og skiptist sá ferill í 1) vaxtarfasa frumanna (fjölgun) og 2) vinnufasa frumanna. í vaxtarfasanum skiptir fruman sér oft og fjölgar henni því mjög, hvataframleiðsla hennar er þá mjög lítil þar sem mestöll starfsemin bein- ist að fjölgun og hún framleiðir nær einungis þá hvata sem stuðla að auknum vexti og fjölgun, og hindrar oft þá að sama skapi framleiðslu annarra hvata. í vinnufasanum er aftur á móti hvataframleiðsla í hámarki og lítil orka fer í fjölgun og stækkun. Það er í vinnufasanum sem raunveruleg frameiðsla á hvötum fer fram. Með stjórn á næringarefnum og fjarlæg- ingu myndiefna ásamt stjórn á magni stoðefnanna rná halda framleiðslu ákveðins hvata í hámarki og fram- lengja þann tíma sem fruman eyðir í að framleiða þennan ákveðna hvata. Það er aðallega vegna þeirra eiginleika fruma að notast við aftur- virkar hindarnir á framleiðslu myndiefna, framvirka hindrun eða hvatningu að hægt er að hafa áhrif á hvatamyndun. Slík stjórn getur ver- ið í gegnum hvatann sjálfan eða í gegnum RNA á litningana gagnvart hvatabyggingu. Þeir hvatarsem ekki berast út úr frumunni (innanfrumu- hvatar) eru erfiðari í framleiðslu en utanfrumhvatar sem nauðsynlegt er að ná þeim út úr frumunni og því erfitt að hafa þá í svokallaðri sírækt (cotinous culture) en auðveldari að því leyti að stjórn á umhverfi hvat- anna og hönnun magnframleiðslu- kerfis er einfaldari. Sírækt er að því leyti erfiðari í stjórnun. Samfellt flæði vökvans sem inniheldur nær- ingarefni veldur fjarlægingu stýri- efna og allra utanfrumuefna. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast mjög vel með flæði til þess að viðhalda réttum styrk utanfrumu- efna. Notkun hvatanna Þegar farið er að nota hvatann kemur sama vandamál upp og við framleiðslu hvatans, nema nú er það myndiefnið sem lendir í sömu vanda- málum og hvatinn áður. Eitt aðal- vandamálið á hvatanotkun í iðnaði er nauðsyn þess að stöða virkni hvatans á hinum ýmsu stigum fram- leiðslu án þess að skemma myndiefni eða sitja uppi með „mengað" myndi- efni. Því vinna „kyrrsettir hvatar“ (immbiliseruð enzym) mjög á. Hvat- inn er þá festur á bindiflöt, hvort sem það er með efnafræðilegum aðferðum eða rúmfræðilegum bind- ingum. Þetta veldur því að hvatinn helst kyrr en myndiefnið er laust og má því fleyta því burtu. Þannig eykur þetta hreinleika myndiefnis og endingu hvatans þar sem að myndiefnið „mengast" ekki af hvat- anum. Einnig virðist þetta auka stöðugleika hvatanna gagnvart hita. Á hinn bóginn veldur þetta einnig vandamálum þar sem þetta veldur breytingum á virkni þeirra vegna jónfskra og rúmfræðilegra þátta. Þannig getur nánasta umhverfi hvat- ans verið 2 pH gildum frábrugðið lausninni sjálfri, afturvirk hindrun magnast vegna rúmfræðilegra trufl- ana á brottfærslu myndiefna og sömuleiðis minnkun á virkni hvata vegna truflana á aðfærslu hvarfefna. Með aukinni þekkingu á rúmfræði- legum og efnafræðilegum eiginleik- um hvata verður þó sífellt algengara að hvatar séu notaðir við framleiðslu hinna ýmsu efna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.