Tíminn - 02.10.1986, Síða 10

Tíminn - 02.10.1986, Síða 10
Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell..........8/10 Hvassafell..........4/11 Gloucester: Jökulfell......... 11/10 Jökulfell..........29/11 New York: Jökulfell......... 12/10 Jökulfell.......... 1/12 Portsmouth: Jökulfell......... 12/10 Jökulfell.......... 1/12 10 Tíminn Fimmtudagur 2. október 1986 BÆKUR llllllllllllllllll.... m. SKIMDEILD SAMBANDSINS Sambartdshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Teiex 2101 Þættir úr íslenskri hagsögu Landshagir. Þættir úr íslenskri atvinnusögu, gefnir út f tilefni af 100 ára afmæli Lands- banka Islands. Ritstjóri Heimir Þorleifsson. Reykjavik 19B6 Landsbanki íslands. Ekki skal endurtaka það sem hér er sagt á titilsiðu bókarinnar. Þetta eru nokkrar sjálfstæðar ritgerðir. I liði höfunda gætir öllu meira tiltölu- lega ungra fræðimanna. Louis Zöllner Helgi Skúli Kjartansson skrifar um hann sem erlendan fjárfestanda á fslandi árin 1886-1912. Enda þótt talsvert hafi verið skrif- að um Zöllner, eins og Helgi Skúli bendir á, er það all mjög runnið frá mótstöðumönnum hans. Erfitt er að gera upp áhættufé Zöllners í verslun og útgerð á íslandi og sjá hvað hann hefur þar borið úr býtum. Veruleg áföll koma þar á móti ávöxtun fjár og ábata annað veifið. Hitt er víst að um hans hendur barst inn í atvinnu og við- skiptalíf á íslandi verulegt erlent fjármagn á þeim tíma sem skortur var á slíku. Nafn hans má því vel geymast í sögu okkar. Hvað skildu hvalveiðar Norðmanna eftir? Það er viðfangsefni sem Trausti Einarsson glímir við í ritgerð um erlent fjármagn í hvalveiðum við ísland og tekjur landsmanna af þeim 1883-1915. Það er nú mála sannast að marga liði þess reikningsdæmis verður að áætla en ærinn fróðleikur er hér saman kominn um hvalveiðar Norðmanna og umsvif þeirra. Það þykist ég sjá að Hans Ellefsen hafi verið umsvifamestur í hópi þessara hvalveiðimanna. Eins virðist óhætt að treysta því að Norðmenn hafi rekið verulega ofveiði í hvalastofnin- um við ísland þessi ár, enda fluttu ötulustu hvalveiðimennirnir sig í Suðurhöf þegar þeim þótti svo fátt hvala eftir hér að ekki væri ómaksins vert að eltast við þær leifar. Vel má minna á tilvitnun seni Trausti hefur í Spendýrin eftir Bjarna Sæmundsson að skaðsemi steypireyðar og annarra reyðarhvala sé sú helst að þeir keppa við ufsa, síld og spærling um sömu átu. Fækk- un reyðarhvala í Norðurhöfum hafi því sennilega örvandi áhrif á vöxt og viðgang þessara fiska. Landsbankafarganið 1909 og réttarstaða gæslustjóranna Bergsteinn Jónsson skrifar um Landsbankafarganið. Mönnum er Ijóst hvað gerist en fengur var að sjá hvað að baki bjó og mönnum gekk til. Bergsteinn hallast helst að því að gróin óvild milli Björns Jónssonar °g Tryggva Gunnarssonar hafi þar mestu ráðið. Tryggvi Gunnarsson stóð alla tíð fast með Hannesi Hafstein systur- syni sínum. Alla ráðherratíð Haf- steins 1904-1909 var Björn Jónsson fremsti málsvari stjórnarandstöð- unnar. Það var meira en Tryggvi Gunnarsson gat þolað fornvini sínum. Björn bar brotinn og bilaður mað- ur þegar hann tók ráðherradóm 1909. Eflaust hefur hann hlustað á Björn Kristjánsson um bankann og hvernig honum væri stjórnað. Sjálf- sagt hefur hann trúað því, að þar væri stefnt í óefni. Hann heimtaði að fá sent afrit af fundargerðum banka- stjórnarinnar. Tryggvi svaraði því til að þær fundargerðir væru engar til og engin skylda að skrifa þær þó að gæslustjórar ættu rétt á því að bókað væri ef þeir gerðu ágreining. Þegar bankastjóri neitaði þannig að taka fyrirmæli ráðherra til greina þótti Birni mælirinn fullur. Honum hefur eflaust þótt mikið við liggja og hefur tekið þetta málefnalega þar sem hann rak báða gæslustjórana með Tryggva en annar þeirra var flokks- bróðir hans á þingi og eftirmaður í ráðherrastól, Kristján Jónsson. Sigurður Líndal skrifaði svo um réttarstöðu gæslustjóranna og mál- flutning á Alþingi. Fer vel á því að þessu sérstaka æsingamáli í sögu banka og stjórmála eru gerð svo glögg og skemmtileg skil sem þessar greinar Bergsteins og Sigurðar eru. Landsverslunin Guðmundur Jónsson skrifar um baráttu um landsverslun 1914-1927. Það er vel þess vert að segja samtíð okkar frá Landsversluninni á aðgengilegan hátt eins og hér er gert. Nú má heyra unga hagfræðinga tala um það að minnkuð ríkisafskipti losi fólk handa framleiðslunni. Því er vert að athuga t.d. líkur þess að landsverslun með einkasölu á olíu eins og hér var 1922-25 þurfi meira starfslið en olíufélögin. Jón Þorláksson vildi rétta við fjárhag ríkissjóðs með því að „real- isera“ verslunarfyrirtæki ríkissjóðs og nota féð sem þá losnaði til þess að greiða skuldir landsins. Lokaþáttur Islandsbanka Sumarliði ísleifsson skrifar grein undir nafninu „íslensk eða dönsk peningabúð?“. Saga íslandsbanka 1914-1930. Hér er saga bankans rakin skil- merkilega. Höfundur nefnir skoðun Ólafs Björnssonar að uppgjör bank- ans 1930 hafi verið fjármálaleg af- glöp og er honum ekki sammála, Um slíkt má lengi deila. Tvær leiðir verða aldrei farnar samtímis. Pers- ónulega hallast ég að því að eitt hið merkasta sem Ásgeir Ásgeirsson afrekaði á 30 ára þingsmannsferli sé samkomulagið um stofnun Útvegs- bankans á rústum íslandsbanka. Nú segja sumir vísir menn að það sé þjóðarógæfa að hér starfa bankar sem eru ríkiseign. Þá er ekki út í bláinn að Landsbankinn láti rifja upp sögu þessa hlutafélagsbanka. Togaraútgerð í Reykjavík 1920-1931 Svo heitir ritgerð eftir Bjarna Guðmarsson. Togurum í Reykjavík fjölgaði mjög 1920. Það var eðlilegt. Arið 1917 voru 10 togarar seldir til Frakklands. í þau skörð þurfti ein- hvernveginn að fylla. Auk þess voru eigendur seldu togaranna skyldaðir til að fá önnur skip í staðinn þegar ástæður leyfðu að loknu stríði. Hér er rakin saga þessarar útgerð- ar og afkomu hennar. Þennan áratug voru gerðir út frá Reykjavík 23-27 togarar. Árið 1920 voru 16 togarar keyptir. Þá var verðlag hátt og skipin dýr en mikið verðfall fylgdi á eftir. Þau togarafélög sem stofnuð voru 1920 urðu flest skammlíf og það urðu líka ýmis þeirra sem á eftir komu. Aldrei mun togaraútgerðin hafa orðið eins arðsöm og hún var fyrir stríðið 1914. Þarna er saman kominn ýmiskon- ar fróðleikur um útgerð togara á þriðja tug aldarinnar og vitnar höf- undur í prófritgerð sína um það efni. Gengishækkunin 1925 Hannes H. Gissurarson skrifar um gengishækkunina 1925. Það er fræðimannleg upprifjun þess sem gerðist. Rakinn er aðdragandi máls- ins og gerð grein fyrir röksemdum með og móti gengishækkuninni. Síð- an er reynt að meta afleiðingarnar. Þá spyr höfundur: „Var gengishækkunin atvinnuveg- unum ofviða?" Svo segir hann: „Svarið við þessari spurningu hlýt- ur að verða neitandi af þeirri ein- földu ástæðu að þeir lifðu hana af án þess að bíða neinn umtalsverðan hnekki“. Hvaðan kemur Hannesi sú trú að atvinnuvegir hafi ekki beðið umtals- verðan hnekki? Hefur hann talið saman þau gjaldþrot fyrirtækja sem rekja má til gengishækkunarinnar? Eitt er að verða fyrir umtalsverðum hnekki og annað að gefast upp og hætta þegar í stað. Persónulega eru mér hugstæðastir bændur sem geng- ishækkunin þyngdi skuldaklyfjar á svo að kalla mátti að þeir sliguðust undir þeim þar til þeir fengu kreppu- lán 1933 sem leystu þó ekki allan vanda. Hvað er svo verið að blaðra um „engan umtalsverðan hnekki“. Hvað er þá umstalsvert. Hannes segir hér gamla sögu um tilsvar Ólafs Thors um stóra nautið. Ég heyrði þá sögu þannig að á fundi á Álafossi hefði Sigurjón Pétursson á Álafossi sagt eitthvað á þá leið að Ólafur Thors ætti ekki að þola Jóni Þorlákssyni gengishækkun. Sigurjón var íþróttamaður mikill og gamall glímukóngur. Þá svaraði Ólafur að- eins: „Farðu niður að Korpúlfsstöðum og snúðu niður stóra nautið hans föður míns“. Mér finnst sagan betri svona en í þeirri gerð að Ólafur hafi talað um að senda hóp útgerðarmanna. Hins vegar er það sjálfsagt rétt að gengis- hækkunin hefði orðið meiri ef Jón Þorláksson hefði fengið að ráða í flokki sínum. Ritgerð Hannesar er skemmtileg- ur og gagnlegur lestur enda þótt ekki sé hægt að vera honum sammála um allt. Niðurlagsorð Enn eru í þessari bók þrjár rit- gerðir. Sigfús Jónsson skrifar um alþjóðlega saltfiskmarkaði og salt- fiskútflutning íslendinga 1920-1932. Jón Böðvarsson skrifar um þróun iðnaðar og Björn Stefánsson um verðlag landbúnaðarafurða. Allt eru þetta viðfangsefni sem talsverðu skipta og hafa skipt þjóðarbúskap- inn í heild. í heild má segja það um þessa bók að efni hennar er allt til glöggvunar á hagsögu þjóðarinnar. Yfirleitt er efnið þannig valið, enda þótt það sé sótt til liðins tíma, að það er til fróðleiks sem að gagni má verða á líðandi stund. Sögulegur fróðleikur er nytsöm þekking meðan nokkurs er vert að læra af reynslunni, þó að viðhorf og ástæður allar breytist frá ári til árs. H.Kr. LESENDUR SKRIFA lllllllllllllllll Brugðust sölumenn skyldu sinni? Endurskins merki eru EKKI SÍÐUR fyrir FULLORÐNA Driföxlar, hlífar og hjöruliðir á góðu verði wmm& [MDIMIUSTAHF Jámhálsi 2 Simi 83266 UORvk Pósthólf 10180 í Tímanum 26. ágúst eru sagðar fréttir af aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var að Hólum 3.-4. ágúst sl. Þær fréttir eru hafðar eftir formanni samtakanna, Jóhannesi Kristjánssyni. Getið er ýmissa samþykkta sem gerðar voru á fundinuni og nefndir nokkrir menn, sem fluttu ávörp og erindi á fundinum. Er gott til þess að vita, að þeir menn, sem búa yfir þekkingu, er getur komið bændum að gagni, miðli henni öðrum til leiðbeininga og upplýsinga um það sem framleiðslugreinina varðar, og til hjálpar gæti orðið sauðfjár- bændum í þeim vanda, sem þeir eru í með framleiðslu sína, sökum mark- aðsleysis erlendis, sem við búum við, og síminnkandi sölu og neyslu dilkakjöts á innlendum markaði. En eitt sem maður rekur augun í og saknar við lestur þessarar frásagn- ar, er að hvorugur þeirra Sigurgeirs Þorgeirssonar og Gunnars Páls Ing- ólfssonar, eru meðal þeirra sem fluttu fundinum skýrslur eða létu frá sér heyra um árangur þeirrar sölu- herferðar sem þeir stóðu að í fyrra með dilkakjöt á Bandaríkjamark- aði. Þeir voru þó leiðandi menn á stofnfundi samtakanna á Hvanneyri í fyrra og vöktu þar bjartar vonir uni sölumöguleika þar. Það hlýtur að hafa orðið mörgum fundarmanni vonbrigði að fá ekki frá þeim skýrslu um gagn þess máls. Það var ekki síður nauðsynlegt vegna þeirrar umræðu, sem óspart hefur verið haldið uppi um hverjar ástæður lægju til þess að sú fram- kvæmd misheppnaðist og virðist helst úr sögunni. Full ástæða hefði verið til að fundinum væri gerð grein fyrir því hvaða „vondir“ menn og stofnanir eyðulögðu ihana, eins og haldið hefur verið fram, svo miklar vonir sem þeir og aðrir bundu við þennan dýrmæta og þráða markað í fyrra og glöggt kom fram á Hvann- eyrarfundinum. Það verður varla annað sagt en að þeir hafi með þessu brugðist skyldu sinni í þessu efni, - og þá jafnframt stjórnendur samtakanna. Ef til vill er ætlunin að bæta úr þessu með dreifibréfum til sauðfjár- bænda með líkum hætti og gert var af þeim félögum og öðrum í fyrra. Þess munu margir hafa átt von á, þó ekki hafi úr því orðið svo vitað sé. Sauðfjárbændur munu bíða þess með eftirvæntingu, að stórlega verði dregið úr sláturkostnaði eins og gefið er í skyn í þessum fréttapistli. hitt verður þó ekki séð, að fundar- samþykkt nægi til þess, og heldur ekki hvernig hægt er með tillögusam- þykkt einni saman, að lengja sláturs- tímann eins og ætla má af þessum fréttapistli. Þar þurfi sitthvað fleira að koma til en ein fundarsamþykkt. Ekki verður af þessari frétt séð hvort upp hefur verið tekin á fundin- um tillaga fulltrúa á síðasta Stéttar- sambandsfundi bænda, um að bænd- ur lækkuðu kjöt sitt í verði til kjötsala í því skyni að auka neyslu þess, til hagsbóta fyrir bændur! Flog- ið hefur fyrir, að slík tillaga hafi orðið þröskuldur í vegi fyrir verð- ákvörðun á kjöti á þessu hausti og tafið fyrir ákvörðun hennar. Næst liggur að álykta, að slík tillögugerð hafi átt að verða öðrum starfs- og launastéttum fordæmi um að lækka almennt laun sín. Hætt er við að því tilboði verði mætt með sama hugarfari og varð á árinu 1944, svo sem frægt er. Guðniundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.