Tíminn - 02.10.1986, Side 16

Tíminn - 02.10.1986, Side 16
ÍSLENDINGALIÐUNUM gekk vel í Evrópukeppninni í gærkvöld, þ.e. þeim liöum sem íslenskir atvinnumenn leika með. Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen skoruðu báðir fyrir sín lið og bæði komust liðin áfram. Það gerði einnig Stuttgart sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með. Sjá íþróttir bls. 9. Illllillll Fimmtudagur 2. < Nýtt met sett á söluskrifstofu Flugleiða í London: Þrjú hundruð sæti bókuð á sólarhring Sætum verður fjölgað um helming á leiðinni frá London David keys frcttaritari 'I ímans í London „Símakerfiö er brjálað," sagöi útkeyrður starfsmaöur Flugleiöa á söluskrifstofunni í London í gær. Búist er við því að Heathrow flugvöllur í London verði aðal brott- fararstaður þúsunda blaðamanna og annarra sem hug hafa á að fylgjast með fundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs sem haldinn verður í Reykjavík 11. og 12. þessa mánaðar. Flugleiðir munu fjölga sætum frá Sexmannanefnd: Nýtt verð ákveðið á kartöflum Sexmannanefnd ákvað í gær verð á kartöflum til framleiðenda. Fyrir fyrsta flokk fá bændur 24,64 kr. en fyrir annan flokk 17,24 kr. Þetta verð var ákvcðið í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem orðið hafa í búrekstri. Sexmannanefndin hefur unnið að gerð nýs verðlagsgrundvallar og átti því verki að vera lokið nú um mánaðamótin, en að sögn Inga Tryggvasonar formanns Stéttar- sambands bænda, sem á sæti í nefnd- inni verður hinn nýi grundvöllur ekki tilbúinn fyrr en í dag. ABS London um helming. í gær var annasamasti dagur í sögu skrif- stofunnar, en alls voru afgreiddar þrjú hundruð bókanir í gær, á innan við sólarhring. „Þetta sló öll fyrri met,“ sagði starfsmaður. Sfmtöl og fyrirspurnir hafa hellst yfir íslenska sendiráðið, og hafa allavega þrjátíu fréttastofur og sjón- varpsstöðvar leitað þar upplýsinga. Blaðamenn frá Indlandi, Japan, Kanada, Ástralíu, Ítalíu, Frakklandi og nokkrir frá Bandaríkjunum, ætla að fara um London á leið sinni til þess að fylgjast með viðræðum leiðtoganna. Flugleiðir flugu aukaflug í gær frá London og bætt verður við upphaf- lega áætlun frá London dagana 8. og 9. Þegar hafa verið ákveðin tvö aukaflug frá Bandaríkjunum, og loks eitt flug frá Luxemburg með millilendingu í London. Þá eru uppi hugmyndir um fleiri aukaflug, en það er ekki frágengið. Eitt dagblaðanna í Bretlandi gerði góðlátlegt grín að því að ísland skyldi verða fyrir valinu, í gær. Sagði blaðið að val íslands undirstrikaði það svala andrúmsloft sem ríkt hefur í sambúð stórveldanna tveggja upp á síðkastið. ES Leiötogafundurinn: Skipað að rýma Sögu - af ríkisstjórninni Ríkisstjórnin fyrirskipaði í gær að Hótel Saga skyldi rýmd og yrði hótelið eingöngu notað til fundar þeirra Reagans og Gor- batsjovs og sem gistirými fyrir sendinefndir þeirra. Bjarni Sigtryggsson aðstoðar- hótelstjóri sagði að nær fullbókað hefði verið þessa daga sem fund- urinn verður, en verið er að hafa samband við þá hópa og einstak- linga, bæði innlenda og erlenda sem áttu pantað og útvega þeim pláss annarsstaðar. Þær ráðstefnur sem búið var að bóka á Sögu eru t.d. ráðstefna Kennarafélags Islands, en kenn- arar fresta henni væntanlega þang-1 að til fundur Reagans og Gorba- tsjovs er búinn. Aðrar ráðstefnur er reynt að færa á aðra staði í Reykjavík, eða út á land. t.d. til Akureyrar. Einna erfiðlegast gengur að ná í þá einstaklinga sem hafa pantað og ætla sér að stoppa á íslandi í fáa daga, en í samvinnu við Flugleiðir er reynt að hafa uppá þeim farþegum. Að öðrum kosti verður að útvega þeim gistirými þegar þeir eru komnir. „Flestir hafa tekið þessu mjög vel og þó sérstaklega íslending- arnir. Ein dönsk ferðaskrifstofa sem hafði skipulagt ráðstefnuferð lækna hingað til lands var þó ekki hrifin af umstanginu og hefur lofað að senda reikning fyrir því,“ sagði Bjarni. ABS Framkvæmdastjórar og aðstoð- arhótelstjóri Sögu: - f.v. Sigþór Sigurjónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri, Wilhelm Wessm- an frumkvæmdastjóri og Bjarni Sigtryggsson aðstoðarhótelstjóri. Tímamynd: Sverrir. Feröaskrifstofa ríkisins: MIKIL EFTIRSPURN EFTIR GISTIRÝMI fundinn. Kjartan sagði að allra leiða yrði leitað til þess að koma fólkinu fyrir. Það væri hins vegar ekki búið að skoða nema brot af því gistirými sem hefði boðist í heimahúsum og það væri allt frá því að vera mjög góð aðstaða og til þes að vera fremur léleg. Ef ekki byðist nóg gistiaðstaða í Reykjavík og nágrenni yrði að leita annarra ráða, og þá kæmi til greina að leigja skip sem yrði staðsett í Reykjavíkurhöfn. Enn sem komið er er ekkert vitað hvað gistirými í heimahúsum kemur til með að kosta, en vegna þess hve lítill fyrir- vari er á þessu, kemur kostnaður til með að verða mikill og því hlýtur gisting að kosta sitt hvar sem hún stendur til boða. ABS Kjartan Lárusson í símanum. Tíniamynd: Sverrir. „Við höfum enga tölu á því hversu margir eru búnir að hafa samband við okkur vegna óska um gistirými hér á landi dagana sem auka leið- togafundurinn verður og einnig dag- ana á undan. Ég veit ekki heldur hversu margir eru búnir að hafa samband við okkur og bjóða gisti- rými hjá sér til leigu, en þeir eru einnig margir," sagði Kjartan Lárus- son hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, en hún sér um skipulagningu gistirýmis fyrir þá ferðamenn sem leggja leið sína hingað til lands í tengslum við Þórshöfn: Loðnuverk- smiðja tekin í notkun - aöstaða í höfninni hefur veriö bætt Loðnuverksmiðjan á Þórshöfn var tekin í notkun nú í byrjun vikunnar. Pað var Fórshamar GK frá Grindavík sem landaði fyrstu loðnunni á Þórshöfn á mánudag og landaði hann 600 tonnum. en Esk- firðingur landaði 500 tonnum á þriðjudag. í gær var bræla á miðun- um en áætlað var að fleiri skip kæmu inn til löndunar þegar rofaði aftur til. Verksmiðjan afkastar um 600 tonnum á sólarhring og hefur verið greitt 1700 krónur fyrir tonnið auk sýnatöku. Framkvæmdir vegna loðnuverk- smiðjunnar hafa staðið yfir í allt sumar. Einnig hefur viðlegukant- urinn í Þórshafnarhöfn verið lengdur um 32 metra og höfnin verið dýpkuð. „Framkvæmdir við höfnina kosta á bilinu 11-12 mill- jónir en verksmiðjan mun kosta um 80-100 milljónir þegar allt kem- ur til alls,“ sagði Jóhann A. Jóns- son framkvæmdastjóri. Loðnumjölið sem verksmiðjan framleiðir er gufuþurrkað og verð- ur aðallega selt sem loðdýrafóður og fiskeldisfóður. ABS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.