Tíminn - 06.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn ÚTLÖND Fimmtudagur 6. nóvember 1986 FRÉTTAYFIRLIT VfNARBORG — George Shultz utanríkisráöherra Bandaríkjanna og Eduard Shevardnadze utanríkisráö- herra Sovétríkjanna lofuðu aö halda áfram aö ræöa um tak- mörkun vígbúnaðar og byggja í þeim umræöum ofan á Reykjavíkurfundinn sem hald- inn var í síðasta mánuöi. She- vardnadze sagöi í ræöu sem hann hélt á öryggismálaráð- stefnunni í Vín aö „stjörnu- stríösáætlun" Reagans Bandaríkjaforseta væri þaö eina sem stæöi í vegi fyrir meiriháttar samkomulagi um takmörkun kjarnorkuvíqbún- aðar. VÍNARBORG — Fulltrúar Sovétríkjanna á öryggismála- ráöstefnunni í Vín svöruöu ásökunum vestrænna fulltrúa um mannréttindabrot meö því aö leggja til að alþjóöaráð- stefna yröi haldin í Moskvu og yröu þar rædd málefni sem þeir nefndu „mannréttinda- samvinnu". LUNDÚNIR — Dollarinn varö óstööugri á gjaldeyris- mörkuöum í gær en gullverð varö hinsvegarstöðugra. Petta mátti rekja til úrslita kosning- anna í Bandaríkjunum þarsem demókratar náöu völdum í öldungadeildinni. WIESBADEN - Terry Wa- ite, samningamaöur bresku kirkjunnar, sagöist ekki hafa hugsað sér að halda strax aftur til Beirút. Hann gaf í skyn að tilraunir sínar til aö frelsa I fleiri bandaríska gísla heföu strandaö í bili. MANILA - Samningamenn á vegum stjórnar Corazonar Aquino Filippseyjaforseta hófu viöræður aö nýju viö skæruliöa kommúnista og sögöu viö það tækifæri aö vopnahlé væri á næstu grösum. JÓHANNESARBORG - Stjórn Suöur-Afríku sagði að fjörutíu skólar svertingja í hér- uöum austur af Höfðaborg yrðu ekki opnaöir aö nýju fyrr en stúdentarnir samþykktu aö snúa aftur til náms. Þeir hafa neitaö að sækja tíma í mót- mælaskyni við menntakerfi þaö sem byggir á kynþáttaað- skilnaöi. Kosningarnar í Bandaríkjunum: Missir öldungadeildar ósigur fyrir forsetann Reagan verður að sætta sig við meiri þingafskipti af stefnumálum stjórnar sinnar þau tvö ár sem hann á eftir í embætti forseta Bandaríkjanna Forsetinn þarf nú að fást við þing þar sem demókratar ráða í báðum deildum. Ekki óskastaða fyrir Reagan sem á tvö ár eftir af síðasta kjörtímabili sínu. Reuter- Demókratar eru nú komnir aftur með yfirráðin yfir báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn síðan 1980 og getur það ekki táknað annað en vandræði fyrir Reagan Banda- ríkjaforseta og Repúblikanaflokk hans. Kosningaúrslitin eru ósigur fyrir Bandaríkjaforseta sem fór um land- ið þvert og endilangt til að afla liðsmönnum 'sínum fylgis. Reagan sagði reyndar að þeir sem veittu repúblikunum fylgi væru að kjósa hann í „síðasta skiptið". Demókratar þurftu að vinna fjög- ur sæti í öldungadeildinni þar sem repúblikanar hafa haft yfirhöndina, 53 þingmenn á móti 47, síðan Reag- an vann sinn eftirminnilega sigur á Jimmy Carter árið 1980. Þetta tókst demókrötum og þegar öll atkvæði hafa verið talin munu þeir ráða yfir 53-56 þingsætum í hinni 100 sæta öldungadeild sem hefur störf í hundraðasta skiptið þann ó.janúar næstkomandi. í fulltrúadeildinni bættu demó- kratar einnig við sig þingmönnum og samkvæmt tölvuspám og skoðana- könnunum helstu sjónvarpsstöðva þar vestra munu demókratar ráða yfir að minnsta kosti 258 af 435 þingsætum í þeirri deild þegar úrslit verða að fullu Ijós en slík talning getur tekið nokkra daga. Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára en þingmenn í fulltrúadeildinni sitja í tvö ár í einu. Repúblikanar töpuðu þó ekki al- farið þessum kosningum. Þeir náðu fram nokkrum hefndum með því að ná völdum yfir að minnsta kosti sjö ríkisstjóraembættum. Demókratar hafa hingað til notið mikils meiri- hluta í þeim valdamiklu embættum, haft 34 ríkisstjóra gegn 16 ríkisstjór- um repúblikana. Hvað sem öllu líður er útkoman úr kosningunum í fyrradag þó meiri- háttar áfall fyrir Reagan Bandaríkja- forseta og stjórn hans. Demókratar munu nú ráða ríkjum í öllum nefnd- um þingsins og gera forsetanum erfiðara fyrir að fara sínu fram í umdeildum málefnum á borð við “stjörnustríðsáætlunina" og stuðn- ing við Contra skæruliðana í Nicar- agua þau tvö ár sem hann á eftir af síðasta stjórnartímabili sínu. „Þau munu gera forsetanum erfið- ara fyrir,“ sagði Robert Dole leið- togi repúblikana í öldungadeildinni um úrslitin sem að mestu urðu ljós snemma í gærmorgun. Er Iíklegt að þar hafi Dole hitt naglann á höfuðið. Stjórnmálaskýrendur voru þó flestir á því að forsetinn væri síður en svo af baki dottinn. Úrslitin þurfa reyndar ekki að koma á óvart því repúblikanar hafa alltaf farið illa út úr kosningum sem haldnar eru á milli forsetakosninga með repúblik- ana í þeim stóli. Þegar allt kom til alls náðu geysintiklar persónulegar vinsældir forsetans ekki að breyta neinu þar um. Munurinn á stefnu demókrata og repúblikana er lítill og eins og Benn- ' ett Johnston hófsamur demókrati frá Louisiana benti á verður ekki um mikinn mun frá hægri til vinstri að ræða í öldungadeildinni þrátt fyrir að demókratar hafi þar meirihluta- vald. Forsetinn með sínar miklu persónulegu vinsældir á bak við sig er því líklegur til að standa nokkuð vel að vígi er hann semur eða öllu heldur prúttar við þingið alveg eins og þeir Richard Nixon og Gerald Ford þurftu að gera er þeir sátu í Hvíta húsinu. Demókratar munu sjálfsagt fylgj- ast vel með utanríkisstefnu Reagans og sagði reyndar einn af samstarfs- mönnum Róberts Byrd frá Vestur- Virginíu, sem búist er við að leiði demókrata í öldungadeildinni, að demókratar myndu krefjast þess að Reagan hætti að nota hernaðarað- gerðir sem fyrsta svar sitt í deilumál- um. Þá er líklegt að Reagan þurfi nokkuð að slá af stefnu sinni í útgjöldum til varnarmála og við- skiptamálefnum landsins. Kosningarnar í Bandaríkjunum: Tillögur um marijúanaræktun og eyðniseinangrun felldar Portland. Orc)>i>n - Reutvr onríki fclldi tillögu um að leyfa Mikill meirihluti kjósenda í Oreg- fullorðnu fólki að rækta marijúana Kókaínfundur- inn ntikli á Vest- urpálmaströnd í síðasta mánuði verður meiri og meiri. Nú hafa nærri þrjú tonn fundist í þessari sendingu. Flórída: Kókaínfjallið stækkar Miami-Rcutcr Kókaínmagnið mikla sem upp- götvað var við Vesturpálmaströnd í Flórída í síðasta mánuði eykst stöðugt. f fyrstu fundust 700 kíló af efninu en bandarískir tollverðir sögðu í vikunni að sending þessi nálgaðist nú þrjú tonn að þyngd, virði rúmlega 620 milljóna dollara eða um 25 milljarða íslenskra króna. Viðbótin fannst eftir að tollverðir leituðu í öðrum gám frá sama skipi er flutti upphaflega gáminn þar sem 700 kílóin fundust. Kókainfjallið kemur líklegast frá Kólumbíu en engar handtökur hafa enn átt sér stað vegna þessa smygls þar sem skip það er flutti gámana hafði þegar haldið úr höfn er hvíta efnið uppgötvaðist. til eigin neyslu. Þetta var ein um- ræddasta tillagan af 226 jagafrum- vörpum sent bandarískir kjóscndur í hinum ýmsu ríkjum landsins greiddu atkvæði um í kosningunum í fyrradag. Marijúanafrumvarpið í Orcgon var fellt og svo fór einnig um tillögu í Massachuetts uni að stofna nýtt ríki er nefnt yröi „Mandela" og frumvarp í Flórída unt að gera rekstur spilavíta frjálsan. Oregon var fremst í flokki þeirra ríkja þar sem „beint lýðræði" var látið gilda í lagafrumvörpum. Slík atkvæðagreiðsla gerir kjósendum klcift að samþykkja nv lög eða hafna þcim án þess að þau þurfi að fara í gegnum hiö venjulega lögferilskerfi. 1 Kaliforníu voru nokkrar slíkar tillögur einnig á borðunum. Sam- þykkt var að cnska yrði opinbert tungumál ríkisins en sú tillaga hafði mætt mikilli andstöðu meðal spæn- skumælandi fólks og Asíubúa. Þá var tillögu frá stuðningsmönnum hins öfgafulla forsetaframbjóðenda Lyndons LaRouche um að einangra eyðnissjúklinga hafnað. Kennedyhefð áframhaldið - Joseph Kennedy vann sæti í fulltrúa- deildinni í kosningum í Massachuetts Boston-Reuter Joseph Kennedy, sonur Ró- berts Kennedy heitins, er nýjasti meðlimur þessarar frægustu stjórnmálafjölskyldu Bandaríkj- anna til að vinna sér sæti á þingi. Joseph, frændi John Kennedys fyrrum forseta og öldungar- deildaþingmannsins Edwards Kennedy, vann auðveldan sigur á andstæðingi sínum, repúblikan- anum Clark Abt í kosningum í Massachusettsríki um sæti í full- trúadeildinni, sæti sem forseti deildarinnar Thomas „Tip“ O'Neill átti en hann hefur látið af þingstörfum vegna aldurs. Hinn 34 ára gamli Joseph hélt því uppi merki Kennedyfjöl- skyldunnar en meðlimir hennar hafa aldrei tapað stjórnmálabar- áttu í Massachusettsríki. Systir Josephs náði hinsvegar ekki kjöri t kosningum til full- trúadeildarinnar í Maryland. Kathleen Kennedy Townsend varð að lúta í lægra haldi fyrir fulltrúa repúblikana Helenu Bentley sem fékk um 60% at- kvæða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.