Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 1
f m A ^ STOFNAÐUR1917 I íminn SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staö SAMVINNUBANKI ó. ÍSLANDSHF. I STUnU MALI... GUÐNI Jóhannesson, formaöur Alþýöubandalagsins í Reykjavík mun taka þátt í forvali Alþýðubandalagsins í Reykjavík fyrir komandi Alþingisk- osningar. Heimildir Tímans herma aö kjörnefnd hafi bætt Guöna á listann eftir aö frestur til aö skila inn framboð- um rann út. LYSING HF. - fjármögnunar- leiga undirbýr nú starfsemi sína og hefur ráðið framkvæmdastjóra. Það er Sveinn Hannesson sem hefur aegnt starfi forstöðumanns lánasviðs lonað- arbanka (slands, en hann lauk kandi- datsprófi frá viðskiptadeild H.í. árið 1974. Starfsemi Lýsingar hf. mun hefj- ast innan fárra vikna. „Má þá ekki segja að Hafskip hafi bankað upp á hjá Alþingi?" BÓKAÚTSALA hefsthjáHinu íslenska bókmenntafélagi á morgun og stendur næstu daga á eftir í Þing- holtsstræti 3. Á útsölunni mun verða hægt að fá bækur á verði allt frá kr. 50,- Meðal efnis eru allmargir árgangar tímaritsins Skírnis , nokkur hefti úr Safni til sögu íslands, barnabækur, ævisögur, skáldsögur, fræðibækur og fleira. JÚGÓSLAVI einn hefur snúið á verðbólguna þar í landi sem nú er um 90%. Helsta dagblað Belgradborg- ar, Politika, skýrði frá því í gær að maður í serbneska bænum Pirot hefði keypt sér líkkistu þar sem hann var hræddur um hún yrði honum of dýr er dauðastundin nálgaðist. Líkkista kost- ar sem samsvarar um 4500 íslenskum krónum í Júgóslavíu sem eru um mánaðarlaun verkamanns í landinu. TVEIR fyrrverandi hermenn í Zimbabwe hafa verið dæmdir í lífstíð- arfangelsi fyrir morð á þremur breskum ferðamönnum árið 1982. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa skotið ferðamennina og stolið bíl þeirra og farangri. LÆSTIR BÍLAR hafa verið höfðuverkur lögreglu og nokkurra bifr- eiðaeigenda undanfarna daga. Ein- hverskonar kippur hefur hlaupið í þá áráttu manna að læsa bíllykla sína inni [ bifreiðum. Þannig má sem dæmi nefna að í gær voru átta útköll, þar sem kalla þurfti til lögreglu til þess að opna læstar bifreiðar, sem lyklar höfðu gleymst í átímabilinu 12:30 til klukkan 15 (gærdag. SAMTOK vísindamanna víða um heim munu í þessari viku gangast fyrir fundum og uppákomum, þar sem athygli er vakin á málstað friðar og afvopnunar. Er m.a. ráðgert að halda sjónvarpsráðstefnu vísindamanna austan hafs og vestan, þar sem skipst verður á skoðunum í afvopnunarmál- um, með aðstoð gervihnatta. Hér á landi efna Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá til op- ins fundar þar sem sérfróðir menn halda framsöguerindi og ræða málin. Fundurinn verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans Hjarðarhaga. KRUMMI Framtíð Útvegsbanka ráðin? Hlutafé einkabanka nemi 1700 millj. króna -Iðnaðar- og Verslunarbanki leggi fram 850 m.kr. Einkaaðilar o.fl kaupi hlutabréf af Seðlabanka á móti Bankastjórn Seðlabankans hef- ur nú skilað frá sér tillögum sínum varðandi framtíð Útvegsbankans, til viðskiptaráðherra. Leggur Seðl- abankinn til að Útvegsbanki, Verslunarbanki og Iðnaðarbanki verði sameinaðir og stofnaður öf- lugur einkabanki sem standi mitt á „Þetta kennir okkur þá lexíu að vitanlega á ekki Alþingi né ráð- herrar að skipa menn í þær stöður þar sem um hagsmunaárekstra get- ur verið að ræða,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra þegar Tíminn bar undir hann þær ásakanir á Alþingi, sem er að finna í „Hafskipsskýrslunni“ varðandi kosningu Alberts Guðmundssonar í bankaráð Útvegsbankans. Þá sagði forsætisráðherra að þessi atburður gæti leitt til við- horfsbreytinga varðandi kosningu milli Landsbanka og Búnaðar- banka hvað stærð snertir. í skýrslunni segir að hlutafé hins nýja banka verði 1700 milljónir króna og er reiknað með „að eigið fé Iðnaðarbanka og Verslunar- banka verði samtals 850 milljónir króna í árslok 1986. Á móti því til bankaráða á Alþingi og þetta tilfelli fæli í sér ábendingu sem hann fyrir sitt leyti væri tilbúinn að fara eftir. Steingrímur sagðist aðeins hafa blaðað lauslega í skýrslunni og þó auðvitað ættu bankastjórar að vera ábyrgir þá væri hann ekki sammála að umræddir bankastjórar Útvegs- bankans hefðu átt að víkja. Að vísu væri margt einkennilegt í meðferð málsins innan Útvegs- bankans og þar virðist hafa verið um keðjuverkandi atburði að komi jafnhátt hlutafjárframlag sem aflað verði hjá öðrum aðilum og mun Seðlabankinn, fyrir hönd ríkisins tryggja sölu þess.“ Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn nái inn framlögðu fé, á næstu 3 til 5 árum. „Það eru nefndar fjórar leiðir varðandi framtíð Útvegsbankans í ræða. Svo væri það nú einu sinni svo hér á landi að ódýrara væri fyrir banka að halda lífinu í fyrir- tækjum frernur en að gera þau gjaldþrota. Þá taldi hann óeðlilegt að banka- stjórn Útvegsbankans hefði ekki nýtt sér hagdeild bankans til úr- vinnslu á gögnum Hafskips eftir 1981. Að öðru leyti taldi Steingrímur sig ekki reiðubúinn til að tjá sig um skýrsluna þar sem hann hefði vart lesið hana. ÞÆÓ þessari skýrslu bankastjórnar Seðlabankans. í fyrsta lagi að Út- vegsbanki verði sameinaður Versl- unarbanka og Iðnaðarbanka og stofnaður nýr hlutafélagsbanki. Önnur tillagan gekk út á samein- ingu Búnaðarbanka og Útvegs- banka, þriðja tillaga gengur út á samruna Útvegsbanka við Lands- banka og Búnaðarbanka, og fjórða tillagan, sem bankastjórn Seðl- abanka telur ólíklegasta er sú að styrkja stöðu Útvegsbankans og hann starfi áfram,“ sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra þegar Tíniinn ræddi við hann í gær. „En fyrsta hugmyndin er aðal- hugmyndin, og er lagt til að spari- sjóðum, sjóðum atvinnuveganna og einstaklingum verði gefinn kost- ur á að kaupa þar hlutabréf. Eins er ekki óhugsandi að ríkisbankarn- ir eigi þar einnig eitthvað hlutafé. “ - En er Seðlabankinn tilbúinn að leggja fram þær 850 milljónir sem á þarf að halda, upp á þau býti að fá þær hugsanlega til baka eftir 3 til 5 ár? „Auðvitað er hluti af því skuld, svo hann þarf ekki að leggja fram nálægt því alla þá upphæð“ sagði Matthías Bjarnason. -phh Eysteinn áttræður Eysteinn Jónsson fyrrver- andi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins er átt- ræður í dag. Hann var um áratuga skeið einn atkvæðamesti stjórnmála- maður landsins og tók virkan þátt í endursköpun atvinnu- og þjóðlífs á þeim miklu umbrota- tímum sem æfistarf hans náði yfir. Tíminn sendir Eysteini Jóns- syni hamingjuóskir með afmæl- ið og þakkar honum langt og heilladrjúgt samstarf. Eysteinn verður að heiman í dag. Nánar á bls. 10-13 Á Alþingi í gær var ræddur trúnaðarbrestur vegna rannsóknarskýrslunnar um Útvegsbankann og Hafskip. í skýrslunni kemur m.a. fram að Albert Guðmundsson komst í alveg sérstaka aðstöðu til áhrifa á samskipti Útvegsbankans og Hafskips. Hins vegar hafi ekkert komið á daginn sem bendi til þess að hann hafi beitt áhrifum sínum í Útvegsbanka til hagsbóta fyrir Hafskip. Tímamynd Pjeiur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Hafskipsskýrslan lexía fyrir Alþingi og ráðherra - um hættuna á hagsmunaárekstrum við skipun í embætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.