Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1986, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. nóvember 1986 Tíminn 9 Útvegsbankinn fær V3 af 800 milljóna kröfu í þrotabú Hafskips: Eðlilegt að bankaráðið hef ði vikið bankastjórum úr starfi - segir í skýrslu um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips Hér fara á eftir brot úr 110 bls. skýrslu nefndar sem Hæstiréttur skipaði samkvæmt ákvörðun Alþingis til að kanna viðskipti Hafskips og Útvegsbanka íslands. í nefndinni áttu sæti Jón Þorsteinsson, Brvnjólfur G. Sigurðsson og Sigurður Tómasson. Greiðslutryggingar Liður í því eftirlitsstarfi að fylgj- ast með verðmæti trygginga, var að útbúa sérstök yfirlitsblöð, þar sem fram komu annars vegar sundurlið- aðar heildarskuldbindingar við bankann og hins vegar tilgreindar þær tryggingar sent voru fyrir skuldbindingunum. Ekki voru þessi yfirlitsblöð gerð með neinu reglulegu millibili en að jafnaði gerð tvisvar til þrisvar á ári. Yfir- litsblöðin voru lögð fyrir banka- stjórn og voru sá grunnur, sem byggt var á, þegar tryggingarstaða var borin saman við skuldbinding- ar. Komið hefur fram, að upplýs- ingar á yfirlitsblöðum voru á stund- 'um unnar á skrifstofu Hafskips, en lögfræðingadeild bankans, eða aðrar deildir eftir því sem við átti hafi yfirfarið og sannnreynt það, sem ástæða þótti til hverju sinni. Rannsóknarnefndin telur ýmislegt aðfinnsluvert um það, hvernig að mati á tryggingum var staðið og nefnir hér eftirgreind atriði: 1. Alla tíð síðan 1975 hefur trygg- ingarvíxill DM 990.000 verið talinn meðal trygginga. Hann hefurverið umreiknaður hverju sinni á yfirlits- blöðunum miðað við gildandi gengi. Víxill þess mun upphaflega hafa verið til tryggingar greiðslu ákveðinnar skuldar, sem síðan er löngu greidd. Samþykkjandi víxils- ins er fyrrverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri Hafskips, en hann var keyptur út úr félaginu 1979. í athugun sinni 1978 sagði bankaeftirlitið um þennan víxil og nokkra aðra lægri tryggingavíxla, að þeir væru „þannig frágengnir, að þeir gætu reynst gagnslausir ef á reyndi, aðallega vegna formgalla, og metur bankaeftirlitið þá þar af leiðandi ekki gilda sem tryggingu fyrir skuldbindingum Hafskips gagnvart bankanum.“ í greinar- gerð sinni pr. 30.06.1985 telur bankaeftirlitið „mjög óvarlegt að líta á skjal þetta sem raunhæfa tryggingu." Rannsóknarnefndin telur skjal þetta verðlaust og hafi verið svo um langt árabil. Engin ákvörðun hefur verið tekin í bank- anum um það, hvort reynt verði að innheimta þennan tryggingarvíxil. 2. í athugun bankaeftirlitsinssegir svo í skýrslu 07.11.1977: „Með hliðsjón af ríkjandi óvissu á flutn- ingaskipamarkaði virðist óvarlegt að miða tryggingagildi á skipunum við hærra en 70% af áætluðu markaðsverði.“ Með þessu setur bankaeftirlitið reglu, sem Útvegsbankinn tekur síðan mið af á yfirlitsblöðunum árin 1979-1980. Á yfirlitsblaði dags. 01.03.1981 er hins vegar gerð sú breyting, að í stað þess að miða við 70% er hlutfallstalan hækkuð upp í 85% á þeirri forsendu, að „reynsla af sölu tveggja eldri skipa sýni, að óhætt er að byggja á allt að 85% af matsverði í stað 70% eins og segir í skýringum með yfirlitsblaði. Við mat á veðhæfni kaupskipa er eðlilegt að miða við tiltekið hlutfall af gildandi markaðsverði. Við mat á því, hvað talist getur eðlilegt hlutfall þarf veðhafinn að taka tillit til fjöl- margra atriða, eins og forgangs- krafna í formi sjóveða, skyndilegra verðsveiflna, hættu á að skip verði kyrrsett erlendis o.fl. Varfærnis- sjónarmiða ætti því að gæta hjá veðhafa. Á hliðsjónar af markaðs- vcrði, þá hlýtur hlutfallstalan að endurspegla að nokkru öryggi veðsiris. Kaupskip eldast og úreld- ast vegna tækninýjunga og mark- aðsverð sveiflast af ýmsum ástæð- um. Að þessu athuguðu og með hliðsjón af sögu viðskipta bankans við félagið, þá sér rannsóknar- nefndin enga forsendu fyrir því að hækka hlutfallstölu úr 70% í 85% og telur, að bankinn hefi ekki sýnt eðlilega varfærni í þessu mati. Rannsóknarnefndin telur heldur ekki víst að 70% sé hlutfallstala sem endilega sé raunhæf og vísar til þess, að við mat á veðhæfni ýmissa annarra eigna er notuð lægri hlutfallstala, enda þótt veðið mundi teljast vera í áhættuminni flokki en kaupskip. Mat á veðhæfni kaupskips getur verið brotajárns- virði skips. Hins vegar hlýtur hver einstakur banki að setja sér mats- reglur að teknu tilliti til þeirra varfærnissjónarmiða sem hann vill láta ráða í viðskiptunum. 3. í ágúst 1982 var útbúið trygg- ingarbréf fyrir USD 1.000.000 til tryggingar hvers konar skuldum við bankann með 1. veðrétti í lausafjármunum samkvæmt við- festri skrá. Við þinglýsingu var gerð svofelld athugasemd á tryggingarbréfið. „Um áhvílandi skuld á nokkrum bifreiða og lausafé við Útvegs- banka íslands, sjá bréf dags. 07.03.1980.“ Bréf það sem vísað er til er tryggingarbréf fyrir USD 400.000, sem bankinn hafði þinglýst á árinu 1980. Við athugun kom í ljós, að sömu eignir voru tilgreindar á báð- um tryggingarskjölunum. Með hliðsjón af því að nafnverð beggja tryggingarskjalanna, þ.e. USD 1,4 millj., var notað sem grunnur að reiknaðri tryggingu á yfirlitsblöð- um bankans allt frá 20.09.1982, þá var um tvítalningu á veðsetningu að ræða. Tryggingar hafa þannig verið oftaldar um USD 400.000 frá þeim tíma. Að auki ber að hafa í huga, að tryggingarupphæð þess- ara bréfa var alla tíð miðuð við gengi USD. Hins vegar eru þau verðmæti, sem að baki trygging- arbréfinu standa, lausafjármunir sem eldast og ganga úr sér. í ágúst 1982 voru 40% af veðsettum lausafjármunum þriggja ára og eldri. Með hliðsjón af eignasam- setningu og hækkun á gengi USD, þá er næsta víst, að tryggingarupp- hæð þessara bréfa á yfirlitsblöðum bankans hefur verið allmiklu hærri en nam raunverulegu verðmæti eignanna. 4. Um skipið Rangá var gerður kaupleigusamningur á árinu 1982 með ákvæði um, að leigutaki (Hafskip) væri skuldbundinn til að kaupa skipið að ári liðnu á fyrir fram ákveðnu verði, sem nam USD 3.080.000. Á öllum yfirlits- blöðum frá 31.08.1983 til og með 03.06.1985 er skipið metið til trygg- ingar skuldbindingum á USD 3,0 milljónir. f skýringum með árs- reikningi félagsins um verðgildi skipa þess, er Rangá metin á USD 2.500.000 bæði í árslok 1983 og 1984. Andstætt við annað verðmat skipa á yfirlitsblöðunum var verð- mat á Rangá til tryggingar skuld- bindingum ávallt skráð sem USD 3,0 milljónir. Viðmiðunin 70% eða 85% af matsverði var ckki notuð, hcldur var miðað við sem næst 100% af kaupverði. Ómögulegt er að sjá hvers vegna þessi eign er metin á annan hátt en önnur skip. Ef ennfremur er höfð í huga veik eiginfjárstaða félagsins, sem bankastjórn var sér ávallt meðvit- andi um, þá er Ijóst, að varfærnis- sjónarmið af hálfu bankans voru ekki allsráðandi í viðskiptum við félagið. Rétt þykir ennfremur að benda á, að engin yfirlitsblöð um tryggingar voru gerð á tímabilinu 31.08.1983-10.10.1984 eða í tæpa 14 mánuði og má þó sjá af viðskipt- um félagsins við bankann, að veru- legir greiðsluerfiðleikar voru hjá félaginu og vanskil jukust á því tímabili. Fá 1/3 af kröfum Af því, sem að framan er rakið, má ráða að Útvegsbankinn gætti þess ekki að hafa nægar tryggingar fyrir skuldbindingum Hafskips við bankann. Veikleikar tryggingar- stöðunnar voru löngum svo aug- ljósir, að bankinn átti að gera sér grein fyrir þeim, auk þcss scm bankaeftirlitið hafði hvað eftir ann- að aðvarað bankann í þessum efnum. Misbresturinn komst á mjög alvarlegt stig síðustu ár við- skiptanna, þegar kaupskipin lækk- uðu stórlega í verði. Þótt ekki sé hægt að ætlast til að bankinn sæi fyrir slíkt verðfall, þá var þannig staðið að eftirliti með hagsmunum bankans, að við ekkert varð ráðið þegarendalokinnálguðust. Hversu illa tókst til rná gleggst sjá af því, að Útvegsbankinn, sem ætlaði sér að hafa nægar tryggingar fyrir öll- unt skuldbindingum Hafskips, hef- ir þegar í ársreikningi sínum fyrir árið 1985 afskrifað 422 milljónir króna sem tap á þessum viðskipt- um, og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Heildarkröfur bankans á hendur þrotabúi Hafskips nema um það bil 800 milljónum króna. Allar líkur benda nú til, að bankinn fái að hámarki 1/3 hluta af kröfum þessum greiddan. Mat bankans á tryggingum var með þeint hætti, að sú spurning hlýtur að vakna hvort meira var hugsað um að réttlæta lánveitingar til Hafskips en gæta hagsmuna bankans. í lok þessa kafla um greiðslutryggingar þykir rétt að vísa til reglugerðar fyrir bankann (nr. 31 4. apríl 1962) en þar segir í 22. grein. „Bankastjórn skal að jafnaði krefjast þess, að settar séu trygg- ingar fyrir útlánum bankans... sem bankastjórnin telur fullnægj- andi.“ Og í erindisbréfi til bankastjór- anna, útgefið 24. febrúar 1983 af bankaráðinu, segir m.a. svo: „Bankastjórar skulu gæta þess að ávallt séu settar fullnægjandi tryggingar fyrir útlánum bankans." Yfirstjórn Útvegsbank- ans - skyldur og ábyrgð Með skírskotun til Hafskips- málsins er það einkum tvennt, sem bankaráð Útvegsbankans hefir lát- ið undir höfuð leggjast: 1. Að marka almenna útlána- stefnu fyrir bankann. Meðal annars þurfti að kveða á um hámark útlána og ábyrgða til einstakra viðskiptamanna með hliðsjón af stöðu bankans á hverjum tíma. 2. Að fylgjast vel með stærstu lánþegum bankans, skuldbind- ingum þeirra og tryggingum. Hvernig sem málum er háttað verður að líta svo á, að Alþingi geti ekki vikið bankaráðsmönnum í , ríkisbanka úr starfi, hvorki um stundarsakir né endanlega fyrir kjörtímabilið, nema með laga- breytingu. Aðallega yrði það gert með þeim hætti að fella úr gildi umboð bankaráðs að kjósa nýtt, en þá er auðvitað undir hælinn lagt hvort einhverjir fyrri bankaráðs- menn hlytu ekki endurkosningu : þrátt fyrir allt, ef þeir væru boðnir fram, og flokkar þeirra veittu þeim áframhaldandi brautargengi. Spumingin um starfsábyrgð banka- ráðsmanna getur á endanum orðið spurningin um það, hvort þing- flokkarnir vilja taka ábyrgð á sín- um mönnum eða ekki. Tvennt verður að taka fram þegar hlutur bankaráðsmanna er veginn og metinn. í fyrsta lagi að það sátu ekki alltaf sömu menn í bankaráðinu allt rannsóknar- tímabilið heldur urðu þar nokkrar mannabreytingar, og í öðru lagi að aldrei verður vart ágreinings milli bankaráðsmanna um afstöðu til viðskiptanna við Hafskip. í þessu máli stóð alveg sérstak- lega á fyrir bankaráðsmönnum Út- vegsbankans. Hafskip varð gjald- þrota 6. desember 1985 og þá þegar var ljóst að um stórgjaldþrot var að tefla og að Útvegsbankinn riðaði til falls. Tveim vikum síðar, eða 21. desember, kaus Alþingi nýtt bankaráð Útvegsbankans. Þetta kom til af því að ný lög höfðu verið sett um viðskiptabanka, sem mæltu fyrir um kosningu nýrra bankaráða fyrir ríkisbankana og felldu niður umboð starfandi bankaráða frá árslokum 1985 að telja. Þannig átti Alþingi þess kost að skipta um bankaráðsmenn í Útvegsbankan- um í kjölfar gjaldþrotsins, ef því bauð svo við að horfa. Svo fóru leikar að fjórir af fimm bankaráðs- mönnum voru endurkjörnir en hinnfimmtivarekkiboðinnfram. . Þess ber að minnast að Hafskips- málið hafði ekki verið rannsakað þegar kosning bankaráðsins fór fram og því var hltudeild banka- ráðsmanna í hrakförum Útvegs- bankans óviss á þeim tíma. Á hitt er að líta að daginn fyrir kosning- una hafði Alþingi samþykkt lög um sérstaka rannsókn á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans og jafnframt gert breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti í því skyni að auka rannsóknarvald skiptaráð- anda með hliðsjón af gjaldþroti Hafskips. Alþingi leit þanniggjald- þrotamáli og stöðu Útvegsbankans mjög alvarlegum augum. Eins og málin stóðu var sá möguleiki ekki fyrir hendi að víkja bankaráðs- mönnum úr starfi um stundarsakir. Alþingismenn, eða með öðrum orðum þingflokkarnir, urðu því að ráða fram úr þeim vanda, hvort endurkjósa ætti bankaráðsmenn- ina eða ekki. Með því að endur- velja fjóra af fimm bankaráðs- mönnum Útvegsbankans sýndi Al- þingi lítinn áhuga á því að beita starfsábyrgð á því stigi málsins og gætir þar nokkurs ósamræmis saman- borið við rannsóknarvilja þingsins. Þegar hið nýkjörna bankaráð tók til starfa í ársbyrjun 1986 hefði verið eðlilegt að það viki öllum bankastjórum Útvegsbankans úr starfi um stundarsakir meðan rann- sóknaraðilar væru að störfum. Það er góð og gild regla þegar mál af þessu tagi koma upp að víkja ráðamönnum frá meðan rannsókn stendur yfir, því það er ekki viðeig- andi að maður gegni starfi sínu á meðan afleiðingarnar af verkum hans og hugsanleg mistök eru í rannsókn, hver svo sem niðurstað- an verður að lokum. Að lokinni rannsókn á svo að taka ákvörðun um það hvort frávikningin verði endanleg eða starfsmaðurinn hljóti stöðu sína aftur. Um þetta efni er rétt að vísa til III. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ; ríkisins nr. 38/1954. Hér var frá- vikningartilefnið óvenjusterkt þar sem Alþingi hafði sett sérstök rann- sóknaríög auk þess sem miklar líkur bentu þegar í upphafi til aðgæsluskorts og mistaka af hálfu bankastjórnar Útvegsbankans. | Þáttur bankastjóranna Bankastjórar Útvegsbankans tóku sameiginlega ákvarðanir um lánveitingar, ábyrgðir og trygging- ar í viðskiptum við Hafskip. Sam- kvæmt upplýsingum frá þeim hafði enginn þeirra öðrum fremur for- Iræði í málefnum Hafskips. Þeir voru yfirleitt sammála um ákvarð- anir, og aldrei verður þess vart, að mismunandi stjórnmálaskoðanir bankastjóranna hafi raskað sam- stöðu þeirra. Að dómi nefndarinn- ar er það engum vafa undirorpið, að bankastjórar Útvegsbankans bera megin ábyrgð á þeim áföllum, sem bankinn varð fyrir við gjald- þrot Hafskips, enda þótt bankastjór- | arnir eigi sér líka nokkrar málsbæt- ur. Þrátt fyrir varúð og fyrirhyggju fylgir bankastarfsemi ávallt nokkur áhætta, því að viðskiptin eru marg- slungin og menn sjá ekki alla hluti fyrir. Naumast verður það talið ámælisvert fyrir banka, þótt það komi stöku sinnum fyrir, að við- skiptavinir hans verði gjaldþrota og bankinn tapi nokkru fé svo framarlega sem bankinn þolir tapið. Þessi áhætta er meiri hjá ríkisbönkunum en öðrum bönkum sökum þess, að ríkisvaldið ætlar þeim að gegna skyldum við áfalla- gjarna atvinnuvegi landsmanna. Bankastjórar eru heldur ekki óskeikulir fremur en aðrir menn og þess verður ekki krafist með sann- ! girni, að þeim takist ávallt að firra stofnun sína skakkaföllum í við- ; skiptum. En þegar litið er sérstak- lega til Útvegsbankans og viðskipta hans við Hafskip er greinilegt að mistökin eru of mörg, of mikil og of afdrifarík til þess að unnt verði að afgreiða þau með þessum hætti. Hér var ekki um neitt venjulegt gjaldþrot að ræða því bankinn i tapar öllu eigin fé sínu á þessum | viðskiptum. Helstu mistök bankastjóranna í viðskiptum við félagið eru fólgin t eftirfarandi: 1. Að gæta þess ekki að hafa nægar tryggingar fyrir skuld- bindingum Hafskips. 2. Að fylgjast ekki nægjanlega vel með rekstri og fjárhag Hafskips einkum eftir 1981. 3. Að gera ekki ráðstafanir til að knýja fram gjaldþrot eða sölu á eignum fyrirtækisins löngu fyrr en raun varð á. 4. Að gjalda ekki varhug við Atlantshafssiglingum, sem hóf- ust haustið 1984. Þessi mistök, sem hér eru upp talin, ásamt alvarlegum mistökum og óhöppum í rekstri Hafskips, runnu saman í einn óheillafarveg..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.