Tíminn - 12.12.1986, Page 14

Tíminn - 12.12.1986, Page 14
14 Tíminn JÓLABLAÐ II Það var engan veginn stysta leiðin sem ég hafði valið til að ferðast frá New York til Þýskalands. Hinn þrúgandi hiti allt þetta sumar í Washington hafði leitt til þess að mig dreymdi um köld lönd og ferskt loft. Við sigldum fram hjá Græn- landi. Síðan lá leiðin til Noregs, Danmerkur og Þýskalands. Það var í september, sem ég kom til Bad Godesberg, og bjó á Hótel Schaumburger Hof á bökkum Rínar. Gömul vel haldin hótel hafa alltaf heillað mig og mér leið vel á þessu hóteli. Við upplýsingaborð þess sat ungur greindarlegur maður og svaraði spurningum gestanna. Hann sagðist heita Stein. Eg leitaði upplýsinga hjá honum. „Segið mér eitt, hr. Stein, ég þykist vita að þetta gamla geðslega hótel eigi sér sína sögu. Er það ekki rétt?“ „Hér hafa margir heimsfrægir menn búið.“ „Hafið þér unnið hér í mörg ár?“ „Ég vinn hér aðeins að sumarlagi. Ég er stúdent og nem bókmenntir. Ég hef áhuga á að vinna hér í sumarléyfum mínum vegna þess hversu allt nágrennið andar hér af sögu. Litlu húsin, sem standa hér allt í kring, eru undir náttúruvernd.“ „Ég hef verið heppin að lenda á þessu hóteli. Ég er nýkominn frá Ameríku. Mig langar til að fara á einhverja gamla bjórstofu og kynn- ast Þjóðverjum þar. Getið þér ráð- lagt mér í þessum efnum?“ „Það get ég. Ef þér gangið til vinstri eftir að þér komið út úr hótelinu og upp á horn og beygið síðan til hægri inn Turmstrasse, þá er fljótlega á vinstri hönd bjórstofan Steinhaus. Sú bjórstofa hefur verið í 450 ár í eigu sömu fjölskyldunnar. Þetta er ekki nema fimm mínútna gangur héðan." „Þakka yður fyrir upplýsingarnar, hr. Stein.“ „Þeir byrja að drekka bjórinn svona úr því klukkan er orðin sex.“ Ég fór í Steinhaus. Við skenki- borðið var einn stóll laus og þar settist ég. Drakk nokkra bjóra og virti fyrir mér lífið á bjórstofunni. Það voru þessa stundina miklar um- ræður um fótbolta. Menn voru ekki á sama máli. Ég virti vertinn fyrir mér. Hann var meðalmaður á hæð, frekar gildvaxinn, alvarlegur, og var með gullspangargleraugu. Ég ákvað að leita ráða hjá honum. „Afsakið", sagði ég. „Ég er ný- kominn til Þýskalands og er að svipast um eftir skraddara í þessu hverfi. Getið þér hjálpað mér?“ Hann svaraði ekki strax. Tók af sér gullspangargleraugun, þurrkaði vandlega af þeim rétt eins og hann þyrfti að yfirvega þessa spurningu, áður en hann svaraði, og loks tók hann til máls: „Skraddari? Yður vantar skradd- ara?“ „Rétt er það.“ „Sjáið þér manninn, sem situr við borð þarna úti á miðju gólfi og syngur?" „Já.“ „Hann erskraddari og heitirToni. Þér skuluð tala við hann.“ „Ekki get ég gengið beint til hans, bráðókunnugs mannsins, og ávarpað hann.“ Brosviprur mynduðust á andliti vertsins, en svo dóu þær út og hann hagræddi gleraugunum á nefinu á sér og sagði. „Toni er ekki sérlega formlegur. Farið til hans og berið honum kveðju mína.“ Eftir að hafa sagt þetta fór vertinn að þvo glös, settlega og vandlega. Enginn gestanna gat komið vertin- um úr jafnvægi, hversu þyrstur sem Pétur Eggerz hefur sentfrá sér skáldsöguna Ævisaga Davíðs. Hún hefst skömmu eftir stríð, segir frá snjöllumfjármálamanni sem kynnist ungum manni, Davíð að nafni, og rœður hann til starfa hjá sér í Washington. Petta starfDavíðs þvingar upp á hann upplýsingum um menn og málefni, sem lionum hefði verið kœrast að vita ekkert um. Hann er sjálfur í sífelldri spennu, og í kringum hann er eilíf spenna. Hann leitar ráða hjá trúverðugum og greindum Bandaríkjamanni, sem ráðleggur honum að yfirgefa Ameríku og fara til Pýskalands. Davíð gerir þetta, og í Þýskalandi kynnist hann mörgum nýjungum og œvintýrum. Hérfer á eftir kafli úr bókinni. hann var. Ég gekk að borðinu þar sem Toni sat. Hann leit á mig, lauk við að syngja lagið, áður en hann sagði: „Ætlið þér að tala við mig?“ „Vertinn sendi mig og bað mig að bera yður kveðju sína. Ég heiti Davíð, nýkominn frá Ameríku." „Nú, svo Peter sendi yður?“ „Heitir vertinn Peter?“. „Já, það heitir hann. Alvarlegur maður, sem allir virða í þessari bjórstofu. Auk þess er hann í kirkju- kórnum hérna. Hefur íallega dimma djúpa rödd.“ „Hvernig kemst hann frá bjórstof- unni á sunnudagsmorgnum til þess að syngja í kirkjunni?" „Þann tíma afgreiðir kona hans. Hvað vilduð þér annars við mig tala?" „Ég kom með sérstakt efni frá Ameríku, sem mig langar að biðja yður að sauma úr föt fyrir mig.“ „Athuga má það. Én allt hefur sinn tíma hér í gamla hluta Bad Godesberg. Þessi hraði nútímans fellur okkur ekki. Eins og þér sjáið er borðið sem ég sit við þakið nótum og blööum. Ég er nefnilega að undirbúa söngferðalag fyrir kórinn okkar. Sú vinna gengur fyrir annarri og einnig fötunum yðar. Steinhaus er ákaflega viðkunnanleg bjórstofa. Hér fær hver maður að sinna sínum áhugamálum í friði. Ég sit úti á miðju gólfi og syng. Þeir þarna gáfumennirnir við tólf manna borðið ræða sín mál, og upp við skenkinn standa strákarnir og drekka bjór og horfa á fótboltann í sjónvarpinu og arga og arga eftir því hvernig þeirra mönnum gengur. Ekkert haggar ró vertsins. Hér var áður ítalskur vert, sem hét Erik. Hann var nú svo sem nokkuð góður, blóðheitur eins og ítalir og stökk upp á nef sér út af litlu tilefni og tókst ekki að hafa hemil á gestunum. En Peter sem nú er vert, þarf ekki annað en að taka af sér gullspangargleraugun og horfa sín- um alvarlegu augum á það, sem honum mislíkar, og allt fellur strax í Ijúfa löð. Nú, já, ég tek saman nóturnar og þér fáið yður sæti við borðið hjá mér.“ „Þakka yður fyrir Toni, má ekki bjóða yður upp á glas af bjór?“ „Þakka yður fyrir og þá gjarna einnig snafs til að hita magann.“ „Þér ætlið þá að taka að yður að sauma fötin?“ „Hugsanlegt er það, þegar tími er til.“ Við Toni drukkum marga bjóra og klukkan níu vorum við orðnir dús. „Ég hef mikinn áhuga á að kynn- ast Þjóðverjum. Hvernig fer ég að því?“ „Það er skoðun mín að hér á þessari bjórstofu kynnist þú Þjóð- verjum best, hugsunarhætti þeirra og viðbrögðum. Hér tala þeir frjáls- lega og óþvingaö," sagði Toni. „En hvernig á ég að kynnast þeim?“ „Þar get ég aðstoðað þig, Davíð. Líttu á tólf manna borðið þarna úti í horni. Þetta er fastagestaborð, eða það sem Þjóðverjar kalla Stammtisch. Við þetta borð sitja menn úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, lögfræðingar, læknar, endur- skoðendur, eigandi þvottahúss, embættismenn og þarna situr meðal annars leigubílstjórinn Peter Schram. Hann var og er niikill nasisti og færir þeim við tólf manna borðið fréttir um sitthvað, sem hann upplifir í starfi sínu. Þeir þarna við tólf manna borðið segja að það sé nauðsynlegt að stoppa klukkutíma á bjórstofu eftir að þeir koma úr vinnu og áður en þeir hitta eiginkonuna. Annars verði viðbrigðin of snögg.“ „Nú, það er eins og þeir hlakki ekki beint til að koma heim til eiginkonunnar.“ „Hver gerir það?“ segir Toni. „Sjálfsagt margir.“ „Þá menn þekki ég ekki,“ sagði Toni. „Þekkir þú alla menn, sem koma í Steinhaus?“ „Meir er það, Davíð, ég þekki alla menn, sem eiga erindi í hinn gamla hluta Bad Godesberg.“ Toni lét ekki sitja við orðin tóm, hann kynnti mig fyrir hverjum ein- asta manni í Steinhaus. Ég fór að venja komur mínar á þessa bjór- stofu. Var boðið að sitja við tólf manna borðið. Mér fannst ég fá miklu raunsærri mynd af Þjóðverj- um þarna á bjórstofunni, en af viðskiptum mínum við þýska emb- ættismenn. Ég fylgdi nákvæmlega ráðleggingum þeim, sem Father Symington hafði gefið mér í þreng- ingum mínum í Washington. Þjóðverjum þykir gaman að tala og eru langorðir, og ósýnt um að hleypa öðrum að. Það var oft barist um orðið við tólf manna borðið. Þetta kvöld tókst Peter Schram leigubílstjóra að ná því og hélt því lengi: „Davíð, það er margt sem kann að vera erfitt fyrir þig að skilja hér í Þýskalandi. Eitt eigum við, sem við þetta borð sitjum, sameiginlegt, að þér undanskildum. Við höfum allir setið í fangelsi eða í fangabúðum. Ég hef verið í ítölskum, frönskum, enskum og amerískum fangabúðum, einnig þýskum, samtals í 11 ár.“ „Það er nokkuð stór hluti af mannsævinni“, sagði Davíð. „Segja má það, Davíð. Skamm- byssan er mín líftrygging." „Heima hjá mér hef ég hlaðna skammbyssu. Með henni get ég ákveðið hvenær lífinu skuli lokið.“ „Okkur er nú öilum lífið kærara en við höldum. Heldur þú að þú Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstanga óskar öllum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.