Tíminn - 12.12.1986, Síða 18

Tíminn - 12.12.1986, Síða 18
18 Tíminn JÓLABLAÐ II nemendur í Selsferð. Ásamt méreru í gæsluliðinu sögubangsi og Hildur leikfimikennari. Hún er hálf luraleg í dag, dúðuð í lopapeysu og stígvél. En ég er í græna buxnadressinu sem fer svo vel á rassinn og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að aðrir taki sig betur út en ég. Lísa í sjötta sé, uppáhalds- nemandinn minn, hefur ekki augun af sögukennaranum sem situr fremst í rútunni og segir einhverja auma brandara öðru hvoru í míkrafóninn. Hann er ylfingur í dag. Og alveg laus við að vera fyndinn. Samt hlæja nú menn. Hann fer fram á það með fasinu að fólki líki við hann. Með því að flassa tanngörðunum í ótíma og fleiri velþekktum brögðum. Ljósa hárið á Lísu titrar af geðshræringu. Jónsteinn kærastinn hennar er alveg blindur á ástandið. Kannski eins gott. Lísa er einhver besti nemandi sem ég hef haft og mér þykir vænt um hana á svipaðan hátt og Siggu. En fólk sem er gáfað í námi getur vel verið asnar í lífinu. Svo er hún ekki nógu gömul til að sjá í gegnum ofvaxna sögukennara. Iss hvernig hann hvolfir sér yfir Lísu. Þriðju gráðu sjarmering. Hún ætti skilið þessi sakleysingi að þú létir hana í friði. Reyndu frekar að heilla mið- Steinunn Sigurðardóttir rithöfund- ur sendir núna fyrir jólin frá sér fystu skáldsögu sína, og nefnist hún TÍMAÞJÓFURINN. Steinunn er þekktur höfundur, en hún hefuráður sent frá sér þrjár Ijóðabœkur, tvö smásagnasöfn og skrifað tvö sjón- varpsleikrit. TÍMAÞJOFURINN er hins vegar fyrsta skáldsaga hennar. í þessari bók segir frá Öldu, sem er glœsileg nútimakona, tungumála- kennari við Menntaskólann í Reykja- vík og af góðum œttum. Líf hennar virðist í föstum skorðum þar til ástir takast með henni og einum sam- kennara hennar. Til að lýsa þessu ástarsambandi beitir höfundur tungumáli og stíl á markvissan og sérstœðan hátt, í því skyni að varpa Ijósi á einsemd aðalpersónunnar og vanmátt gagnvart ástríðum sínum. Við grípum niður í bókina um það bil þar sem ástarsaga Öldu er að hefjast. Sah’n wie einer aus. Við undirleik Jónsteins. Og í miðjum söng verð ég vitni að krafta- verki. Sögukennarinn rykkist útúr miðju sjálfs sín og tekur eftir því að fleira er á sveimi en hann með síbreiða brosið. Hann gleymir að horfa á litlu fröken Lísu sem sér að hann horfir á mig. Gráttu ekki innra með þér Lísa, það tekur því ekki. Fleiri eru hugfangnir af mér en miðaldafræðingar. Eitt stykki bekkjarskáid horfir brostnum aug- um líktog hann sé Iátinn ástmaður minn. Mér hefur yfirleitt sýnst þessi piltur taka því með húmor að vera hrifinn af tuttugu árum eldri konu, en hann er greinilega ekki í skapi til að spauga meðan ég syng Lili Mar- lene. Það vill svo til að sætið við hliðina á mér er autt. Þangað er stóri maðurinn með bláu augun kominn þegar ég hætti að syngja. Þakka þér fyrir sönginn, segir hann. Any time, segi ég. Ætlarðu að græta hana Lísu með þessum flutningum milli sæta í rút- unni? Hvað heldurðu að hún hugsi þegar þú færir þig frá henni? Æ sögubangsi, hann er ekkert að hugsa um Lísur núna, það sé ég. Hann horfir annað hvort á öxlina á mér eða út á ímyndaða heiði. Það er allt blint. ★ ★★ Undir miðnætti lægir við Mennta- skólaselið. Snjórinn þyrlast ekki lengur eirðarlaus um himininn, hann liggur stilltur á hæðóttri jörð. Við sjáum það saman við gluggann. Ein á kvöldvöku, í dansandi nemenda- fansi. Komstu oft hingað þegar þú varst í skólanum, spyr hann. Aldrei. Ég á engar minningar héðan. Ég segi þér til fróðleiks í Skjólun- um að bekkjarskáldið í sjötta bé hafi komið með mér heim eftir skóla á föstudaginn. Þá hafi ég fætt hann á lifrarpylsu og rófustöppu með súkkulaðimús í ábæti (umdeilanleg samsetning matseðils) og að loknu kaffi þá hafi hann tekið mig prontó einsog til var ætlast í stóra gamla rúminu þar sem ég hlýt sjálf að vera getin. Þú þetta hraustmenni náfölnar: Alda mín, þú getur ekki gert þér þetta. Alda mín segir þú enn fölari og hnígur að Hollywoodbarmi í samúðarkasti. Við sendum ölíum viðskiptavinum og starfsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár með þökk fyrir það liðna Kaupfélag Skaftfellinga Vík í fyrstu viku desember blandast ofankoma og skafrenningur á heið- inni. Það sér ekki útúr augum. Rútan silast áfram á tíu kílómetra hraða. Sumir draga fyrir einkaglugg- ann sinn í hreyfanlegu skjólshúsinu. Vilja ekki vita af kófi og iðu. Og við höldum uppi söng til að yfirgnæfa veðurhljóð. Every time I’m away from Liza Water come to me eye Jónsteinn gítar sér um fjörið. Ófærð og skaflar ekki til. Vindar mega fara sínu fram úti fyrir. Inni hjá okkur er blæjalogn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vík mér ekki undan því að passa aldrakonur sem kippa sér ekki upp og vita að þú meinar ekkert með þessu og mundir deyja úr hræðslu ef það ætti að draga þig á afvikinn stað. Það er ljótt að dáleiða saklausar skólastúlkur. Þær eru of auðveld bráð. Af hverju í ósköpunum eru menn alltaf að ráast á garðinn þar sem hann er lægstur. Jónsteinn skorar á mig að kyrja Lili Marlene. Ég hef ekki lagt í vana minn að syngja þýska slagara ódrukkin, en ég bregð útaf því til þess að vera alþýðleg, til þess að breiða yfir að ég er komin af betri ættum en allir í rútunni samanlagt. Uns’re beiden Schatten

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.