Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 5
Þriðjudagur 16. desember 1986
Tíminn 5
Fjárlagafrumvarpið:
Samgönguráðherra gegn
framlagi í Blönduóshöfn
Við afgreiðslu fjárlagafrumvarps-
ins til þriðju umræðu í Sameinuðu
þingi á laugardag fór Matthías
Bjarnason samgönguráðherra fram
á nafnakall um afstöðu þingmanna
til eins undirliðar í fjárveitingu til
hafnarmannvirkja og lendingarbóta.
Sá liður sem samgönguráðherra
vildi láta greiða atkvæði um með
nafnakalli var fjögurra milljón króna
framlag til hafnargerðar á Blöndu-
ósi. Sagði ráðherra að hann væri á
móti framlaginu. Ætlunin væri að
byggja þarna höfn upp á tæplega 600
Í gær voru formlega tekin í notkun
tvö ný dagvistarheimiii í Reykjavík,
Foldaborg við Frostafold og Nóa-
borg við Stangarholt.
Dagvistarheimilin verða með
svokölluðu blönduðu sniði, þar sem
saman eru dagheimilisdeildir og leik-
skóladeildir á sömu dagvistarstofn-
uninni. Er gert ráð fyrir því að þar
Framleiðsluverðmæti
fiskeldis í ár
266 milljónir króna:
Framleitt
undir getu
Heildarframleiðsluverðmæti
fiskeldisafurða í ár er um 266
milljónir króna. Þar af eru 234
milljónir verðmæti laxeldisafurða
og 32 milljónir afurðir úr silungs-
eldi. Mestur hluti verðmætanna
kom úr seiðaeldi eða 200 milljón-
ir. Þessar upplýsingar koma fram
í skýrslu Veiðimálastofnunar um
framleiðslu í íslensku fiskeldi í ár.
En í skýrslu Veiðimálastofnun-
ar segir að framleiðsluverðmæti
sé verulega undir framleiðslugetu
og endurspegli ekki þá miklu
uppbyggingu sem verið hefur í
fiskeldi síðustu árin. Höfundur
skýrslunnar kemst að þeirri
niðurstöðu að íslenskar seiðaeld-
isstöðvar gætu framleitt sjö sinn-
um fleiri gönguseiði heldur en
varð á árinu og væri verðmæti
þeirrar framleiðslu 1,2 milljarður
króna. Á sama hátt er fram-
leiðslugeta í kvía og strandeldi
metin allt að 25 föld miðað við
framleiðslumagn í ár og væri það
að verðmæti um 800 milljónir
króna. -ES
milljónir króna og fæli fyrsti áfangi í
sér kostnað upp á 91 milljón. Fjórar
milljónir skiptu því þarna engu máli
og væri hann því á móti framlaginu.
Páll Pétursson (F.N.v.) sagðist
ekki skilja hvöt Matthíasar Bjarna-
sonar til að meina Blönduósingum
að sækja sjó. Kostnaðartölur sam-
gönguráðherra væru orðum auknar
og þar fyrir utan myndi fyrsta áfangi
vera fullnægjandi fyrir sjósókn frá
Blönduósi um langt árabil.
Pálmi Jónsson (S.N.v.) tók í sama
verði pláss fyrir 89 börn.
Allur aðbúnaður er sem best verð-
ur á kosið og er allur frágangur mjög
vandaður.
Sú nýjung er tekin upp í byggingu
Foldaborgar að húsið er byggt í
vinkil, svo útileiksvæði barnanna er
í góðu skjóli fyrir ríkjandi vindátt
við Grafarvoginn.
Kaupmenn hafa að undanförnu
boðið viðskiptavinum sínum upp á
að geyma úttektarnótur fram yfir 18.
desember til þess að fá fólk til að
dreifa viðskiptum sínum á alla þá
daga sem enn eru til jóla. Kaupmenn
hafa nefnilega lært það af reynslunni
að meginið af jólainnkaupum kred-
itkorthafa fara ekki fram fyrr en frá
og með 18. desember. Úttekt þann
dag og fram að jólum þarf ekki að
greiða fyrr en í febrúar.
Kreditkortafyrirtækin geta ekki
gert neina athugasemd við það þótt
kaupmenn bjóði viðskiptavinum sín-
um að geyma úttektarnótur, þannig
að þær verði færðar viðskiptavinin-
um til skuldar 2. febrúar í stað 2.
janúar. Pað er algerlega kaupmanns-
ins mál svo framarlega sem hann
dagseturekki nótuna fram í tímann.
Pað hefur lengi viðgengist að kaup-
streng og Páll og sagði það óvenju-
lcga að verki staðið að krefjast
nafnakalla um einstakan lið. Á
Blönduósi væri fyrst og fremst stefnt
að hafnargarði til að mynda þar
bátahöfn.
Guðmundur J. Guðmundsson
(Abl.Rvk.) tók undir með Matthíasi
Bjarnasyni og sagðist vera afgerandi
á móti þessari fjárveitingu og raunar
hneykslaður á tillögu um hana.
Niðurstaða nafnakallsins varð sú
að 27 þingmenn greiddu atkvæði
Fyrr á þessu ári hafði leikskólinn
Njálsborg verið stækkaður um eina
deild og opnað skóladagheimilið
Hagakot. Því hafa bæst við 32 dag-
heimilispláss, 184 leikskólapláss og
20 skóladagheimilispláss á þessu ári.
Þetta nær þó engan veginn að
fullnægja gífurlegri dagvistarþörf í
menn hafa geymt ávísanir og nú
virðist vera að það sama sé uppi á
teningnum hvað varðar kreditnótur.
Einar S. Einarsson framkvæmda-
stjóri Visa Island sagði í samtali við
Tímann að um þessar mundir bætt-
ust við um 200 nýir korthafar á
hverjum degi sem eru hlutfallslega
miklu fleiri á hverjum degi heldur en
yfir árið að meðaltali því á þessu ári
hafa u.þ.b. 19 þúsund nýir korthafar
bæst við. Alls hafa verið gefin út
um 65 þúsund kort hjá Visa frá því
um haustið 1983 þegar fyrirtækið
hóf útgáfu kreditkorta.
I fyrra var 60% aukning á veltu
Visa frá tímabilinu 18. október til
18. nóvember annars vegar og eftir
18. nóvember til 18. janúar hins
vegar. Það er því ljóst að kostnaði af
jólahaldi er dreift á fleiri mánuði
með fjárveitingunni. 14 voru á móti
og 11 greiddu ekki atkvæði. Athygl-
isverðar línur voru í atkvæðagreiðsl-
unni. Allir þingmenn Alþýðuflokks-
ins sem greiddu atkvæði voru á móti
og Kvennalistaþingmenn voru á
móti ellegar sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna. Sama gilti um alþýðu-
bandalagsmenn af höfuðborgar-
svæðinu.
En sem kunnugt er þá eiga hvorki
Alþýðuflokkur né Kvennalisti
þingmann í Norðurlandskjördæmi
vestra. ÞÆÓ
Reykjavík, en í undirbúningi er nú
bygging á tveimur nýjum dagvistar-
heimilum, Kvarnaborg við Árkvörn
og Jöklaborg við Jöklasel.
Er gert ráð fyrir að Kvarnaborg
verði tekin í notkun næsta haust og
Jöklaborg um vorið 1988.
ársins en áður var og stöðugt bætast
fleiri í þann hóp sem nota plastið í
stað peningastaðgreiðslu. ABS
Stjórn Stéttarsambands bænda
mun taka fyrir á fundi sínum á
fimmtudag ósk bænda í Reykhóla-
sveit um að Stéttarsambandið láti
dómstóla skera úr um hvernig
skilgreina á fullvirðisrétt búfjára-
furða.
Á bændafundi í Reykhólasveit
fyrr í mánuðinum samþykktu bænd-
ur tillögu Sveins Magnússonar og
Framkvæmdasjóður
fatlaðra:
Samkomulag
um hækkun
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra hefur komist að
samkomulagi við fjármálaráð-
herra um að framlag til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra verði 130
milljónir króna í stað þeirra eitt
hundrað tnilljóna króna sem fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið 1987
gerði ráð fyrir.
Samkvæmt sérstökum lögum
um málcfni fatlaðra eiga tekjur af
erfðafjárskatti að renna í Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra hafði jaínframt lagt það tii
í frumvarpi til lánsfjárlaga að
feila niður óuppgeröar markaðar
tekjur vegna Framkvæmdasjóðs
fatlaðra fyrir 1985, sem námu alls
41 milljón króna. Frá þessu hafa
síðan verið dregnar aukafjárveit-
ingar sem félagsmátaráðherra afl-
aði fyrir sjóðinn á árunum 1985
og 1986uppásamtals22milljónir
króna. Eftir standa því nítján
milljónir.
Frainlagið í Framkvæmdasjóð
fatlaðra hækkar því í 130 milljón-
ir króna, auk hátt á annan tug
milljóna króna hækkunar sem
fjárveitinganefnd hefur fyrir tii-
stilli félagsmálaráðherra sam-
þykkt til málefna fatlaðra.
Það cr því Ijóst að félagsmála-
ráðherra hefur tekist að fram-
kvæma meginmarkmið sitt íþess-
um brýna málaílokki nteð því að
styrkja fyrirverandi þjónustu
ásamt því að stuðla að umtal-
sverðum nýjum verkefnum.
ÞÆÓ
Dagblaðastyrkurinn:
Árviss
liðskönnun
með
nafnakalli
Halldör Blöndal (S.N.e.) íór
fram á nafnakall um fjárveitingu
þá, sent veitt er til blaöanna aö
fengnum tillögum stjómskipaör-
ar nefndar.
Hér cr um að ræöa fjárveitingu
upp á rúmlega scxtán milljónir
króna.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hef-
urekkert formlegt flokksmálgagn
hefur bcitt sér hvað haröast gegn
þessari fjárveitingu á umliðnunt
áruni.
Niðurstaða nafnakallsins varð
sú að þrjátíu þingmenn sögðu já
við fjárveitingunni en tuttugu og
einn var á móti og cinn þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, Tryggvi
Gunnarsson (S.Au.) sat hjá.
Þeir þingmenn sem vildu fella
niður þessa fjárveitingu voru ailir
viðstaddir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins utan Þorstein Pálsson
fjármálaráðherra og Pálma Jóns:
son formann fjárveitinganefndar.
Þá bættist sjálfstæðismönnum
liðsauki úr Alþýðuflokknum,
sem voru fyrrverandi þingntenn
Bandalags jafnaðarmanna þau
Stefán Benediktsson (A.Rvk.)og
Kolbrún Jónsdóttir (A.N.e.) og
Kristin Halldórsdóttir Kvenna-
lista var einnig andsnúin fjárveit-
ingunni. ÞÆÓ
Halldóru Játvarðsdóttur að láta
dómstóla skera úr um það hvort það
sé stjórnarskrárbrot að verðgildi
bújarða sé metið eftir fullvirðisrétti
þeirra. Töldu bændur óumflýjanlegt
að fá úr þessu skorið nú, ekki síst
vegna þess að margir bændur eru að
selja fullvirðisrétt sinn Framleiðni-
sióði.
- ABS
Foldaborg, annað tveggja nýrra dagheimila sem formlega voru opnuð i gær. (Tímamynd Pétur)
Reykjavíkurborg:
Tvö dagvistarheimili tekin í notkun í gær
- HM
Jólainnkaupin dragast fram yfir 18. desember:
Kaupmenn farnir að
geyma kreditnótur
- til aö dreifa jólainnkaupum á fleiri mánuöi. - í fyrra var 60%
aukning milli kortatímabila vegna jólanna.
w Er fullviröisréttur stjórnarskrárbrot?:
Akvörðunaraðvænta
- um það hvort Stéttarsambandið tekur málið upp