Tíminn - 16.12.1986, Síða 9

Tíminn - 16.12.1986, Síða 9
Þriðjudagur 16. desember 1986 Tíminn 9 VETTVANGUR lilllllllllll 11 Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri Raufarhöfn: Löglegir frambjóðendur í Tímanum 4. desember birtist forystugrein þar sem harkalega er ráðist á þau hundruð flokksbund- inna framsóknarmanna í Norður- landi eystra sem undanfarnar vikur hafa skorað á Stefán Valgeirsson, alþingismann að gefa kost á sér til framboðs þar. Sá aumi málflutningur er þar enn uppi að framboð þetta snúist einungis um persónu Stefáns Val- geirssonar. Að ekkert bendi til þess að málefnalegar ástæður séu fyrir hendi. Svo er ekki því miður flokksins vegna. Hins vegar getur Stefán við unað að forysta flokks- ins skuli hafa svo mikið álit á honum og áhrifum hans að hún telji hann geta sagt svo stórum hópi félagsmanna fyrir verkum, svo ekki sé talað um þau mörgu flokksfélög sem styðja hann. Margt fleira er athyglisvert í þessari forystugrein blaðs okkar. Par er m.a. talað um að „svokölluð prófkjör" séu látin ráða og þau séu „innanflokksmál og það sé réttur flokksbundinna manna“ að taka þátt í þeim. Undanfarna daga og vikur höfum við heyrt álit ýmissa á prófkjörum, yfirleitt neikvæð. Og talandi um rétt flokksbundinna manna ættum við framsóknarmenn að íhuga þær yfirlýsingar úr okkar röðum, t.d. í Reykjavík, um að stuðningsmenn annarra flokka hafi ráðið þar úrslitum. Hér x Norðurlandi eystra kusu flokksfélögin fulltrúa á kjördæmis- þing í samræmi við félagatölu, en hins vegar er ekki því að neita að sum þessara félaga jafnvel tvöföld- uðu félagatölu sína dagana fyrir kjördæmisþing, sem vissulega ætti að vera gott, en vekur samt efa- semdir. Sú mikla fjölgun hefði t.d. mátt sýna sig fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Tíminn telur í þessari forystu- grein „ástæðulaust að tala um klofning Framsóknarflokksins í kjördæminu af þessu tilefni enn sem komið er“, og heldur svo áfram: „Fari hins vegar svo að stjórn kjördæmissambandsins eða framkvæmdastjórn flokksins láti undan ósk Stefáns Valgeirssonar um að væntalegur framboðslisti verði tengdur nafni flokksins og listabókstaf, þá gengur flokkurinn klofinn til kosninga. Þá er klofn- ingurinn viðurkenndur og aug- ljós.“ Og svo eru menn að gera gys að strútgreyinu sem stingur höfðinu í sandinn og heldur að enginn sjái sig af því að hann sér ekkert sjálfur. Ef t.d. 6-7 framsóknarfélög í kjördæminu bjóða fram þennan lista í sínu nafni ætla þá þessi gáfnaljós að stinga hausnum í sand- inn og segja að hann sé ekkert tengdur nafni flokksins? Það sé bara hugarfóstur Stefáns Valgeirs- sonar að svo sé? Kjósendur þess lista séu ekki löglegir framsóknar- menn, og þá ekki heldur þeir sem þa.r bjóða sig fram. Telja oddvitar Húsavíkurlistans sig kannski þess umkomna að vísa nær helmingi flokksbundinna manna í kjördæm- inu úr flokknum? Ég hefi sagt það áður, og vil ítreka það hér: Það er klofningur í flokknum og sá klofningur er fyrst og fremst út af ágreiningi um málefni. Um leið hlýtur að verða ágreiningur um menn, sem eru fulltrúar þeirra sjónarmiða sem okkur greinir á um. Ef við horfum framá við þá er það alveg ljóst að við þurfum nýja forystu til að sameina okkur aftur í þá heild sem við verðum að vera ef við ætlum að vera forystuafl þessa kjördæmis, sem og landsbyggðarinnar. Framsóknarflokkurinn var og hefur verið í afgerandi forystu fyrir landsbyggðina alla í áratugi. Get- um við sagt að hún sé afgerandi í dag? Því miður ekki og það sem ennþá verra er, er að í þeirri leiftursókn sem nú skal háð til þess að afla flokknum fylgis á suðvestur- horninu er því hlutverki varpað fyrir borð. Þetta hafa aðrir flokkar gert sér grein fyrir og hljóta menn að hafa tekið eftir því undanfarin missiri að flokkar eins og Alþýðuflokkur- inn og þá ekki síður Alþýðu- bandalagið, sem mestan sinn styrk hafa sótt í þéttbýlið, gerast nú í orði a.m.k, æ hlynntari byggða- stefnu, alla vega þegar þeir eru staddir úti á landi. Stjórnendur flokksins hafa haft horn í síðu Stefáns Valgeirssonar þar sem hann hefur ekki þótt nógu leiðitamur við þessa stefnu. Sömu- leiðis hefi ég það fyrir satt að fundið hafi verið að blaði okkar Degi fyrir of mikla byggðaþröng- sýni. Og persónulega var ég skammaður fyrir tveim árum á fundi kjördæmisráðs fyrir að vera að reyna að mynda gjá milli dreif- býlis og þéttbýlis þegar ég benti á vaxandi misvægi milli landsbyggð- ar og suðvesturhornsins og nauð- syn aðgerða til breytinga. Þó hefur kjördæmisþing okkar samþykkt svipaðar kröfur undan- farin ár, en þeim samþykktum hefur ekki verið hampað fyrir sunnan. Svo undarlega vill til að á sömu síðu Tímans og forystugreinin er, ræðir „Garri“ nokkuð um prófkjör og Alþýðubandalagið. Þar stendur m.a. um úrslitin hjá þeim: „Þetta er aðeins nýjasta dæmið um það að Alþýðubandalagið er ekki lengur sá hreini verkalýðs- og Iaunþega- flokkur sem einu sinni var.“ Okkur væri e.t.v. rétt að líta svolítið nær. Sýna okkar úrslit kannski að við séum ekki sá byggðastefnuflokkur sem einu sinni var. Rétt er að undirstrika það enn einu sinni að byggðastefnu er ekki beint gegn Reykjavík. Hún snýst um það m.a. að hvert byggðarlag haldi sínu og njóti afraksturs síns framlags til þjóðarbúsins. Slík stefna á mikinn hljómgrunn um land allt og einnig á höfuðborgar- svæðinu, þó ýmsir vilji ekki trúa því og telji nauðsyn á að afneita henni til að ná þar árangri í kosn- ingum. Rúmlega 1100 manns hafa nú skorað skriflega á Stefán Valgeirs- son að vera í forystu fyrir sérfram- boði í Norðurlandi eystra, og á fjölmennum fundi sem stuðnings- menn þess framboðs boðuðu Stef- án á að Hrafnagili í Eyjafirði varð Stefán við þeirri áskorun. Við teljum þessa aðgerð nauðsynlegt upphaf á þeirri endurhæfingu sem flokkurinn þarfnast að mati ýmissa mætra manna. Við horfum í dag fram á alvar- legt ástand í málum landsbyggðar- innar. Skipulagða landeyðingu hafa ýmsir viljað kalla það. Ef þau öll ná völdum sem boða hina nýju þjóðfélagsskipan, frjálshyggjuna, þá verða, svo ég noti aftur þau fleygu orð, Hornstrandir íslands, orðnar margar áður en mörg ár lrða. Þeir sem sitja hjá aðgerða- lausir þegar slík verk eru unnin bera ekki síður ábyrgð. Gunnar Hilmarsson. UMSÖGN Menningarsögulegt afrek Lúðvík Kristjánsson: Islenzkir sjávarhættir V. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986. 498 bls. Fimmta og síðasta bindi íslenzkra sjávarhátta hefur að geyma umfjöll- un um nýtingu, hvals, rostungs og fugls, auk viðamikilla skráa, sem taka yfir allt verkið. Fyrsti þáttur þessa bindis fjallar um hval, veiðar á honum, hvalreka, hvalfang, verð þess og nýtingu. Höf- undur bendir á, að neysla hvalfangs hafi jafnan verið mikil hér á landi, en hins vegar stunduðu landsmenn aldrei umfangsmiklar hvalveiðar á fyrri öldum, nema þá helst Vestfirð- ingar, og mun það öðru fremur hafa stafað að litlum tækjabúnaði. Hval- rekar voru hins vegar tíðir, einkum í þeim sveitum, þar sem hafís lagðist að, en hvalurinn fylgdi oft ísnum og sprakk oft í honum. Af heilum hval mátti hafa mikla björg og ekki var ótítt að heilar sveitir björguðust af hvalreka í harðærum. Um skiptingu hvals giltu frá fornu ákveðnar reglur og er glögg grein gerð fyrir þeim í þessu riti og einnig sagt frá ýmsum hvalaheitum og örnefnum dregnum af hval. Þá er sérstakur kafli um hval í þjóðtrú og leikjum. Þar sem lýkur hvalaþætti segir frá rostungi og nytjum af honum. Rost- ungar voru aldrei við ísland í jafnrík- um mæli og hvalir og nytjar af þeim ekki viðlíka jafnmiklar. Lúðvík Kristjánsson sýnir þó fram á, að ýmislegt gagn mátti af rostungnum hafa og tennur hans voru eftirsóttar til smíða. Voru margir listafagrir smíðisgripir smíðaðir úr þeim, eins og myndir í bókinni bera glöggt vitni um. Fuglanytjar voru mikilsverður bjargræðisvegur víða um land á öldum áður og sums staðar undir- stöðuatvinnuvegur. Kaflinn um nytj- ar af sjávarfuglum nær yfir 200 blaðsíður og segir þar gjörla frá öllum helstu fuglabjörgum á fslandi, helstu nytjafuglum og aðferðum við veiðar og hirðingu fangsins. Má af því sjá, að þótt fuglaveiðar og nytjar verði trauðla talinn bjargræðisvegur hér á landi lengur, nema þá helst nýting æðarfugls, hafa vinnubrögð og aðferðir við nýtingu sjávarfugla líklega breyst minnst allra sjávar- hátta. Að lokinni frásögninni um þessa þrjá efnisþætti geymir bókin viða- miklar skrár og eru atriðisorða og nafnaskrár þar mestar og ná yfir öll fimm bindin. Tekur nafnaskráin ein yfir 90 blaðsíður. Gerð slíkra skráa er mikið þolinmæðisverk, en þær eru nauðsynlegar til notkunar á verkinu. í bókarlok er kafli, sem ber yfir- skriftina „Við verkalok", en þar gerir höfundur grein fyrir aðdrag- anda verksins, vinnubrögðum og markmiðum. Af þeim kafla kemur í ljós, að auk óhemjuviðamikillar könnunar ritaðra og prentaðra heim- ilda, auk athugunar á munum og minjum í söfnum, hefur Lúðvík rætt við fjölda heimildamanna. Hann birtir skrá um aldur þeirra og upp- Lúðvík Kristjánsson Þýsk gyðingaljóð Elsa Lasker-Schiiler: Mánaturninn, Ijód, Hannes Pétursson þýddi, Iðunn, Rvk. 1986. Að því er Hannes Pétursson skáld segir í eftirmála þessarar bókar sinn- ar var Elsa Lasker-Schúler þýskur Gyðingur, fædd 1869 í Elberfeld, sem nú er hluti iðnaðarborgarinnar Wuppertal í Nordrhein-Westfalen. Húnlifði fjölskrúðuguogviðburða- ríku listamannslífi þar í landi en lést á sjúkrahúsi í Jerúsalem í ársbyrjun 1945. Hér birtir Hannes ein þrjátíu ljóð eftir þessa skáldkonu, sem hann hefur þýtt á íslensku. Þessi ljóð eru yfirleitt nokkuð rómantískrar ættar, og ekki ólík því sem við þekkjum hér á landi frá innhverfum ljóðum nýrómantísku skáldanna frá því um og eftir aldamótin síðustu. Þetta felur í sér að þarna er fyrst og fremst horft inn á við; skáldið yrkir um tilfinningar sínar, efni eins Hannes Pétursson skáld. og sorg, gleði, ótta, hræðslu, ast, trú, og svo framvegis. Sem dæmi má taka hér stutt ljóð sem heitir einfald- lega Móðir: Ó móðir mín, ef þú lifðir, þá léki ég mér í kjöltu þinni fús. Ég er hrædd oghjarta mínu svíður af hörmungunum mörgu. Blóðlauf sprettur út um allt. Hvert á barn mitt að halda? Hugglöð lagði ég engan stíg, allar eru jarðir upprótaðar. Ástríka, ástríka móðir. í þessum tóni er þarna ort, og verður ekki annað séð en að vel sé að verki staðið. Þessi bók heyrir kannski ekki til bókmenntalegra stórvirkja, en samt sem áður er alltaf fróðlegt að fá tækifæri til að kynnast nýjum skáldskap. íslenskur búning- ur ljóðanna er sem vænta má af hendi Hannesar Péturssonar hinn vandaðasti, og allur frágangur bóka- rinnar má teljast góður. -esig runa og kemur í ljós af henni, að heimildamenn hans voru alls 374, langflestir, eða 207 úr Vestfirðinga- fjórðungi. Langsamlega flestir þess- ara heimildamanna voru fæddir á 19. öld, hinirelstu fyrir 1850 og sýnir það eitt, að Lúðvík mátti ekki seinni vera og að hann hefur bjargað ómetanlegum fróðleik frá gleymsku. Aðdrættir og samning íslenzkra sjávarhátta er mikið eljuverk og hefur staðið, með frátökum þó, í liðlega hálfa öld. Ekki er ólíklegt að Lúðvík Kristjánssyni líði nú að verkalokum líkt og Edward Gibbon er hann lagði frá sér pennann eftir að hafa samið síðasta kaflann í hið fræga rit sitt um hnignun og fall Rómaveldis, en þá fann hann til hvors tveggja í senn, léttis og söknuóar. Allt um það mun Lúðvík þó ekki telja eftir sér þær mörgu stundir, sem í verkið hafa farið, en hann hefur með elju sinni bjargað frá glötun mikilsverðum hluta ís- lensks menningararfs. Hér gerist þess ekki þörf að hafa mörg orð um efnistök og efnismeð- ferð höfundar, en hvort tveggja einkennist af samviskusemi og ná- kvæmni, þekkingu og ritfærni. Samning og útgáfa þessa mikla ritverks er menningarsögulegt afrek og mun Lúðvíks Kristjánssonar lengi verða minnst fyrir það, jafnvel af þeim, sem ekkert þekkja til mann- kosta hans að öðru leyti. Hann hefur þó ekki staðið einn að verki, kona hans, Helga Proppé, hefur verið honum styrk stoð og átt mikinn þátt í verkinu, einsog hann leggursjálfur áherslu á í lokakafla. Þá hafa ýmsir góðir menn lagt mikið lið við myndskreytingu og mun hlutur Bjarna Jónssonar listmálara þar stærstur. Öll útgáfa og frágangur þessa bindis er með jafnmiklum ágætum og hinna fyrri. Bókin er prýdd fjöl- mörgum myndum og teikningum og öll hin fagurlegasta að ytri gerð. Hæfir þar hvort öðru, útlit og inni- hald. Jón Þ. Þór.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.