Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn liliiiiillllVEJTVANGUR Þriöjudagur 16. desember 1986 SvarLandssambandssauðfjárbændatilMagnúsar G. Friðgeirssonar framkv.stj. Búvörudeildar S.Í.S.: Kjötsýni úldnuðu á Kennedy-flugvelli Hinn 26. nóvember sl. birtist í Tímanum opið bréf frá Magnúsi G. Friðgeirssyni framkvæmdastjóra Búvörudeildar S.Í.S. til stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda. Til- efni þessa bréfs var frétt frá sam- tökunum, sem birtist í blaðinu 21. nóvember og bar fyrirsögnina „Gjaldþrot margra blasir við“, og daginn eftir var í sama blaði viðtal undir fyrirsögninni „Við viljum ráða markaðsfulltrúa". Pessar fyrirsagnir lýsa í fáum orð- um því ástandi sem nú blasir við mörgum sauðfjárbændum og einnig hinu hvað helst muni til bjargar. Það er staðreynd, að með úthlutun fullvirðisréttar er gjaldþrot fyrirsjá- anlegt hjá mörgum ungum bændum og mjög er þrengt að fleirum. Sauð- fjárbændur eiga allt undir því, að ekki verði meiri samdráttur í sölu á dilkakjöti og þróunin snúi við frá því sem verið hefir. Þess vegna leggjum við mikið kapp á að ráða markaðs- fulltrúa er sinni þessum málum ein- um. Stjórn L.S. taldi þessi mál svo alvarleg að opin umræða væri nauð- syn til að vekja athygli á hvernig komið væri hag stéttarinnar og hvert stefndi með búsetu í hinum dreifðu byggðum. Markaðsmálin brenna heitast á okkur og Landssamtök sauð- fjárbænda voru stofnuð fyrst og fremst vegna þess, að bændur töldu ekki hafa verið nógu vel að þeim staðið, þrátt fyrir það að þau eru og hafa verið að stærstum hluta í hönd- um samvinnufélaga, félaga, sem stofnuð voru af bændum til að standa vörð um sinn hag. Við trúum því að enn sé hlutverk samvinnuhreyfingar- innar hið sama og í öndverðu hvað þetta varðar. Skal nú vikið að þeim athuga- semdum sem fram komu í fyrr- nefndu bréfi framkv æmdastjórans. Varðandi kjarnorkuslysið í Chernobyl og fyrirspurn frá Vínar- borg hafði dr. Björn Sigurbjörnsson samband við dr. Sigurgeir Þorgeirs- son og óskaði að sendir yrðu sölu- menn til Austurríkis. Þessum tilmæl- um var komið á framfæri við Jóhann Steinsson hjá Búvörudeild. Þó svo framkvæmdastjórinn kannist ekki við að umrædd fyrirspurn hafi borist þeim til eyrna hjá deildinni. Stjórn L.S. tclur sjálfsagt að biðj- ast afsökunar á því sem ómaklega kann að hafa verið sagt varðandi þetta sérstaka mál, Chernobylslysið. Það breytir samt ekki þeirri stað- reynd að okkur eru kunn fleiri tilvik þar sem fyrirspurnum var ekki svar- að af Búvörudeild og höfum við pappíra upp á það. Jafnframt viljum við vekja athygli á því að meira þarf til ef selja á dilkakjöt en senda telex út um heiminn. Önnur athugasemd Magnúsar Friðgeirssonar varðar það er við segjum um fjárframlög til markaðs- leitar. Hann telur upp að Markaðs- nefnd lagði fram 4 milljónir króna í auglýsingaátak, Búvörudeildin 2,5 milljónir króna sérstaklega til mark- aðssetningar, Framleiðnisjóður lagði fram um 2 milljónir króna til markaðskönnunar L.S. í Bandaríkj- unum og Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga ásamt Búvörudeild er með auglýsingaprógramm í gangi sem kosta mun um 3 milljónir króna. Síðan spyr hann: „Eru þetta slíkir smá aurar að ekki taki að nefna?“ Áður en við athugum þá spurningu er rétt að leiðrétta það sem fram- kvæmdastjórinn segir um kostnað vegna markaðskönnunar LS í Bandaríkjunum sem hann telur um 2 milljónir króna. Landbúnaðarráð- herra upplýsti á Alþingi sl. vor vegna fyrirspumar að þessi könnun hefði kostað 780.326 kr. Við þessa upphæð hafa bæst tveir reikningar, annar vegna lögfræðings í Banda- ríkjunumaðupphæð$2. I66,60sem er í íslenskum krónum á gengi 6/12 kr. 87.942. og hinn frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hann hljóðaði upp á krónur 606.282 en landbúnaðar- ráðuneytið greiddi krónur 400.000 af þeirri upphæð. Þó svo að við höfum ekki séð öll fylgiskjöl með þessum reikningi, virðist augljóst að K.B. hefir í það minnsta farið skaðlaust frá þessari tilraun. Eftir þessum tölum að dæma var heildar- kostnaður við könnunina 1.268.268. Þá er það spurningin hvort þessar tæpu 11 milljónir sem upp voru taldar séu slíkir smáaurar að ekki taki að nefna. Vissulega eru þetta fjármunir, en þegar upphæðin er skoðuð í Ijósi þess að sauðfjárbænd- ur eiga margir framtíð sína í stéttinni undir því komna að takist að finna viðunandi markaði, og við því verða að fást svör innan mjög fárra ára, teljum við upphæðina með hliðsjón af heildarverðmæti sauðfjárfram- leiðslunnar, ekki umtalsverða fjár- muni. Þá má og líta á málið frá þeim sjónarhóli að 11 milljónir króna duga ekki til að koma upp tveimur litlum refabúum. Samtökin hafa frá upphafi lagt á það áherslu að reynt væri að komast inn á dýra markaði með unna vöru sem skapað gæti atvinnu hér heima. Búvörudeildin hefir ekki reynt þessa leið að neinu marki, þó svo þú segir Magnús, að þið hafið náð „verulega góðum árangri“. Myndarskapur í útflutningi Áður en lengra er haldiðskal það tekið fram að L.S. þakkar það sem vel hefur verið gert varðandi útflutn- ing á lambakjöti en betur má ef athuga skal. í bréfi Gunnars Guðbjartssonar til landbúnaðarráðherra Jóns Helga- sonar kemur fram eftirfarandi: „En Búvörudeildin telur sig hvorki hafa heimild né heldur skyld- uf tif að leggja fé og vinnu í að leita markaða. Hún telur einnig að skipta beri bæði innlenda markaðinum sem og skyldum til að flytja á erlenda á milli sláturleyfishafa í réttum hlutföllum miðað við innvegið kjötmagn hjá hverjum þeirra. Ljóst má vera að nú er orðin kvöð að flytja kjöt úr landi og því eðlilegt aðsú kvöð falli áfleiri en einn aðila.“ Þegar framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs skrifar slíkt vakna vissar efasemdir hjá okkur bændum þrátt fyrir að þú segir að hvorki sé meining né rödd Búvörudeildar. Við höfum haft uppi ákveðnar efasemdir um ágæti Búvörudeildar og renna skrif Gunnars Guðbjarts- sonar stoðum undir þær efasemdir. Eftir slit á samstarfi við J. McGo- orty var boðað til fundar 21. mars sl. Mættir voru Framkvæmdastj. Magnús Friðgeirsson, og staðgengill framkvæmdastj. Jóhann Steinsson. Ennfremur stjórn félags sláturleyfis- hafa, en þar er Árni Jóhannsson kaupfélagsstj. á Blönduósi formað- ur. Á þessum fundi voru sölumál rædd fram og aftur í hinni mestu vinsemd. Ákveðið var að menn færu að vinna saman, að lausn mála. Jafnframt lagðir þú Magnús til að áeggjan okkar að send yrðu tilrauna- sending til J. Kelly í Washington í' samráði við mann frá L.S. Dr. Sigurgeir Þorgeirsson féllst á að fylgjast með málinu af hálfu L.S. Hvað hefur síðan gerst? Fljótlega eftir þetta var haft sam- band við J. Kelly og í framhaldi send sýnishorn af kjöti vestur um haf í maí sl. Vegna kunningsskapar undirrit- aðs var hringt frá N.Y. og tilkynnt að kjötsýnin væru að úldna á Kennedy-flugvelli. Hvers vegna? Vegna þess að þau áttu að fara til Washington en ekki N.Y. f júní var aftur reynt og þá, með viðunandi árangri sýnin komust til rétts viðtakanda og líkuðu vel. Skömmu seinna barst ósk um fyrstu sendingu, einn gám. Sá gámur er ekki farinn enn þrátt fyrir að þú Magnús Friðgeirsson hefir fallist á að senda einn gám í umboðssölu. Um mánaðamótin júlí-ágúst átt- um við Sigurgeir Þorgeirsson fund með Jóhanni Steinssyni og lýstum undrun okkar á að ekki væri búið að senda kjöt út. Kom þá í ljós að það kjöt sem valið hafði verið í tilraunarsendingu til Bandaríkjanna haustið á undan hafði verið notað í annað og allt útflutningsverkað kjöt búið. Að tillögu Jóhanns Steinssonar féllumst við á að fresta sendingu á kjötið vestur um haf til haustsins og senda þá nýtt kjöt. Á fundi þessum lögðum við áhersluáþrjú atriði umfram annað: 1. Haft yrði samband við J. Kelly strax og útskýrt hvernig málin stæðu. 2. Tíminn fram að sláturtíð yrði notaður til að fá viðurkennda miða í Washington en slíkir mið- ar eru forsenda þess að leyfi til innfl. á matvælum fáist. 3. Hafist yrði handa um pökkun á fyrstu dögum sláturtíðar. Lítum á hvemig málin standa í dag 1. Ekki var haft samband við J. Kelly í 4 mánuði. Hringt var í undirritaðan frá Washington og spurt hverju þetta sætti. Haft var samband við Búvörudeild strax og spurt um þennan seinagang. Lofað var bót og betrun en fyrst var haft samband við J. Kelly 17. og 18. nóvember sl. 2. f dag stendur á að fá merkimið- ana svo hægt sé að hefja pökkun á kjötinu. 3. Þetta atriði fellur um sjálft sig vegna miðanna. Að kalla þetta, „að ná verulega góðum árangri". Magnús er ekki rétt? Nær væri að kalla misjafnan árangur, enda hefur þú sagt við okkur í stjórn L.S. að allur útfl. Búvörudeildar til Bandaríkjanna hafi verið sorgarsaga, og lítur út fyrir að verða framhaldssaga. í framhaldi af þessu spyrjum við: Hvernig hugsar Búvörudeild sér að fylgja þessari sendingu eftir t.d. með kynningu og auglýsingum? í okkar huga er gagnlaust að senda kjöt á nýjan markað öðruvísi en að fylgja slíku eftir. í viðskiptablaði Morgunblaðsins fimmtudaginn 4. des. sl. er athygl- isverð grein um sölu á svaladrykkn- um Svala. Þar segir: Hann gefur ímynd sem heilsusamlegur drykkur, framleiddur úr ómenguðu vatni. .Þetta gerir okkur vonandi kleift að selja hann í framtíðinni sem dýra hágæðavöru. Og enn segir í áðurnefndri grein: „Það fer ekki milli mála að þar sem þau hafa kynnt Svala, þar höfum við náð bestum árangri. Verslunareig- endur hafa sóst eftir að fá Jón Pál og Hófí í heimsókn enda vita þeir að árangurinn lætur ekki á sér standa. Heimsóknir Hófíar og Jóns Páls hafa hvarvetna vakið áhuga sjón- varps- og blaðamanna sem fjallað hafa um þennan íslenska Svaladrykk og fsland". Getur ekki hugsast að Búvöru- deild geti eitthvað lært af svona sölumennsku. Hvenær við atyrðumst út í land- búnaðarráðuneytið er algerlega á okkar ábyrgð og varðar Búvörudeild ekki nokkurn skapaðan hlut. Eins teljum við að þú Magnús Friðgeirsson og aðrir starfsmenn Búvörudeildar séuð í ykkar störfum vegna þess að landbúnaður er stund- aður hér á landi, en landbúnaður sé ekki rekinn fyrir ykkur. Slíkt hið sama á við starfsmenn í landbúnað- arráðuneytinu. Skrif þín Magnús um aðför okkar og niðurrifsskrif, tökum við ekki mark á. Þar sem slíkt er orðin venja í svörum frá aðilum innan samvinnu- hreyfingarinnar gangvart gagnrýni sem þeim er ekki að skapi. Það hefur verið og er enn skoðun okkar í stjórn L.S. að lítið viljugan hest þurfi að hvetja meir en þann viljuga. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka sauðfjárbænda Jóhannes Kristjánsson UMSÖGN Rætur kristindómsins Kahlil Gibran: Mannssonurinn. Gunnar Dal þýddi. Víkurútgáfan. í þessari bók leiðir höfundur fram ýmsar persónur guðspjallanna og leggur þeim í munn ummæli um Jesús frá Nasaret. Þar koma fram fylgismenn og aðdáendur og and- stæðingar og óvildarmenn. Þar eru líka ýmsir sem við höfum ekki heyrt nefnda, sumum þeirra raunar ekki nafn gefið. Þá eru þeir ungur presturfmaðurinn úr eyðimörkinni, ríkur maður eða eitthvað annað en allir hafa þeir hlutverk svo að mynd samtíðarinnar verði fyllri. Helgisögum biblíunnar er ekki fylgt skilyrðislaust. Sem dæmi má nefna að Jesús er sagður fæddur í Nasaret. Hitt er ekki að efa að víða koma fram sannir og réttir drættir í mynd þeirri sem dregin er af samtíð- inni. Þar koma m.a. fram persneskir spekingar og ýmsir aðrir fulltrúar heimspeki og trúarbragða þeirra tíma. Hér er ekki tóm til að birta tilvitn- anir enda þótt girnilegt væri. Óhætt mun að segja að þessi bók færi margan lesanda nær umhverfinu þar sem Jesús lifði, starfaði og kenndi og bregði þar með ljósi á þann jarðveg sem kristindómurinn er sprottinn frá. Það er vandi að gera upp á milli atriða í þessari bók en hér skal þó minnt á það sem Annas, æðsti prestur- inn, leggur til málanna: „Hann hæddist að heiðri okkar og hló að mannvirðingum okkar. - Hann, sem gat ekki skammlaust talað tungu spámanna okkar, talaði| með þrumuraust sem ærði okkur þegar hann talaði mállýsku hinnar ættlausu alþýðu. Hvað annað gat ég gert en dæmt hann til dauða? Ber mér ekki að vernda musteri guðs?“ Það er víðar en hér sem greina má drætti mannlegarar reynslu og tak- markana óháða tímanum. Svo mannleg, eðlileg og sönn eru þau viðhorf sem þar eru túlkuð. H.Kr. Gunnar Dal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.