Tíminn - 16.12.1986, Síða 11

Tíminn - 16.12.1986, Síða 11
Framsóknarflokkurinn ara Steingrímur Hermannsson: 70 ára starf Framsóknarflokksins Hinn 16. desember 1916 sto nýjan þingflokk, og um leið Framsóknarflokkinn. Þá voru hin gömlu flokksbönd mjög farin að riðlast, enda í sjónmáli sigur í sjálfstæðisbaráttunni. Pessum mönnum var ljós þörfin fyrir nýja starfshætti og nýtt afl, sem stuðlað gæti að atvinnulegum og félagslegum framförum sjálfstæðrar þjóðar. Stofnendur Framsóknarflokksins voru allir úr röðum samvinnumanna, bænda og ungmennafélaga, en það voru þær þrjár hreyfingar, sem fremstar fóru í baráttunni fyrir framförum og sjálfstæði. Samvinnumönnum hafði tekist að ná versluninni úr höndum erlendra einokunarkaupmanna, búnaðarfélögin voru brautryðjendur í nýrri og róttækri tækniþróun, ungmennafélögin vöktu stórhug og bjartsýni með þjóðinni. Hinum nýja flokki óx fljótlega fiskur um hrygg, enda þörfin augljós. Framsóknarflokkurinn varð áhrifamikill bæði á þingi og með þjóðinni. Á sjötíu ára starfsferli hefur flokkurinn tengst flestum þeim framfaramálum sem mikilvægust eru. Hann hefur einnig hvað eftir annað verið kvaddur til stjórnarforystu, þegar erfiðleikar hafa að steðjað. Frá slíkri ábyrgð hefur Framsóknarflokkurinn aldrei hlaupist heldur leyst með sæmd. Flokkur sem endurnýjast og hefur fullan skilning á breyttum tímum, er ungur þótt sjötugur sé. Svo er um Framsóknarflokkinn. í áratugi hefur öflug sveit ungra manna og kvenna starfað innan Framsóknarflokksins og stuðlað að endurnýjun og framsýni. Sjaldan hefur þessi hópur verið öflugri en nú. Því mun Framsóknarflokkurinn áfram verða leiðandi afl í íslensku þjóðfélagi. Steingrímur Hermannsson. Kristján Benediktsson: framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna: Fundargerðir þingflokksins varðveittar frá upphafi Framsóknarflokkurinn var stofnað- ur í desembermánuði árið 1916 af átta þingmönnum. Telja má víst að stofnfundurinn hafi verið í Alþingis- húsinu þótt ekki sé þess getið í fundargerð. Samtök þessara átta þingmanna beindust í fyrstu einkum að þingmál- um. Þarna var því fyrst og fremst um þingflokk að ræða sem síðar þróaðist yfir í landsmálaflokk. Reyndar má rekja upphaf þing- flokks framsóknarmanna allmiklu lengra aftur. Á aukaþingi árið 1912 bundust nokkrir þingmenn samtök- um og stofnuðu flokk sem þeir kölluðu Alþýðuflokk. Helstu markmið þessa flokks áttu að vera að efla framleiðsluna til lands og sjávar og auka menningu, jafnrétti og samtök meðal almenn- ings. Fljótlega var nafni flokksins breytt og hann kallaður Bændaflokkur. Starfaði sá flokkur í þinginu þar til Framsóknarflokkurinn varð til. Margir þeir þingmenn sem voru í Alþýðuflokknum og Bændaflokkn- um voru meðal stofnenda Fram- sóknarflokksins. Hann er því rétt- nefndur arftaki þeirra. Enda sjást tengslin kannski best á því að fund- argerðir þessara þriggja flokka eru skráðar í eina og sömu bókina. Með nokkrum rétti má því rekja upphaf þingflokks framsóknar- manna til ársins 1912 eða til 3. júlí 1913 er stofnsamningur Alþýðu- flokksins var undirritaður í húsi Búnaðarfélags fslands. Starfsemi þingflokksins í lögum flokksins segir að þing- menn hans skuli mynda þingflokk og að í upphafi hvers þings skuli hann kjósa sér stjórn þriggja manna, formann sem kjósa skal sérstaklega og tvo meðstjórnendur. Núverandi formaður er Páll Pét- ursson en meðstjórnendur Ingvar Gíslason og Davíð Aðalsteinsson. Kosning stjórnar er skrifleg. í starfs- reglum sem þingflokkurinn hefur sett sér segir svo m.a. um stjórn hans að hún skuli koma fram fyrir hans hönd útávið og innan þingsins, taka á móti erindum sem þingflokknum berst og afgreiða þau eftir því sem þörf krefur í samráði við þingflokk- inn. Fundir í starfsreglum þingflokksins segir að hann skuli halda fundi a.m.k. tvisvar í viku yfir þingtímann og oftar ef þurfa þykir. Fastir fundar- tímar eru á mánudögum og miðviku- dögum á tímabilinu frá kl. 16-19. Utan þingtíma eru fundir haldnir eftir því sem ástæða þykir til. Árleg- ur fundafjöldi í þingflokknum í seinni tíð hefur verið á bilinu 70-80. Auk þingmanna eiga allmargir aðilar rétt til setu á þingflokksfund- um samkvæmt flokkslögum eða sér- stökum samþykktum þingflokksins. Hafa' þessir aðilar málfrelsi og til- lögurétt en ekki atkvæðisrétt. Hér er um að ræða þá stjórnar- menn og varastjórnarmenn Fram- sóknarflokksins sem ekki eru þingmenn, formenn landssamtaka á vegum flokksfélaga, ritstjóra Tím- ans og Dags og þann fréttamann Tímans sem annast fréttaskrif frá Alþingi. I upphafi núverandi kjörtímabils ákvað þingflokkurinn að sá maður erskipaði 1. sæti flokksins í Reykja- neskjördæmi, en náði ekki kjöri, fengi rétt til setu á fundum þing- flokksins. Stöku sinnum eru þingflokksfund- ir haldnir utan þinghússins. Þannig var tveggja daga fundur á Sauðár- króki sl. sumar og jafnframt heim- sótt fjölmörg fyrirtæki þar og í nágrenni. Fyrr á árinu var tekinn dagur í að skoða ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum. Segja má að slíkar kynnisferðir séu orðnar fastur liður í starfsemi þingflokksins. Það sem gert er á fundum Þar eru stjórnarfrumvörp kynnt þegar flokkurinn er í ríkisstjórn og oft á tíðuin er ákveðnum mönnum falið að skoða þau milli funda. Stjórnarfrumvörp eru ekki lögð fram í þinginu fyrr en þingflokkar stjórn- arinnar hafa um þau fjallað og heimilað framlagningu þeirra. Þá kynna þingmenn einstök mál sem þeir hyggjast flytja eða gerast meðflutningsmenn að. Einnig greina menn frá störfum í nefndum og leita álits þingflokksins á einstökum atrið- um sem um er verið að fjalla þar. Alloft er leitað til manna utan þing- flokksins vegna sérþekkingar þeirra á tilteknum málum og þeir fengnir til að koma á fund til að skýra mál sem þingflokkurinn er að fjalla um. Stundum fer svo að sjálfsögðu fram í þingflokknum almenn stjórn- málaumræða þar sem störf og stefna ríkisstjórnarinnar er vegin og metin og ráðherrunum gefið veganesti til að fara með á ríkisstjórnarfundi. Einnig þarf þingflokkurinn að af- greiða ýmiserindi sem honum berast bæði frá félagssamtökum og einstakl- ingum. 1 Alþingishúsinu hefur þing- flokkurinn til ráðstöfunar rúmgott og vistlegt fundaherbergi í austur- hluta fyrstu hæðar. Mjög falleg mál- verk prýða veggi þessa herbergis. M.a. eru þar málverk af nokkrum látnum þingskörungum sem tengdir voru Framsóknarflokknum. Fundargerðir Fundargerðarbækur þingflokksins hafa varðveist allt frá upphafi. Þær eru orðnar 22 og um þessar mundir er verið að skrifa í þá 23. í fyrstu bókinni sem byrjað er að rita fundar- gerðir í árið 1912 eru fundargerðir Alþýðuflokksins og Bændaflokks- ins sem margir þeir þingmenn sem síðar stofnuðu Framsóknarflokkinn störfuðu í. Fundargerðirnar eru hin merkasta heimild um starfsemi þing- flokksins og þar er reyndar skráður hluti af stjórnmálasögu þjóðarinnar frá árinu 1912 til okkar daga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.