Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. desember 1986 Tíminn 15
llllllllllllll UMSÖGN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Hógvært en fágað
Krístján frá Djúpalæk:
Dreifar af dagsláttu, Skjaldhorg, Akurevri
1986.
Þessi bók mun vera gefin út í
tilefni af sjötugsafmæli höfundarins.
Hún hefst á alllöngum kveðjulista,
eða Tabula gratulatoria, en er að
öðru leyti sýnishorn úr fimm síðustu
bókum afmælisbarnsins og handrit-
um ljóða sem hann hefur ort síðan.
Formála að bókinni ritar Gísli
Jónsson, og gerir hann þar skilgóða
grein fyrir skáldskap Kristjáns og
rekur helstu einkenni hans sem
skálds.
Öll er bókin unnin af alúð og
nánast ekkert útásetningarefni í
henni að finna. Sem heild má telja
að hún einkennist af því að innan
spjalda hennar sé að finna ákaflega
hógvær ljóð, sem jafnframt eru ákaf-
lega fáguð. Yrkisefni eru hér flest
innhverf og ekki átakamikil, en
óhvikul rímgáfa og formtilfinning
greinileg hvarvetna.
En á stöku stað er þarna þó skop,
svo sem í þessari vísu sem heitir
Sannleikur:
Sannleikurinn er sá
að sannleikurinn
á vissu stigi
er verri en lygi.
Eiginlega er þetta þó undan-
tekning, því að nánast alls staðar er
höfundurinn hér alvarlegur og allur
gáski fjarri. En ádeilu er hér samt
víðar að finna, t.d. þá sem er þarna
í Ijóði sem heitir Bróðir besti, en það
hljóðar svo:
Pér rann kapp í kinn
er kaupmenn höfðu breytt
í markað musterinu.
Pú rakst þá út með svipu
þetta sinn.
Nú hugsa þessir herrar
á hefnd í desember.
Og út þér varpað er.
Pú hefðir átt að minnast þess
er sagðir þú eitt sinn.
(Og var bókfest, bróðir minn):
Pað sem þú gerir öðrum
munu aðrir gera þér.
Þetta er ljóð sem hverjum manni
er hollt að lesa er jólin fara í hönd
líkt og núna, en er styrkur þess ekki
fyrst og fremst fólginn í hógværðinni
sem yfir því hvílir?
Þá hafa crfiljóð verið ort hér mörg
um aldir, sum afburðagóð og önnur
jafnvel afspyrnuvond eins og
gengur. Ég má kannski taka hér upp
erfiljóð úr þessari bók sem er stutt
og heitir Dr. Kristján Eldjárn:
V7ð áttum lampa,
hans Ijós var styrkur.
Pá var óttinn fjarri
og aldrei myrkur.
Og því var lífið
í lampans skini
eins og gisting
hjá góðum vini.
Nú er lampinn brotinn
og loginn dáinn.
Við störum orðvana
út í bláinn.
Þetta er eitt af bestu erfiljóðum
sem ég hef rekist á lengi, stutt,
einfalt en hnitmiðað og vel samboðið
minningu hins látna.
-esig
Kristján frá Djúpalæk.
BIIIIIIIIIHIIII TÓNLIST IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM ........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................ .......................................................................................... ■ .......................................................................................... ................................................................................................... ............................................................................................................................ ......................................................................... • '■Il!!lllllllllllllllllll!l'r ■"l|lllllllllllllllllllllllll!l!l11!"1- .........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................Illllllllllllllllllllll..........................................................................
Tónlist fyrir
Opinberlega fylgir tónleikanefnd
Háskólans ekki annarri stefnu en
þeirri, að láta listamönnum eftir að
velja sjálfum sér efni til flutnings.
Þar flytja tónlistarmenn þá tónlist
sem þá sjálfa langar til. Og auðvitað
ætti sitthvað skrítið og skemmtilegt
að heyrast þar í bland, einnig fram-
úrstefnulegt því háskólar eiga helst
að vera leiðandi í andlega lífinu.
Þannig voru tónleikar þeirra Kjart-
ans Óskarssonar og Péturs Péturs-
sonar hinn 3. desember, en þeir
fluttu tónlist fyrir bassaklarinettu og
ásláttarhljóðfæri. Tvö fjögurra
verka, sem flutt voru, eru eftir
tónskáld sem eru svo ný af nálinni
að um þau finnst engin heimild
utan nafnið og verkið, en um tvö
þeirra er ofurlítið vitað.
Kjartan flutti tvö verk fyrir ein-
samla bassaklarinettu, Prelúdíu op.
51 eftir breska konu, Ruth Gibbs (f.
1921) og Statics (stöðufræði, kyrru-
fræði, sú grein aflfræðinnar er fjallar
um hluti í jafnvægi og kraftana sem
á þá verka, skv. orðabók Arnar og
Örlygs) eftir Gerald Gabel, óþekkt-
an mann. Egill Jónasson sagði um
bassaklarinettuna að hún syngi eins
óvenjuleg hljóðfæri
og kvefaður svanur (þetta átti eink-
um við um miðhluta tónsviðsins), en
síðan þau orð voru töluð hafa íslend-
ingar eignast betra hljóðfæri sem
hefur allfögur hljóð, einnig á ofan-
greindu sviði. Sérstaklega er þó háleit
neðsta áttund tónsviðs bassaklarin-
ettunnar, enda er hin fræga fimm
nótna bassaklainettusóló í Svana-
vatninu þar. Kjartan spilaði bæði
verkin vel, svo sem vænta mátti, og
af þeirri alvörugefni sem jafnan er
viðhöfð þegar svo sérkennileg verk
eru flutt.
Pétur Grétarsson mun hafa numið
slagverk í Boston og kom hcim frá
námi fyrir þremur árum. Hann flutti
þarna skemmtilegt einleiksverk,
Adventures for one (Ævintýri fyrir
einsamlan slagverksleikara) eftir
Bandaríkjamanninn Robert Stern
(f. 1934), og er verk þetta m.a.
merkilegt fyrir það, að víbrafónn og
pákur eru notuð sem eitt hljóðfæri.
Pétur flutti Ævintýri þetta með mikl-
um tilþrifum, enda er svo að sjá sem
slagverkið sé meðal tjáningarfyllstu
hljóðfæra, jafnvel þótt við kunnum
ekki lengur nema hinn frumstæðasta
hluta þess tónmáls, sem trumban
flytur. í Afríku er hins vegar sagt, að
ekki sé til sú hugsun þar í álfu að
ekki megi tjá hana á trumbu, sem er
svipað frægum hendingum Einars
Benediktssonar um íslenskuna.
Síðast fluttu þeir Kjartan og Pétur
Barnamold (Diatomaceous Earth)
fyrir bassaklarinettu og víbrafón eft-
ir David Deason, óþekkt tónskáld.
Heldur var verk þetta dauflegt, lík-
ast tímalausu „limbói“ eða stefnu-
lausu reiki í skuggaveröld.
Sig. St.
Blásarakvintett
Reykjavíkur
BÆKUR
Blásarakvintett Reykjavíkur
skipa þeir Bernharður Wilkinson
(flauta), Daði Kolbeinsson (óbó),
Einar Jóhannesson (klarinetta), Jos-
eph Ognibene (horn) og Hafsteinn
Guðmundsson (fagott), sem allir
spila í Sinfóníuhljómsveit íslands.
Kvintettinn var stofnaður fyrir sex
árum, og mér skilst að þeir hafi æft
saman regulega allan þann tíma,
einu sinni í viku. Enda er Blásara-
kvintett Reykjavíkur langbesta
kammersveit landsins, fyrsta
flokks hljóðfæraleikari í hverju sæti
og heildin lang-samæfð. Síðan
strengjakvartett Björns Ólafssonar
leið, fyrir fáeinum áratugum, hafa
íslenskir hljómlistarmenn ekki enst
til að æfa saman kammertónlist
reglulega þrátt fyrir ýmsar
skammæjar tilraunir í þá átt, iðulega
fyrir tilstilli stjórnar Kammermúsík-
klúbbsins, eins af menningarlegum
þjóðþrifafyrirtækjum vorum. Mega
þetta teljast firn mikil, en hefðbund-
in skýring er fundin í lágum launum,
því menn hafi ekki tíma til þess arna
vegna anna við aukastörf. Enda er
það ljóst, að tímakaupið er lágt
þegar verið er að æfa upp verulega
góðan kammertónlistarhóp.
Blásarakvintett Reykjavíkur var
ekki einasta stofnaður fyrir sex
árum, heldur hefur hann spilað á
háskólatónleikum á hverju ári síðan,
nú stðast 19. nóvember. Hafa þeir
tónleikar jafnan verið í fremstu röð,
og stundum meðal eftirminnilegustu
tónleika ársins hér í borginni. A
tónleikunum 19. nóv. fluttu þeir
félagar tvo kvintetta, í A-dúr op. 68
nr. 1 eftir Franz Danzi og „Le
Tombeau de Couperin" eftir Ravel.
Eftir fyrrnefnda tónskáldið, sem var
samtímamaður Beethovens, eru til
a.m.k. 8 blásarakvintettar á prenti,
og flutti kanadíski blásarakvintett-
inn York Winds einn þeirra hjá
Tónlistarfélaginu á dögunum. Danzi
telst tæplega til meiri háttar tón-
skálda, en kvintettar hans eru
skemmtilegir og áheyrilegir, og að
sjálfsögðu mjög velkominn hluti af
fremur fátæklegu klassísku efni sem
til er fyrir blásarakvintett.
Le Tombeau de Couperin, eða
Við gröf Couperins, er umritun fyrir
blásarakvintett á hljómsveitarút-
setningu Ravels sjálfs á verki þessu.
Vafalítið er þetta sérkennilega
franska verk stórum merkilegri tón-
list en kvintett Danzi, og auk þess
miklu vandasamara í flutningi, en
jafnframt er það ekki eins aðgengi-
legt, eða svo þótti mönnum á þessum
tónleikum.
í tónleikaskrá segir frá því, að
Blásarakvintett Reykjavíkur hafi ný-
lokið upptöku á fyrstu hljómplötu
sinni, sem á eru fimm íslensk tón-
verk eftir jafnmörg tónskáld. Fjögur
þeirra voru samin sérstaklega fyrir
kvintettinn og er þess að vænta að
hljómplata sú muni bera hróður
jafnt kvintetts sem tónskálda vítt og
breitt.
Sig. St.
íslensk
úrvalsævintýri
Hjá íslenska kiljuklúbbnum er
Ágústa Ágústsdóttir
Á háskólatónleikum 26. nóvem-
ber söng Ágústa Ágústsdóttir,
sópran, en Vilhelmína Ólafsdóttir
lék með á slaghörpu. Ágústa hefur
tekið miklum og hröðum þroska í
listrænu tilliti á undanförnum árum.
Þegar hún kom fyrst fram á háskóla-
tónleikum, söng hún Mozart mjög
fallega, en nú, sjö árum síðar,
stefndi hún á Wagner. Af því varð
þó ekki, og á endanlegri efnisskrá
voru Zigeunerlieder op. 103 eftir
Brahms og þrjú ljóð eftir Richard
Strauss. Vonandi lætur Ágústa verða
af því að takast á við Wagner, þótt
það brygðist nú, en með þessum
orðum er því ekki haldið fram að
ráðist hafi verið á lágan vegg þar sem
þeir Brahms og Strauss eru, öðru
nær.
Söngrödd Ágústu hefur eflst mjög
á síöustu árum og hún flutti ljóða-
söngva þessa með miklum tilþrifum
- Sígaunaljóðin raunar með full-
miklum tilþrifum, að mér þótti, því
ef eitthvað má að söng Ágústu finna,
þá eru það öfgar í „dýnamík", hún
jlllllllll!
komin út bókin íslensk
úrvaisævintýri, sem Hallfreður
öm Eiríksson hefur séð um útgáfu
á. Þessi bók kom út í kiljuformi í
sumar leið fyrir klúbbfélaga, en nú
er hún einnig komin út í
harðspjaldaútgáfu fyrir almennan
markað.
1 kynningu á bókarkápu segir að
í þessari bók séu tuttugu íslensk
ævintýri frá ýmsum tímum. Sú list
að segja ævintýri sé forn en lifi þó
enn með þjóðinni. Sum ævintýrin
í þessari bók séu skráð nýlega, en
önnur séu gamalkunn og sígild.
Þótt íslensk ævintýri séu til í
ýmsum útgáfum hafi vantað
ódýra og handhæga útgáfu af
þeim, og þessi bók sé
skemmtilesning handa öllum
aldursflokkum.
Vertu í takt við
Tímann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
söng
syngur ýmist sterkt eða veikt, en
helst ekki þar á milli. Hér er um
túlkunarmáta að ræða, en rödd Ág-
ústu er scm yrr mjög mögnuð, hún
er vafalítið flokki vorra albestu
söngkvenna
Vilhelmíi Ólafsdóttir var við
píanóið, sc allað er, og fórst það
velafhendi Sig.St.