Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 23
Þriðjudagur 16. desember 1986
ÚTVARP/SJÓNV
Þyrpingin
dularfulla
Kl. 23.10
í kvöld sýnir Sjón-
varpið kanadíska
sjónvarpsmynd sem gerð er eftir
smásögu eftir Ray Bradbury, en
sögur hans fjalla gjarna um dul-
arfulla og óútskýranlega at-
burði. Það er þess vegna ekki
víst að viðkvæmt fólk eigi auð-
velt með að sofna eftir að hafa
horft á þessa mynd.
Joe Spallner er á heimleið
seint að kvöldi úr einni af mörg-
um veislum sem fylgja aðvent-
unni. Hann er mettur, sæll og
glaður, en skyndilega missir
hann stjórn á bílnum og þeytist
út úr honum, á gangstéttina.
Umhverfis hann safnast brátt
þyrping af forvitnu fólki, sem
honum stendur hálfvegis ógn af,
þar til sjúkrabíllinn kemur til að
flytja hann á sjúkrahúsið.
Joe á eftir að sjá þessa sömu
þyrpingu oftar.
Tíminn 23
Nýjasta tækni og vísindi:
M.a. rannsóknir
íslensks dýra-
fræðings í Þýskalandi
Jógi björn heldur í fyrsta skipti jól núna, ásamt félögum sínum.
Fyrstu jólin hans Jóga
Kl. 18.00
alla virka daga sýnir
Stöð 2 teiknimyndir
og þessa vikuna eru það gamhr
og góðir vinir barna á öllum aldri
sem eru þar í jólaundirbúningi,
eða hver man ekki eftir Jóga
birni og félögrum hans?
Félagar Jóga mæta eins og
venjulega á krána í Jellystone-
þjóðgarðinum til að halda jólin
hátíðleg. Sjálfur liggur Jógi í híði
sínu í vetrardvala eins og birni
sæmir. En þegar félagar hans
komast i hátíðarskap vaknar
hann við hávaðann í þeim. Hann
hefur aldrei verið vakandi um jól
fyrr og tekur þess vegna þátt í
félagsskapnum af lífi og sál enda
þarf að leysa úr ýmsum málum
og þar er Jógi réttur maður á
réttum stað.
Kl. 20.40
í kvöld verður í Sjón-
varpinu þátturinn
Nýjasta tækni og vísindi, einhver
elsti og vinsælasti sjónvarps-
þátturinn. Hann hefur orðið
nokkurt fórnarlamb röskunar á
dagskránni í haust, en verður
framvegis á sínum stað einu
sinni í mánuði eins og verið
hefur í mörg ár.
Efni þáttarins í kvöld er
/jórskipt. Þar verður sýnd mynd
um ígræðslu augasteina úr
gerviefni, en það er tiltölulega
ný tækni sem er þó talsvert farið
að beita hér á landi.
Þá er fylgst með þróun við-
vörunarbúnaðar í flugvélar til að
koma í veg fyrir árekstur í lofti.
Þá verður fjallað um hrossa-
lækningar, en ýmsir halda þvi
fram að lækna megi svokölluð
mjúkvöðvameiðsl í hestum með
leysigeislum. Sú skoðun er þó
mjög umdeild og hér er dýra-
læknir að reyna að átta sig á gildi
Sigurður H. Richter verður með
Nýjustu tækni og vísindi í Sjón-
varpinu í kvöld.
þessarar aðferðar.
Rúsínan í pylsuendanum er
svo þýsk mynd sem gerð var um
rannsóknir íslenska dýrafræð-
ingsins Karls Skírnissonar á
steinmörðum
í hringnum:
Lög frá
1970-1986
J§L Kl. 16.00
■PikS í dag er Gunnlaugur
Helgason mættur á
Rás 2 og ætlar að spila lög frá
áttunda og níunda áratugnum
næstu tvo tímana. í hringnum
kallast þátturir^og er hálfsmán-
aðarlega. ^
Sérgrein þáttarins eru lög frá
8. og 9. áratugnum, sérstaklega
þau lög sem ekki heyrast dags
daglega en voru vinsæl á sínum
tíma. Gunnlaugur hefur hvatt
hlustendur til að senda sér línu
Unglingaþáttur um eyðni
Gunnlaugur Helgason leikur
lög sem sjaldan heyrast en voru
vinsæl.
og benda á lög frá þessum tíma
sem þá langar til að heyra og
hlustendur hafa tekið hann á
orðinu. Gunnlaugur segir bréfin
streyma inn.
r/^.989jKl- 21.00
/J/Í9H—kvöld hefst þriggja
rí'*—“ stunda langur þattur
á Bylgjunjri þar sem fjallað verð-
ur um hinn margumtalaða sjúk-
dóm eyðni og er þættinum eink-
um beint til ungs fólks og ungl-
inga. Þær raddir hafa heyrst frá
unglingunum sjálfum að lítið
sem ekkert hafi verið talað beint
til þeirra um þetta mál og nú
ættu þeir að nota tækifærið og
leggja við eyrun.
Það eru þau Árni Þórður Jóns-
son og Vilborg Halldórsdóttir
sem hafa veg og vanda af þess-
um þætti. Þau fá til liðs við sig
lækni, kennara í heilsufræði í efri
bekkjum grunnskóla, fulltrúa frá
Samtökunum '78 o.fl. SímiBylgj-
unnar verður opinn og er öllum
óhætt að hringja og bera upp
spurningar um það sem þeim
liggur á hjarta, því að bjögunar-
tæki kemur í veg fyrir að röddin
þekkist.
Auðvitað verður tónlistin í
þættinum valin við hæfi ungling-
anna. Sem sagt ailt efni þessa
langa þáttar á beint erindi til
unghnga, og þeir ættu alls ekki
að láta hann framhjá sér fara
Svona lítur út bæklingur
sem landlæknisembættið
sendir ungu fólki í landinu til
að fræða það um eyðni. Hann
ætti ekki að fara ólesinn í rusla-
körfuna.
Þriðjudagur
16. desember
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. - Páll Benediktsson,
Jón Baldvin Halldórsson og Lára Mar-
teinsdóttir Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og
8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning-
ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25
7.20 Daglegt mál. Guðmundur
Sæmundsson flytur þáttinn.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanakið „Brúðan hans
Borgþórs", saga fyrir börn á öllum aldri.
Jónas Jónasson les sögu sina (12).
Jólastúlkan, sem flettir almanakinu, er
Sigurlaug M. Jónasdóttir.
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
9.35 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ég man þá tið“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stef-
ánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 f dagsins önn - Hvað segir læknir-
inn? Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Grafskrift hins
gleymda", eftir Jón Þorleifsson. Þor-
varður Helgason byrjar lesturinn.
14.30 Tónlistarmaður vikunnar Eric
Clapton.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi.
Umsjón: Ásþór Ragnarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnautvarpið Stjórnandi: Kristín
Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Síðdegistónleikar a. Fyrsti þáttur úr
Píanókvartett op. 5 eftir Christian
Sinding. Eva Knardahl og Arne Monn-
Iversen kvartettinn leika. b. Norsk raps-
ódía nr. 1 eftir Johan Halvorsen. Hljóm-
sveit Harmonien-tónlistarfélagsins í
Björgvin leikur; Karsten Andersen
stjórnar. c. Bodil Göbel og Ole Hedegárd
syngja lög eftir Peter Heise. Griedrich
Gurtler og Kaja Bundgárd leika með á
píanó.
17.40 Torgið - Samfélagsmál Umsjón:
Bjarni Sigtryggsson.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30Tilkynningar.
Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá
morgni sem Guðmundur Sæmundsson
flytur.
19.40 Lestur úr nýjum barna- og unglinga
bókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir:
Ágústa Ólafsdóttir.
20.00 Tætlur. Umræðuþáttur um málefni
unglinga. Stjórnendur: Sigrún Proppé og
Ásgeir Helgason.
20.40 fþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hann-
esson og Samúel Örn Erlingsson.
21.00Perlur Dusty Springfield og Tom
Jones.
21.30 Útvarpssagan: „ Jólafrí í New York“
eftir Stefán Júlíusson Höfundur les (10)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Bréf frá Astralíu. Dóra Stefánsdóttir
segir frá. Fyrri þáttur.
23.00 islensk tónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar.
17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik
og nágrenni - FM 90,1 MHz.
18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz. Trönur
Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson.
Fjallað um menningarlíf og mannlíf al-
mennt á Akureyri og í nærsveitum.
Þriðjudagur
16. desember
9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar
Halldórsdóttur, og Siguröar Þórs Salvars-
sonar. Meðal efnis: Barnadagbók i umsjá
Guðriður Haraldsdóttur að loknum fréttum
kl. 10.00, Matarhornið og getraun.
12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri
tónlist i umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi:
Jónatan Garðarsson.
15.00 ( gegnum tíðina Þáttur um íslensk
dægurlög í umsjá Vignis Sveinssonar.
16.001 hringnum. Gunnlaugur Helgason
kynnir lög frá áttunda og níunda áratugn-
um.
18.00 Oagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00,
12.20,15.00 16.00 og 17.00.
Þriðjudagur
16. desember
18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle) -
Níundi þáttur. Teiknimyndaflokkurgerður
eftir vin^ælum barnabókum eftir Hugh
Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir.
18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly
Island) Þriðji þáttur. Ástralskur mynda-
flokkur i átta þáttum fyrir börn og unglinga
um ævintýri á Suðurhafseyju. Þýðandi
Gunnar Þorsteinsson.
18.45 Skjáauglýsingar og dagskrá
18.50 íslenskt mál - Áttundi þáttur.
Fræðsluþættir um myndhverf orðtök.
Umsjónarmaður Helgi J. Halldórsson.
18.55 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir tán-
inga á öllum aldri. Þorsteinn Bachmann
kynnir músíkmyndbönd. Samsetning:
Jón Egill Bergþórsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Sómafólk. (George and Mildred) 6.
George bregður undir sig betri fætinum.
Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Ólöf Pétursdóttir.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar.
20.40 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónar-
maður Sigurður H. Richter.
21.15 Fjárlögin. Umræðuþáttur í umsjón
Ólafs Sigurðssonar.
22.15 Heimurinn fyrir hálfri öld 5. Heims-
veldi og ný sjónarmið (Die Welt der
30er Jahre) Þýskur heimildamyndaflokk-
ur í sex þáttum um það sem helst bar til
tiðinda á árunum 1929 til 1940 í ýmsum
löndum. I fimmta þætti er einkum fjallað
um ástand og stjómmál í Asíu, Afriku og
Suður-Ameríku. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
23.10 Þyrpingin. (The Crowd) Kanadisk
sjónvarpsmynd gerð eftir einni af smá-
sögum Ray Bradburys um dularfulla
atburði. Þýðandi Sigurgeir Steingrims-
son.
23.40 Fréttir í dagskrárlok.
Miðvikudagur
17. desember
18.00 Ú myndabókinni-33. þáttur. Barna-
þáttur með innlendu og erlendu efni:
Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Anna
Maria Pétursdóttir.
18.50 Skjáauglýsingar og dagskrá
19.00 Undraeyjan. (Wildlife on One: Sula-
wesi. Bresk mynd um sjaldséðar dýrateg-
undir á eynni Celebes (Sulawesi) í Indó-
nesiu. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Prúðuleikararnir - Valdir þættir.
12. Með Judy Collins.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar
20.45 f takt við tímann Blandaður þáttur
um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón: Ásdis
Loftsdóttir, Elín Hirstog Jón Gústafsson.
21.50 Sjúkrahúsið i Svartaskógi (Die
Schwarzwaldklinik)
22.50 Seinni fréttir.
22.55 Annað kvöld jóla - Endursýning
Þáttur með blönduðu efni frá 1976
Hannibal Valdimarsson, Steindór Stein
dórsson frá Hlöðum og Pétur Gunnars-
son rithöfundur spjalla saman milli
skemmtiatriða sem eru söngur, dans,
tónlistog upplestur. Umsjónarmaður Eið-
ur Guðnason. Stjórn upptöku Egill Eð-
varðsson.
23.50 Dagskrárlok.
18.30 Morðgáta (Murder She Wrote). Einn
stórbrotnasti dávaldur heims finnst látinn
i læstu herbergi sinu. Blaðamenn voru til
staðar þegar atburðurinn átti sér stað.
19.30 Fréttir.
19.55 f Návígi. Umræðuþáttur í umsjón
Páls Magnússonar.
20.15 Klassapíur (Golden Girls). Bráð-
smellinn þáttur fyrir spaugara á öllum
aldri.__________________________________
i 20.40 Á því Herrans Ári (Anno Domini). 2.
hluti. Bandarískur framhaldsmyndaflokk-
ur með Anthony Andrews, Ava Gardner,
James Mason, Jennifer Ó’Neil, Richard
Roundtree o.fl. í aðalhlutverkum. Leik-
1 stjóri er Stuart Cooper.
22.10 Þrumufuglinn (Airwolf). Bandariskur
framhaldsþáttur með Jan Michael
Vincent, Ernest Borgnine og Alex Cord í
aðalhlutverkum.
23.00 Frægð og Fegurð (Rich and Fam-
ous). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með
Candice Bergen og Jacqueline Bisset i
aðalhlutverkum. Liz og Merry eru æsku-
vinkonur. Liz vinnur bókmenntaverðlaun
á unga aldri. Þegar Merry getur gert sér
vonir um sömu verðlaun eftir margar
bækur (og misjafnar) fer að slást upp á
vinskapinn, þvi Liz er meðal dóm-
nefndarmanna. Ástamálin eru ekki heldur
til þess fallin að treysta vináttuna, en
þegar báðar bíða skipbrot um svipað
leyti, skapast grundvöllur til sátta.
00.40 Dagskrárlok.
STODTVO
ISlENSKA SjONVARPSFElAGiO
Þriðjudagur
16. desember
17.00 Myndrokk. Nýbylgjurokk. Stjórnandi
er Timmy,__________________________
18.00 Teiknimynd.
Wuzzles).
Furðubirnir (The