Tíminn - 03.01.1987, Side 4

Tíminn - 03.01.1987, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 3. janúar 1987 Horsamskreiðin: 35 ÞUSUND PAKKAR ÓSELDIR í GÁMUM - eigendum skreiðarinnar gerð grein fyrir stöðunni Forsvarsmenn íslensku umboðs- sölunnar/Sameinaðra framleiðenda, þeir Bjarni V Magnússon og Jakob Sigurðsson.sem stóðu fyrir útflutn- ingi á um 60.000 pökkum af skreið að verðmæti um 380 milljónir króna með skreiðarskipinu Horsam sem fór frá íslandi í sumar eru nú staddir hér á landi eftir langa Nígeríudvöl og hafa verið að gera rúmlega 40 aðilum sem eiga skreiðina í skipinu grein fyrir stöðunni í sölumálum. Eigendur skreiðarinnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna skreiðar- farmsins og margir dregið í efa að þeir muni nokkurn tíma fá skreiðina greidda, og eru engan veginn eins bjartsýnir á árangur og þeir Bjarni og Jakob virðast vera. Boðað hafði verið til fundar með eigendunum í dag, laugardag en óvíst var þó í gærkvöld hvort af þeim fundi yrði. Jakob Sigurðsson stjórnarformað- ur Sameinaðra framleiðenda sagði í samtali við Tímann í gær að útlitið væri nú tiltölulega gott með sölu á skreiðarfarminum. Pegar er búið að skipa upp og selja 25 þúsund pakka ákveðnum aðila, en kaupin gerast með þeim hætti að vegna þess að kaupandinn gat ekki lagt fram bankatryggingu fær hann skreiðina í ákveðið pakkhús og síðan koma aðrir kaupendur og kaupa skreiðina af honum og borga í banka þar sem þeir fá þar til gerða nótu sem þeir framvísa í pakkhúsinu og fá skreið út á. Að sögn Jakobs gengur þetta ekki hraðar en svo fyrir sig að það gæti tekið um tvo mánuði að selja skreiðina og síðan á eftir að fá gjaldeyrisyfirfærslu fyrir þessu fjár- magni. Restin af farminum, 35 þúsund pakkar, var um borð í skipinu þar til 28. desember þegar henni var skipað upp og bíður sú skreið nú í gámum í höfninni óseld. Jakob sagði að verið væri að vinna að því að selja þessa skreið og að hún yrði þá væntanlega seld í einu lagi og þannig að fyrir kæmi bankatryggð greiðsla. Taldi hann ekki ólíklegt að takast mætti að selja þessa skreið á næstu vikum. Gjaldeyrisyfirfærslur í Nígeríu fara fram með þeim hætti að Seðla- bankinn þar heimilar kaup á ákveð- inni upphæð af gjaldeyri í hverri viku og er þeirri upphæð síðan skipt milli allra þeirra sem á gjaldeyri þurfa að halda í landinu. „Við erum á þeirri skoðun að þetta muni takast og að hægt verði að skila þeim gjaldeyri til íslands sem upphaflega var gert ráð fyrir, þrátt fyrir að kominn sé á þetta mikill frakt-og geymslukostnaður,“ sagði Jakob að lokum. -BG Eins og myndin ber með sér var áreksturinn fima harður og báðir bflarnir Ónýtir að telja má. Tímamynd Sverrir Glerharður árekstur Þrennt var flutt á slysadeild Mjög harður árekstur varð í Neðri Hveradalabrekkunni við Skíðaskál- Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur aö Nóatúni 21 þriðjudaginn 6. janúar kl. 20.30 Haraldur Ólafsson alþingismaöur og Áslaug Brynjólfs- dóttir fræöslustjóri sjáum dagskrá í tilefni þrettándans. Mætiö vel - Fögnum nýju ári. Stjórnin. ann í Hveradölum um miðjan dag í gær. „Þetta var glerharður árekst- ur,“ sagði lögregluþjónn frá Selfossi í samtali við Tímann, þegar hann var nýkominn af slysstað. Jeppabifreið sem ekið var í austur- átt, upp brekkuna, rann til á hálum veginum og missti ökumaður stjórn á bílnum. Saab bifreið sem ekið var niður brekkuna, til Reykjavíkur lenti framan á jeppanum. Reyndi ökumaður fólksbifreiðarinnar að sveigja bíl sínum út af veginum en náði því ekki. Þrennt var í Saab bílnum og var allt flutt á slysadeild. Ekki var ljóst í gær hversu alvarleg meiðsli er um að ræða. Ökumaður jeppans var hinsvegar ómeiddur. Námsmenn um Lánasjóðinn: Vilja reyna að ná sam- komulagi - funda með Finni Ingólfssyni í dag „Á morgun verður haldinn fundur námsmanna með Finni Ingólfssyni sem SÍNE hefur skipulagt og þar mun Finnur gera grein fyrir sinní afstöðu. Ég geri jafnframt ráð fyrír að menntá- málaráðherra megi eiga von á einhverju svari við þessarí send- ingu frá námsmönnum. Síðan geri ég ráð fyrir að við munum hitta samráðsnefndina áfrant, því samráðið er í raun og veru í miðju kafi og áfram verði leitað leiða ti! að ná upphaflegum ntark- miðunt ncfndarinnar. Þessi mark- mið voru að ýta drögunum frá því í haust til hliðar og byrja á núll-punkti við að reyna að styrkja Lánasjóðinn og starfsemi hans með breytingum sent gætu orðið til þcss að hækka endur- greiðsluhlutfallið og bæði sjórn- málamenn og almenningur yrðu sáttari við sjóðinn," sagði Eyjólf- ur Sveinsson formaður Stúdenta- ráðs við Tímann í gær. Ekki náðist í Sverri Hermanns- son í gær en í viðtali á út varpstöð- inni Bylgjunni sagði ráðherrann að það hafí verið misskilningur að hann hafi kynnt þessi drög á blaðamannafundi sent endanlega lausn á málinu, og að samráðið við námsntenn ltafi á engan hátt verið úr sögunni. Eyjólfur Svcinsson sagði í gær að hann fagnaði þvf að' Sverrir Hermannsson hefði opinberlega drcgið úr fyrri yfirlýsingunt sínum, einkum ef ráðherrann teldi þetta ekki vera cndanlega niðurstöðu í málinu. Hann sagði að málin myndu skýrast nokkuð eftir að Finnur Ingólfsson hcfði fundað með námsmönnum í dag og miðað við þær hugmyndir sem hann hefði viðrað í Tímanum á gamlársdag virtist sér sem hug- myndir hans og væntanlega þá Framsóknarflokksins gætu vel samrýmst hugmyndum náms^- manna. -BG Frá Fjölbrauta- ___________skólanum í HlllB®HomUIIH Breiðholti Skólastarf Fjölbrautaskólans í Breiöholti á vorönn 1987 hefst meö almennum kennarafundi mánu- daginn 5. janúar kl. 9.00-12.00. Sama dag verður sviösstjórafundur kl. 13.00- 15.00 og deildarstjórafundur á sama tíma. Miðvikudaginn 7. janúar veröur nýnemakynning í dagskólanum kl. 9.00-16.00. Fimmtudaginn 8. janúar verður nemendum Dag- skóla F.B. afhentar stundatöflur kl. 13.00-15.00. Bóksala skólans verður opin kl. 10.00-16.00. Innritun í Öldungadeild F.B. svo og val náms- áfanga fer fram 5. 7. og 8. janúar frá kl. 18.00- 21.00. Námskynning í öldungadeild verður 12. janúar kl. 18.00. Kennsla hefst í Dagskóla F.B. mánudaginn 12. janúar samkvæmt stundaskrá. Kennsla hefst í Öldungadeild F.B. þriðjudaginn 13. janúar samkvæmt stundaskrá. Skólameistari. Fálkaorðan: Átján manns heiðraðir Átján íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu, um áramótin. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótttir afhenti orð- urnar að fenginni tillögu orðunefnd- ar. Eftirtaldir aðilar voru sæmdir fálkaorðunni: Freyja Bjarnadóttir fv. talsímavörður, Borgarnesi, ridd- arakrossi fyrir störf að félagsmálum. Garðar Óskar Pétursson fv. verk- stjóri, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Geir Borg fv. framkvæmdastjóri,' Reykjavík, riddarakrossi fyrir við- skipta- og menningarmál. Gísli Sig- urbjörnsson forstjóri, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyrir störf í þágu aldraðra. Guðríður Guðmundsdótt- ir oddviti, Skeggjastöðum, Bakka- firði, riddarakrossi fyrir fræðslu og félagsmálastörf. Haraldur Hannes- son hagfræðingur, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir varðveislu menning- arverðmæta. Dr. Haraldur Matthí- asson fv. menntaskólakennari, Laugarvatni, riddarakrossi fyrir fræðistörf. Dr. Jakob Jónsson fv. sóknarprestur, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir störf að kirkjumálum og fræðistörf. Jón Bjarnason verk- stjóri, Vogum, Vatnsleysuströnd, riddarakrossi fyrir störf að barna- verndunarmálum. Magnús Kristins- son forstjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu þroskaheftra. Sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum. Óskar Jónsson, Hjálpræðishernum, Reykjavík. riddarakrossi fyrir fé- lags- og líknarstörf. Pétur Sigurðs- son fv. framkvæmdastjóri, Breið- dalsvík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Sigurður Jónsson fv. framkvæmdastjóri, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að atvinnumál- um. Snjáfríður Jónsdóttir fv. mat- ráðskona, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Soffanías Cecilsson útgerðarmaður, Grundar- firði. riddarakrossi fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Sverrir Ragnars stórkaupmaður á Akureyri, riddara- krossi fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum. Þórhallur Tryggvason fv. bankastjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir embættisstörf. FRETTAYFIRLIT PEKÍNG — Háskólastúdent- ar í Pekíng, sem farið hafa í tvser ólöglegar mótmælagöng- ur á undanförnum dögum, sögðu í gær að mótmæli þeirra væru ekki búin. Þeir tóku þó einnig fram að stúdentar styddu fullkomnlega þá endur- skoðun og þær breytingar sem nú eiga sér stað í kínversku þjóðfélagi undir forystu Deng Xiaopings. Nokkur ólögleg veggspjöld voru sett upp vio háskólann. N‘DJAMENA — Herir stjórnarinnar í Chad gerðu árás á stöðvar sem Líbýumenn héldu og samkvæmt heimild- um þurftu líbýskir hermenn að hörfa. Heimildarmennirnir sögðu þó bardaga vera harða og barist væri í návígi i bænum Fada. LUNDUNIR — Dollarinn var í byrjun þessa árs lægri á evrópskum gjaldeyrismörkuð- um en nokkurn tímann síðustu sex árin og sögðu gjaldeyris- kaupmenn að gengi hans myndi halda áfram að vera fallvalt næstu daga. Ástæðurn- ar eru fyrst og fremst áhyggjur vegna bandarísks efnahags- lífs svo og hneykslismálið vegnavopnasölunnartil (rans. BEIRUT — Slæmt veður dró heldur úr skothríð í tveimur flóttamannabúðum Palestínu- manna í Líbanon. Ekki virtist þó svo vera að Palestínumenn oa múslimar úr hópi shíta ætl- uou sér að virða áköll um vopnahlé á nýja árinu. JÓHANNESARBORG — Nýja árið í Suður-Afriku hófst eins og það síðasta end- aði; með ofbeldi. ( Soweto voru þríreinstaklingar brenndir til bana i átökum milli hópa svertingja og á baðströnd lést einn og ellefu aðrir særðust er blökkummenn gengu þar ber- serksgang. BANGKOK — Herflugvél frá Thailandi hrapaði eftir að hafa verið skotin niður af kambódískum loftvarnarbyss- um. Flugmaður vélarinnar lést og annar áhafnarmeðlimur slasaðist alvarlega. LUNDÚNIR — Hin opinbera fréttastofa í íran skýrði svo frá að írakskar herþotur fljúgi reglulega yfir lofthelgi Kuwait til að ráðast á skip í Persa- flóanum. Fréttastofan hafði þetta eftir írökskum fluqmanni sem nú er í haldi í fran og skýrði hin opinbera fréttastofa Irna frá þessu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.