Tíminn - 08.01.1987, Side 1

Tíminn - 08.01.1987, Side 1
ISTUTTU MALI, FISKVINNSLUFÓLKI & einum 7 stööum á landinu hefur veriö sagt upp störfum fyrirvaralaust sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu fi Verkamannasambands íslands, en 'í. þaö þýöir að nokkur hundruö manns | eru oröin atvinnulaus vegna sjó- | I mannaverkfallsins. Fulltrúar VMSÍ og í: VSÍ funduðu í gær til þess aö freista | þess aö finna lausn á deilum sínum og var þaö vilji beggja aöila aö ná sam- 1 komulagi. Ekki tókust þó samningar : ■3 með þeim í gær, en nýr fundur er | fyrirhugaður í dag. STEINGRÍMUR Hermanns- i son forsætísráðherra, Sverrir Her- ! | mannson, menntamálaráöherra, og ! I Þorsteinn Pálsson fjármálaráöherra funduðu í gær um lánasjóðsmáliö fi svokallaöa. Ekki fékkst nein endanleg j í niöurstaöa á þessum ráöherrafundi, j ;; en ráðherrarnir munu halda áfram I viðræðum næstu daga. I I SLÖKKVILIÐ Akureyrar var i kallað út 71 sinniáárinu1986,enhaföi I ;! veriö kallað út 82 sinnum áriö áöur. | Mestu eldsvoöarnir voru aö Sólbergi á j í Svalbarðsströnd og Fjólugötu 2, en 1 þar lést kona í brunanum. Sjúkraútköll | voru977áriö1986þaraf 130utanbæj- j I ar, en áriö áður voru sjúkraútköll 1.050 Í þar af 172 utanbæjar. FISKBÚÐIR á höfuöborgar- I | svæöinu eiga þessa dagana í nokkrum | erfiöleikum með aö útvega sér nýjan 1 fisk og birgðir af frosnum fiski eru B I víðast nær uppurnar. Einkum eru þaö B I stærri búðirnar sem átt hafa í vand- 1 I ræöum, þærsem sjá sjúkrastofnunum I ! og veitingahúsum fyrir fiski. Hjá minni | - búöunum var yfirleitt til eitthvaö af « nýjum fiski í gær þó það hafi raunar I veriö nokkuö misjafnt. Samkvæmt ; reglugerö sjávarútvegsráöuneytisins f! eiga smábátar undir tíu lestum ekki aö : róa fyrr en 15. janúar, en einhverjir 1 munu hafa sótt um undanþágu frá 1 þessu veiðistoppi. UNDIRMENN á kaupskipum funduöu hjá sáttasemjara í gær en svo virðist sem deilan sé í hnút. Lítiö miöaöi í samkomulagsátt í gær og er útlit fyrir aö deilan geti dregist á j: langinn. Þegar hafa öll skip Skipaút- geroar ríkisins stöövast og fleiri skip munu stöövast nú næstu daga eitt af | ööru. ATLANTSHAFSbandalagiö mun veita nokkra styrki á árinu 1987 til fræðirannsókna á vandamálum er varða opinbera stefnumótun í um- | hverfismálum. Styrkirnir veröa veittir til ! rannsókna er tengjast verkefnum nefndar á vegum bandalagsins sem fjallar um vandamál nútímaþjóðfélags. Umsóknum um styrkina á aö skila til utanríkisráðuneytisins fyrir 31. janúar. | g ALF JACKSON er 92 ára j gamall Breti frá bænum Yedingham á j Norður-Englandi. Hann hefur stundaö það síðan 1914 aö sækja krá eina í bæ sínum og bergja á bjór og hefur þessu framfariö á degi hverjum. Nú |: hafa framleiöendur ölsins sem Jack- | ?! son drekkur ákveöið aö heiöra kapp- „ ann og fær hann nú ölið ókeypis til | dauðadags. KRUMMI „Ætli samráðsnefndin hafi líka gert sér dagamun á þrettándanum? “ Bergur Guðnason hdl. um „okurmálið": Málið ein þvæla af hálfu ákæruvaldsins - kærði Hermann fyrir fjársvik en ekki okur. Ávísanirnar gildir pappírar. - Ný heildarlína í okurmálinu væntanleg hjá ríkissaksóknara Bergur Guðnason, hdl. sem er verjandi 10 aðila sem ákærðir hafa verið fyrir okur af ríkissaksóknara- embættinu, telur að allur málatil- búnaður í „okurmálinu" sé út í hött og „ein þvæla og vitleysa". Hefur Bergur lagt frant kæru á hendur Hermanni Björgvinssyni fyrir fjársvik í apríl sl., en hefur enn ekki fengið svar frá ríkissak- sóknara um hvort sú kæra verði tekin til greina. Sagði Bergur í viðtali við Tím- ann í gær, að það væri makalaust í þessu máli að allar ákærur saksókn- ara í málinu væru byggðar ein- göngu á framburði Hermanns sjálfs, sem heldur því fram að þeir aðilar sent höfðu við hann við- skipti, hafi lánað honum persónu- lega þá fjármuni scm þeir lögðu frant og því hafi okurlögin verið brotin. Skjólstæðingar Bergs telja hins vegar að þeir hafi staðið í heiðarlegum viðskiptum við fyrir- tæki Hermanns, Verðbréfamark- aðinn og því ekki gerst brotlegir við okurlögin. Segir Bcrgur að enginn við- skiptavina Hermanns hafi fengið krónu til baka af því fé sem þeir lögðu inn til ávöxtunar. „Hermann stal öllum peningun- um, höfuðstól, vöxtum og okur- vöxtum, en ríkissaksóknari hefur engan áhuga á að rannsaka það. Þetta eru 220 ntilljónir króna í innistæðulausum ávísunum sent eru týndar og tapaðar, en á nióti kemur þessi 182 milljón króna innistæðulausa ávísun Sigurðar Kárasonar. Þarna eru á ferðinni hrein fjársvik og allt tíundað í minni kæru. Það er búið að stimpla þessar ávísanir innistæðulausar og þær eru því gildir pappírar, því það flokkast undir hrein og klár fjársvik að gefa út innistæðulausar ávísanir og út á það gekk mín kæra," sagði Bergur. „Hermann sneri þessu við þann- ig að hann varð fórnarlamb. Eins og ákærurnar hljóðuðu átti hann 20 milljónir króna inni hjá rnínu fólki. Það var niðurstaðan hjá þessum háu herrum. Þannig að allt þetta mál er ein þvæla og vitleysa af hálfu ákæruvaldsins, stutt og laggott," sagði Bergur Guðnason. Bragi Steinarsson, vararíkissak- sóknari sagði að embættið liti svo á að kæra Bergs Guðnasonar væri aðeins liður í vörn hans fyrir skjól- stæðinga sína. Embættið muni hins vegar svara erindi hans innan fárra daga, samhliða því að ný heildarlína yrði tekin upp hjá ríkis- saksóknaraembættinu í öllum ok- urmálunum, í kjölfar dóms Hæsta- réttar. Sjá einnig unt „okurmálið" á baksíðu. - phh l líglipgar vol’ií með osjiektir i llafnarfirði í Ivriinoll og halði lögreglan ogíslokkr ilið i nógu að smiast. Eins og endranær voru það þo aðeins fáir oroaseggir sem \erst liegðuðu sér ogfjóldiiin liins \ egar komiiin til að l \ Igjasl með. l insog sjá ma á iiiMidimii \arð lögreglan að grípa i taiiiliana og I jarhegja suiiia iiiigliiigana og hlltust faiigageyinsliiriiar. Nánar er fjallað nin ólætin a hls. 3 Lánasjóösmáliö: „Viðbrögð Finns ekki óeðlileg“ - segir Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins og Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hafa lýst því yfir að þeir ntuni ekki starfa meira með Finni Ingólfssyni í svokölluðu lánasjóðsmáli og Framsóknar- flokkurinn hafi siglt málinu í strand ef hann standi að baki Finni í málinu. Tíminn hafði samband við Pál Pétursson og spurði hann hver afstaða þingflokksins væri í mál- inu. „Finnur Ingólfsson og Harald- ur Ólafsson eru okkar sérfræðing- ar í þessu máli. Auk þess hefur Ingvar Gíslason látið málið til sín taka. Við í þingflokknum munum að sjálfsögðu hlusta mjög ná- kvæmlega eftir því sem Finnur kemur til með að leggja til. Síðan er það aftur á móti mál Sverris Hermannssonar og Friðriks Sop- hussonar hvort þeir vilja ræða við hann eða ekki, okkur varðar ekkert um það. Ég tel að viðbrögð Finns hafi ekki verið neitt óeðlileg. Hann fékk það vegarnesti hjá þing- flokknum, þótt hann sé formlega séð fulltrúi forsætisráðherra í málinu, að reyna að lagfæra lögin en gera það f sent mestri sátt við námsmenn," sagði Páll. Páll sagði ennfremur að flokk- urinn hefði ekki tekið afstöðu til málsins ennþá og hefði því ekki tekið á sig neina ábyrgð ennþá að því að standa að breytingum á lánasjóðslögunum. „Finnur kynnti þessar tillögur í þing- flokknum, þær söntu og hann kynnti hjástúdentum. Þaðvannst ekki tími til að taka efnislega afstöðu til þeirra eða fara ná- kvæmlega ofan í þær, en Fram- sóknarflokknum er það mikið kappsmál að standa vörð unt jafnrétti til náms, öflugan lána- sjóð sem gegnir sínu hlutverki. Það er fyrst og fremst okkar mál,“ sagði Páll. Sjálfstæðismenn hafa viljað væna Finn um að standa ekki við undirskriftir sínar á tillögum og svaraði Páll þeint ásökunum á þann veg að það skipti þingflokk- inn í sjálfu sér ekki miklu ntáli hvort Finnur Ingólfsson hefði skrifað undir eitthvað einhvern- tímann eða haft einhverjar hug- myndir einhverntímann. Það væri ekki fyrr en þingflokkurinn hefði samþykkt þær hugntyndir í þingflokknum, að það færi að skipta máli. ABS i—HKffli1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.