Tíminn - 08.01.1987, Page 8

Tíminn - 08.01.1987, Page 8
 iö p fyrstu myndinni Igar Ta* fiur v» l^ söigler- augun skellai í frosna jörðina. Þá sjáum við hvar dýriö rís upp, en þjálfarinn er strax kommn stulk- unni til þjargar T^z grípur utan um Christu *'g- skellir heSn'rí frosna jörðiua, jim Dillman dýratemjari er kom- inn á ntilli dýrsinfot stúlkunnarog nú gat hún velt sér og komiSt undan 8 Tíminn Ljósmynda- fyrirsæta í lífshættu Christa brosir á ný og situr fyrir á mynd með litlu kattardýri, kettl- ingnum Svarta Pétri, daginn eftir átökin við tígrísdýrið Það gcrðist í fyrravetur í Tor- onto í Kanada, að tvítug fyrirsæta varð fyrir árás tígrisdýrs, sem hún átti að vera með á mynd. Dýrið var talið tamið og dýratemjarinn var þarna viðstaddur og gat komið stúlkunni til hjálpar, annars cr ekki gott að segja hvernig farið hefði. Christa Daniel var ásamt Ijós- myndaraliði í snæviþöktum garði í Toronto. Þar átti að mynda stúlk- Farartæki af ýmsum gerðum Þessi mynd er áreiðaníega aíveg einstök, og önnur eins á áreiðanlega ekki eftir að sjást í blööum. Þarna má sjá lúxusskipið „Queen Elizabeth Il“, bresku þotuna Concorde og sýningar-flugflotann Rauðu örvarnar (The Red Arrows), sem flogið er af flugsnillingum úr breska flughernum. Concorde-þotan og Rauðu örvarnar voru að æfa sýningaratriði, en þá var það einn snjall Ijósmyndari, sem frétti að von væri á stórskipinu Elizabethu drottningu til hafnar og honum tókst að ná þessar sérstöku mynd úr annarri flugvél. una fyrst í síðri loðskinnskápu, en síðan í sundbol með tígrísdýr við fætur sér. Christa segist hafa kastað frá sér loðkápunni og sólgleraugum, sem hún tók af sér um leið. Gleraugun lentu á freðinni jörðinni, og dýrinu brá. Það leit við og síðan aftur á stúlkuna, „og þá sá ég allt í einu að ég var í lífshættu," segir Christa. Það skipti engum togum, - að dýrið reis upp og réðst á fyrirsæt- una, þar sem hún stóð hálfnakin í snjónum og kuldanum. „Ó, guð minn, hvað dýrið er stórt. Það getur gert út af við mig á svipstundu," segist Christa hafa hugsað, en hún þorði ekki að reyna að hlaupa heldur horfðist í augu við hið stóra dýr. „Ég fann heitan andardrátt dýrsins gusast framan í mig, og það var ógeðslegt!" Dýratemjarinn Jim Dillman var með tígrisdýrið Taz í mjóum taumi, sem ekki átti að sjást á myndunum, en það var nóg til þess, að Dillman gat hamið dýrið, svo það náði ekki að slasa stúlkuna. Þessar auglýsingamyndir átti að nota í sambandi við mótorhjóla- sýningu í Toronto og var hið tæp- lega þriggja ára tígrisdýr frá Síber- íu, sem kallað var Taz, fengið ásamt þjálfara sínum til að gera spennandi myndir. Þegar þjálfarinn hafði náð yfir- ráðum yfir dýrinu á ný, með því að leggja sig sjálfan í hættu, þorði Christa loks að hlaupa í skjól. Þá var farið að athuga meiðsli hennar, en þau voru ótrúlega lítil. Allir nærstaddir óttuðust að Christa væri klóruð og rifin, en sVo vel vildi til að þegar Taz var taminn voru klær hans klipptar og hann þess vegna ekki eins hættulegur. Næsta dag hafði Christa náð sér eftir hræðsluna og Jim Dillman, þjálfari tígrísdýrsins, vildi að hún kæmi í heimsókn til Taz til að vita hvernig þeim báðum yrði við. Hún samþykkti það, cf Taz væri í búri og hún sagðist aðeins vilja sjá hann í gegnum rimlana. „Við horfðumst aftur í augu," sagði Christa, „og það var eins og rynni kalt vatn niður bakið á mér. Ég fékk hroll í mig að sjá þessi grænu augu. Ann- ars er ég dýravinur og til þess að endurnýja vinskap minn við katta- ættina lét ég taka af mér mynd sama dag - með litlum svörtum kettlingi." Fimmtudagur 8. janúar 1987 Fimmtudagur 8. janúar 1987 Tíminn 9 IIHIHHI...... Ipróttir m. lllll., ;my Ipröttir .;;ilHHlii:.: ;:i!lllllllllllllli:'' .::;liliiilllll!lll!l;:. Iillllll!';: ,;,ailllll|l|!!!!" .ííIIIIIIIIIIIIIIHí;'- ..... ...iillllllllllllll|l!in ..............illlllllilllllllll.. .............. Ólafur Lárusson og félagar hans í KR sigruðu Framara í gærkvöldi. Hér skorar Ólafur. Júlíus Gunnarsson og Hermann Björnsson koma engum vörnum við. Handknattleikur á Akureyri, 1. deild: Víti varið, FH vann Um tóif hundruð áhorfendur sáu FH leggja KA að velli með 23 mörkum gegn 22 Fró Cylfa Kristjánssvni á Akureyri: Eggert Tryggvason var í sviðsljós- inu í íþróttahúsinu á Akureyri í gærkvöldi. Aðstaða hans var erfið. Leiktíminn var runninn út í viður- eign hcimamanna KA og FH-inga frá Hafnarfirði. Staðan 23-22 fyrir FH en KA átti víti. Um tólf hundruð áhorfendur biðu með öndina í háls- inum. Eggert tekur vítið, enda skor- að úr 24 slíkum í röð, og skýtur ágætu skoti í hornið en Magnús Árnason markvörður FH ver og Hafnfirðingar hoppa hæð stna í loft upp. „Það er gaman að vinna svona leiki, hérna er ávallt dálítið sérstakt að spila og áhorfendur eru fínir. Bæði lið börðust geysilega í vörn- inni," sagði Þorgils Óttar fyrirliði FH-inga að leik loknum. Ekki vildi liann þógefa mikið út á meistaravon- ir sinna manna, sagði hið unga lið Hafnfirðinganna verða að taka hvern leik eins og hann legði sig. Þetta var hörkuleikur, dulítið gloppóttur hvað gæði varðar en barátta beggja liða geysileg og greinilegt að hart er barist um stigin. FH-ingar leiddu í hálfleik 10-9 en í síðari hálfleik gekk á ýmsu. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka skoraði Jón Kristjánsson 20-19 fyrir KA en var síðan rekinn af leikvelli í þriðja sinn fyrir lítið brot, þar virtust dómararnir Kristján Hreinsson og Árni Sverrisson gera sín stærstu mistök. Lokamíiiúturnar æsispennandi. Þorgils skorar 23-22 en FH-ingar missa boltann þcgar lítið er eftir og KA mcnn fá vítið sögulega. Þorgils Óttar, Gunnar Beinteins- son og Magnús Árnason voru bestir FH-inga. Þorgils skoraði 6 mörk og Gunnar 4. Friðjón Jónsson, Guð- mundur Guðmundsson og Sigfús Þær voru ótrúlega spennandi loka- mínúturnar í viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik í gær- kvöldi. Blikarnir voru yfir 22-21 er Skúli Gunnsteinsson kemst inní sendingu frá Blika og brunar upp. Brotið var á honum og Magnúsi Magnússyni Blika vikið af vclli. Hannes skoraði úr vítinu 22-22 og aðeins mínúta eftir. Blikar komast í færi en Sigmar Þröstur ver meistara- lega frá Jóni Þóri og Gylfi Birgis- son Stjörnumaður átti síðasta skotið í leiknum úr upplögðu færi en Þórir markvörður Blikanna varði mjög vel, 22-22 og það urðu lokatölur þessa leiks. í stuttu máli var þcssi leikur scm skák. í fyrri hálfleik spiluðu menn drepskák og skoruðu því að vild. Valdanir og varðmennska var engin og leikmenn löbbuðu í gegnum varn- ir hver annars og skoruðu af grimmd. Staðan í hléi var 17-15 fyrir Blika þó Stjarnan hafi komist í 4-1 í upphafi og síðan 6-4. I síðari hálfleik snérist dærnið við. Karlsson markvörður voru bestir KA-manna. Friðjón gerði 8 mörk og Guðmundur 4. Varnir liðanna voru frábærar og markvarslan mjög góð. Sérstaklega hjá Sigmari Þresti í marki Stjörnunn- ar. Hann varði um 11 skot í síðari hálfleik og Þórir í marki Blikanna varði einnig vcl eða um sjö skot. Harkan í leiknum jókst með hverri mínútunni og spennan náði hámarki á síðustu tveimur mínútunum eins og fyrr er sagt. Hannes gcröi 6 (5) mörk fyrir Stjörnuna og Hafsteinn og Gylfi 5 hvor. Aðalsteinn gerði 6 fyrir Blika og Jón Þórir 5. Jafnt í Firðinum Haukar og Ármenningar skildu jafnir í spennandi viður- eign í 1. deild í handknattleik karla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 20-20 eftir að Ármenningar höfðu lcitt 14-7 í hálflcik. Þetta er fyrsta stig Ár- nienninga í deildinni. íslandsmótiö í handknattleik - 1. deild: Spennujafntefli - Stjarnan og Blikar deildu stigunum í köflóttum leik Handknattleikur, 1. deild. Spennandi viðureign lauk með KR-sigri KR-ingar sigruðu Framara í Laugardalshöll í gær- kvöldi í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Naumara gat það ekki verið. KR vann með 22 mörkum gegn 21 eftir æsispennandi lokamínútur þar sem Hallargólfið lék á reiðiskjálfi. Staðan var 21-19 fyrir Framara þegar lítið var.eftir og allt virtist búið hjá Vesturbæjarliðinu. Sú var þó ekki raunin, KR-ingar jafna og þegar tuttugu sekúnduræru til leiksloka skorar Guðmundur Albertsson sigurmaxkið mikilvæga. Þetta var ekki svo góður leikur en spennandi var hann og jafn. Framarar höfðu þó yfirhöndina mest allan leikinn, leiddu 11-9 í hálfleik, en þegar á reyndi brást þeim bogalistin. Birgir Sigurðsson var bestur Framara og ekki í fyrsta skipti. Hann skoraði 6 mörk. Agnar Sigurðsson, Hermann Björnsson og Óskar Þorsteinsson léku einnig vel en liðið saknar greinilega Egils Jóhannssonar sem er meiddur. Agnar skoraði 6 mörk, Hermann 4 og Óskar 1. Jón Árni Rúnarsson skoraði 2 mörk, Júlíus Gunnars- son 1 og Ragnar Hilmarsson 1. Guðmundur A. Jónsson varði tvö vítaskot KR-inga og stóð sig að öðru leyti þokkalega í markinu. KR-ingar þurftu á sigri að halda og það tókst þeim. Sverrir Sverrisson átti mjög góðan leik, kraftmikill og fljótur lcikmaður. Hann skoraði 7 rnörk fyrir KR. Friðrik Þorbjörnsson og Þorsteinn Guðjónsson voru sterkir í vörn KR-inga. Þorsteinn mikið efni. Þá lék Jóhannes Stefánsson vel að vanda og skoraði 5 mörk. Konráð Olavsson skoraði 4 mörk, Guðmundur Alberts- son skoraði 3 mörk og þeir Ólafur Lárusson, Guðmund- ur Pálmason og Friðrik Þorbjörnsson eitt mark hver. Gísli Felix Bjarnason varði mark KR-inga af stakri prýði. ARGUS/SlA IÐNLÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN Lækjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580. IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings- ábyrgð en ( henni felst: • Að taka að sér að tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutn- ingslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum. • Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum eða þjónustu. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek- ur til viðskiptaáhættu og stjórnmála- áhættu og tryggir útflytjandann að 80% ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess- um ástæðum. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er framseljanleg til banka eða annarra lána- stofnana. Með þeim hætti getur útflytj- andi aukiö lánstraust sitt í viðskiptabanka sínum. Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun, mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% — 1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend- ingar eða andvirði þjónustugreiðslu. Með þessari nýju þjónustu, sem eykur öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn- lánasjóöur leggja sitt af mörkum til að örva og efla íslenskan útflutning. Skrifið eða hringið eftir upplýsinga- bæklingi og umsóknareyðublöðum. ClTFLYTJANDI ? ER TRYGGT AÐ ERLENDI KALPANDINN STANDI SKIL Á GREIÐSLUM? NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKA LTELYTJENDUR Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu — ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir eiga á erlenda viðskiptamenn. Með útflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í rekstrinum vegna vanskila.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.